Fréttablaðið - 06.10.2012, Side 8

Fréttablaðið - 06.10.2012, Side 8
6. október 2012 LAUGARDAGUR8 PI PA R\ TB W A S ÍA 1 21 81 6 www.jonogoskar.is Sími 5524910 / Laugavegi 61 / Kringlan / Smáralind LÁTTU FAGMENN META GULLIÐ Sérstaða okkar hjá Jóni og Óskari er sú að við höfum keypt og selt gull í 41 ár og búum því yfir mikilli þekkingu, reynslu og fagmennsku á þessu sviði. Við kaupum til endurvinnslu allar tegundir af gullskartgripum, gamla og nýja, gullúr, tanngull, gullpeninga, hvers kyns silfur og demanta í betri skartgripagæðum. Við bjóðum gott og alþjóðlega samkeppnishæft verð fyrir gripina og framleiðum úr öllu gulli sem við kaupum. Þannig spörum við gjaldeyri. Komdu til okkar á Laugaveg 61 og leyfðu okkur að veita þér faglega ráðgjöf sem tryggir að þú færð rétta greiningu á þínum verðmætum. Það skiptir mestu máli. Við staðgreiðum allt gull en áskiljum okkur rétt til að biðja um persónuskilríki. Aðeins í verslun okkar að Laugavegi 61, virka daga milli kl. 10–18. Góð séraðstaða þar sem gull er metið í ró og næði. Mánudaginn 8. október kl. 12:00-13:00 í Lögbergi, L-101 Fyrirlestrarröð Konfúsíusarstofnunarinnar Norðurljósa og Viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands Umræða um fyrirætlanir kínverska fjárfestisins Huang Nubo, um uppbyggingu ferðaþjónustu á Grímsstöðum á Fjöllum, hefur verið fyrirferðamikil í íslenskum fjölmiðlum. Í fyrirlestri sínum sem nefnist „Tilraun kínversks einkafyrirtækis til að fjárfesta á Íslandi“ mun Halldór Jóhannson varpa nýju ljósi á fyrirhugaða uppbyggingu og fjárfestingar. Halldór Jóhannsson er framkvæmdastjóri Zhongkun á Íslandi og talsmaður Huang Nubo hér á landi. Konfúsíusarstofnunin norðurljós og Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands standa fyrir sameiginlegri fyrirlestraröð á haustmisseri 2012 um viðskipti við Kína frá ýmsum sjónarhornum. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis VIÐSKIPTAFRÆÐIDEILD Halldór Jóhannson Hver eru uppbyggingaráform Huang Nubo á Íslandi? VIÐSKIPTAFRÆÐIDEILD MEIRA SKÚBB FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP - oft á dag ALÞINGI Líkur eru á að lögreglu berist í hrönnum tilkynningar um áburðarkaup bænda verði nýtt frumvarp til vopnalaga að veru- leika. Til stendur að leggja frum- varpið fram á þingi eftir helgina. Í því er miðað við að tilkynna þurfi um sölu á áburði sem nota megi til að búa til sprengiefni fari magnið yfir 500 kíló á sex mánaða tímabili. „Þetta gengur ekki upp,“ segir Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands. „Meðalbú kaupir aldrei undir 20 tonnum.“ Haraldur segir umræðuna um aukið eftirlit með áburðarkaupum þekkta erlendis frá og hafi til að mynda komið upp í Noregi eftir ódæði Breiviks þar í landi. Hann varar hins vegar við því þjóðir láti hrekja sig út í „eftirlits- og leyfa- fargan“, bændur verði illa sett- ir undir vopnalög. „500 kíló sam- svara einum sekk af áburði og það kaupir enginn minna en það.“ Haraldur hefur ekki séð frum- varpið, en gerir ráð fyrir að Bændasamtökin veiti Alþingi umsögn sína vegna þess. Hann segir samtökin þó geta sætt sig við beitingu vægustu úrræða, líkt og lagt er til í frumvarpinu sem gerir ráð fyrir að áburðarsalar afhendi lögreglu lista yfir þá sem hafi undir höndum tiltekið magn af áburði. Eftir nokkra umræðu í Noregi hafi einmitt verið raunin að fara þá leið, fremur en að leggja á bændur íþyngjandi reglur um meðferð áburðar. „Og við getum kannski ekki sagt neitt við því.“ Hertar reglur um vopnaeign og meðferð skotvopna eru hins vegar fagnaðarefni, að mati Ívars Erlendssonar, félaga í Skotveiði- félagi Íslands (Skotvís) en hann sat í nefnd um endurskoðun vopna- laga. „Mér líst vel á þetta, að megn- inu til er þetta það sem við lögð- um til á sínum tíma,“ segir hann og kveður félagsmenn vona að frumvarpið fari að mestu óbreytt í gegnum þingið. Þó segir Ívar að í heildarend- urskoðun á vopnalögunum hefðu félagsmenn viljað sjá meiri til- slakanir í sambandi við vopna- eign. Hafi einhverjum verið treyst til þess að fara með skotvopn, ætti ekki að skipta máli hvers lags vopn er um að ræða, svo fremi sem í lagi sé með meðferðina á þeim og geymsluaðferðir. „Þannig ætti ekki að skipta máli hvort viðkomandi er með skammbyssu, riffil eða hagla- byssu.“ Ögmundur Jónasson innanrík- isráðherra segir að með frum- varpinu sé reynt að þræða gullinn meðalveg þannig að auknar skorð- ur í vopnaeign þrengi ekki að skot- veiðimönnum eða íþróttamönnum á sviði skotfimi. olikr@frettabladid.is ÁBURÐARSEKKIR Liðin er sú tíð að áburður fáist í 50 kílóa pokum. Núna fer öll afhending fram í stórsekkjum sem taka fimm til sex hundruð kíló. Sekkirnir hér að ofan fundust heima hjá Anders Behring Breivik í Noregi. NORDICPHOTOS/AFP Bændur enda flestir á skrá lögreglunnar Magn áburðar sem í nýju vopnalagafrumvarpi er gert ráð fyrir að verði tilkynningaskylt til lögreglu er bara brot af því sem meðalbú notar. Bændasam- tökin eiga eftir að skoða frumvarpið betur.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.