Fréttablaðið - 02.08.2012, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 02.08.2012, Blaðsíða 50
2. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR42 Útgáfu bókverksins Path – Jour- ney to the Centre var fagnað í Bókaútgáfunni Crymogeu í gær, en bókin er samstarfsverkefni myndlistarkonunnar Elínar Hansdóttur og bandaríska rit- höfundarins Rebeccu Solnit. Upphaf samstarfsins má rekja til þess þegar Rebecca var stödd hér á landi árið 2009 og sá og heillaðist af samnefndu verki Elínar í Listasafni Íslands. „Við Rebecca hittumst fyrir til- viljun hér á Íslandi það ár. Hún lýsti yfir áhuga á að skrifa um sína reynslu af verkinu og við ákváðum að gefa út lítið bók- verk í kjölfarið,“ segir Elín, sem stödd er hér á landi til að fagna útgáfu bókarinnar, en hún hefur verið búsett í Berlín í nær áratug. Bókin samanstendur af ljós- myndum af verki Elínar og texta eftir Rebeccu. Hún er á ensku, enda ekki síður ætluð alþjóðlegum markaði en þeim íslenska, en texti bókarinnar er jafnframt stutt útgáfa af broti úr næstu bók Rebeccu, sem kemur út á næsta ári. Elín segir það hafa verið áhugaverða reynslu fyrir hana að horfa á verk sín út frá nýju sjónarhorni í miðli sem hún hefur ekki áður unnið með. „Þetta var ómetanlegt, því ég hef mikinn áhuga á því að vita hvernig fólk upplifir það sem ég geri. Það er svo sjaldan sem maður fær að heyra reynslu fólks. Ég geri myndlist sem er hverful, stórar innsetningar sem eru uppi í nokkrar vikur og svo teknar niður. Með þessu bókverki gerðum við tilraun til þess að fanga kjarna verksins í öðrum miðli.“ - hhs Kjarni innsetningar fangaður í bókverki Myndlist ★★★★ ★ Óheimilislegur Ýmsir listamenn. Sýningarstjóri Julia Wirxel. Gallerí Gangur Í ensk-íslenskri orðabók á vefbóka- safninu Snöru eru eftirfarandi skýringar gefnar á enska orðinu uncanny: furðulegur, kynlegur, yfirnáttúrulegur. Ekkert þessara orða þótti samt nógu viðeigandi þegar kom að því að búa til íslenska þýðingu á sýningunni Uncanny í Gallerý Gangi við Rekagranda í Reykjavík, sem sýningarstjórinn Julia Wirxel hefur sett saman. Orðið sem var valið sem íslenskt heiti var því nýyrðið óheimilislegt. Það er þó ekki endilega til- finningin sem maður fær við að ganga inn á sýninguna, enda er Gallerý Gangur staðsett inni á heimili Helga Þorgils Friðjóns sonar myndlistarmanns og fjölskyldu hans að Rekagranda í Reykjavík. Íslenski titillinn býr yfir ákveðnum galdri og spyr spurninga ekki bara um innihald hvers verks heldur líka um heildina, það hvað er heimilis- legt og hvað ekki þegar kemur að sambandi myndlistar og umhverfis. Verkin, 42 að tölu, falla vel að umhverfinu í Galleríinu, eins og gamlir heimilisvinir. Þeim er komið fyrir með mjög hversdagslegum hætti úti í glugga, framan á skáp- hurð, framan við bókahillur, uppi á skrifborði og við hliðina á bað- speglinum, svo dæmi séu nefnd. Á sýningunni kennir ýmissa grasa, enda listamennirnir 37 talsins, íslenskir og útlenskir. Sum verk eru gerð sérstaklega fyrir sýninguna, og eru þar af leiðandi ferskari. Höggmyndir, teikningar, málverk, innsetningar, hljóðverk og ljósmyndir eru meðal þeirra miðla sem listamennirnir nota. Stíllinn er allt frá því að vera nútímalegur yfir í að vera sígildur. Verk Micha- els Zheng er af nútímalega taginu og heitir einfaldlega Uncanny, en þar hefur hann sett hvíta grímu ofan á lyklaborð fartölvu og hallað svo skjánum niður þannig að skjá- birtan leikur um hana. Úr hátalara tölvunnar heyrist svo andardráttur. Eldri stílbrögð, í ætt við Rembrandt og samtímamenn, eru hins vegar á ferð í flottu portrettmálverki Andrea Lehman af eldri manni sem er blindur á öðru auga, sem gefur verkinu kynlegan blæ. Kolbeinn Tumi notar krónur úr