Fréttablaðið - 02.08.2012, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 02.08.2012, Blaðsíða 12
2. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR12 Önnur kerfi of flókin Reykjavíkurborg hefur ákveðið að nota gjaldskyldukerfið frekar en önnur kerfi eins og tímaskífur sem notaðar eru á Akureyri. Bjarki Rafn segir þær einfaldlega ekki henta í stærri borgum. „Til þess verður að líta að í Reykjavík rekur Bílastæðasjóður sjö bílastæðahús. Það er því ekki hægt að bjóða upp á frístæði úti á götu enda myndu milljarða fjárfestingar eyðileggjast.“ Nú þegar er boðið upp á klukku- kerfið sé maður á sparneytnum bíl, bendir Bjarki Rafn á. Rekstur Bíla- stæðasjóðs yrði hins vegar dýrari ef einungis væri notast við tíma- skífurnar. „Á endanum mundu stöðugjöldin hækka. Ég er ekki viss að fólk mundi vilja það.“ FRÉTTASKÝRING: Gjaldheimta í bílastæði og ástæður hennar E E E E Eiríksgata Leifsgata Egilsgata Bar óns stíg ur Eiríksgata Nja rða rga ta Sóleyjargata Lokastígur Kl ap pa rs tíg ur Æ gi sg at a G ar ða st ræ ti Su ðu rg at a Tj ar na rg at a Sæ m un da rg at a In gó lfs st ræ ti Kár ast. Laugavegur Vál ast. Bra gag . Sjafnarg. Bl óm va lla g. esturgata us t. Hafnar- stræti Túngata Bókhl. ho lts st ræ ti Þi ng - ga ta Ó ði ns - Þórsgata Hverfisgata Fr ak ka stí gu r Hverfisgata Vi ta st íg ur Grettisgata Sölvhólsgata gata gata gata st Ránar- gata Báru- gataUs t.Mrg org ars tíg ur r vegu r St ýr im st . lendug. Ný- Nr st. rki me lur Lj ós va lla ga tagbraut fsg Bj ar ka rg Fjó lugata Skothúsvegur Brávallag. valla- Mýrargata Öldu- gata M jó st r. Hó la v.g Vonarstræti Tryggva- gata Amtm.st. Austur- Pó st hú ss tr stræti Að al st ræ ti Geirsgata Skálholtsst G ru nd ar st . Spítalast. M ið st r st ræ tiHallv V eg . Hellus vegur Lau f ás- Freyjug. Bankastr. Sm iðj us t. Va tn ss t.gata Lindar- Skúlagata Bjar n. Be rg st að a- Urðst. Nönng Hað ars t Bald ursg Fjölnisvegur Bergstaðastræ ti Smáragata Bergþórugata Njálsgata Læ kja rg ata turlug Ki.garðsst. M ím isv egu r Hr an n. st . Dr af .s t. Grjó.g. Vallars. Tp s Fr ík irk ju ve gu r Skólavörðustígur Ar ng r. Lindarg. Gr óf in randsg. a Æg isg arð ur Bk st . Br st. Tr .s . Laufásvegur Bjarg.st. Týs g. Kirkjust. astarg. Lagarg. Hl és ga ta Faxagata héðinsgata Skiph Þv er ho lt Nó at ún Laugavegur St .h . Nó at ún Samtún ut Skeggjag Á sh Skipholt Stórholt Mánag rs tíg ur Skúlagata Brautarholt M eðalholt Karlag Hát Sn or ra br au t Ei nh ol t Borgartún H öf ða tú n Bo Hátún Miðtún æ ti Vífilsg Skarp Stangarholt Skúlat. M jö ln Sæbra Ka lkofnsvegur Stakkh. Tr .h . Sæbraut Sóltún Sæt ún Fjörutún Sm ið ju st. Kaupmenn í miðbænum eru ósáttir við gjald hækkanir í bílastæði borgarinnar. Gjald skylda er notuð til að stjórna umferð um stæðin, segir rekstrarstjóri Bíla- stæðasjóðs. Aðrar lausnir eru of dýrar og flóknar. Mikil umræða hefur orðið um gjald- skrárhækkanir