Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.10.2012, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 06.10.2012, Qupperneq 2
6. október 2012 LAUGARDAGUR2 STJÓRNSÝSLA Siglingaverndarráð hefur skilað innanríkisráðuneytinu umbeðnum tillögum um leiðir til úrbóta vegna ítrek- aðra tilrauna útlendinga til að brjótast inn á hafnarsvæði Eimskips og um borð í skip félagsins. „Tillögur siglingaverndarráðs fela í sér endurskoðun á verndarráðstöfunum við hafnir og mun ráðuneytið endurskoða við- urlög við brotum af því tagi sem komið hafa upp þegar menn hafa í óleyfi farið um lokuð hafnarsvæði og freistað þess að komast um borð í skip,“ segir Jóhannes Tómasson, upp- lýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins. Tillögur siglingaverndarráðs fást ekki afhentar hjá ráðuneytinu. „Vegna sjónar- miða um að ekki sé rétt að upplýsa náið um atriði er varða öryggisatriði og ráðstafanir á sviði siglinga- og hafnarverndar er ekki unnt að verða við óskum um afhendingu bréfs siglingaverndarráðs vegna siglinga- verndar og um innbrot á hafnarsvæði,“ segir Jóhannes. „Settar eru fram nokkr- ar tillögur sem verða teknar til skoðunar hjá ráðuneytinu með það í huga hvort og þá hvernig unnt sé að hrinda þeim í fram- kvæmd. Stefnt er að því að hraða afgreiðslu þess.“ Forstjóri Eimskips hefur sagt hugsanlegt að Bandaríkin banni siglingar frá Íslandi vestur um haf takist laumufarþegum að komast þangað með skipum héðan. - gar Siglingaverndarráð gerir tillögur um ráðstafanir vegna innbrota á hafnarsvæðum: Herða viðurlög vegna laumufarþega LAUMUFARÞEGAR Hælisleitendur hafa gert ítrekaðar tilraunir til að lauma sér með skipum til Bandaríkjanna. MYND/EIMSKIP SPURNING DAGSINS AÐEINS Í DAG! 60% GÓLFLAMPI MEÐ LESARMI VERÐ ÁÐUR 29.800,- NÚ 12.000,- Opið í dag, laugardag kl. 11-16. kíktu inn á www.pfaff.is Pfaff // Grensásvegi 13 // Sími 414 0400 Jón, þetta spark hefur ekki hleypt illu blóði í Gunnar? „Nei, enda Gunnar mesta gæða- blóð.“ Jón Viðar Arnþórsson er formaður bar- dagaklúbbsins Mjölnis. Á æfingu stuttu fyrir fyrsta bardaga Gunnars Nelson í UFC-bardagakeppninni blóðgaði Jón Viðar óvart Gunnar sem tefldi bardag- anum í tvísýnu. UMHVERFISMÁL Rúmlega 75 prósent rekstraraðila á Laugaveginum voru ánægð með lokun götunnar fyrir bílaumferð í sumar. 94 pró- sent vegfarenda voru jafnframt ánægð með lokunina. Umferð gangandi vegfarenda jókst um þrjátíu prósent eftir að lokað var fyrir bílaumferð á Laugavegi og Skólavörðustíg, en sú aukn- ing gekk að mestu til baka þegar opnað var fyrir bílaumferð á ný. Þetta kemur fram í viðhorfs- könnun sem Borghildur, rannsókn- arhópur sem skoðað hefur mannlíf í borginni fyrir Reykjavíkurborg, gerði í sumar. Hópurinn fékk Pál Jakob Líndal umhverfissálfræðing einnig til liðs við sig. Þetta er annað árið í röð sem Borghildur gerir viðhorfskönnun meðal rekstraraðila og vegfarenda á þeim hluta Laugavegs sem lok- aður hefur verið fyrir bílaumferð yfir sumarið. „Í fyrra kom í ljós að bæði vegfarendur og rekstrar- aðilar voru jákvæðari um göngu- götuna eftir tilraunina en fyrir, og