Fréttablaðið - 02.08.2012, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 02.08.2012, Blaðsíða 58
2. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR50 50 popp@frettabladid.is Fyrstu tvær bækurnar í þrí- leiknum um Hungurleikanna eru mest seldu kiljurnar á Íslandi það sem af er sumri. Rannsóknar setur verslunarinnar tók saman fyrir Fréttablaðið lista yfir tuttugu mest seldu kiljurnar á Íslandi frá 20. maí til 28. júlí. Ekki þarf að koma á óvart að þorri verkanna á listanum er þýddar bækur, mestmegnis reyf- arar og spennubækur. Eldar kvikna, annar kaflinn í þríleiknum um Hungurleikana, er mest selda kiljan en samkvæmt upp lýsingum frá For laginu hefur hún selst í sex þúsund eintökum hingað til. Á hæla hennar kemur fyrsta bókin í bálknum. Þrjár nýjar íslenskar skáldsögur eru þó á listanum: Í sjötta sæti er Leikarinn eftir Sól- veigu Páls dóttur, Það kemur alltaf nýr dagur eftir Unni Birnu Karls- dóttur er í því sjöunda og Korter eftir Sólveigu Jónsdóttur er í því ellefta. Allar þessar bækur komu út snemma í sumar. Þrjú önnur íslensk verk rata inn á listann: 55 sannar íslenskar lífsreynslusögur sem Guðríður Haralds dóttir safnar saman úr Vikunni er í tólfta sæti; Hetjur og hugarvíl, sálgreining Óttars Guðmundssonar á fornköpp- unum er í sautjánda sæti og túrista- bókin Little Book of Icelanders er í því átjánda. Af útgáfufyrirtækjum ræður Forlagið lögum og lofum á kilju- markaðnum í sumar; þrettán af tuttugu vinsælustu kiljunum koma út á vegum þess á tímabilinu sem um ræðir, fjórar frá Uppheimum, tvær frá Bjarti og Birtíngur gefur út eina. Listann má finna í lengri útgáfu á vefsíðunni Visir.is. Sumar Hungurleikanna ÚR HUNGURLEIKUNUM Vinsældir þrautagöngu Katniss Everdeen njóta mikilla vin- sælda á Íslandi en síðasta bók þríleiksins, Hermiskaði, er væntanleg innan skamms. BÓK HÖFUNDUR ÚTGÁFA 1 Eldar kvikna Suzanne Collins Forlagið - JPV útgáfa 2 Hungurleikarnir Suzanne Collins Forlagið - JPV útgáfa 3 Dauðadjúp Åsa Larsson Forlagið - JPV útgáfa 4 Konan sem hann elskaði áður Dorothy Koomson Forlagið - JPV útgáfa 5 Sumarhús með sundlaug Herman Koch Forlagið - JPV útgáfa Miðað við tímabilið 20. maí til 28. júlí. Listinn byggir á upplýsingum frá flestum bóka- verslunum landsins og öðrum verslunum sem selja bækur, svo sem stórmörkuðum, bensínstöðvum og fleirum. MEST SELDU KILJURNAR Í SUMAR Tímaritið US Weekly ljóstraði upp um framhjáhald Kristen Stewart og leik- stjórans Ruperts Sanders í síðustu viku. Fréttirnar komu mörgum í opna skjöldu enda var Stewart í sambandi með Robert Pattinson og Sanders kvæntur og tveggja barna faðir. Fleiri Hollywood-stjörnur hafa þó orðið fyrir því að misstíga sig svo opinberlega og í kjölfarið orðið fyrir álitshnekki. FRÆG FRAMHJÁHÖLD SANDRA BULLOCK OG JESSE JAMES Bullock giftist mótorhjólasmiðnum Jesse James árið 2005. Í mars árið 2010 hélt Michelle „Bombshell“ McGee því fram að þau James hefðu átt í ástar- sambandi og í kjölfarið stigu fleiri konur fram. Hinn 18. mars sendi James frá sér tilkynningu þar sem hann stað- festi orðróminn og bað Bullock afsökunar. Bullock sótti um skilnað í apríl sama ár. NORDICPHOTOS/GETTY MARYLIN MANSON OG DITA VON TEESE Söngvarinn giftist dansaranum Von Teese í leynilegri athöfn árið 2005 en ári síðar sótti hún um skilnað sökum ágreinings. Manson hafði þá verið í sambandi með hinni 19 ára gömlu leikkonu Evan Rachel Wood og varði það af og á allt til ársins 2010. LEANNE RIMES OG EDDIE CIBRIAN Rimes og Cibrian voru bæði gift þegar þau hófu samband sitt árið 2009. Rimes var gift dansaranum Dean Sheremet og Cibrian var kvæntur fyrirsætunni Brandi Glanville. Parið sótti um skilnað frá þáverandi mökum sínum þegar upp um þau komst og gifti sig tveimur árum síðar. JENNIFER ANISTON OG BRAD PITT Aniston og Pitt voru draumapar Hollywood þegar þau giftu sig árið 2000. Fimm árum síðar tilkynnti þau að þau ætluðu að skilja og veltu margir fyrir sér hvort það væri vegna mótleikkonu Pitts, Angelinu Jolie. Jolie viðurkenndi nokkrum árum síðar að hún hefði orðið ástfangin af Pitt þegar þau unnu saman árið 2005. TIGER WOODS OG ELIN NORDEGREN Fátt annað komst að í fjölmiðlum eftir að Woods varð uppvís að því að hafa haldið fram hjá eiginkonu sinni með meira en tylft kvenna á meðan á hjónabandinu stóð. Woods fór í kjölfarið í kynlífsmeðferð og Nordegren sótti um skilnað árið 2010. MILLJÓN facebook-notendur eru nú aðdáendur Eminem á samskipta- síðunni. Rapparinn er þar með vinsælasti tónlistarmaðurinn á Facebook þó svo að Rihanna fylgi fast á hæla hans með 59 milljón aðdáendur. 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.