Fréttablaðið - 06.10.2012, Page 18

Fréttablaðið - 06.10.2012, Page 18
18 6. október 2012 LAUGARDAGUR Hinn 3. október sl. stóðu Samtök atvinnulífsins fyrir fundi um samkeppnislögin og framkvæmd þeirra. Tilefnið var nýútkom- in skýrsla samtakanna um sama efni. Ástæða er til að fagna allri umræðu um þessi mál. Við sem eigum tíð samskipti við atvinnulíf- ið vitum hversu mikið samkeppn- ismál brenna á fyrirtækjum, neyt- endum og samfélaginu öllu nú um stundir. Í þessari umræðu kallar Sam- keppniseftirlitið eftir því að umfjöllun um hugsanlegar endur- bætur á samkeppnislögunum taki mið af þeirri erfiðu stöðu sem víða ríkir í atvinnulífinu. Það veldur því vonbrigðum við lestur á skýrslu samtakanna að til- lögur þeirra miða nær allar að því að þrengja eða fella niður heimild- ir Samkeppniseftirlitsins. Heimild- ir sem löggjafinn hefur talið mikil- vægar til þess að tryggja hagsmuni atvinnulífsins og neytenda. Fyrir þessu eru færð þau rök að reglurnar séu séríslenskar. Þar fara samtökin með rangt mál. Heimildir íslenskra samkeppnis- laga eiga sér í öllum tilvikum hlið- stæður í löggjöf erlendis. Miður er ef hagsmunaaðilar kjósa að leita lægsta samnefnarans í sam- keppnislöggjöf nágrannalandanna og horfa þannig fram hjá þörfum íslensks samfélags út frá aðstæð- um hér. Í skýrslunni er hvergi að sjá að samtökin hafi tekið til athugunar hvort tilefni væri til þess að bæta við heimildum til þess að tryggja framkvæmd samkeppnislaga. Stað- reyndin er nefnilega sú að vel væri hægt að styrkja samkeppnislögin í takt við löggjöf erlendis. Nefna má sem dæmi að hér á landi hefur Samkeppniseftirlit- ið ekki heimildir til þess að leita gagna á heimilum stjórnenda grun- aðra fyrirtækja, eins og reyndin er víða, t.d. annars staðar á Norður- löndunum. Þá þekkjast heimildir til handa samkeppnisyfirvöldum til þess að hlutast til um að stjórnend- ur brotlegra fyrirtækja teljist ekki hæfir til að stjórna fyrirtækjum í tiltekinn tíma eftir brot. Því miður sjá forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins ástæðu til þess að gera málflutning Sam- keppniseftirlitsins tortyggilegan í opinberri umræðu. Er eftirlitið sagt ómálefnalegt, spyrna fast við fótum til að halda í séríslenskar reglur og leggja fæð á stærri fyr- irtæki. Ekki er hægt að fallast á þenn- an málflutning. Fyrir Samkeppn- iseftirlitinu vakir ekkert annað en að standa vörð um hagsmuni neyt- enda, atvinnulífsins og samfélags- ins alls. Þar skiptir miklu máli að ný og smærri fyrirtæki geti hafið starfsemi og dafnað við hlið stærri fyrirtækja. Það er brýnt fyrir þjóðarhag að Samtök atvinnulífsins og aðrir hagsmunaaðilar í atvinnulífinu leggist á árar í þessari baráttu, í stað þess að leita að lægsta sam- nefnaranum við mótun samkeppn- islaga og gera framkvæmd þeirra tortryggilega. Næsta ár er erfiðasta árið í fjármögnun Orkuveitunn- ar skv. fimm ára aðgerðaráætl- un eigenda sem samþykkt var til bjargar fyrirtækinu fyrir hálfu öðru ári. Þá greiðir OR niður lán sem nemur 25 milljörðum króna. Þetta er stærsti áfangi í lækkun skulda skv. aðgerðaráætluninni og án efa stærsta niðurgreiðsla lána í sögu íslenskra sveitarfélaga. Í nýrri 5 ára áætlun sem stjórn OR samþykkti á fundi sínum nýverið kemur fram að alls muni skuldir fyrirtækisins lækka um 100 millj- arða, úr 241 milljarði króna í 144 milljarða króna frá 2009-2018 (sjá súlurit). Eiginfjárhlutfall mun nær tvöfaldast frá 2013 til 2018, úr 23,8% í 44,3%, sem verður að teljast afar viðunandi. Unnið er eftir skýru plani Það er sjálfsagt að rifja það upp að ef aðgerðaráætlunin, sem fékk heitið „Planið“, hefði ekki komið