Fréttablaðið - 02.08.2012, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 02.08.2012, Blaðsíða 35
| FÓLK | 3 Rómverjar til forna notuðu amm-oníak úr þvagi og leir til að þvo ullarföt. Þvotturinn var þveginn í þar til gerðum þvottahúsum sem var að finna í flestum bæjum Rómarveldis á þeim tíma. Þvottahúsin, sem voru oft fjölmennustu vinnustaðir bæjanna, fengu þvag úr dýrum frá bændum úr nágrenninu eða frá almennings- salernum bæjarins. Rekstur þvotta- húsa var blómleg atvinnugrein á þessum tíma og voru eigendur þeirra mjög valdamikill hópur í samfélaginu. Tekjur af greininni voru svo miklar að ríkisvaldið skattlagði sölu þvagsins. Nútímafatahreinsun notar ýmis leysiefni til að þvo burt bletti og óhreinindi. Um miðja 19. öld var farið að nota bensín og steinolíu til hreinsunar. Frakkinn Jean Baptiste Jolly fann upp aðferðina eftir að þjón- ustustúlkan hans missti steinolíu á dúkinn hans. Hann tók þá eftir því að dúkurinn varð hreinni en áður. Hann þróaði vöruna og hóf rekstur fata- hreinsunar fyrir almenning stuttu síðar. Bandaríkjamaðurinn Joseph Stoddard þróaði síðar nýtt leysiefni. Sjálfum var honum umhugað um eldhættu af eldri efnum og þróaði terpentínu úr jarðolíu sem valkost til hreinsunar. Notkun leysiefna úr bensíni og steinolíu hafði fram til þessa valdið mörgum eldsvoðum og ljótum slysum sem leiddu til þess að ríkisvaldið setti lög varðandi fata- hreinsanir. Eftir fyrri heimsstyrjöldina hófu fatahreinsanir að nota leysiefni úr klór. Af þeim stafaði bæði minni eldhætta en af eldri efnum auk þess sem þau hreinsuðu líka betur. Um miðjan fjórða áratug síðustu aldar hófu fatahreinsanir að nota tetrakló- retýlen sem leysiefni. Efnið hreinsaði mun betur en eldri efni og var ekki eldfimt. Tetraklóretýlen varð síðar fyrsta efnið til að verða skilgreint sem krabbameinsvaldandi efni hjá yfir- völdum í Bandaríkjunum þótt sú skil- greining væri seinna felld úr gildi. Þar í landi var líka samþykkt reglugerð árið 1993 sem gekk út á að draga úr losun tetraklóretýlen frá fatahreins- unum í Bandaríkjunum. Undanfarin ár hafa fatahreinsanir víða um heim verið að skipta út tetra- klóretýleni fyrir önnur efni og aðrar vinnsluaðferðir. FATAHREINSUN Í ÁRDAGA VAR BLÓMLEG ATVINNUGREIN Þvag úr dýrum og jafnvel mönnum var nýtt til fatahreinsunar á tímum Rómverja og var fata- hreinsun blómleg atvinnugrein. Seinna meir voru fundin upp betri efni sem hjálpuðu starfsmönnum fatahreinsana við störf sín. FATAHREINSUN FYRR Á ÖLDUM Miklar framfarir urðu á fyrri hluta 20. aldar í þróun leysiefna sem notuð voru við fata- hreinsanir. MYND/GETTY Efnalaugin Björg hefur verið starfrækt frá árinu 1953 og hefur verið í eigu sömu fjöl- skyldu frá upphafi. Önnur kyn- slóð fjölskyldunnar er við rekstur fyrirtækisins í dag. „Ég tók við af tengdaföður mínum og hef verið í þessu síðustu 28 árin þannig að ég er komin með nokkra reynslu af rekstri efnalauga,“ segir Kristinn Guðjónsson, eigandi Bjargar í Háaleiti. „Við höfum alltaf lagt áherslu á að vera framarlega í því sem við gerum og tökum okkur fyrir hendur hverju sinni. Við erum með nýjustu tæki, tækni og efni og leggjum okkur fram um að vera með gæða þjónustu og vinnslu. Slagorðin okkar eru gæði, þekking og þjónusta og það skiptir okkur miklu máli að viðskiptavinir fari út frá okkur ánægðir og sáttir við vinnubrögð okkar og þjónustu.“ Kristinn segir reynslu skipta mjög miklu máli þegar kemur að rekstri efnalauga. „Fólki er ekki sama um hvert það fer með spari- fötin sín í hreinsun. Það má líkja efnalaugum við hótel eða veitinga- staði, fólk fer frekar á fimm stjörnu stað en á einnar stjörnu. Það er talsverður munur þar á.“ Til að halda stöðugri þekkingu þá hefur Kristinn verið í mörg ár í félagi sem heitir Drycleaning & Laundry Institute. Það er alþjóðlegur félagsskapur fyrir þvottahús og efnalaugar. „Þar get ég sótt námskeið, ég fæ mánaðarleg fréttabréf og vikulegar upplýsingar í tölvupósti. Mér finnst þetta nauðsynlegt til að halda þekkingunni við. Það er mikið breytt frá því sem áður var. Efnin sem notuð eru hafa breyst og eru orðin umhverfisvænni. Okkur finnst skipta verulegu máli að vera vistvæn og reynum að vera það.“ Tvær Bjargir eru starfræktar, önnur í Háaleiti en hin í Mjódd. „Rekstrinum var skipt upp árið 1999 en fyrirtækin eru innan sömu fjölskyldu samt sem áður. Þau í Mjóddinni hafa sérhæft sig í með- höndlun á leðri og rúskinni en við hér í Háaleiti erum með þvottahús ásamt efnalauginni,“ segir hann. Þvottahús Bjargar í Háaleiti þjónustar bæði einstaklinga og fyrirtæki. „Við sjáum um að þvo kokka- galla fyrir veitingahús í mið- bænum og leigjum þeim jafnframt servíettur. Með auknum ferða- mannastraumi hefur starfsemi þvottahússins aukist mikið. Við erum í raun orðin jafnvíg á að vera þvottahús og hreinsun. Það er líka að aukast að einstaklingar eru að koma með heimilisþvott- inn til okkar. Eftir hrun þá komu færri skyrtur í þvott en þetta er að breytast aftur. Fólk er að jafna sig og vill eyða frítímanum í eitthvað annað en að strauja skyrtur.“ GÆÐI, ÞEKKING OG ÞJÓNUSTA EFNALAUGIN BJÖRG KYNNIR Efnalaugin Björg er ein elsta starfandi efnalaug landsins. Hún hefur verið starfrækt í næstum 60 ár og alltaf í eigu sömu fjöl- skyldunnar. Björg Háaleiti starfrækir einnig þvottahús. REYNSLUMIKILL Kristinn hjá Efna- lauginni Björg hefur mikla reynslu af rekstri efnalauga enda verið í þeim geira í 28 ár. MYND/ERNIR FATAHREINSUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.