Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.10.2012, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 06.10.2012, Qupperneq 6
6. október 2012 LAUGARDAGUR6 SKAPAÐU ÞÍNA EIGIN FRAMTÍÐ TAKTU SKREFIÐ Námsráðgjöf og upplýsingar: sími 525 4444 endurmenntun.is HUGRÆN ATFERLISMEÐFERÐ – NÁM Í UNDIRSTÖÐUATRIÐUM HAGNÝTT NÁM SEM VEITIR ÞEKKINGU OG INNSÝN Í AÐFERÐIR HUGRÆNNAR ATFERLISMEÐFERÐAR FYRIR: · HÁSKÓLAMENNTAÐ FAGFÓLK INNAN HEILBRIGÐIS-, FÉLAGS- OG MENNTAVÍSINDA · STJÓRNENDUR STOFNANA OG FYRIRTÆKJA HELGARLOTUR - ÍGILDI 10 ECTS EININGA HEFST 12. OKTÓBER KJARNORKA Niðurstöður af álags- prófi kjarnorkuvera í aðildarríkj- um Evrópusambandsins sýna að öryggismálum þar er víða ábóta- vant. „Almennt séð er ástandið þol- anlegt en hvergi er svigrúm til andvaraleysis,“ segir Günther Oettinger, orkumálastjóri Evrópu- sambandsins, í breska dagblaðinu The Guardian. Framkvæmdastjórn ESB krefst þess að orkufyrirtækin, sem reka kjarnorkuverin, skuldbindi sig til þess að gera nauðsynlegar lagfær- ingar, en talið er að heildarkostn- aðurinn við úrbætur geti numið allt að 25 milljörðum evra, eða nálægt 4.000 milljörðum króna. Alls eru 64 kjarnorkuver með samtals 145 virka kjarnaofna í fimmtán aðildarríkjum Evrópu- sambandsins. Að auki tóku Sviss og Úkraína, sem ekki eru í Evr- ópusambandinu, fullan þátt í álagsprófinu. Í þessum tveimur löndum eru átta starfandi kjarn- orkuver með samtals 20 kjarna- ofna. Álagsprófið var gert í kjöl- far kjarnorkuslyssins sem varð í Fukushima í Japan á síðasta ári eftir að harður jarðskjálfti reið þar yfir og mikil flóðbylgja fylgdi. Í ljós kom meðal annars að ekki höfðu verið gerðar fullnægj- andi öryggisráðstafanir varðandi jarðskjálftahættu í 37 prósent- um evrópskra kjarnorkuvera, og ekki höfðu verið gerðar fullnægj- andi öryggisráðstafanir varðandi flóðahættu í 43 prósentum þeirra. Þá kom í ljós að þær úrbætur í öryggismálum sem samþykkt var að gera í kjölfar fyrri kjarn- orkuslysa, nefnilega Tsjernóbyl- slyssins í Úkraínu og óhappsins á Þriggja mílna eyju í Bandaríkjun- um, hafa ekki allar komist í fram- kvæmd. gudsteinn@frettabladid.is 42 78 18 32 54 19 33 54 40 Forsmark Olkiluoto Helstu niðurstöður Öryggisbúnaði ábótavant Áætlaður kostnaður við nauðsynlegar umbætur á öryggisbúnaði í evrópskum kjarnorkuverum nemur allt að 25 milljörðum evra, eða nálægt 4.000 milljörðum króna. Kjarnaofnar í notkun 134 Í byggingu 6 Bretland Belgía Frakkland Spánn Slóvenía Ungverjaland Búlgaría Þýskaland Svíþjóð Holland Slóvakía 54% Tékkland 33% Finnland 32% 18% 54% 78% 18% 40% 4% 20% 2% 43% 33% 19% Hlutfall kjarnorku af allri orkuframleiðslu HEIMILDIR: EUROPEAN COMMISION, IAEA, WNA ©GRAPHIC NEWS ■ Fjórir kjarnaofnar í Olkiluoto, Finnlandi, og í Forsmark, Svíþjóð, eru ekki með sjálfvirk varakerfi til að endurræsa öryggiskerfi innan klukkustundar ef rafmagnsleysi verður. ■ Í tíu breskum og fimm spænskum kjarnorkuverum vantar búnað sem endurtengir vetnissameindir til að koma í veg fyrir vetnis- sprengingar. ■ Í flest bresk kjarnorkuver vantar varastjórnstöð sem grípa mætti til ef stjórnstöð versins mengast af geislavirkni. ■ Í 19 frönsk kjarnorkuver vantar öryggisbúnað sem ver gegn miklum flóðum eða jarðskjálftum. ■ Í nágrenni 47 kjarnorkuvera, með samtals 111 kjarnaofna, búa meira en 100 þúsund manns í innan við 30 km fjarlægð. Gallar í evrópskum kjarnorkuverum Flest kjarnorkuver í Evrópu eru með ófullnægjandi öryggisbúnað, samkvæmt skýrslu frá Evrópusambandinu. Verja þarf miklu fé í endurbætur til að koma í veg fyrir slys. Ekki