til hefðu borgarbúar staðið frammi fyrir greiðsluþroti Orkuveitunnar á miðju síðasta ári. Í Planinu fólst að loka 50 milljarða gati í fjármögn- un OR til ársins 2016. Ýmsir hafa spurt um framgang aðgerðaráætl- unarinnar og hvort hún hafi reynst raunhæf. Því er til að svara að gerð er grein fyrir framgangi hennar með ársfjórðungslegum skýrslum til eigenda sem jafnframt eru kynntar opinberlega og í Kauphöll. En rifjum upp stóru myndina. Gjaldskrárbreytingar skila 8 milljörðum á 5 árum Einstaka sinnum er þeirri skoð- un hreyft að vandi OR hafi alfar- ið verið leystur með því að hækka gjaldskrár. Því fer fjarri. Hækk- anirnar voru þó umtalsverðar og skipta töluverðu máli fyrir bættan rekstur OR. Á fimm árum er gert ráð fyrir að gjaldskrárbreytingar skili 8 milljörðum af þeim 50 sem upp á vantaði í fjármögnun OR. En hvernig verður hinum 42 milljörð- unum náð? Niðurskurður í rekstri og fjárfestingum 20 milljarðar Verulega munar um minni fjárþörf vegna niðurskurðar í fjárfesting- um og rekstri Orkuveitunnar. Við- kvæmastar og erfiðastar voru upp- sagnir starfsfólks og samdráttur í starfsmannahaldi eftir öðrum leið- um. Starfsfólki hjá OR hefur fækk- að úr liðlega 600 í 423 starfsmenn frá 2010 til 2012, eða um tæplega þriðjung, en alls átti rekstarhag- ræðing innan OR að skila 5 millj- örðum. Niðurskurður í fjárfest- ingum í veitukerfum átti að skila öðrum 15 milljörðum. Árangur á báðum sviðum hefur náðst fyrr en að var stefnt. Víkjandi lán frá eigendum 12 milljarðar Áætlunin gerði einnig ráð fyrir víkjandi lánum frá eigendum. Annars vegar 8 milljörðum til að forða bráðavandanum sl. vor og hins vegar 4 milljörðum á þyngsta árinu 2013. Þessar lánveitingar munu ganga eftir og hefur Reykja- víkurborg sett til hliðar fé til að svo megi verða. Þá féllu eigendur frá hefðbundnum arðgreiðslum öll fimm ár Plansins, en í stað- inn þurfti að skera niður í rekstri sveitarfélaganna, þar sem hluti rekstrar þeirra hafði verið fjár- magnaður með arðgreiðslunum. Í tilfelli Reykjavíkur voru arð- greiðslur lengst af um 1,5 millj- arðar króna á ári en um 800 millj- ónir síðasta ár þeirra. Sala eigna 10 milljarðar Ein táknrænasta aðgerðin í öllu ferlinu var að nú hefur tekist að koma öllu starfsfólki OR í höfuð- stöðvunum við Bæjarháls fyrir í um helmingi þess húss. Hinn helmingurinn er til sölu. Eignasala átti að skila 10 milljörðum alls og hefur sá þáttur reynst tímafrek- ari en ráð var fyrir gert. Stóra eignasöluárið samkvæmt Planinu er næsta ár. Unnið er að undir- búningi sölu á hluta höfuðstöðva OR við Bæjarháls, jarðarpörtum í Ölfusi og jörð við Ölfusvatn (Þing- vallavatn). Söluferli á hlut OR í HS Veitum hófst á öðrum ársfjórð- ungi. Verið er að vinna verðmat á Landsneti og verða sölumögu- leikar á hlut OR í því kannaðir í framhaldinu. Þá hafa Reykjavík- urborg og menntamálaráðuneytið verið að skoða möguleika á að nátt- úruvísindasýning verði til húsa í Perlunni. Fela hugmyndirnar í sér að borgin kaupi Perluna af OR og leigi ríkinu hluta hennar. Loks var samþykkt í eigendanefnd OR að leggja til við eigendur að allt að 49% af Gagnaveitu Reykjavík- ur yrðu boðin til kaups. Verði það samþykkt mun stjórn OR í kjölfar- ið leggja til bestu leiðir í því efni. Mikilvæg samstaða Traustatökin við stjórn OR hafa vakið athygli. Til að viðhalda því trausti sem skapast hefur er ljóst að áfram verður að halda fast á málum. Meirihlutinn í Reykjavík sem skipaður er borgarfulltrúum Besta flokksins og Samfylkingar- innar stendur einhuga á bak við stjórn og forystu OR í erfiðum og vandasömum verkefnum og þakk- ar meðeigendum, borgarbúum og öðrum