Fréttablaðið - 06.10.2012, Page 10

Fréttablaðið - 06.10.2012, Page 10
6. október 2012 LAUGARDAGUR10 Síðustu dagar Lagersala 50-80% afsláttur Faxafen 12 | 108 Reykjavík Opnunartími: Lau. 11-16 | Sun. 12-16 Glerárgata 32 | 600 Akureyri Opnunartími: Lau. 11-16 Miðvangur 13 | 700 Egilsstaðir Opnunartími: Lau. 11-16 ÖRYGGISMÁL Northern Challenge, fjölþjóðleg æfing sprengju- sérfræðinga, hófst í vikunni. Æfingar fara fram á Keflavíkur- flugvelli og á fyrrverandi varn- arsvæðum utan hans, í höfninni í Helguvík, Patterson-svæðinu og í Hvalfirði. Að því er fram kemur á vef Landhelgisgæslunnar er æfingin nú haldin hér á landi í tólfta sinn. Að henni standa Landhelgisgæsl- an og NATO, en tíu þjóðir með um tvö hundruð liðsmenn taka þátt. Tilgangur Northern Challenge er sagður að æfa viðbrögð við hryðjuverkatilfellum þar sem heimatilbúnum sprengjum hefur verið komið fyrir. „Búinn er til samskonar búnaður og fund- ist hefur víðs vegar um heim og aðstæður hafðar eins raunveru- legar og hægt er. Einnig er rann- sóknarþátturinn tekinn fyrir þar sem ákveðin teymi hafa einung- is þann tilgang að rannsaka vett- vang og fara yfir sönnunargögn,“ segir á vef Landhelgisgæslunnar. Fram kemur að reynslan frá æfingunum hafi gert starfsmönn- um Landhelgisgæslunnar kleift að fara utan sem friðargæsluliðar til að taka þátt í mannúðarstarfi sem unnið hafi verið í Líbanon og Írak. „Þar hefur starf sprengju- sérfræðinga falist í að hreinsa sprengjur af átakasvæðum og er það mikilvægur þáttur í uppbygg- ingarstarfi því sem fer fram til að skapa friðvænleg skilyrði til framtíðar.“ - óká Tíu þjóðir og tvö hundruð manns taka þátt í sprengjuleit Northern Challenge: Æfa viðbrögð við hryðjuverkum LEITARRÓBOT Fjöldi stofnana kemur að fjölþjóðaæfingunni Northern Challenge. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN MENNTAMÁL Þrír skólar fengu í vik- unni viðurkenningu fyrir framúr- skarandi árangur í eTwinning- áætlun Evrópusambandsins. Hver skóli fékk í verðlaun gjafabréf að andvirði 175 þúsund krónur í Tölvulistanum. Áætlunin snýr að einföldu skólasamstarfi á netinu með hjálp upplýsingatækni og er hluti af menntaáætlun sambandsins. Anne Gilleran, stjórnandi kennslufræða eTwinning í Evrópu, afhenti verð- launin á árlegri hátíð og ráðstefnu sem haldin var á Nauthóli síðasta fimmtudag. Leikskólinn Furu- grund í Kópavogi var verðlaunaður fyrir verkefni um náttúruna, Flata- skóli í Garðabæ fyrir verkefni sem endurspeglar Evróvisjón og Fram- haldsskólinn í Austur-Skaftafells- sýslu á Höfn fékk verðlaun fyrir verkefni um endurnýjanlega orku- gjafa. Verkefnin voru öll unnin með evrópskum samstarfsskólum. Auk þess að veita verðlaun- in flutti Gilleran fyrirlestur og hélt vinnustofu um eTwinning og starfsþróun kennara. Að auki sögðu íslenskir kennarar frá þýð- ingu eTwinning fyrir skólastarfið. - óká AFHENDING Guðmundur Ingi Markússon, verkefnisstjóri eTwinning, Fjóla Þorvalds- dóttir frá Furugrund og Anne Gilleran. Leik-, grunn- og framhaldsskóli voru verðlaunaðir fyrir skólasamstarf á netinu: Þrír skólar fengu inneign í tölvubúð NOREGUR Fæðingarorlof feðra í Noregi verður að lágmarki fjórtán vikur og heildarfæðingarorlof for- eldra 49 vikur frá og með næsta ári, samkvæmt því sem fram kemur í blaðinu Verdens Gang. Blaðið hefur eftir Audun Lys- bakken, leiðtoga Sósíalíska vinstriflokksins, að tillagan verði kynnt á mánudag sem hluti af fjárlagafrumvarpi næsta árs. Breytingunum er ætlað að brúa kynjabil á vinnumarkaðnum og auka hlut feðra í uppeldi barna sinna. - þeb Feður fá fjórtán vikur minnst: Fæðingarorlof lengt í 49 vikur GOLÍAT ER LÍTILL Þessi tveggja vikna gamli nashyrningur í dýragarði í Frakk- landi hefur fengið nafnið Golíat og á eftir að stækka nokkuð. NORDICPHOTOS/AFP
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.