Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.10.2012, Qupperneq 21

Fréttablaðið - 06.10.2012, Qupperneq 21
LAUGARDAGUR 6. október 2012 21 Þessar línur eru sérstaklega ætl-aðar þeim sem hafa ekki mjög mikinn áhuga á stjórnmálum. Það er nefnilega staðreynd að þeir sem hafa minnstan áhuga á stjórnmál- um eru gjarnan þeir sem þurfa mest á breytingum að halda. Þetta eru oft þeir sem þurfa að láta í sér heyra og hafa áhrif. Þetta er milli- stéttin og þeir sem hafa það jafn- vel enn verra. Hvernig stendur á því að í lýð- ræðisþjóðfélagi er stærsti þjóð- félagshópurinn, þ.e. millistéttin, í sífelldri varnarbaráttu? Hvern- ig stendur á því að það er sífellt verið að fórna okkur fyrir lítinn hóp fjármagnseigenda sem notar okkur sem kubba í einkaspilavíti kerfisins? Hvernig stendur á því að þeir sem taka áhættuna halda sínum vinningi en við sitjum alltaf uppi með reikninginn eftir að allt hefur verið lagt undir í lok veisl- unnar? Ef svörin eru þau að þessir menn séu bara svona ótrúlega klár- ir er um leið verið að segja að við séum vitlaus. Það er kominn tími til að standa upp og hætta þessari vitleysu. Það er komið nóg af því að fjölskyldum okkar sé fórnað. Reikningarnir sem við erum að greiða eru ekki okkar. Heimili landsins eru komin á ystu nöf og talnasérfræðingar geta ekki galdrað annan raunveru- leika. Viðbótarlífeyririnn er búinn, sparireikningurinn er tómur og á útgjaldareikningnum eru bara rauðar tölur. Launin eru hætt að duga. Það er verið að ræna framtíð okkar og barna okkar beint fyrir framan nefið á okkur. Það er kominn tími á rétta for- gangsröðun. Forgangsröðun þar sem réttlæti, virðing og heiðarleiki ráða för. Það er kominn tími til að sérhagsmunir víki fyrir almanna- hagsmunum. Það er kominn tími til að við, fólkið í landinu, séum metin að verðleikum. Fjármagnseigendur og þeir sem lögðu framtíð okkar að veði eru ekki vont fólk. Þetta eru einstak- lingar sem lærðu að notfæra sér kerfi sem er vont. Þessu kerfi er hægt að breyta. Það er kominn tími til að snúa bökum saman og hætta að berjast um pólitíska hugmynda- fræði og fara að berjast fyrir því sem skiptir máli. Mér er nákvæm- lega sama hvort eitthvað heitir vinstri eða hægri ef við höfum það alltaf jafn skítt. Pólitísk hugtök eru lítið annað en kúgunarvald þeirra sem vilja ráða framtíð okkar. Hræðslan við stefnubreytingar er orðin skynseminni yfirsterkari. Í krafti fjöldans getum við breytt stjórnmálum. Í krafti lýð- ræðis getum við haft áhrif og breytt því sem þarf að breyta. Það þarf nýja hugsun, nýja stefnu og nýtt siðferði. Það þarf nýtt fólk. Fram undan er barátta en barátt- an er ekki um framtíð flokka. Bar- áttan er um framtíð þjóðar. Við megum ekki óttast breyting- ar. Það er óbreytt ástand sem við þurfum að óttast. Framtíð Íslands þarf á þér að halda. Ekki vanmeta þau áhrif sem þú getur haft. Bar- áttumaðurinn Nelson Mandela sagði: „It always seems impossible until it‘s done.“ Framtíðin er okkar, ef við viljum. Fram- tíðin er okkar Stjórnmál Birgir Örn Guðjónsson eiginmaður, faðir og formaður Samstöðu í Kraganum Amerísk-íslenska viðskiptaráðið býður þér til morgun- verðar fundar þann 9. október nk. Á fundinum munu áhugaverðir fyrirlesarar fara yfir stöðuna í samskiptum og við skiptum þjóðanna sem hafa um áratugaskeið verið afar mikilvæg fyrir Ísland. Tækifærin eru margvísleg og á fundinum munum við heyra sýn forsvarsmanna ólíkra fyrir tækja og stofnana sem hafa reynslu af viðskiptum við Vesturheim. Amerísk-íslenska viðskiptaráðið | Kringlan 7 | 103 Reykjavík | 510 7100 | kristin@chamber.is | www.amerisk-islenska.is Í FÓTSPOR LEIFS EIRÍKSSONAR – LANDVINNINGAR Í VIÐSKIPTUM Morgunverðarfundur 9. október á Degi Leifs Eiríkssonar Hvar: Hilton Nordica Hvenær: 9. október Klukkan: 8.15-10.00 Verð kr. 3.900 en kr. 2.900 fyrir félaga ráðsins. Ekta amerískur morgunverður framreiddur. Fundastjóri: Jón Kaldal, ritstjóri Iceland Review Ræðumenn Innlegg og umræður Marel, Sigsteinn P. Grétarsson ÚTÓN, Sigtryggur Baldursson True North, Helga Margrét Reykdal Icelandair, Helgi Már Björgvinsson CCP, Dr. Eyjólfur Guðmundsson Birkir Hólm Guðnason, formaður AMIS opnar fundinn Louis Arreaga, sendiherra Bandaríkjanna Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavik og fyrrum starfsmaður NASA Skráning: www.vi.is/eydublod/amis Átta vikna námskeið í gjörhygli (Mindfulness based cognitive therapy/stress reduction) hefst 16. október í Menningarmiðstöðinni Gerðuberg. Kennt er á þriðjudögum kl 16:30-18:30/19:00 Námskeið í gjörhygli tengir saman hugræna atferlismeðferð og hugleiðsluæfingar. Námskeiðið hjálpar þeim sem eru að fást við streitu, kvíða, endurtekið þunglyndi eða langvinna verki. Verð kr; 58.000. Nánari upplýsingar: www.gjorhygli.is - gjorhygli@gmail.com Kennarar: Anna Dóra Frostadóttir sálfræðingur Bridget (Bee) Ýr McEvoy RPN Frá aðeins kr. 69.900 í 10 nætur Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á allra síðustu sætunum í haust. Þú bókar flugsæti og gistingu og 3 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Fjölbreytt önnur sértilboð jafnframt í boði. Ath. takmarkaður fjöldi sæta og gistingar í boði - verð getur hækkað án fyrirvara. Kr. 69.900 – 10 nátta ferð Verð m.v. 2 - 4 í herbergi / stúdíó / íbúð. Stökktu tilboð 16. október í 10 nætur. Hotel Griego Mar *** Kr. 99.900 - með „öllu inniföldu“ Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í herbergi með „öllu inniföldu“ í 10 nætur. Verð m.v. gistingu í tvíbýli með “öllu inniföldu” kr. 119.900. Aukagjald fyrir einbýli kr. 22.700. Sértilboð 16. október í 10 nætur. Stökktu til Costa del Sol 16. október STÖÐUGT NÝJAR FRÉTTIR FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP - oft á dag
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.