Fréttablaðið - 02.08.2012, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 02.08.2012, Blaðsíða 36
FÓLK|TÍSKA Muiccia Prada, listrænn stjórnandi Prada-tískuhússins, segir að Ítalía eigi á hættu að missa stöðu sína sem eitt af leiðandi löndum í tískuheiminum. Að undanförnu hefur sala á ítölskum fatamerkjum til annarra landa aukist og þannig eru Ítalir að missa yfirhöndina í tísku- heiminum. Upprennandi tískuhönnuðir frá Ítalíu yfirgefa landið í von um að getað byrjað ferilinn annars staðar. Þekktasta dæmið er hönnuðurinn Raf Simons hjá Jil Sander sem færði sig yfir til Dior vegna þess að þá jókst virði hönnunarinnar. „Tískuiðnaðurinn flytur sig þangað sem best er að vera,“ segir Prada en hún hélt sjálf Miu Miu-tískusýn- ingu í París í staðinn fyrir í Milano. ÍTALÍA AÐ MISSA TÖKIN Muiccia Prada telur að Ítalía sé hæg og rólega að missa yfir- höndina yfir tískuiðnaðinum. PARÍS FREKAR EN MILANO Sala á ítölskum fatamerkjum til annarra landa hefur aukist. Gönguhópurinn Franskir kossar gengur á fjöll í nágrenni Reykja-víkur flesta þriðjudaga. Næst- komandi þriðjudag verður þó ekki hefðbundin fjallganga heldur svokölluð kjólaganga. „Kjólagangan er þannig tilkomin að einn meðlimur hópsins hefur alltaf verið í kjól í göngunum. Það smitaði svo út frá sér og seinasta sumar höfðum við í fyrsta skipti sér- staka kjólagöngu sem verður endurtekin næsta þriðjudag. Þá ætlum við að ganga upp á Skjaldbreið og allir eru hvattir til að ganga í kjól eða kjólfötum en þó vel útbúnir, í góðum gönguskóm og hlýjum fötum innanundir. Skjaldbreiður er rúmlega þúsund metra hár og því getur verið kalt á toppnum,“ segir Hjördís Alda Hreiðarsdóttir, stofnandi Franskra kossa. Hjördís Alda stofnaði gönguhópinn árið 2007. Þá var hún nýkomin frá Frakk- landi og fannst nafnið, Franskir kossar, því viðeigandi og hljóma vel. „Þegar við erum komin á toppinn í fjallgöngunum fáum við okkur alltaf súkkulaði og tökum mynd. Það væri því tilvalið að fá sér súkkulaðikossa á toppi Skjaldbreiðs,“ segir Hjördís Alda og hlær. Hún hefur mikinn áhuga á íslenskri náttúru og fjöllum og ákvað að stofna hópinn til að fá einhverja útiveru á sumrin en hún er námsmaður og vinnur á sumrin og fær því lítið sem ekkert sumarfrí. „Í hópnum eru vinkonur mínar og vinir, ættingjar, vinnufélagar og svo hefur þetta stækkað og undið upp á sig. Þetta er opinn hópur og allir geta verið með. Við erum þó eingöngu áhugafólk sem gengur þekktar og minna þekktar leiðir án aðstoðar leiðsögumanns. Ég skipulegg göngurnar og athuga stað- hætti, les mér til og kynni mér nýjar slóðir en ég er ekki leiðsögumaður og hef ekki alltaf farið áður leiðirnar sem við göngum. Þess vegna gengur fólk auðvitað á eigin ábyrgð en allir eru velkomnir svo framarlega sem þeir eru vel búnir og treysta sér á fjallið. Kjóla- gangan verður á margtroðnum slóðum en splunkunýjum fyrir Franska kossa og þetta er því jómfrúarferð fyrir okkur.“ Nánari upplýsingar um göngu hópinn má finna á Facebook og eru öllum velkomið að slást í för með Frönskum kossum. ■ lilja.bjork@365.is KJÓLAR OG KOSSAR Á SKJALDBREIÐ GÖNGUGARPAR Hjördís Alda Hreiðarsdóttir stofnaði gönguhópinn Franska kossa árið 2007. Hópurinn gengur á fjöll í nágrenni Reykjavíkur alla þriðju- daga á sumrin. Næsta þriðjudag verður kjólaganga. MÓSKARÐS- HNJÚKAR Síðasta kjólaganga var farin á Móskarðs- hnjúka og var hún vel heppnuð. Í hópnum eru líka strákar en þeir þurfa ekki endilega að vera í kjól í göngunni en eru hvattir til að mæta í kjólfötum eða að minnsta kosti með slaufu. Hjördís Alda er stofnandi gönguhópsins Franskra kossa. Göngu- hópurinn er opinn og öllum velkomið að koma með í fjallgöngu. MYND/STEFÁN 30% afsláttur Nýjar haustvörur Túnika st. 42-48 áður 14.990,- nú 10.490,- Skokkar st. 36-46 áður 16.990,- nú 11.890,- 25-60% afsláttur af öllum vörum ÚTSALA KEEPING UP WITH THE KARDASHIANS E! ENTERTAINMENT ER Á STÖÐ 2 FJÖLVARP | FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á STOD2.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.