Fréttablaðið - 30.08.2012, Page 6

Fréttablaðið - 30.08.2012, Page 6
30. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR6 NÁTTÚRA Síðustu nætur hafa verið kaldar á Norður- og Austurlandi og víða í Reykjavík mátti sjá hrímaða palla í gærmorgun. Flest grænmeti sem ræktað er hér á landi þolir þó stöku næturfrost og sammælast garðyrkju- fræðingar um að ein og ein frostanótt geti jafnvel gert berjauppskeru betri. Þó er nauð- synlegt að uppskera rótargrænmeti áður en frostið fer að læsast í jörðu. Magnús Ásgeirsson, garðyrkjuráðunautur hjá Bændasamtökunum, segir sjálfsagt að tína upp allt sem tilbúið er til uppskeru. En óþarfi sé að óttast að stöku næturfrost eyði- leggi uppskeru haustsins, nema þau verði tíð og mikil. Hann segir tíðarfar síðustu ára hafa verið óvenjulegt. „Í Þykkvabænum var alltaf talað um að 13. september væri hættan á næturfrostum orðin veruleg, en það hefur breyst,“ segir hann. „Þau eru farin að koma fyrr. Öfgarnar eru orðnar meiri í veður- farinu.“ Hann bendir á að með því fái plönt- urnar styttri tíma til að þroskast, en aftur á móti gera sólrík sumur eins og í ár það að verkum að gróðurinn vex mun hraðar. Kristín Hermannsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir ekki fátítt að byrji að frysta í lok ágúst. Hins vegar hafi þurrkar sumarsins gert það að verkum að uppskerubrestur geti orðið meiri hjá bændum en ella. Þá hafi liðið nokkur ár síðan það tók að frysta svona snemma, þar sem síðustu haust hafa verið tiltölulega hlý. Hún segir heitari tölur í kortunum fyrir helgina og næstu viku. „Það verður hiti bæði á degi og nóttu, svo hættan er frá í bili,“ segir Kristín. sunna@frettabladid.is Frostanótt gerir berin betri Stöku næturfrost eyðileggja ekki uppskeru grænmetis og berja. Fallin kartöflugrös geta jafnvel gefið betri kartöflur. Ein frostanótt gerir þó sveppi óæta. Gott er að verja plöntur með akríldúk þegar frysta tekur. Ber og ávextir Ekki þarf að örvænta um uppskeru þó kartöflugrös falli í næturfrostum. Þvert á móti er talið æskilegt að grösin falli áður en kartöflurnar eru teknar upp. Á meðan frostið nær ekki til kartaflnanna sjálfra, eyðir plantan meiri krafti í hýðisvöxt eftir að grösin visna, svo uppskeran verður betri fyrir vikið. Þó má ekki líða meiri tími en vika til hálfur mánuður áður en ráðist er í upptöku. Magnús Ásgeirsson garðyrkjuráðunautur segir áhættuna mesta ef kartöflurnar sjálfar eru stutt komnar í vexti. Hægt sé að minnka tjón með því að úða grösin vatni á meðan frostið gengur yfir. Þá myndast klakaskel á blöðunum sem gerir skemmdirnar minni og gerir að verkum að klakinn bráðnar fyrst, sem dregur úr hraðanum á þiðnun blaðanna. Þó ber að forðast þær kartöflur sem liggja nær ofan á moldinni og verða grænar og þar með óætar eftir næturfrost. Kartöflur ■ Gulrætur, radísur, næpur, rófur Þó að von sé á næturfrostum er ekki þörf á að drífa sig strax út í garð og kippa öllu upp. Yfirbreiðsla með akríldúk gerir mikið fyrir plönturnar og kemur í veg fyrir að blöðin þiðni of hratt þegar sólin rís að morgni. Þumalputtareglan er sú að leyfa grænmetinu að þroskast eins lengi í jörðinni og kostur er. Ekki er ráðlagt að uppskera rótar- grænmeti í frosti. Rótargrænmeti ■ Grænkál, lambhagasalat, klettasalat, mynta, steinselja, timjan, oreganó Flestar salat- og kryddtegundir sem ræktaðar eru í görðum hérlendis þola væg næturfrost. Harðgerustu tegundirnar, eins og grænkál og mynta, styrkjast jafnvel og verða bragðmeiri. Ef krydd eru ræktuð í pottum er þó ágætt að kippa þeim inn fyrir yfir nóttina ef næturfrost eru tíð. „Vandamálið er hvernig hitastigið þróast,“ segir Magnús. „Ef sólin kemur upp og þíðir blöðin hratt geta þau skemmst.