er þó talið nauðsynlegt að loka neinu veranna. Borðar þú fisk í hverri viku? JÁ 74,9% NEI 25,1% SPURNING DAGSINS Í DAG Líkar þér nýtt útlit á frétta- vefnum Vísir.is? Segðu þína skoðun á Vísir.is VENESÚELA, AP Henrique Capriles, forsetaframbjóð- andi í Venesúela, sakar Hugo Chavez forseta um að hafa gefið ríkisstarfsmönnum bæði rauðan bol og frí í vinnunni einn dag til að taka þátt í kosninga- samkomu á fimmtudaginn. Þeim hafi verið gert skylt að mæta á fundinn. Forsetakosningar verða haldnar á morgun og skoðanakannanir hafa undanfarið spáð Capriles nokkrum líkum á sigri, þótt Chavez njóti enn mik- illa vinsælda og stjórni landinu nánast eins og pers- ónulegri eign sinni. Á fimmtudaginn voru ríkisstofnanir lokaðar og tugir þúsunda ríkisstarfsmanna flykktust út á götur höfuðborgarinnar Caracas, ásamt fjölmörgum öðrum stuðningsmönnum forsetans. Alls er talið að þátttakendur í samkomunni hafi skipt hundruðum þúsunda. Þátttakan varð þar með meiri en á stuðningsfundi mótframbjóðandans Capriles um síðustu helgi. Capriles nýtur, eins og Chavez, mikilla vinsælda í landinu. Hann er leiðtogi flokks frjálslyndra, fyrr- verandi ríkisstjóri í Miranda og hefur heitið því að berjast gegn glæpum, spillingu og þunglamalegu embættismannakerfi. Hann sat í fangelsi um skeið árið 2004 vegna gruns um aðild að valdaránstilraun gegn Chavez árið 2002. - gb Hugo Chavez gaf ríkisstarfsmönnum frí til að mæta á stuðningsfund: Beitir sér af alefli gegn Capriles HUGO CHAVEZ Lét ekki rigninguna stöðva sig á kosningafundi á fimmtudag. NORDICPHOTOS/AFP STJÓRNSÝSLA Ekkert verður af lokun sýsluskrifstofunnar í Grindavík eins og sýslumaðurinn í Keflavík boðaði í síðustu viku. Þórólfur Halldórsson sýslumað- ur mætti á fund bæjarráðs Grinda- víkur síðasta miðvikudag og til- kynnti að hann hefði sagt upp eina starfsmanni útibús embættisins í Grindavík. Ástæðan var skortur á fjárheimildum í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Bæjarráðið brást hart við; sagði reglugerðir gera ráð fyrir sýsluskrifstofu í Grindavík og fól bæjarstjóranunm að ræða málið við innanríkisráðherra. „Ég átti fund með þeim klukk- an fimm síðdegis og morguninn eftir um hálfníuleytið var þetta komið í lag, það var aukið við fjár- veitinguna,“ útskýrir Þórólfur atburðarásina eftir bæjarráðs- fundinn. Uppsögn starfsmannsins var sem sagt dregin til baka. „Sýslumaðurinn sagði að ráð- herra hefði ákveðið að leggja til meira fjármagn,“ segir Róbert Ragnarsson bæjarstjóri. Hann kveður sýsluskrifstofuna mikil- væga fyrir Grindvíkinga. „Hér eru þrjú þúsund manns og nokkur af stærri fyrirtækjum landsins. Það gefur augaleið hversu mikið óhagræði það er að þurfa að fara 25 kílómetra til Keflavíkur til að þinglýsa öllu.“ - gar Hætt við lokun sýsluskrifstofu í Grindavík eftir hörð viðbrögð heimamanna: Sýslumaðurinn dró uppsögn til baka ÞÓRÓLFUR HALLDÓRSSON RÓBERT RAGNARSSON DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært 23 ára mann fyrir tilraun til manndráps. Honum er gefið að sök að hafa ráðist á jafnaldra sinn með hnífi á gatnamótum Höfðatúns og Skúlagötu í lok júlí síðastliðins. Hnífurinn gekk inn í vinstra lunga þolandans og olli loftbrjósti. Þá fékk hann skurð langsum á hryggsúlu. Ákærði neitaði sök við þingfest- ingu á miðvikudag. Hann hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan málið kom upp og hefur það verið fram- lengt til 31. október. - sh Situr í varðhaldi en neitar sök: Ákært fyrir lífs- hættulega árás KJÖRKASSINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.