Reykjavíkurborgar í gjaldskyld bílastæði borgarinnar. Kaupmenn við Laugaveg eru ósáttir og segja að sér vegið. Björn Jón Bragason, fram- kvæmdastjóri Samtaka kaup- manna og fasteignaeigenda við Laugaveg, segir að verðhækkanir á bílastæðum og lokun Laugavegar fyrir umferð bíla muni gera versl- unarrekstur enn erfiðari. Kaup- menn við Laugaveg séu í samkeppni við verslun á öðrum verslunar- svæðum í höfuðborginni „Þessar hækkanir munu ekki hafa neitt annað í för með sér heldur en minni verslun,“ sagði Björn Jón í samtali við Fréttablaðið á laugar- dag. Þá benda samtökin á að kaupmönnum við Laugaveg sé einfaldlega mismunað af hálfu borg- arinnar með gjaldtöku í stæði í mið bænum. „Reykjavíkurborg á fjöldann allan af bíla- stæðum við önnur verslunarsvæði en innheimtir ekki bílastæðagjöld þar. Borgin gætir því ekki jafnræðis í þessum efnum,“ segir Björn Jón. Aðgengi þarf að vera greitt Bílastæðasjóður sér um gjald- heimtu í bílastæði borgarinnar. Sjóðurinn er B-hlutastofnun í fullri eigu Reykjavíkurborgar. Það þýðir í raun að borgin á stofnunina en hún rekur sig með sjálfsaflafé. Skattfé rekur sjóðinn ekki og hagnaður sjóðsins rennur ekki til borgarinnar. Bjarki Rafn Kristjánsson, rekstrar stjóri Bílastæðasjóðs, segir það hafa verið löngu tímabært að hækka gjaldið í bílastæðin. Það hafi ekki verið gert síðan 2000. Spurður hvað liggi að baki vali á gjaldskyldum svæðum segir hann það í raun ekki flókið. „Sem dæmi getum við tekið kjarna þar sem er verslun og þjónusta. Þar þarf fólk að komast að til að sækja þjónustuna en á þessu svæði er einfaldlega tak- markaður fjöldi stæða. Til þess að hafa stæði laus fyrir þá sem þurfa þjónustu og vörur þá þarf að stýra umferð á þessum svæðum. Það er yfirleitt gert með gjaldskyldu. Hér í miðbænum er gríðarlegt úrval af verslun og þjónustu en mjög tak- markaður fjöldi af stæðum miðað við fjölda af bílum.“ Í miðbænum eru ásamt fjöl- mörgum verslunum helstu stofn- anir ríkis og borgar sem veita ýmsa þjónustu. Aðgengi borgar- anna að þeim þarf að tryggja og það er gert með gjaldskyldu. „Ef það væri engin gjald- skylda væri enginn hvati fyrir fólk til að færa bílinn sinn,“ segir Bjarki Rafn. Fyrir gjaldhækkanir var bílastæðanýtingin í miðborginni orðin rúmlega 100 prósent því fólk lagði ólöglega upp á gangstéttir. Karl Sigurðsson, formaður umhverfis- og samgöngu- ráðs Reykjavíkur tjáði Fréttablaðinu að ásættan- leg nýting væri 85 prósent. Bjarki Rafn bendir á að ef klukkutími í stæði í miðborginni kostaði 2.000 krónur myndi fólk að öllum líkindum ekki nýta stæðin. „Á milli öfganna liggur einhvers konar jafn- vægi. Gjaldið þarf að vera nægjan- lega lágt til að fólk vilji koma en nægjanlega hátt til að það sé velta á bílum í stæðunum. Margir kaup- menn skilja þetta. Þeir sjá að ef ekki er flæði í stæðin þá kemst kúnninn ekki til þeirra. Það eru bara örfáir kaupmenn sem skilja þetta ekki.