Fréttablaðið - 02.08.2012, Page 21

Fréttablaðið - 02.08.2012, Page 21
FIMMTUDAGUR 2. ágúst 2012 21 Hvar liggja atvinnumöguleikar og tækifæri framtíðarinnar? Þetta er spurningin sem fólk ætti að spyrja sig áður en það fer í nám eða út á atvinnumarkaðinn. En hugsar ungt fólk nógu mikið út í þetta? Oftar en ekki eru ákvarðanir byggðar á upp lýsingum í fortíðinni og má sem dæmi nefna „hvaða menntun hefur gefið vel af sér fyrir forfeður okkar“. Í rauninni ættu einstaklingar frekar að líta til þess hvaða möguleikar kunna að gefa vel af sér í framtíðinni. Veröldin er síbreytileg og hlutir þróast áfram. Menntun er slík auðlind (ólíkt öllum öðrum) að því meira sem þú notar hana því meira vex hún. Nú kann þetta að hljóma eins og það sé ekkert mál að spá fyrir um framtíðina, sem er ekki raunin. Einstaklingar geta samt sem áður reynt að taka meðvitaðar ákvarðanir um hvað kann að verða og hvar tækifærin liggja. Tækifærin munu líklegast liggja mjög víða og möguleikarnir eru óteljandi. En það er einn hluti af heiminum sem er líklegur til að bjóða upp á gífurlega möguleika í komandi framtíð og það er hafið. Hafið er einn minnst rannsakaði hluti jarðar en samkvæmt NOAA (The National Oceanic and Atmosp- heric Adminstration) þá eru um 95% af hafinu ókönnuð sem er áhugavert með tilliti til þess að hafið þekur um 70% af yfirborði jarðar. Þetta þýðir bara eitt, að þarna úti liggja gífurleg tækifæri og ekki bara tækifæri fyrir vísindamenn og sjávarútvegsfræðinga heldur alla flóruna af fræðimönnum, viðskiptafræðinga, verkfræðinga, lögfræðinga, tölvunarfræðinga og svo mætti lengi telja. Þetta eru tækifæri sem við ættum að hafa í huga og reyna nýta okkur eftir fremsta megni. Íslendingar eru meðal fremstu þjóða heims í haftengdri starfsemi og sjávarútvegurinn er einn af grunnatvinnuvegum þjóðarinnar. Því ætti það að vera okkur kappsmál að stefna á að vera best á þessu sviði og lykillinn að því er þekking, sem fæst einungis með menntun og reynslu. Við ættum að leggja áherslu á að fræða ungt fólk á þessu sviði og vekja athygli þess á þeim ónýttu tækifærum sem liggja í hafinu. Íslenski sjávarklasinn hefur sett á fót öflugan hóp sem saman- stendur af fulltrúum úr fram- halds– og háskólum sem og aðilum úr atvinnulífinu til að stuðla að frekari menntun, skilningi og framþróun á þessu sviði. Vanda- málið er að ungu fólki finnst haf- tengd starfsemi oftar en ekki hljóma frekar óspennandi, þegar staðreyndin er sú að það veit lítið sem ekkert um þessa starfsemi. Það þarf að breyta þessari ímynd með því að kynna unga fólkinu það sem hafið hefur upp á að bjóða og það þarf að gera það á áhuga verðan hátt. Ungt fólk getur verið erfiður markhópur, þar sem það verður fyrir ofgnótt upplýsinga á hverjum degi og þess vegna er ekki sama hvernig að þessu er staðið. Það hefur lengi verið sagt hér á Íslandi „annaðhvort ferðu í skóla eða þú endar í fiskinum“ sem er í rauninni mjög röng hugsun og gefur mjög svarta ímynd af sjávar- útvegi og annarri haftengdri starf- semi. Það ætti frekar að hvetja fólk til að fara í skóla og mennta sig í haftengdum greinum, á hvaða sviði sem er, til dæmis sjávarútvegs- fræði, viðskiptafræði, líffræði og fleira. Ef það er einhver hluti af heiminum sem felur í sér mikla framtíðarmöguleika og tækifæri þá er það hafið. Fyrir