fyrir skilning og samstöðu í hinni mikilvægu endurreisn Orku- veitunnar, sameignar okkar allra. Miður er ef hags- munaaðilar kjósa að leita lægsta samnefn- arans í samkeppnislög- gjöf nágrannalandanna og horfa þannig fram hjá þörfum íslensks samfé- lags út frá aðstæðum hér. Hvernig gengur með Orkuveituna? Við sem byggjum Ísland viljum skapa réttlátt samfélag þar sem allir sitja við sama borð“. Þannig hefst inngangur að nýrri stjórnar- skrá sem þjóðin fær að taka afstöðu til 20. október næstkomandi. Mikilvægt er að mæta á kjör- stað og segja sína skoðun. Þeir sem ekki greiða atkvæði eru að eftirláta öðrum að taka ákvörðun fyrir sína hönd. Að lokinni þjóðaratkvæða- greiðslu fær Alþingi svo málið til meðferðar. Þá skiptir miklu að Alþingi virði ferlið allt til enda og geri engar efnisbreytingar á stjórnarskránni. Þjóðin er að skrifa stjórnarskrá, ekki alþingismenn, og vilji hennar er að mótast í gegnum þjóðfund og þjóðaratkvæðagreiðslu. Skynsamlegt er svo að leggja full- búna stjórnarskrá í þjóðaratkvæða- greiðslu samhliða þingkosningum vorið 2013. Hrunið leiddi fram stórkostlega galla á stjórnskipan Íslands og ein af meginkröfum þjóðarinnar vet- urinn 2008-2009 var ritun nýrrar stjórnarskráar. Endurskoðun henn- ar hefur verið á dagskrá síðan 1944 en í tæp sjötíu ár hafa hagsmuna- öflin með fulltrúa sína á Alþingi staðið í vegi alvöru breytinga. Það var ekki fyrr en þjóðin sjálf fékk að ráða, að ákvæði eins og t.d. þjóðar- eign á auðlindum komst í stjórnar- skrá. Nú er verið að skrifa stjórnar- skrá almennings „þar sem allir sitja við sama borð“ og þess vegna er mikilvægt að taka þátt 20. október. Merkisdagur- inn 20. október Orkumál Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs Ný stjórnarskrá Magnús Orri Schram alþingismaður ´00 ´01 ´02 ´03 ´04 ´05 ´06 ´07 ´08 ´09 ´10 ´11 ´12 ´13 ´14 ´15 ´16 ´17 ´18 250 200 150 100 50 0 Heildarskuldir OR M ill ja rð ar k ró na Leitum ekki að lægsta samnefnaranum Samkeppni Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins Frummælendur: Hólmfríður Margrét Bjarnadóttir, hjúkrunarfræðingur M.Sc. Að meðhöndla hið stóra í gegnum hið smáa Arnbjörg K. Konráðsdóttir, kundalini jógakennari, jógískur ráðgjafi, bowentæknir og heilari. Hugleiðsla og jógaiðkun til lífs í jafnvægi Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir, Dip.phyt. Lic.ac Viðbrögð líkamanns við tilfinningalegu áreiti Anna Ottesen, sjúkraþjálfari B.Sc. Heilsan í öngstræti – hvað er til ráða? Sveinn Guðmundsson, doktorsnemi í mannfræði við Háskóla Íslands Læknar, hjúkrunarfræðingar og heildræn heilsa Bridget Ýr McEvoy, verkefnisstjóri í hjúkrun á Heilsustofnun NLFÍ Gjörhygli og slökun Fundarstjóri: Haraldur Erlendsson yfirlæknir á Heilsustofnun NLFÍ Fyrirspurnir og pallborðsumræður - Hollar veitingar í hléi Allir velkomnir. Aðgangseyrir kr. 2.000. Frítt fyrir félagsmenn Málþing Náttúrulækningafélags Íslands - 12. október 2012 Berum ábyrgð á eigin heilsu Heildræn nálgun til heilbrigðis Náttúrulækningafélag Íslands efnir til málþings í Hvammi, Grand Hótel, föstudaginn 12. október 2012 kl. 13:00 – 17:00 Hólmfríður Margrét Bjarnadóttir Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir Sveinn Guðmundsson Arnbjörg K. Konráðsdóttir Anna Ottesen Bridget Ýr McEvoy Haraldur Erlendsson - Er blanda af hefðbundinni meðferð og viðbótarmeðferð viðurkennd? - Er hugur og líkami órjúfanleg heild? - Tölum við um sjúkdóma fremur en heilbrigði? - Að leita jafnvægis - er það leið til heilbrigðis? - Geta tilfinningar valdið sjúkdómum? - Hvaða úrræði eru í boði?
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.