Fréttablaðið - 02.08.2012, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 02.08.2012, Blaðsíða 62
2. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR54 sport@frettabladid.is GUÐJÓN ÞÓRÐARSON og hans menn í Grindavík taka á móti KR í undanúrslitum Borgunarbikars karla í knattspyrnu í kvöld. Tæp átján ár eru síðan Guðjón stýrði KR til sigurs í bikarúrslitum gegn Grindavík sem batt enda á 26 ára titlalausa tíð karlaliðs Vesturbæinga. Leikurinn hefst á Grindavíkurvelli í kvöld klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. ÓL 2012 Á morgun hefst f r j á l s í þ r ó t t a k e p p n i n á Ólympíuleikunum í London og á Ísland fulltrúa strax á fyrsta degi. Kúluvarparinn Óðinn Björn Þorsteinsson verður þá í eld- línunni og mun freista þess að komast í úrslit þeirra tólf bestu. Fréttablaðið hitti á þennan hrausta og hógværa kappa í Ólympíugarðinum í gær en þá var hann nýkominn úr þriggja daga æfingaferð til Bournemo- uth á suðurströnd Englands. „Mér líður vel,“ sagði hann. „Það gekk vel að æfa í Bournemouth og ég er í góðu líkamlegu formi.“ Hann er fyrsti íslenski kúlu- varparinn sem keppir á Ólympíu- leikum í 20 ár en þá keppti Pétur Guðmundsson sem komst ekki í úrslit. Síðast gerðist það árið 1980 en þá komust bæði Hreinn Halldórsson (10. sæti) og Óskar Jakobsson (11. sæti) í úrslit í kúluvarpi. Óskar er einmitt föður- bróðir Óðins. Íslandsmet Péturs í greininni var sett árið 1990 og stendur enn. Það er 21,26 metrar en Óðinn á best 20,22 metra. Ánægður með æfingaköstin Óðinn segir að það sé nánast fullur kraftur í köstum á æfingum. „Kúluvarparar eru oftast að kasta af 90 prósenta krafti á æfingum svo skömmu fyrir mót. Við þurfum að gera það til að hafa tauga kerfið tilbúið og líkamann undirbúinn fyrir átökin í keppninni.“ Óðinn fékkst ekki til að gefa upp neinar tölur en sagðist vera ánægður með æfingaköstin sín. „Ég er ánægður með lengdirnar og nú vonast ég bara til þess að færa það yfir í keppnina sjálfa.“ Þarf að ná mínu besta Óðinn Björn er ekki einn þeirra sem tala af sér í viðtölum við fjöl- miðla. Hann er hrifnari af því að láta verkin tala inn á vellinum og stefnir auðvitað að því að gera það á morgun. „Það getur allt gerst. Ég hitti ýmist á góðan eða slæman dag á æfingum og það sama á við um keppnina sjálfa – dagsformið skiptir miklu máli. En allur und- irbúningur hefur miðað að því að ég nái mínu besta fram og ég von- ast auðvitað til þess.“ Besta kast Óðins til þessa hefði dugað í úrslit á minnst síðustu tveimur Ólympíuleikum. „Kúlan er að vísu sterkari nú en á síðustu leikum. Þar fyrir utan er ómögulegt að spá fyrir um hvað gerist. Það er þá nánast fullvíst að ég þurfi að vera nálægt mínu allra besta til að eiga möguleika. Og ég veit að ég á rétta kastið inni.“ Einn af þeim þáttum sem Óðinn hefur verið að glíma við á sínum ferli er að ná sínu besta fram á stærstu augnablikunum. Hann segir að það muni hafa gríðar- lega mikið að segja um frammi- stöðu sína á morgun. Vinn í hugarfarinu daglega „Ég hef verið að vinna mikið í hugarfarinu enda mun þetta fyrst og síðast velta á því,“ segir hann en Óðinn hefur unnið náið með Hafrúnu Kristjánsdóttur sálfræðingi síðustu daga og vikur. „Við höfum hist daglega og það er mjög gott að vinna með henni. Allt okkar starf miðar við að úti- loka utanaðkomandi áreiti og er ég nú með nokkrar aðferðir til þess sem ég fer í gegnum daglega. Þetta hefur hjálpað mér mikið og ég vona að þessi vinna skili sér í keppninni sjálfri.