Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.08.2012, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 30.08.2012, Qupperneq 62
30. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR46 BESTI BITINN Í BÆNUM „Það var gaman að flétta saman þessa tvo heima sem við hjá Farmers Market lifum og hrærumst í, tónlistar- og hönnunarheiminn,“ segir Jóel Pálsson tónlistarmaður um sam- starfsverkefni Farmers Market og hljómsveit- arinnar Sigur Rósar. Jóel rekur hönnunarfyrir- tækið ásamt eiginkonu sinni, fatahönnuðinum Bergþóru Guðnadóttur, og höfðu meðlimir Sigur Rósar samband við þau snemma í vor og báðu þau um að hanna teppi sem hægt væri að bjóða samhliða hinni hefðbundnu geisladiska- og bolasölu á tónleikaferðalagi sínu sem nú stendur yfir. „Við ákváðum að nota íslenska ull í teppin og hanna þau með tilliti til þess að hægt væri að framleiða þau hér heima. Bergþóra lagðist í smá grúsk og gerði svo eins konar abstrakt útgáfu af plötuumslagi Valtara. Við gerðum frumgerð, mynduðum hana og Sigur Rós setti á vefinn sinn. Það er skemmst frá því að segja að öll 300 teppin seldust upp í forsölu á nokkrum klukkutímum,“ segir Jóel. Í kjölfarið var ákveðið að framleiða önnur 300 teppi en í annarri lita- samsetningu og seldust þau einnig strax upp. Fleiri teppi verða ekki framleidd og því um takmarkað upp- lag að ræða en framleiðslan hefur verið í gangi í allt sumar. Inntur eftir því hvort þau hafi í huga að vinna frekar með Sigur Rós útilokar Jóel það ekki. „Fáir vita að fyrirtæki okkar byrjaði sem plötuútgáfa þó fatahönnunin hafi tekið yfir síðustu árin.“ - sm Sigur Rósar teppi uppseld á örskotsstundu UPPSELT Um 700 kíló af íslenskri ull voru notuð í teppin. Jóel Páls- son er annar eigenda Farmers Market. Linda Ósk Valdimarsdóttir dans- ari kom fram í hæfileikakeppninni Rampljuset sem sýnd var í sænska ríkissjónvarpinu í maí. Þættirnir njóta mikilla vinsælda og í kjölfar þeirra var Lindu Ósk boðið starf yfirkennara hjá Dansakademíunni í Malmö. „Þetta er enginn smá heiður fyrir mig, aðeins tvítuga stelpuna,“ segir Linda Ósk og bætir við: „Ég hef gengið frá öllum samningum við skólann og flyt út á morgun [í gær]. Fyrsta verkefnið mitt er strax á sunnudag en þá verð ég einn af þremur dómurum í áheyrnar- prufum fyrir sýningarhóp skólans.“ Að sögn Lindu bar flutningana skjótt að og hefur hún til að mynda aldrei hitt skólastjóra skólans. Hún kveðst þó spennt fyrir vinnunni og segir þetta ævintýri líkast. „Ég er búin að selja allt dótið mitt og fer út með aðeins eina 20 kílóa ferðatösku. Það er engin eftirsjá að dótinu mínu, mér finnst þetta allt bara ótrúlega spennandi og ég hlakka til að upplifa ný ævintýri, nýtt land og nýtt tungumál.“ Linda Ósk gerði samning til sex mánaða við skólann en telur líklegt að hún dvelji í það minnsta í tvö ár í Svíþjóð. Hún segir jafnframt að óalgengt sé að yfirkennarar séu ráðnir á þennan hátt. „Bæði hefur skólastjórinn ekki hitt mig og það er líka óalgengt að yfirkennarar séu svona ungir.“ Linda Ósk er eigandi dans skólans Rebel Dance Studio og dansar að auki með Rebel-dans flokknum. Hún segir dansskólann vera í góðum höndum í hennar fjarveru því meðeigandi hennar, Helga Ásta Ólafsdóttir, tekur við rekstrinum. - sm Bauðst starf eftir danskeppni Á LEIÐ ÚT Lindu Ósk Valdimarsdóttur bauðst starf yfirkennara við Dansaka- demíuna í Malmö eftir frammistöðu sína í Rampljuset. