Fréttablaðið - 06.10.2012, Page 12

Fréttablaðið - 06.10.2012, Page 12
12 6. október 2012 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 U mfangsmikil aðgerð lögreglu og tollgæzlu gegn glæpa- samtökunum Outlaws á miðvikudagskvöldið ber vott um að löggæzluyfirvöld hyggist ekki sýna þessum félagsskap neina linkind. Það er klárlega rétt stefna. Samtökin eru talin ástunda skipulagða glæpastarfsemi á mörgum sviðum. Stað- fest var í gær að ástæða þess að lögreglan gerði atlögu að fundi Outlaws og stuðningsmanna þeirra var rökstuddur grunur um að meðlimir samtakanna hygðust ráðast inn á heimili tiltekinna lögreglumanna til að koma fram hefndum. Það er andstyggilegur ásetningur og hárrétt af lögregl- unni að láta til skarar skríða á þessum tímapunkti. Rassía lögreglunnar er ein stærsta lögregluaðgerð sögunn- ar á Íslandi og það er traustvekjandi að hún skyldi ganga jafn vel og snurðulaust fyrir sig og raun ber vitni. Það breytir ekki því að allir sem vilja á annað borð vita það, átta sig á að lögreglan er vanbúin að taka á vaxandi skipulagðri glæpastarfsemi sem skyldi. Í öllum niðurskurðinum undanfarin ár hefur það gleymzt að það er verkefni ríkisvaldsins númer eitt að gæta öryggis og eigna borgaranna. Fækkun lögreglumanna veikir það hlutverk og er ekki forsvaranleg til langframa. Lögreglan hefur heldur ekki fengið þær heimildir sem hún þarf til að fylgjast með skipulagðri glæpastarfsemi. Sú starfsemi er í eðli sínu alþjóðleg og til að mæta henni þurfa löggæzlustofnanir eins og lögregla og tollgæzla að eiga náið samstarf við yfirvöld í nágrannalöndunum. Þá er auðvitað alveg fráleitt að lögreglan hér hafi ekki sömu heimildir til að taka á meinsemdinni og lögregla í nágrannalöndunum. Það getur leitt til þess að Ísland verði veik- asti hlekkurinn í vörnunum; að glæpasamtök nýti sér glufurnar sem þannig verða til. Yfirlýsingar Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra um að hvergi verði slegið af gagnvart skipulögðum glæpasamtökum lofa hins vegar góðu. Frumvarp ráðherrans til nýrra vopnalaga er í þessum anda; þar er til dæmis lagt til að menn með tengsl við skipulögð brotasamtök geti ekki fengið byssuleyfi. „Til þess eru lögin að koma í veg fyrir að aðilar sem hafa ofbeldi gagnvart öðru fólki á stefnuskránni fái ekki vopn í hendur. Að það sé refsivert gagnvart þeim að hafa vopn,“ sagði Ögmundur í Fréttablaðinu í gær. Það á að styrkja lögregluna þannig að hún geti tekið á þeim ófögnuði sem skipulögð glæpasamtök eru. Það á að halda áfram að nýta til hins ýtrasta allar heimildir laga til að gera þeim lífið leitt, til dæmis með því að meina erlendum félögum Outlaws og annarra glæpaklúbba að koma inn í landið. Og það á að halda því til streitu að banna starfsemi tiltekinna samtaka, sem tengjast glæpastarfsemi. Markmiðið á að vera að uppræta þetta ógeð úr samfélagi okkar. Ímyndum okkur sem snöggv-ast verkalýðsfélag. Kjara-samningar þess eru lausir. Formaðurinn á í viðræðum við atvinnurekendur um hófsam- ar launahækkanir. Þær ganga vel. Varaformaðurinn styður formann- inn til slíkra samtala en gerir honum um leið ljóst að hann muni standa í vegi hvers þess samnings sem út úr þeim komi. Hann telur vænlegra að fara gömlu leiðina með verkföllum og verðbólgu. Leiðtogar verkalýðsfélagsins eru eldri en tvævetur í baráttunni og vita sem er að ágreiningur um markmið og leið- ir má ekki verða til þess að sundra einingu þeirra og stöðu. Þeir sammælast því um að ræða ekki við félagsmenn sína um leiðir til kjarabóta. Eina umræðu- efnið á næsta félagsfundi er því hugmynd um ýmiss konar breytingar á sam- þykktum félagsins sem er rökstudd með nokkrum sígildum slagorðum frá árdögum stéttabaráttunnar. Gamli kjarninn upplyftist í and- anum en þorri félagsmanna situr heima og veit ekki sitt rjúkandi ráð. Ætli flestir myndu ekki segja að