“ Keppni í kúluvarpi karla hefst klukkan níu í fyrramálið og er fyrsta greinin á dagskrá frjáls- íþróttakeppninnar. Hann fær þrjú köst og þeir tólf bestu komast áfram í úrslitin sem fara fram um kvöldið. TILBÚINN Óðinn Björn stendur hér meðal fólksfjöldans sem var í Ólympíugarðinum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ég veit að ég á rétta kastið inni Óðinn Björn Þorsteinsson keppir strax á fyrsta degi frjálsíþróttakeppninnar á Ólympíuleikunum í London þegar hann tekur þátt í kúluvarpi karla á morgun. Hann segir dagsformið og hugarfarið munu skipta öllu. Eiríkur Stefán Ásgeirsson og Valgarður Gíslason fjalla um ÓL 2012 eirikur@frettabladid.is - valli@frettabladid.is ÓL 2012 Hrafnhildur Lúthers- dóttir keppti í sinni fyrstu grein á Ólympíuleikum í gær er hún synti 200 m bringusund. Hún kom í mark á 2:29,60 mínútum, um tveimur og hálfri sekúndu frá Íslandsmeti sínu. Hrafnhildur átti að keppa í 100 m bringusundi á sunnudag en hætti við vegna meiðsla í olnboga sem hún varð fyrir þegar hún datt í síðasta mánuði. „Ég er nefnilega alveg ánægð með þetta miðað við að þetta skuli vera morgunsund og vegna meiðslanna. Að komast undir 2:30 var betra en ég bjóst við. Ég er því alveg sátt við þetta,“ sagði hún en sagðist aðspurð ekki vilja greina nákvæmlega frá því hvers eðlis meiðslin eru. Hún viðurkenndi að hafa verið stressuð fyrir sundið og að keppa á Ólympíuleikum sé ólíkt öllum öðrum mótum. „En svo þegar ég kom í bakkann og leit upp í áhorfendastúku þar sem foreldrar mínir öskruðu og klöppuðu varð ég ótrúlega glöð. Það var ólýsanleg tilfinning,“ sagði hún og brosti. - esá Hrafnhildur Lúthersdóttir: Ólýsanlegt að sjá foreldrana ÁNÆGÐ Hrafnhildur veifar hér til foreldra sinna eftir sundið í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 09.09: 50 m skriðsund karla Árni Már Árnason, 5. riðill 10.48: 200 m baksund kvenna Eygló Ósk Gústafsdóttir, 5. riðill -------------------------------------------------- 20.15: Handbolti karla Ísland-Svíþjóð, A-riðill FIMMTUDAGINN 2. ÁGÚST ÓL 2012 Íslendingar á við Laugalæk Grillaðu! ÓL 2012 Tíðindin af gjaldþroti AG Kaupmannahafnar munu ekki trufla einbeitingu íslensku lands- liðsmannanna, sér í lagi Snorra Steins Guðjónssonar og Arnórs Atlasonar, á Ólympíuleikunum í London. Þetta segir Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari. AGK tilkynnti um gjaldþrot sitt á heimasíðu sinni á meðan á leik Íslands og Túnis stóð á þriðjudagsmorgun. Íslensku leik- mennirnir fengu því tíðindin eftir að þeir gengu af velli. Snorri Steinn og Arnór eru báðir samningsbundnir félaginu en samningar þeirra Ólafs Stefáns sonar og Guðjóns Vals Sigurðs sonar runnu út í lok tíma- bilsins. Óvíst er með framtíð Ólafs en Guðjón Valur er genginn til liðs við Kiel. „Þetta var mikið sjokk fyrir þá leikmenn sem þetta snertir. En ég er sannfærður um að þeir munu sjá að í öllum slíkum stöðum felast ákveðin tækifæri fyrir þá,“ sagði Guðmundur við Fréttablaðið í gær. „Þessu verður ekki breytt úr þessu og menn verða því að gera það besta úr sinni stöðu. Þeir eru þess utan það góðir leikmenn að ég er viss um að þeir muni fá tækifæri annars staðar.“ Guðmundur hefur ítrekað á leikunum hversu mikilvægt það er að leikmenn haldi fullri ein- beitingu og séu með rétt hugarfar. Hann óttast ekki að þessi tíðindi slái landsliðsmennina út af laginu. „Ég hef enga trú á því. Þeir eru það miklir fagmenn og nógu sterkir til að takast á við þetta. Þeir munu vinna sig út úr þessu,“ sagði hann. Ísland er með fjögur stig í A- riðli handboltakeppninnar af fjórum mögulegum, rétt eins og Svíþjóð. Sigurinn glæsilegi á Túnis á þriðjudaginn þýðir að liðið er svo gott sem komið í 16-liða úrslit keppninnar. „Svíþjóð er með betra lið á öllum sviðum, þó svo að Túnis hafi verið með frambærilegt lið. Svíar eru öðruvísi – eru með betri taktík, spila betri varnarleik og betri menn í öllum stöðum. Það eru miklir kraftakallar í miðri vörninni, þeir Magnus Jernemyr og Tobias Karlsson, og öfluga leik- menn í sókn eins og Dalibor Doder og Kim Andersson. Þetta verður hörkuverkefni.“ Fyrstu tveir leikir Íslands í keppninni hafa farið fram að morgni til en leikurinn í kvöld hefst klukkan 21.15 að staðar- tíma. „Við höfðum mikið fyrir því að laga okkur að morgun leikjunum en nú er þetta aftur gjörbreytt. Það verður því mikilvægt fyrir okkur að hvílast vel í kvöld,“ sagði Guðmundur. - esá Guðmundur Guðmundsson segir að tíðindin af gjaldþroti AG muni ekki hafa áhrif á strákana: Eru nógu sterkir til að takast á við þetta HRESSLEIKI Það var létt yfir Snorra Steini Guðjónssyni á bekknum í tíu marka sigrinum gegn Túnis á þriðjudag. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.