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Mér finnst óviðunandi að mann- eskja geti horfið sporlaust í okkar litla samfélagi,“ segir fréttakonan Helga Arnardóttir sem er að fara af stað með nýja þætti á Stöð 2 þar sem umfjöllunarefnið er manns- hvörf á Íslandi. Þættirnir bera vinnuheitið Horfið fólk og fara í loftið í kring- um áramótin en þeir verða alls átta talsins. Um ólík mál er að ræða þar sem elsta málið er um fimmtíu ára gamalt og það yngsta tveggja ára. Björn Brynjúlfur Björnsson sér um framleiðslu þáttanna en hann framleiddi Sönn íslensk sakamál á sínum tíma. Helga hefur lengi gengið með hugmyndina að þáttunum í maganum en hún hlaut blaða- mannaverðlaunin í ár fyrir umfjöllun sína um Guð mundar- og Geirfinnsmálin, frægustu manns- hvarfsmál á Íslandi. „Þegar ég vann þá umfjöllun kviknaði áhugi minn á að fjalla um óleyst manns- hvörf hér á landi. Mér finnst þessir einstaklingar eiga það skilið hvort sem hvörf þeirra eru sjálfskipuð, slys eða saknæm. Ég finn líka að það er mikill áhugi í íslensku sam- félagi fyrir mannshvörfum,“ segir Helga sem er rétt byrjuð að vinna þættina og hefur fengið gríðar- lega góð viðbrögð frá aðstandend- um og lögreglu. „Mér hefur verið mjög vel tekið. Aðstandendur, sama hversu langur tími er liðinn frá hvarfinu, eru alltaf að bíða og leita að svörum um afdrif einstak- lingsins.“ Helga vill ekki fara nánar út í hvaða mál verða tekin fyrir í þáttunum. Hún segir að hvert mál verði að nálgast af virðingu og er vongóð um að einhver svör finnist. „Sum mál eru þess eðlis að erfiðara er að leita svara, en það er alltaf einhver sem veit eitthvað þarna úti. Eitthvert smáatriði sem hefur ekki fengið athygli,“ segir Helga og bætir við að aldrei sé of seint að veita upplýsingar. Helga ætlar einnig að varpa ljósi á vinnu lögreglunnar og björgunarsveitar í tengslum við mannshvörf, ásamt sviðsettum atriðum inn á milli. „Ég veit að ég á eftir að reka mig á veggi enda er ég að feta ótroðnar slóðir. Ég hef góða til- finningu fyrir þessu verkefni og vonast til að fá góð viðbrögð,“ segir Helga og hvetur þá sem vilja setja sig í samband við hana vegna þáttarins að senda sér póst á net- fangið helga@stod2.is. alfrun@frettabladid.is HELGA ARNARDÓTTIR: ÞAÐ ER ALLTAF EINHVER SEM VEIT EITTHVAÐ Hefur leit að horfnu fólki Neyðarlínan: Þættir sem hefjast á Stöð 2 í september. Fréttakonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir fylgir eftir sögum fólks sem hringt hefur í Neyðarlínuna. Símtalið er spilað og talað við sjúkraflutningamenn og lækna sem aðstoðuðu sjúk- lingana á sínum tíma. Kastljósinu beint að sögum sem enda vel. Óupplýst: Hefjast á Skjá Einum í september. Þættirnir verða sex talsins og eru byggðir á sögum Íslendinga af óútskýranlegum atburðum sem hafa átt sér stað. Daníel Bjarnason og Erlendur Sveinsson standa að þáttunum. Sönn íslensk sakamál: Hefjast í október á Skjá Einum. Þar verður hulunni svipt af gömlum og nýjum íslenskum sakamálum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður meðal annars fjallað um líkfundarmálið, morðið á Sri Rahmawati, vændisstarfsemi Catalinu og morðið á Einari Erni Birgissyni. Sigursteinn Másson er þulur þáttanna og leikstjóri er Sævar Guðmundsson. SAKAMÁL, SLYS OG MANNSHVÖRF Á SKJÁINN FER ÓTROÐNAR SLÓÐIR Helga Arnardóttir ætlar að kafa ofan í mannshvörf á Íslandi í nýjum þáttum sem fara í loftið um áramótin. Helga er vongóð um að finna einhver svör og hvetur fólk til að setja sig í samband við hana. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Subway er bestur í skyndibita; fátt betra en góður bræðingur. Laundromat er bestur í brunch, Sushisamba ef maður ætlar að gera vel við sig og Gló þegar maður ræktar líkama og sál.“ Jón Gunnar Geirdal, eigandi markaðs- setningarfyrirtækisins Ysland. WWW.SM.IS 32 LCD SJÓNVARP" Einfalt en vandað 32" Finlux sjónvarp með stafrænum DVBT móttakara, USB tengi og innbyggðum margmiðlunarspilara. 69.990 Finlux 32FLX905U
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.