Fréttablaðið - 30.08.2012, Síða 46

Fréttablaðið - 30.08.2012, Síða 46
30. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR30 Síðsumartónleikar í Þjóðmenningarhúsinu er yfirskrift tónleikaraðar sem hafin er í Þjóð- menningarhúsinu og stendur til 4. september næstkomandi auk tónleika 23. september. Á tónleikunum koma fram evrópskir lista- menn sem eiga það sameiginlegt að vera skipu- leggjendur tónleika og forsvarsmenn tónlistar- hátíða í sínum heimalöndum. „Tónleikaröðin er kærkomið tækifæri fyrir íslenska tónlistar- menn að hitta kollega sína erlenda sem hafa skipulagt tónlistarhátíðir og mynda tengsl og sambönd sem geta verið ómetanleg fyrir ferilinn,“ segir Sigurður Bragason, söngvari og einn listrænna stjórnenda tónleikaraðarinnar. „Ég hef sjálfur komið fram á fjölda listahátíða og fór að velta fyrir mér hvernig ég gæti nýtt þau sambönd sem ég er kominn með, þannig kom þessi tónleikaröð til.“ Tónlistarmennirnir eru allir í fremstu röð að sögn Sigurðar. Á tónleikum kvöldsins, sem hefjast klukkan átta, stíga á svið Norðmenn- irnir Michael Süssmann fiðluleikari og Signe Bakke píanóleikari. Þá taka einleikstónleikar á píanó við: Peter Bortfeldt frá Þýskalandi leikur næsta sunnudag klukkan átta, Sebas- tiano Brusco frá Ítalíu kemur fram þriðju- daginn 4. september á sama tíma og loks heldur íslensk-bandaríski píanóleikarinn Kristín Jón- ína Taylor tónleika sunnudaginn 23. september klukkan átta. Auk Sigurðar eru listrænir stjórnendur tón- leikanna Guðrún Birgisdóttir og Guðni Braga- son. - sbt Kærkomið tækifæri fyrir tónlistarmenn MIKAEL SÜSSMANN Fiðluleikarinn norski kemur fram á tónleikum í Þjóðmenningarhúsinu í kvöld. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 30. ágúst 2012 ➜ Sýningar 21.00 Óperuverkið Ráðskonuríki verð- ur frumsýnt á Café Rosenberg. Verkið er sett upp af Alþýðuóperunni með upp- færsluformi sem aldrei áður hefur verið reynt á Íslandi. Miðaverð er kr. 2.500. ➜ Fræðslufundir 14.00 Áttundi opni fræðslufundurinn í tilefni af 30 ára afmæli stoðtækja- fyrirtækisins Stoðar hf. verður haldinn í hjálpartækjasal Stoðar að Trönuhrauni 8 í Hafnarfirði. Fundurinn ber yfirskriftina Magnaðir hjólastólar og þar fjallar Borg- þór Sveinsson tæknimaður um mis- munandi gerðir rafmagnshjólastóla og hvað þarf að hafa í huga við val á þeim. ➜ Uppákomur 21.00 Mánaðarlegt Bingó fer fram á Glaumbar. 100.000 krónur eru í aðal- verðlaun. Hvert spjald á 500 krónur. DJ Atli spilar að bingóinu loknu. ➜ Kynningar 17.00 Haldin verður lifandi kynning á öllum þeim fjölmörgu fræðslumögu- leikum sem í boði eru fyrir skóla hjá Listasafni Reykjavíkur. Kynningin verður haldin á Kjarvalsstöðum og er aðgangur ókeypis. Kennarar eru sérstaklega hvattir til að mæta. ➜ Dans 20.00 SalsaIceland býður í frían prufutíma í salsa á Thorvaldsen bar. SIST meðlimir bjóða einnig í prufu- tíma í Taxi dönsum fyrir byrjendur. Að prufu tímunum loknum verður dans- gólfið laust og salsatónlist spiluð. Allir velkomnir og tilboð á barnum. ➜ Tónlist 12.15 Ítalska sópransöngkonan Antonia Maria Emanuela Palazzo og píanóleikarinn Paolo Scibilla hefja nýja hádegistónleikaröð í Salnum, Kópavogi. Þau flytja sönglög frá Suður-Ítalíu á tónleikaröðinni sem ber yfirskriftina Líttu inn í hádeginu. 16.30 Hljómsveitin Árstíðir leikur fyrir gesti á tónleikum í Pikknikk-tónleikaröð Norræna hússins. Frítt er á tónleikana sem haldnir eru í gróðurhúsi Norræna hússins. 21.00 Sóley og danska sveitin My Bubba and Mi spilar á Græna Hattinum, Akureyri. Miðaverð er kr. 2.000. 21.30 Andrés Thor spilar með norr- ænum kvartett á KEX Hostel. Tónleik- arnir eru hluti af Jazzhátíð Reykjavíkur. 22.00 Sísý Ey og Dj Margeir verða í kjallar- anum á Ellefunni. Aðgangseyrir er kr. 1.000. 22.00 Bítla- drengirnir blíðu halda tónleika á Ob-La-Dí-Ob-La- Da Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@ frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.