Fréttablaðið - 30.08.2012, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 30.08.2012, Blaðsíða 42
30. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR26 BAKÞANKAR Sifjar Sigmars- dóttur 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Það er engin auðveld leið að koma þesssu frá sér Mona! En... við eigum ekki samleið! Já en .. já en, af hverju? Vegna þess að... ég er Hugrakki kúveltarinn! og núna þarf ég að velta kú! Núna! Kú- ping? Þessi var nýr! Hvernig ferðu að þessu? Hvernig veistu hver er á hinni línunni þegar þú heyrir hringinguna? Er þetta hugsanaflutn- ingur? Sérðu mann- eskjuna fyrir þér eða heyrirðu rödd? Ég get ekki útskýrt þetta, mamma. Þetta er bara til- finning. Nokkurs konar sérgáfa... ...Það má kalla þetta köllun. Þið ættuð allir að taka af ykkur farðann, því ég hef slæmar fréttir að færa. Ætli aðrir foreldrar eigi svona erfitt með að nota tannþráð á börnin sín? Uss! Mér fannst ég heyra þrusk þarna inni! Vasaljós. Hanskar. Límband. Handjárn. Tékk. LÁRÉTT 2. snöggur, 6. skammstöfun, 8. ái, 9. er, 11. 950, 12. skjögra, 14. veira, 16. bókstafur, 17. þrá, 18. á sjó, 20. ung, 21. skipta. LÓÐRÉTT 1. sæti, 3. átt, 4. syndafyrirgefning, 5. pili, 7. kvalastaður, 10. mánuður, 13. æxlunarkorn, 15. greinilegur, 16. erfiði, 19. stöðug hreyfing. LAUSN LÁRÉTT: 2. snar, 6. eh, 8. afi, 9. sem, 11. lm, 12. slaga, 14. vírus, 16. pí, 17. ósk, 18. úti, 20. ný, 21. liða. LÓÐRÉTT: 1. sess, 3. na, 4. aflausn, 5. rim, 7. helvíti, 10. maí, 13. gró, 15. skýr, 16. púl, 19. ið. Tékk. Tékk. Tékk. Dagur eitt: Ég hafði aðeins staðið nokkrar sekúndur í anddyri þreytulegs öldur- húss í smábæ í Maine á austurströnd Banda- ríkjanna þegar miðaldra kona hentist inn úr myrkrinu, greip í handlegginn á mér og dró mig inn. Loftið var rakt og mettað svita- blandinni bjórlykt. „Sestu,“ hrópaði hún yfir viskí-rispaða rödd feitlagins kántrí söngvara sem jóðlaði klúrar sveitavísur. Ég var í leit að ódýrum kvöldverði á ökuferðalagi mínu um Bandaríkin. Ég velti þó fyrir mér hvort þessi væri ekki of ódýr. En staðfesta kon- unnar var áhyggjum af matar eitrun yfir- sterkari. „Hvaðan ertu?“ spurði hún og skaut undir mig stól. Ég sagðist vera frá Íslandi og átti ekkert sérstaklega von á að hún hefði heyrt staðarins getið. „F*** me!“ hrópaði hún upp yfir sig. „I am Icelandic.“ Andlits- farðinn lak niður kinnarnar á henni um borð í svitaperlum og bjórfroða þakti efri vör hennar. Ég trúði henni ekki fyrr en hún sagði orðið „Vopnafjörður“. Móðir hennar var einn af Vesturförunum. DAGUR TVÖ: „Geggjað!“ sagði starfsmaður í safni sem var eitt sinn æskuheimili skáldsins Hen- rys Wadsworth Longfellow í Port- land þegar ég sagðist koma frá Íslandi. „Þekkirðu hljómsveit sem var rosa heit fyrir svona 20 árum …“ „Sykurmolana,“ skaut ég vélrænt inn í. „Nei, Risaeðluna.“ Ég komst aldrei að því hvernig steingerðir tónarnir höfðu náð eyrum safn- varðarins því holdugur Suðurríkjamaður tók af honum orðið. „Er ekki ódýrt að hita hús á Íslandi því þið eigið svo mikið af heitu vatni?“ Karlinn tönglaðist á heita vatninu allan skoðunartúrinn um heimkynni skálds- ins. Hann reyndist sjálfur eiga fjögur hús í fjórum fylkjum Bandaríkjanna sem honum þótti svo assgoti blóðugt að hita. DAGUR ÞRJÚ: „Bölvaðir Íslendingar,“ sagði strætóbílstjórinn sem ók túristarútu milli frægustu vitanna í Maine. „Bankarnir ykkar settu næstum humarútgerðina okkar í Portland á hliðina.“ Ég lét mig sökkva ofan í sætið mitt. DAGUR FJÖGUR: Ég stakk mér inn í bóka- búð í von um hvíld frá Íslandi. Ég var jú í útlöndum. Ég festi kaup á ritgerðasafni eftir lókal blaðakonu um mat frá Maine og fékk mér sæti á kaffihúsi. En pásan frá heimahögunum varði ekki lengi. Árið 1969 réði höfundurinn sig til vinnu á sauðabúi á Íslandi því henni þótti lambakjöt svo gott. Það voru henni mikil vonbrigði þegar í ljós kom að í íslensku sveitinni var borðaður fiskur með soðnum kartöflum í öll mál. Heill kafli í bókinni um Maine var tileinkaður íslensku lambakjöti og rabarbarasúpu. DAGUR FIMM: Ég leigði íbúð til að dvelja í í New York gegnum Internetið. Í ísskápnum beið mín dós af Egils maltöli. Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.