skemmstu birtist ríkis-reikningur fyrir árið 2011. Samþykkt fjárlög höfðu gert ráð fyrir 46 milljarða halla. Niðurstaðan varð hins vegar 90 milljarðar. Gagnrýni minni á þessa óstjórn svarar Jóhanna Sigurðar - dóttir með grein í vikunni og kýs þar að líta fram hjá því að hún hefur nú setið samfleytt í rúm fimm ár í ríkis stjórn, þar af hátt á fjórða ár sem leiðtogi hennar. Halli ríkissjóðs er öllum öðrum að kenna. Ekki er eitt orð um áhyggjur af því að þessir 90 milljarðar hafi bæst við aðrar skuldir þjóðarbúsins með til- heyrandi áhrifum á vaxta kostnað framtíðarinnar. Í takt við það áhyggjuleysi ákvað ríkisstjórnin í fyrra að fresta markmiðum um halla- laus fjárlög til 2014, vegna „ jákvæðrar framvindu efna- hagsáætlunarinnar“. Það ár var farið um 50 milljarða fram úr fjárlagaheimildum. Framúrkeyrsluna afgreiðir Jóhanna sem einskiptis kostnað vegna hrunsins og vísar frá sér allri ábyrgð. Frá inngripi ríkisins þar til Landsbankinn tók SpKef yfir töpuðust milljarðar í hverjum mánuði. Hver ber ábyrgð á þeirri ákvörðun að halda rekstrinum áfram með þessum afleiðingum fyrir ríkis- sjóð? Og hvað um alla hina millj- arðana sem vantar upp á ríkis- reikninginn? Aðhald AGS gaf jarðtengingu Þegar stjórn efnahagsmála er gagnrýnd hrökkva bæði Jóhanna og Steingrímur J. Sigfússon af hjörunum og segja undirritaðan boða „taumlausa frjálshyggju“ og „miskunnarlausan“ eða „stór- felldan“ niðurskurð í velferðar- málum. Það var annar tónn í Stein- grími þegar hann mælti fyrir fjárlagafrumvarpi ársins 2011 og fullyrti að sjálfbær ríkisfjár- mál væru forsenda þess að ríkis- sjóður „hefði áfram bolmagn til að standa undir grunnþjónustu við samfélagið og velferðarkerfi fyrir þá þjóðfélagshópa sem mest þurfa á því að halda“. Þarna örlaði á skilningi á því að forsenda þess að ríkið geti borið uppi velferðarþjónustu er að það eigi fyrir útgjöldum. Þess vegna þurfti aðhaldsað- gerðir. Ríkisstjórn Jóhönnu lagði upp með það fyrir árið 2011 að grunnfjárhæðir bóta myndu ekkert hækka. Með því átti að spara 5 milljarða. Hagræðingar- krafa var gerð á sjúkratrygg- ingar, velferðarþjónustu, fram- haldsskóla og löggæslu auk þess sem útgjöld voru lækkuð til vegaframkvæmda, fæðingaror- lofs og barna- og vaxtabóta. Í daglegu máli er framan- greint nefnt niðurskurður í velferðarmálum en nú segir Jóhanna það „grímulausa frjáls- hyggju“ að flytja þann boð- skap að það þurfi tekju skapandi aðgerðir og aðhald þar til opinber rekstur kemst í jafn- vægi. Var það þá frjálshyggju- maðurinn Steingrímur J. Sigfús- son sem mælti fyrir niðurskurði í velferðarmálum í fjárlögum 2009, 2010 og 2011? Það verður æ skýrara að aðhald AGS með efnahagsáætlun Íslands hefur skipt sköpum um lágmarks- jarðtengingu stjórnvalda. Um leið og því aðhaldi var ekki lengur til að dreifa var áformum um halla- laus fjárlög slegið á frest með haldlausum rökum. Velja samanburð sem hentar Forystu ríkisstjórnarinnar hentar ekki að bera efnahags- árangur sinn saman við AGS- áætlunina, sem gerði ráð fyrir 4,5% hagvexti 2011 og 2012, eða stöðugleikasáttmálann, sem gerði ráð fyrir mikilli fjár- festingu. Þá er gripið til þess ráðs að bera stöðuna á Íslandi í dag saman við meðaltal ESB- ríkja eða einstök ríki sem nú glíma við efnahagsþrengingar. Gallinn við þennan saman- burð er m.a. sá að