Fréttablaðið - 02.08.2012, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 02.08.2012, Blaðsíða 30
30 2. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR Við Íslendingar erum stillt og siðmenntuð þjóð og það er sú mynd sem við viljum við- halda af okkur. Siðmenntun felur það meðal annars í sér að taka ábyrgð. Fylgifiskar ábyrgðar- innar eru meðal annars þeir að mynda sér skoðun um mikilvæg mál. Samfélagslegar aðstæður hafa þess vegna afgerandi áhrif á mynd siðprýðinnar. Sá sem vill telja sig til siðmenntaðra einstak- linga þarf með öðrum orðum að bregðast við því sem er að eiga sér stað í kringum hann. Við lifum á furðu- legum tímum þar sem samfélagið, sem meiri hluti okkar hélt að væri heilt, hefur verið rjúk- andi rústir í að minnsta kosti fjögur undanfar- in ár. Núverandi vanda má að stórum hluta rekja til þess hversu vel menn hafa rekist í hópum og til skorts á gagn rýninni umræðu, gagnsæi og heilbrigðu siðferði. Við þykjumst hins vegar vita að þeir eru þó nokkrir sem langar til að taka til hendinni við að byggja upp nýtt samfélag af því þeir eru með vitaðir um að það er það sem þarf. Fámenn þjóð sem býr saman á stórri eyju þarf að byggja upp þjóðfélag sem gerir ráð fyrir öllum. Fámennið og vega- lengdirnar gera það að verkum að við ráðum ekki við það að hér búi tvær þjóðir. Það er fámenn valda- og eignastétt sem nýtur rándýrra fríðinda sem skatt- borgararnir bera kostnaðinn af á sama tíma og stærstur hluti landsmanna upplifir síversnandi lífskjör í gegnum niðurskurð á velferðarkerfinu, minnkandi atvinnumöguleika og aðrar kjara- skerðingar. Eins og er stendur þjóðinni ógn af endurreisn þess kerfis sem olli því efnahagslega uppnámi sem er að grafa undan velferðar- kerfinu og samfélaginu um leið. Samfélagið mun festast í eilífum vítahring eyðileggingarinnar ef áfram verður haldið á þeirri braut að samþykkja sérhagsmuni umfram almannahagsmuni. Í stað núverandi endurreisnar þarf uppbyggingu reista á grunni lýð- ræðis og vel ferðar. Til að byggja upp betra samfélag þarf að læra af reynslunni og opna á nýjar leiðir og lausnir. Þeir sem byggja íslenskt þjóðfélag eiga val um það hvort þeir vilja held- ur endurreisn þess kerfis sem tekur sér- hagsmuni fámennrar eigna- og valdastéttar fram yfir almanna- hagsmuni eða upp- byggingu nýs sam- félags sem byggir á jöfnuði, samvinnu og sjálfbærni. Grund- völlurinn að slíkum breytingum er sam- staða þjóðarinnar. Með samstilltu átaki er nefni- lega möguleiki að snúa við þeirri óheillaþróun sem er að eiga sér stað. Þeir sem stofnuðu stjórnmála- flokkinn SAMSTÖÐU flokk lýð- ræðis og velferðar eiga sér þann draum að íslenskir kjósendur séu tilbúnir til að standa saman að uppbyggingu lýðræðislegs velferðarsamfélags sem hefur almannahag í forgrunni. Þeim sem eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum við að fullkomna þann draum er bent á að SAMSTAÐA er ákjósanlegur vettvangur fyrir alla sem vilja leggja því lið að gera hann að veruleika. Umræða undanfarinna daga um stöðu Íslands í alþjóð- legum samanburði gefur tilefni til að benda á nokkrar stað reyndir. Umræðan er mikilvæg vegna þess að tækifæri Íslands eru líklega meiri en nokkurs annars lands en samt eigum við á hættu að glata þeim. Saga undanfarinna ára undir strikar þetta. Ríkisstjórnin, eða hluti hennar, leitast nú við að telja fólki trú um að stefna ríkis stjórnarinnar hafi skilað árangri í efnahags- málum. Þetta hefur reyndar reynst mörgum ráðherrum nokkuð erfitt eftir að þeir hafa varið megninu af kjörtímabilinu í að reyna að sann- færa fólk um að Ísland ætti sér enga framtíð nema almenningur tæki á sig