jókst jákvæðnin hlutfallslega meira hjá rekstraraðilum, frá 43,3 prósent upp í 69 prósent,“ segir í niðurstöðum hópsins. Eftir til- raunina í ár jókst jákvæðnin enn meira og mældist 75,6 prósent. Minni breyting varð á ánægju vegfarenda en þeir eru almennt mun jákvæðari, tæplega 91 pró- sent voru ánægðir eftir lokunina í fyrra og 94 prósent í ár. Á Skólavörðustíg voru rekstr- araðilar neikvæðari í garð til- lögunnar en á Laugavegi, en 55 prósent voru jákvæð í garð til- raunarinnar. 93 prósent vegfar- enda þar voru þó jákvæð gagn- vart henni. Sautján prósent rekstraraðila á Laugaveginum telja að lokun fyrir bílaumferð hafi haft neikvæð áhrif á viðskiptin, og 16,7 prósent rekstr- araðila á Skólavörðustíg. Rúmlega 46 prósent á Laugavegi töldu til- raunina hafa haft jákvæð áhrif á viðskiptin og þriðjungur rekstrar- aðila á Skólavörðustíg. Við báðar göturnar taldi um fjórðungur að lokun fyrir bílaumferð hefði ekki haft nein áhrif. thorunn@frettabladid.is Flestir ánægðir með bíllausan Laugaveg 94 prósent vegfarenda og 75 prósent rekstaraðila við Laugaveg voru ánægðir með lokun götunnar fyrir bílaumferð í sumar. Neikvæðara viðhorf var á Skóla- vörðustíg. Sautján prósent rekstraraðila töldu lokunina slæma fyrir viðskiptin. Rekstraraðilar: Finnst þér að Laugavegur (milli Vatnsstígs og Skólavörðustígs) ætti að vera göngugata á sumrin? Já 76,5% Nei 17,1% Hlutlaus 7,3% 2012 Hlutlaus 11% Nei 19,5% Já 69,5% 2011 Viðhorf vegfarenda og fólks með atvinnurekstur á Laugavegi Rekstraraðilar: Hafði lokun fyrir bílaumferð áhrif á viðskiptin? Neikvæð 17,1% Jákvæð 46,3% Engin 24,4% Hlutlaus 12,2% Vegfarendur: Hafði lokun fyrir bílaum- ferð áhrif á það hvernig þú notaðir þjónustu og verslanir við götuna? Neikvæð 2% Jákvæð 48% Engin 45% Hlutlaus 5% DÝRAHALD Framkvæmdaráð Akra- ness hefur ákveðið að aflífa verði hund sem sýnt hefur verið fram á að sé stórhættulegur. Hundurinn hefur meðal annars bitið lögreglumann og fyrir liggur undirskriftalisti íbúa og fjöldi kvartana um ónæði af hundinum og ógnandi tilburði hans. Sérstak- lega er tekið til þess að lögreglu- maðurinn vilji að hundinum verði lógað. „Með hliðsjón af fyrirliggj- andi gögnum telur framkvæmda- ráð ekki þörf á að kalla eftir frek- ari sérfræðigögnum um hundinn,“ segir framkvæmdaráðið sem gefur eigandanum sjö daga frest til að tjá sig áður en endanleg ákvörðun verður tekin um afdrif dýrsins. - gar Hundur beit lögreglumann: Stórhættulegur hundur felldur SVÍÞJÓÐ Ljósmyndunarfyrir- tæki sem sér um ljósmyndir af skólabörnum í Svíþjóð hefur verið gagnrýnt harðlega fyrir að bjóðast til þess að fjarlægja lýti í myndvinnslu. Ljósmyndarar hjá fyrirtæk- inu eru hissa á gagnrýninni að sögn Dagens Nyheter. Fyrir- tækið bauðst til þess að fjarlægja frunsur, hor og sár af andlitum barnanna á myndum sem teknar voru fyrir skólann. „Þetta er sjúkt, vegna þess að þetta snýst um ung börn,“ sagði Monica Viel, móðir tveggja barna við blaðið. Myndvinnsla af þessu tagi ýtti undir fegurðarstaðalímyndir. - þeb Sænskir foreldrar æfir: Buðust til að fjarlægja lýti á skólamyndum