Fréttablaðið - 02.08.2012, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 02.08.2012, Blaðsíða 64
2. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR56 UTAN VALLAR Eiríkur Stefán Ásgeirsson á ÓL í London segir sína skoðun Pierre de Coubertin, faðir Ólympíu- leika nútímans, sagði ávallt að það mikilvæga við Ólympíuleika væri ekki að vinna, heldur að taka þátt og að gera sitt besta. Það kom því ekki á óvart að átta badmintonkonum var vikið úr keppni á leikunum í gær. Um er að ræða fjögur pör í tvíliðaleik kvenna – tvö frá Suður-Kóreu, eitt frá Indónesíu og eitt frá Kína – sem öll lögðu sig fram við að tapa viðureignum sínum í gær. Í reglum Alþjóðabadmintonsam- bandsins eru reglur sem kveða á um að leikmenn skuli ávallt gera sitt besta til að vinna leiki. Voru viðkomandi keppendur fundnir sekir um brot á þessari reglugerð og því vikið úr leik. Allt hófst þetta á því að danskt par vann afar óvæntan sigur á þeim Tian og Zhao frá Kína í D-riðli í gærmorgun. Kínverska parið er í öðru sæti heimslistans og kom því sigur Dananna mjög á óvart. Aðeins tvö lið frá hverju landi mega keppa í hverri grein og hitt kínverska parið á leikunum er einmitt í efsta sæti heimslistans. Vegna taps þeirra Tian og Zhao var sú staða komin upp að Kínverjarnir myndu mætast í undanúrslitum – ekki úrslitum. Þar lá hundurinn grafinn. Þess vegna reyndi hitt kínverska parið (það sem er í efsta sæti heimstans) líka að tapa viðureign til að reyna að rétta skekkjuna af, ef svo má að orði komast. Parið sem þau mættu vildi samt líka tapa, því þannig hefðu Kín- verjarnir mæst innbyrðis í undanúr- slitum og viðkomandi ættu því greiða leið í úrslitin. Allt þetta hafði svo áhrif á aðra viðureign, á milli pars frá Suður-Kóreu og Indónesíu, því skyndilega var sú staða komin upp að sigurvegarar þeirrar viðureignar myndu mæta besta pari heims í 8-liða úrslitum. Möguleikarnir á verðlaunapening væru nánast úr sögunni með sigri. Það var sú viðureign sem var á undan leik Rögnu Ingólfsdóttur á leikunum í fyrrakvöld og ég fylgdist með, nánast gapandi. Það var með ólíkindum að sjá bestu badminton- konur heims svara skoti sem var aug- ljóslega á leiðinni út af og þykjast svo vera fúlar þegar þær gáfu frá sér stig með því að þrykkja í netið. Auðvitað var ekkert annað hægt í stöðunni en að vísa þeim frá keppni. Badmintoníþróttin var skyndilega komin í sviðsljós Ólympíuleikanna hér úti enda greint frá þessu í öllum helstu fjölmiðlum heims. Auðvitað má segja að keppnisfyrirkomulagið hafi boðið hættunni heim en keppendur á Ólympíuleikum eiga þó að geta sagt sér að sú iðja að tapa viljandi sé ekki vænleg til árangurs. Það sem eftir situr er þó kínverska parið Thian og Zhao sem tapaði óviljandi fyrir danska parinu. Það er nú langlíklegast til að hirða gull í greininni og sýnir þannig svo ekki verður um villst að það er í góðu lagi að tapa – ef maður leggur sig fram. Kostir þess að tapa Við bjóðum góða þjónustu E N N E M M / S ÍA / N M 5 3 2 19 Íslandsbanki, stoltur stuðningsaðili í 15 ár Hlaupum til góðs Á hlaupastyrkur.is getur þú safnað áheitum frá vinum og vandamönnum til stuðnings góðgerðafélagi að eigin vali. Láttu gott af þér leiða á hlaupum. Skráning hafin á maraþon.is Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka verður að morgni menningar - nætur þann 18. ágúst.Vegalengdir við allra hæfi og hægt að fara heilt maraþon í boðhlaupi með 2-4 þátttakendum. Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 18. ágúst FÓTBOLTI Stjarnan er komið í úrslit Borgunar-bikarsins í fyrsta sinn í sögufélagsins eftir 3-0 sigur á Þrótti á Samsung-vellinum í gær- kvöldi. Sigurinn var fyllilega sanngjarn en Stjörnumenn voru betri á flest- um sviðum knattspyrnunnar í gær. Þróttar byrjuðu leikinn ágæt- lega voru óheppnir að komast ekki yfir þegar Karl Brynjar Björnsson virtist skora löglegt mark. Hann var hins vegar dæmdur rang- stæður. Skömmu síðar tóku heimamenn forystuna. Halldór Orri Björnsson átti þá fínan sprett í teig Þróttar og átti fasta sendingu fyrir markið og átti Englendingurinn Mark Doninger í litlum vandræðum með að skora. Staðan 1-0 í hálfleik. Stjörnumenn voru betri aðilinn í síðari hálfleik. Doninger tvö- faldaði forystu heimamanna á 66. mínútu með skoti af stuttu færi og Alexander Scholz gulltryggði sigurinn með laglegu marki á 84. mínútu. Vanmátum ekki Þróttara „Ég er í skýjunum,“ sagði fyrir- liðinn Daníel Laxdal í leikslok. „Það hefur verið draumur frá því að ég byrjaði að spila fótbolta að komast í bikarúrslit. Þróttarar voru öflugir í þessum leik en við komum tilbúnir og vanmátum ekki andstæðinginn. Við hefðum kannski átt að skora fleiri mörk en ég er mjög sáttur með 3-0 sigur og að halda hreinu.“ „Við spiluðum vel og lögðum okkur fram allar 90. mínúturnar en okkur skorti gæði á síðasta fjórðungnum. Þessi rangstæðu- dómur þegar við skorum var grunsamlegur en við áttum auð- vitað að nýta okkar færi betur,“ sagði Páll Einarsson þjálfari Þróttar. Þurfti ekki að gera mikið Mark Doninger var maður leiksins og var óheppinn að skora ekki þrennu í gær. Hann hefur slegið í gegn með liði Stjörnunnar eftir félagaskipti frá ÍA. „Það er frábær tilfinning að komast í bikarúrslit. Þetta er frá- bært lið og það hefur reynst mér auðvelt að aðlagast. Þetta er meiri sendingabolti hjá Stjörnunni en hjá ÍA og það hentar mér kannski betur. Ég þurfti ekki að gera mikið til að skora því sendingarnar sem ég fékk voru frábærar,“ sagði Doninger kampakátur. Í kvöld kemur í ljós hver andstæð- ingur Stjörnumanna verður. Grinda- vík tekur á móti KR suður með sjó en leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 19.15. -jjk Stjarnan í úrslit bikarsins Karlalið Stjörnunnar tryggði sér í gærkvöldi sæti í úrslitaleik Borgunarbikars karla í knattspyrnu í fyrsta skipti í sögu félagsins með 3-0 sigri á Þrótturum. Englendingurinn Mark Doninger skoraði tvö keimlík mörk í öruggum sigri. NÁLÆGT ÞRENNUNNI Doninger hefði hæglega getað skorað þrjú mörk í leiknum. Hér ver Ögmundur Ólafsson meistaralega frá Englendingnum í dauðafæri. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.