grunnatvinnu- vegirnir eru ekki í sókn í neinu samanburðarríkjanna, ólíkt því sem gerist hér á Íslandi. Aldrei höfum við flutt út jafn mikil verðmæti sjávarfangs, meira af iðnaðarafurðum eða selt orkuna hærra verði og ferða- menn hafa aldrei verið fleiri. Ytri skilyrði hafa verið óvenju hagstæð. Allt mælir því með því að við ættum að vera í mikilli upp- sveiflu jafnvel þótt aðrir upplifi stöðnun. En fjárfesting og hag- vöxtur hér á landi hefur verið langt undir væntingum, ný störf verða ekki til, fólk flytur af landinu og hallinn á ríkissjóði er mun meiri en að var stefnt. Best að horfast í augu við vandann Í stað þess að horfast í augu við þetta er nú fluttur sá boð- skapur að svigrúm sé til að bæta í ýmsa bótaflokka. Ríkis- stjórnin birti langtímaáætlun í ríkisfjár málum, þar sem ekkert svigrúm er til að auka útgjöld til ársins 2015, rekur ríkissjóð með tugmilljarða framúrkeyrslu og boðar nú ný útgjöld! Það er engin lausn að seilast sífellt dýpra í vasa skattgreiðenda. Halda ber sköttum og álögum í því lágmarki sem stendur undir góðri velferðarþjónustu, þjónustu sem veitt er á eins hagkvæman hátt og hægt er hverju sinni. Mikill vöxtur ríkisútgjalda einn og sér undanfarin tíu ár, ekki síst eftir innkomu Samfylk- ingar í ríkisstjórn 2007, sýnir að það er vel hægt að hagræða í opinberum rekstri. Því verkefni verður í sjálfu sér aldrei lokið. Það er svigrúm án þess að farið sé í niðurskurð á viðkvæmum heilbrigðissviðum. Nærtækt væri að skila stærri hluta gjaldeyris- lánanna, stöðva ESB-viðræðurnar líkt og allir flokkar virðast vilja utan Samfylkingarinnar og hætta við óþarfa kosningar í haust. Lærdómur Evrópuríkja Í öllum Evrópuríkjum er verið að ræða og lögbinda, jafnvel í stjórnar skrá, afar strangar aga- reglur um opinber fjármál. Megin stefið í stjórnmálaumræðu Evrópu um þessar mundir er ábyrg ríkisfjármál. Djúpt virðist ætla að verða á slíkri umræðu hér á landi en þeim mun meira er vöngum velt um þörfina fyrir nýjan gjaldmiðil. Með því er verið að nálgast vandann frá röngum enda. Á Íslandi eru þeir sem tala fyrir hallalausum fjárlögum og aðhaldi í opinberum rekstri nú úthrópaðir af leiðtogum stjórnar flokkanna. Engum athuga semdum er svarað efnislega, einungis notuð slagorð, upphrópanir og skætingur. Það breytir engu hversu hátt er hrópað, eða hver kallar hvern hvað. Það hefur enginn hingað til unnið á halla ríkissjóðs með uppnefnum. Framtíðarkynslóðir okkar Íslendinga eiga betra skilið. En fjárfesting og hagvöxtur hér á landi hefur verið langt undir væntingum, ný störf verða ekki til, fólk flytur af landinu og hallinn á ríkissjóði er mun meiri en að var stefnt. Það hefur lengi verið sagt hér á Íslandi „annaðhvort ferðu í skóla eða þú endar í fiskinum“ […] Skuldasöfnun Jóhönnu Sigurðardóttur Stjórnmál Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ELLINGSEN AKUREYRI ELLINGSEN REYKJAVÍK HÚSASMIÐJAN OLÍS KAUPFÉLAG BORGFIRÐINGA VEIÐIFLUGAN REYÐARFIRÐI VEIÐIPORTIÐ VEIÐISPORT Á SELFOSSI VESTURRÖST VEIÐIVON ENDURSÖLUAÐILAR: ABU GARCIA FRAMLEIÐIR VANDAÐAR VEIÐIVÖRUR, VINNUR STÖÐUGT AÐ ÞRÓUN ÞEIRRA OG SLÆR HVERGI AF Í GÆÐUM. VANDAÐAR VEIÐIVÖRUR FYRIR ALLA ABU GARCIA Tækifæri framtíðarinnar Atvinnumál Einar Smárason verkefnastjóri hjá Íslenska sjávarklasanum

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.