slík ímyndun væri fjarstæðukennd í nútímanum. Engum liðist slíkt vinnulag. Víst er að þetta ímyndaða verkalýðsfélag gæti ekki bætt hag félagsmanna sinna. Hvað sem því líður er það svo að draga þarf upp óraunverulega ímynd af þessu tagi til að finna hlið- stæðu við þann veruleika sem menn horfa á við stjórn landsins um þess- ar mundir. SPOTTIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is Upplyfting andans! Viðfangsefni á sviði efna-hagsmála og utanríkis-mála eru svo samofin að þau verða ekki í sundur greind. Aðildin að Atlantshafs- bandalaginu var lengi vel grund- völlur utanríkisstefnunnar. Í nærri tvo áratugi hefur aðildin að innri markaði Evrópusambands- ins verið hvort tveggja í senn: Uppistaða utanríkisstefnunnar og umgjörð efnahagslífsins. Með öðrum orðum: Efnahags- stefnan byggist á virkri þátt- töku í samstarfi Evrópuþjóða um frjáls viðskipti með vörur og þjón- ustu, frjálst streymi fjármagns og frelsi fólks til búsetu og atvinnu. Um þessar undirstöður efnahags- starfseminnar gilda sameiginleg- ar reglur. Á þeim byggist atvinnu- frelsið. Í ríkisstjórninni hefur Sam- fylkingin með höndum viðræður við Evrópusambandið um frek- ari dýpkun Evrópusamvinnunn- ar til að verja viðskiptafrelsið og tryggja að Ísland standi jafnfætis öðrum þjóðum. VG ber pólitíska ábyrgð á þeim viðræðum um leið og flokkurinn hefur lýst því yfir að hann muni snúast gegn hverjum þeim samningi sem þær kunna að leiða til. Það var unnt að hefja aðildar- viðræður á þessum pólitísku for- sendum. Öllum má hins vegar vera ljóst að útilokað er að ljúka þeim að óbreyttu. Verkalýðsforingjar þurfa að ræða við fólkið sitt sam- hliða viðræðum við atvinnurek- endur þegar kjarasamningar eru á döfinni. Eins er með ríkisstjórn- ina. Hún þarf samtímis samtölum í Brussel að eiga viðræður við fólkið í landinu um samningana. Þá pólitísku forystu getur ríkis- stjórnin ekki veitt fyrir þá sök að stjórnarflokkarnir vilja fara hvor í sína áttina. Þingmenn Samfylking- arinnar vilja ekki horfast í augu við þann veruleika. Þeir eru því uppteknir við að gera aukaatriði að aðalatriðum í umræðunni. Stjórn- arflokkarnir hafa því brugðist þeim fyrirheitum sem þeir gáfu, hvor með sínum hætti. Stjórnar- andstöðuflokkarnir vilja svo báðir útiloka fyrir fram að Ísland taki upp stöðugri gjaldmiðil. Aukaatriði verða aðalatriði Að öllu óbreyttu á þjóðin því ekki annarra kosta völ en að rífa hár sitt. Sættir fólk sig við það? Hin spurningin er hvort ekki er kominn tími til að finna leiðir til að brúa þau pólitísku bil sem nú hindra að mynda megi ríkisstjórn á næsta kjörtímabili sem geti veitt raunhæfa pólitíska forystu. Í vikunni kom saman fólk úr röðum verkalýðsfélaga, sam- taka atvinnufyrirtækja og ólíkra stjórnmálaflokka. Boðskapur fundarins var skýr: Það gengur ekki að klofin ríkisstjórn eigi í viðræðum um aðild að Evrópu- sambandinu. Það stenst ekki að boða í ríkisstjórn stöðugan gjaldmiðil en framfylgja stefnu í efnahags- og atvinnumálum sem útilokar þann kost. Það kemur ekki heim og saman í stjórnar- andstöðu að boða breytta efna- hagsstefnu en hafna fyrir fram möguleikanum á upptöku stöðugs gjaldmiðils. Í þessum hópi voru stjórnend- ur margra framsæknustu fyr- irtækja landsins sem eiga allt undir stöðugleika og jafnri sam- keppnisstöðu. Þarna voru for- ystumenn launafólksins sem starfar í þessum fyrirtækjum. Það er óvenjulegt að fólk úr svo ólíkum áttum þingi í þeim til- gangi að senda frá sér sameigin- legan boðskap. Það gat því aðeins gerst að alvaran er mikil og und- iraldan þung. Efnahagsstefnunni þarf að breyta strax. Síðan þarf að gefa rýmri tíma fyrir aðildarviðræð- urnar. Pólitíkin skuldar svar við þessu ákalli. Í skuld með svar Þarfar og tímabærar aðgerðir lögreglunnar gegn glæpasamtökum: Upprætum ógeðið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.