heimilisbókhaldinu og staflar upp á borði eftir útgáfuári, og út kemur heimilislegt (eða hrollvekjandi) súlurit og viti menn; 2007 krónurnar mynda stærsta staflann, en 2012 þann lægsta. Álíka yfirbragð er yfir ljósmyndum Christina Chirulescu af yfirgefnum húsum í Detroit í Bandaríkjunum. Þar bjó líklega ein- hver árið 2007, en enginn nú. Tilvistarkennd verk eru einnig á sýningunni, þar sem áhorfandinn er ávarpaður með einhverjum hætti. Hekla Dögg Jónsdóttir sýnir spegla- kúlu á gólfi og á hana er skrifað: You Are Here og svo kemur rauður punktur þar á eftir. Með þessu notar hún speglunina til að inn- lima áhorfandann inn í rýmið sem saman hverfast inn í kúluna. Anna Guðjónsdóttir notar einnig spegil, sem hún hefur hulið að mestu með hvítri málningu, og skrifar svo me? í miðjuna. Er sjálfsmyndin óskýr, falin eða týnd? Í stigaganginum hangir nagli sem hefur verið bræddur saman við reipi með hugvitssamlegum hætti sem svo aftur hangir á öðrum nagla. Hang nail heitir verkið. Karl- lægt verk að vissu leyti, og kallast á við fínlegra verk Andrea Winkler inni á baði, Untitled frá árinu 2012, en verkið er eitt af þessum ofboðs- lega látlausu nær ósýnilegu verkum sem geta ruglað mann svo ánægju- lega í rýminu. Verkið er einfald- lega fremur dauflegur rauður úði á veggnum. Sami tónn er svo í verki Stefanie Meyer, Takeover. Gips- klessur á gólfi fyrir framan bóka- hillur sem enda svo ofan í bréfpoka með dóti eins og glerauga, gervihári o.fl. Furðulegt verk þar á ferð. Þóroddur Bjarnason Niðurstaða: Myndlistin flæðir með hversdagslegum hætti um hólf og gólf. Heimilisleg furðuveröld sem gaman er að skoða. ÓHEIMILISLEGT Á HEIMILI HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 02. ágúst 2012 ➜ Tónleikar 16.30 Hljómsveitin Hellvar leikur fyrir gesti á næstu tónleikum í Pikknikk tónleikaröð Norræna hússins. Frítt er á tónleikana sem haldnir eru í gróðurhúsi Norræna hússins. 20.00 Bergmálshópurinn 2012 heldur kammertónleika í Þjóðmenningar- húsinu við Hverfisgötu. Miðaverð er kr. 2.000 en ókeypis fyrir 16 ára og yngri. ➜ Uppákomur 20.00 Borgarbókasafn Reykjavíkur býður upp á kvöldgöngu þar sem augum verður beint niður á við og neðan jarðarstarfsemi í skáldskap, sögu og sagnagerð rannsökuð. Einar Ólafsson, skáld og bókavörður leiðir gönguna. Þátttaka er ókeypis og lagt er upp frá Grófarhúsi í Tryggvagötu 15. ➜ Tónlist 17.00 Perlur íslenskra einsöngslaga fluttar af Hönnu Þóru Guðbrandsdóttur sópran, Sigríði Ósk Kristjánsdóttur mezzósópran og Matthildi Önnu Gísla- dóttur píanóleikara í Kaldalóni Hörpu. 20.00 Boðið verður upp á Trans- evrópskan kontrapunkt í Þorláksbúð. Leikið er á hljóðfæri Charles Riché. Uppákoman er hluti af sumartónleikum í Skálholtskirkju. 20.30 Sudden Weather Change heldur hlustunarpartý í Netagerðinni/ Kongóbúðinni að Nýlendugötu 14. 21.00 Hljómsveitin Árstíðir leikur á Café Rosenberg. 21.00 Kontrabassaleikarinn Tómas R. Einarsson og gítarleikarinn Ómar Guð- jónsson spila á tónleikum á Hótel Eddu, Laugum í Sælingsdal. 22.00 Þór Breiðfjörð leikari og söngv- ari verður gestur Bítladrengjanna blíðu á Þjóðhátíðinni í Obladal, Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. 22.00 Hvanndalsbræður spila á tón- leikum á Græna Hattinum, Akureyri. Miðaverð er kr. 2.000. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /STEFÁ N ÚTGÁFU FAGNAÐ Í CRYMOGEU Path – Journey to the Centre er samstarfsverkefni Elínar Hansdóttur myndlistarkonu og Rebeccu Solnit rithöfundar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL GÓÐ AFÞREYING TILVALIN Í FERÐALAGIÐ! Gildir til 12. ágúst eða á meðan birgðir endast. 1.999,- TILBOÐ 2.699,- 1.999,- TILBOÐ 2.699,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.