“ Ef von er á frosti er betra að breiða akríldúk yfir. Salat og kryddplöntur ■ Bláber, krækiber, hrútaber, hindber, stikilsber, rifsber, sólber, epli, perur „Það er gömul og lífseig saga að næturfrostin bindi enda á berjavertíðina. Auðvitað gera þau það fyrr eða síðar, en ekki eins hratt og maður skyldi halda,“ segir Sveinn Rúnar Hauks- son, læknir og berjaáhugamaður. Sveinn segir bláber þola frostin furðuvel og halda sér, en krækiberin séu aftur á móti viðkvæmari. „Þau breytast strax við næturfrost, bæði í viðkomu og bragði. En á hinn bóginn eru þau ekki ónýt eftir eina eða tvær frostnætur, heldur er einmitt ágætt að tína þau þá í saft því þá er bragðið mildara og minni sykur þarf í saftina.“ Hið sama gildir um bláber og flest ber sem ræktuð eru í görðum hérlendis, það er að þau þola frost nokkuð vel og skiptir litlu þó geri næturfrost tvær eða þrjár nætur. Aldinin verða jafnvel bragðsterkari fyrir vikið. Hindber eru þó heldur viðkvæmari yfir vetrartímann og því þarf að huga að svo ekki verði kal á sprotum. Uppskerutími ársins fyrir flestar tegundir berja er um þessar mundir. Segja má að sprenging hafi orðið í ávaxtarækt á landinu á síðustu árum. Það er eins með ávextina og berin, að væg næturfrost hafa ekki áhrif á þá þegar þeir eru á annað borð byrjaðir að þroskast. Hins vegar geta frost snemma sumars eyðilagt blómin, sem veldur því að engin aldin koma fram að hausti. Jón Guð- mundsson ávaxtabóndi segir eplin til að mynda þola frost vel í nokkur skipti. „Blómin eyðileggjast hins vegar við eina til tvær gráður í eitt skipti,“ segir hann. „En stöku næturfrost hafa ekki áhrif á ávextina eins og plómur, perur, epli, kirsuber og fleiri. Þetta snýr meira að því hversu kalt verður, ekki hversu oft.“ Uppskerutími ávaxta hér á landi í meðalári er frá fyrstu viku í september og fram í miðjan október. Sveppir eru viðkvæmir fyrir frostaveðrum og ein köld nótt er nóg til að gera þá ónothæfa til matar. Guðríður Gyða Eyj- ólfsdóttir, sveppafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, segir ekki æskilegt að tína sveppi til matar eftir að næturfrost hafa orðið, en þó svo að aldinin eyði- leggist, helst sveppurinn sjálfur heill, þar sem hann er neðanjarðar. „Almennt má reikna með því að það sem er ofanjarðar skemmist í nætur- frosti,“ segir hún. „Ef almennilegt veður kemur eftir frostið, geta ný aldin komið upp frá sveppnum.“ Sveppir Hvaða áhrif hefur frost á ávexti og grænmeti? KJÖRKASSINN blús djass sönglögpopp BRETLAND „Ekki gleyma að rannsaka þetta ef ég dey skyndilega,“ skrifaði Eva Rausing í tölvupósti til sænska blaðamannsins Gunnars Wall. Svo bætti hún við: „Bara grín, vona ég!“ Þetta sagði hún í júní á síðasta ári eftir að hafa trúað Wall fyrir því að eiginmaður hennar, sænski auðkýfingurinn Hans Kristian Rausing, hefði fyrir mörgum árum komist að því hver stóð fyrir morðinu á sænska stjórnmálamanninum Olof Palme, sem var skotinn á götu úti í Stokkhólmi árið 1986. Hún fullyrti að þekktur sænskur kaupsýslumaður hefði talið Palme ógna viðskipta- hagsmunum sínum og látið myrða hann. „Ég held að ég viti hvar morðvopnið er falið,“ sagði hún. Eva Rausing dó síðan skyndi- lega í sumar á heimili sínu í London. Eiginmaður hennar, sænski auðkýfingurinn Hans Kristian Rausing, var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir að láta lík hennar liggja óhreyft vikum saman undir fatahrúgu í svefnherbergi þeirra þangað til það fannst. Þau höfðu bæði lengi verið háð fíkniefnum. Sænska dagblaðið Expressen fullyrðir að Eva Rausing hafi haft samband við sænsku lög- regluna strax árið 2010, en grunur hennar hafi ekki þótt trúverðugur. Nú hyggst sænska lög reglan kanna betur hvað hæft er í þessu og ætlar að yfirheyra Hans Kristian Rausing. Það verður gert í London. - gb Sænska lögreglan kannar fullyrðingar konu sem fannst látin í London í sumar: Sagðist vita hver myrti Palme HANS KRISTIAN OG EVA RAUSING Sænska lögreglan ætlar til London að yfirheyra Hans Kristian Rausing. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL Þrír pólskir amfetamínsmyglarar neituðu því fyrir dómi í gær að þekkjast nema mjög lauslega, þótt þeir séu allir frá sama smá- bænum í Póllandi, hafi ferðast saman til Var- sjár á leið í smyglleiðangurinn fyrr í sumar og að tveir þeirra hafi líka komið til landsins með sömu flugvél í fyrra. Mennirnir voru handteknir eftir að tæp þrjú kíló af amfetamíni fundust í farangri eins þeirra í Leifsstöð. Hinir voru í kjölfarið stöðv- aðir í leigubíl á leiðinni inn í Reykjavík og fannst svipað magn í farangri hvors um sig. Mennirnir hafa játað brotið að hluta. Að sögn allra þeirra hafði maður sem þeir vita ekki hver er samband við þá, ýmist um tölvupóst eða símleiðis, og bauð þeim þúsund evrur hverjum fyrir að fara með ferðatösku til Íslands. Þeir segjast ekki hafa vitað hvað töskurnar inni- héldu, þótt tveir þeirra viðurkenni að þeir hafi gert sér grein fyrir að í þeim hlytu að vera fíkniefni eða eitthvað annað ólöglegt. Fyrir dómnum var því einkum tekist á um það hvort mennirnir hefðu staðið saman að inn- flutningi á tæpum níu kílóum af amfetamíni, eða hvort aðeins skyldi dæma hvern og einn fyrir að flytja hingað tæp þrjú kíló. Mennirnir sögðust allir iðrast gjörða sinna mjög, en þeir hafi hins vegar sætt hótunum og því verið nauðbeygðir til að fara í ferðina. Aðalmeðferðinni lauk ekki í gær þar sem eitt vitnanna – sá sem stýrði lögreglurannsókninni – er statt erlendis. - sh Tveir af þremur amfetamínsmyglurum komu líka til Íslands með sömu flugvél í fyrra: Þrír smábæjarbúar neita því að þekkjast IÐRAST Mennirnir segjast allir sjá mjög eftir ferðalaginu hingað. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA RÚSSLAND, AP Mannréttindaráð Rússlands gagnrýnir dóminn yfir þremur konum úr pönkhljóm- sveitinni Pussy Riot, sem fengu tveggja ára fangelsi fyrir að efna til mótmæla gegn Vladimír Pútín forseta í helstu kirkju landsins. Ráðið, sem er skipað af forseta landsins, segir það gagnrýni- vert að almenn hegningarlög hafi verið notuð til að dæma háttsemi sem einungis fellur undir stjórn- sýslulög. Þá spyr ráðið hvers vegna tvær kvennanna hafi ekki fengið skilorðsbundna dóma á þeirri forsendu að þær séu báðar mæður ungra barna. Úrskurðir ráðsins eru einungis ráðgefandi. - gb Ráðgjafar Pútíns ósáttir: Gagnrýna dóm yfir Pussy Riot HOLLAND, AP Schiphol-flugvelli við Amsterdam var lokað að hluta í gær og tvær F-16 orrustuþotur sendar af stað vegna gruns um að flugræningjar hefðu tekið far- þegaflugvél á sitt vald. Síðar kom í ljós að sambands- leysi milli flugturns og flug- manns vélarinnar varð til þess að varúðar ráðstafanir voru gerðar. Aldrei var nein hætta á ferðum. Dagurinn var annasamur á Schip- hol því fyrr um morguninn þurfti að loka hluta vallarins vegna gruns um að sprengja frá seinni heimsstyrjöld hefði fundist þar. - gb Viðbúnaður á Schiphol: Sambandsleysi vakti illan grun HÆTTUÁSTANDI AFLÝST Eftir langa bið fengu farþegar að fara frá borði. NORDICPHOTOS/AFP Ferðast þú með bíl í og úr vinnu eða skóla? JÁ 75,6% NEI 24,4% SPURNING DAGSINS Í DAG Finnst þér það skipta máli hver mun reka hótel við Hörpu? Segðu þína skoðun á Vísir.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.