BANDARÍKIN, AP „Í þetta skiptið sagði ég eitthvað sem er bara algerlega rangt,“ sagði Mitt Rom- ney, forsetaefni Repúblikana- flokksins, um sín eigin ummæli á fjáröflunarfundi í maí. Á fundinum hélt hann því fram að 47 prósent Bandaríkja- manna greiddu ekki tekjuskatt, og að hann gæti aldrei gert sér vonir um atkvæði þessa fólks. Það myndi kjósa Barack Obama vegna þess að það vildi vera á ríkisframfæri. Núna segist hann kominn á þá skoðun að „þessi kosningabarátta snúist öll um hundrað prósentin“. - gb Romney dregur í land: Viðurkennir að hafa sagt dellu MITT ROMNEY Segist nú vilja vera forseti allra. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SUMARHLIÐ Græna reiðhjólið afmarkaði göngugötuna á Laugavegi UMHVERFISMÁL Umhverfisvöktun vegna álvers Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði í sumar leiddi í ljós hækk- aðan styrk á flúor í grasi í firðinum. Í tilkynningu Umhverfisstofnunar í gær kom fram að mengunin væri umfram viðmið fyrir grasbíta en ekki væri um að ræða hættu fyrir fólk. Skýringar á menguninni komu frá Fjarðaáli síðdegis en Umhverfisstofnun kallaði eftir nánari úttekt á orsökum og afleiðingum mengunarinnar frá fyrirtækinu. Umhverfisstofnun telur fulla ástæðu til að bregð- ast við; kanna hvort áhrifa gæti í búfé í firðinum og hver styrkur flúors sé í heyi áður en teknar verði ákvarðanir um frekari aðgerðir. Óskað var eftir tillögum að frekari rannsóknum hjá Náttúrustofu Austurlands og greindi stofnunin sveitarstjórn, heil- brigðiseftirliti og Matvælastofnun frá málinu. Í tilkynningu frá Alcoa Fjarðaáli segir að nokkrir samverkandi þættir skýri mengunina, meðal annars bilun í tæknibúnaði sem búið er að gera við. Nýjar mælingar staðfesta að meðaltalsgildi flúors frá álverinu er nú komið í eðlilegt horf, segir þar. Í samræmi við starfsleyfi Fjarðaáls verða áhrif flúoraukningarinnar rannsökuð sérstaklega. Fjarðaál mun halda áfram að vinna að úrlausn máls- ins í samvinnu við Umhverfisstofnun og hagsmuna- aðila í Fjarðabyggð, segir í tilkynningu fyrirtækis- ins. - shá Umhverfisvöktun í sumar leiddi í ljós of háan styrk flúors í grasi við Fjarðaál: Segja bilun skýra mengunina FJARÐAÁL Flúor er einn helsti mengunarvaldur frá álverum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI BRETLAND Breskur dómstóll kvað upp úr með það í gær að íslam- istaklerkurinn Abu Hamza al- Masri og fjórir aðrir grunaðir hryðjuverka- menn skyldu framseldir til Bandaríkjanna. Málið hefur velkst um í dómskerfinu í átta ár. Abu Hamza er talinn hafa stað- ið fyrir gíslatöku í Jemen árið 1998 sem kostaði fjögur manns- líf. Upphaflega var farið fram á framsal hans árið 2004 en það gekk ekki eftir þar sem hann var fljótlega í kjölfarið dæmdur í Bretlandi fyrir að hvetja til ódæð- isverka í guðsþjónustum sínum. Fjórmenningarnir voru fluttir úr fangelsinu í lögreglufylgd í gærkvöldi áleiðis í bandarískar herstöðvar. Þaðan er talið að þeim verði flogið vestur um haf. - sh Átta ára volki er lokið: Abu Hamza framseldur ABU HAMZA AL-MASRI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.