hundruð milljarða króna skuldir fallinna banka og landið gengi svo í Evrópusambandið. Á hverju byggist árangurinn? Umræðan snýst einkum um að hagvöxtur hafi aukist, landið geti nú slegið lán á markaði (ólíkt mörgum evrulöndum) og atvinnu- leysi hafi minnkað (þótt raunveru- legt atvinnuleysi sé reyndar meira en tölur Vinnumálastofnunar gefa til kynna). Þekktir erlendir hagfræðingar og blaðamenn hafa vakið athygli á árangri Íslands (það eru að miklu leyti sömu menn og helst hafa verði sammála framsóknar mönnum um Icesave og skuldir heimilanna). En á hverju byggir þessi árangur? Eins og sérfræðingarnir benda á byggir hann einkum á því að sveigjanleiki krónunnar dró úr atvinnuleysi hér á sama tíma og atvinnuleysi náði hámarki í evru- löndunum. Jafnframt skipti sköp- um að Ísland skyldi ekki taka ábyrgð á skuldum gjaldþrota einkabanka. Hagvöxtur er meiri á Íslandi en annars staðar vegna þess að gengi gjaldmiðilsins féll, útflutningsverð- mæti jukust, ferða- mönnum fjölgaði o.s.frv. Við það bættust óvæntar makríl veiðar og neysla almennings jókst eins og oft gerist á verðbólgu- tímum. Niðurgreiðsla ríkis- skulda í góðærinu skipti að sjálfsögðu sköpum og forðaði landinu frá því að lenda í sömu stöðu og Grikk- land. Loks hafa menn kynnst því að velferðarkerfið og innviðirnir sem byggðir voru upp á undan förnum áratugum voru þó það sterkir að þeir hafa að mestu staðið af sér hamfarirnar. Nú er heilbrigðis- kerfið reyndar komið í talsverða hættu enda var niðurskurður í heilbrigðismálum mestur á Íslandi árið 2010 (auk Spánar). Það er það eina af ofantöldu sem beinlínis má þakka núverandi ríkisstjórn. Hvað hefur ríkisstjórnin lagt til? Hvað í stefnu núverandi ríkis- stjórnar hefur skilað efnahags- legum ávinningi? Hér hafa menn ekki nýtt það einstaka tækifæri sem verið hefur til að auka fjár- festingu og fjölga störfum. Þvert á móti, fjárfesting hefur verið í sögulegu lágmarki og störfin hafa einkum flust til Noregs. Ríkisstjórnin hefur hins vegar lagt ofurkapp á að snúa við öllum þeim þáttum sem hafa búið til árangurinn sem hún státar sig af. Öllum brögðum og öllu afli stjórnvalda hefur verið beitt við að færa skuldir gjald- þrota fjármálafyrir- tækja yfir á almenn- ing. Ráðherrar ráðast á gjaldmiðil eigin lands, einkum í viðtölum við erlenda blaðamenn, og berjast fyrir því að Ísland taki upp evru með aðild að evrópska seðlabankanum. Þar á bæ standa menn núna frammi fyrir heimssögulegri krísu og þeirri staðreynd að evran hefur aukið atvinnuleysi og mun á næstu árum rýra kaupmátt almennings (t.d. um yfir 40% á Írlandi). Við bætist að ef Ísland tæki upp evru í gegnum ESB þyrfti það að taka þátt í björg- unaraðgerðum vegna ófremdar- ástandsins á evrusvæðinu. Danir reiknuðu nýverið út hvað þeir hafa sparað með því að taka ekki upp evru. Miðað við niðurstöður þeirra næmi kostnaður Íslend- inga af þátttöku í evrunni um 400 milljörðum króna. Vegið hefur verið að inn viðum landsins og einkum að þeim atvinnugreinum sem staðið hafa undir aukinni verðmæta sköpun. Til að fullkomna aðförina að þeim hlutum sem helst hafa tryggt hags- muni Íslands á undanförnum árum er nú hafinn undir búningur að eftirgjöf í makríldeilunni. Helsta samningamanni Íslands í sjávar- útvegsmálum var skyndilega kippt út úr viðræðunum og líkur standa til að ríkis stjórnin gefi stórlega eftir í deilunni á fundum með ESB í haust til að greiða fyrir ESB- umsókn sinni. Heimilunum fórnað Verst er þó að stjórnvöld skuli ekki hafa nýtt þau tækifæri sem voru til að rétta hlut íslenskra heimila. Þótt íslenska krónan hafi komið að gagni við að halda uppi atvinnustigi og auka