“ Erfitt sé að bera Reykjavík saman við evrópskar borgir í þessum efnum. Þar sé einfald- lega önnur menning. „Það skekkir hugsan lega samanburð að ein- hverju leyti. Miðað við þær borgir Tryggja greitt aðgengi með gjaldskyldu sem við höfum verið að bera okkur saman við í Evrópu þá erum við með mun lægra verð. Í Skandinavíu hleypur gjaldið á 500-700 krónum.“ Umferð stjórnað í bestu stæðin Við Háskóla Íslands og við Land- spítalann við Hringbraut og í Fossvogi er gjaldskylda í „bestu stæðin“. Það eru þau stæði sem eru næst aðalinngangi í þessar byggingar. Slíka gjaldskyldu stendur einnig til að taka upp við Háskólann í Reykjavík í haust. Í þessi stæði er gjaldskylda jafnvel þó nóg sé af lausum stæðum innan gjaldskyldunnar eða utan hennar. Gjaldskylda við þessar stofnanir er að tilstuðlan þeirra sjálfra og er tilkomin til að bæta aðgengi þeirra sem þurfa á þeim að halda. Þeir sem eiga til dæmis erfitt með gang geta komið að stæðum í hæfilegri fjarlægð frá sjúkrahúsum. Við háskólana er gjaldskylda í skammtímastæði, þar sem þarf að stjórna stöðutíma bifreiðanna, einfaldlega til að þjónusta nemendur og aðra viðskiptavini betur. Fjögur gjaldskyld svæði í Reykjavík – verðhækkun á tveimur gestir.landsvirkjun.is Kraftur úr iðrum jarðar Við Kröfl u vinnum við rafmagn úr gufuþrýstingi djúpt í jörðu. Í gestastofu Landsvirkjunar í Kröfl ustöð er hægt að skoða áhugaverða sýningu um þá krafta sem leynast í iðrum jarðar. Kröfl ustöð - Gestastofa Opið kl. 10-16, júní-ágúst. Búrfell - Gagnvirk orkusýning Opið kl. 10-18, júní-ágúst. Fljótsdalsstöð - Gestastofa Opið kl. 10-17, júní-ágúst. Landsvirkjun býður gesti velkomna í þrjár afl stöðvar í sumar: Bjarki Rafn bendir á að fyrstu athuganir eftir gjaldhækkanirnar á mánudag bendi til þess að bílastæðanýtingin í borginni sé enn 100 pró- sent. Það sé því ekki víst hvort gjaldhækkanirnar hafi skilað því sem ætlast var til. „Við höfum ekki hækkað gjaldið síðan árið 2000 svo hækkunin var svolítið skot út í loftið,“ segir Bjarki Rafn. Bílastæðasjóður hefur einnig kannað ánægju almennings með gjaldskylduna. Niðurstöðurnar eru nokkuð afgerandi því meirihluti fólks er jákvæður í garð gjaldheimtunnar. Nýtingin er enn 100% P2 P2 P3 P1 P3 P2 ■ P1 Á gjaldsvæði 1 kostar klukkutíminn nú 225 krónur. Áður kostaði hann 150 krónur. ■ P2 Á gjaldsvæði 2 kostar klukkutíminn nú 120 krónur. ■ P3 Á gjaldsvæði 3 kostar fyrstu tvær klukku- stundirnar 80 krónur. Næstu klukkustundir kosta 20 krónur eins og áður. P4 Á gjaldsvæði 4 (við Háskóla Íslands og Lands- spítala) kostar klukkutíminn 120 krónur. Á gjaldtaka rétt á sér? Já 75,5% Nei 24,5% Birgir Þór Harðarson birgirh@frettabladid.is Ef það væri engin gjald- skylda væri enginn hvati fyrir fólk til að færa bílinn sinn. BJARKI RAFN KRISTJÁNSSON REKSTRARSTJÓRI BÍLASTÆÐASJÓÐS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.