útflutning hefur hún vissulega sína galla. Sá stærsti birtist í stökkbreyt- ingu á skuldum íslenskra heim- ila vegna verðtryggingarinnar. Hins vegar gafst stjórnvöldum tækifæri til að vinna bug á þeim vanda á meðan þau réðu enn yfir þrotabúum bankanna. Það tæki- færi var ekki nýtt. Tjónið af því fyrir heimilin og samfélagið allt nam hundruðum milljarða. Íslandi bjargað frá gjaldþroti og ríkisstjórninni Ef Ísland hefði þegar verið orðið ESB-land með evru árið 2008 hefði bankahrunið sett landið á hausinn. Nokkrir hinna marg- umræddu erlendu sérfræðinga, t.d. Ken Rogoff, hagfræðipró- fessor við Harvard-háskóla, hafa bent á þetta. En í raun þarf ekki að reiða sig á álit sérfræðinga í þessu tilviki. Það nægir að bera stöðu Íslands saman við Írland og reikna áhrifin af því ef Ísland hefði verið látið taka neyðarlán til að bjarga bönkunum og um leið hefði atvinnuleysi orðið tvöfalt meira en raun varð. Nú er einnig ljóst að Ísland hefði orðið gjaldþrota ef ríkis- stjórninni hefði tekist að koma í gegn fyrsta Icesave- samningnum. Framsóknarmenn voru oft sakaðir um að vera með málið á heilanum og eyða of miklu afli í að koma í veg fyrir Icesave-samn- inginn. En ef ekki hefði verið fyrir baráttu þingflokks fram- sóknarmanna og annarra hug- sjónamanna, hefði stefna ríkis- stjórnarinnar sett Ísland í þrot. Niðurstaðan Er ekki tímabært að ríkis- stjórnin hætti að slá sig til ridd- ara vegna árangurs sem hún hefur fremur reynt að koma í veg fyrir með aðgerðum sínum en ýta undir? Enn betra væri þó ef hún einbeitti sér loks (betra seint en aldrei) að því að rétta hag íslenskra heimila og að í framtíðinni yrði byggt á styrk- leikum Íslands og tækifæri þess nýtt. Verði það gert verður hvergi betra að búa en á Íslandi. Hvað í stefnu núverandi ríkisstjórnar hefur skilað efna- hagslegum ávinningi? Til að byggja upp betra samfélag þarf að læra af reynslunni og opna á nýjar leiðir og lausnir. ÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 INNIHELDUR AUK STIGVAXANDI AFSLÁTTAR. 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 FÍ TO N /S ÍA GÓÐA SKEMMTUN Í ÁGÚST! #STÖÐ2 THE KILLING Nú kemur loksins í ljós hver drap Rosie Larsen! Sunnudaga kl. 22.05 PILLARS OF THE EARTH Magnaðir þættir í anda Game of Thrones. Mánudaga kl. 21.40 MAD MEN Einn besti dramaþáttur sögunnar snýr aftur. Sunnudaga kl. 21.35 EVRÓPSKI DRAUMURINN Nú er komið að hrikalegu lokauppgjöri hjá strákunum! Föstudaga kl. 20.05 BRIDESMAIDS Ein besta gamanmynd síðari ára! Miðvikudaga kl. 20.00 VEEP Nýr gamanþáttur sem er til- nefndur til Emmy verðlauna. Mánudaga kl. 20.50 WHO DO YOU THINK YOU ARE? Ættartré fræga fólksins. Mánudaga kl. 22.40 UP ALL NIGHT Frábærir gamanþættir um nýbakaða foreldra. Miðvikudaga kl. 20.25 BARNAEFNI Frábært skemmtiefni fyrir þá yngri – allt á íslensku! Alla virka daga og allar helgar NÝ TT NÝ TT NÝ TT MASTERCHEF Gordon Ramsey leitar að besta áhugakokki Bandaríkjanna. Fimmtudagadaga kl. 20.05 Fyndnasti mánuður ársins er hafinn! Steindinn okkar kemur eins og riddari á hvítum hesti inn í sjónvarpið þitt í ágúst. 3. þáttaröðin slær öll met í fyndni og óvæntum uppákomum. Lögin með Steinda og félögum eru að sjálfsögðu á sínum stað auk þess sem hann platar ótal fræga Íslendinga með í grínið. Hefst 23. ágúst. Árangur hverra og fyrir hverja? Stjórnmál Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins Siðmenntun fylgir sú ábyrgð að taka afstöðu Samfélagsmál María Grétarsdóttir gjaldkeri Samstöðu – flokks lýðræðis og velferðar Rakel Sigurgeirsdóttir formaður Samstöðu – flokks lýðræðis og velferðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.