Fréttablaðið - 06.10.2012, Side 22

Fréttablaðið - 06.10.2012, Side 22
6. október 2012 LAUGARDAGUR22 J ón Gunnar Benjamínsson lenti í alvarlegu bílslysi haustið 2007. Hann lamað- ist eftir bílveltu á Hellis- heiði eystri en fyrir utan hryggbrot brotnaði olnbogi og nokkur rifbein og stung- ust nokkur þeirra í gegnum lunga hans með þeim afleiðingum að miklar innvortis blæðingar urðu hjá honum. Líf Jóns Gunnars hékk á bláþræði þegar hann kom á slysadeild Land- spítalans rúmum fimm tímum eftir að hann slasaðist. Við tók bráðaað- gerð og mánuður á gjörgæslu og enn lengri endurhæfing en Jón Gunnar lamaðist í slysinu. Nú fimm árum eftir slysið rekur Jón Gunnar sitt eigið ferðaþjónustu- fyrirtæki og er aftur kominn á fullt í veiðimennsku sem var hans líf og yndi áður en hann slasaðist. Jón Gunnar var að koma af gæsaveiðum með vinum sínum daginn örlagaríka þegar slysið varð. Engin bílbelti í aftursætinu „Ég hafði verið með félögum mínum á gæsaveiðum. Við vorum á leið frá Vopnafirði til Egilsstaða um Hellisheiði eystri í miklu hvassviðri þegar snögg vindhviða kemur undir bílinn, lyftir honum upp með þeim afleiðingum að hann missir allt veg- grip og húrrar 600 metra niður og endar á þakinu. Ég var farþegi í aft- ursætinu og ekki í belti því þar sem þetta var gamall bíll, Toyota Hilux, voru engin bílbelti í aftursætinu. Þetta er sennilega eina skiptið sem ég hef verið án bílbelta í bíl,“ segir Jón Gunnar sem man þegar bíll- inn tókst á loft og glefsur af fram- haldinu. „Ég man þegar strákarnir drösluðu mér út úr bílnum, ég átti mjög erfitt með að anda, fannst ég vera að kafna.“ Þakklátur fyrir flugvöllinn Of hvasst var fyrir þyrlu landhelg- isgæslunnar að fljúga austur þenn- an dag og var Jón Gunnar flutt- ur með sjúkrabíl til Egilsstaða og þaðan til Reykjavíkur með sjúkra- flugi. „Ég var svæfður og vissi ekk- ert af mér þar. En ég er enn þakk- látur fyrir að flugvöllurinn er þar sem hann er, ég sæti ekki hér að tala við þig ef það hefði ekki verið svona stutt að fara frá flugvelli upp á spítala.“ Er hann kom á spítalann var Jón Gunnar umsvifalaust settur í aðgerð enda hafði hann misst mikið blóð og hjartað næstum hætt að slá. Brjóstholið var opnað og blóð í kringum hjartað fjarlægt. Síðan var helmingur hægra lungans fjarlægð- ur en brotin rif höfðu stungið göt á æðar sem mikið blæddi úr. Við þetta minnkaði blæðingin tímabundið og blóðþrýstingur hækkaði. En þá tók næsta vandamál við: „Ósæðin hafði orðið fyrir áverka í slysinu og í aðgerðinni rofnaði hún alveg og við það dældist blóð inn í brjóstholið. Sem betur fer voru teknar skjótar ákvarðanir þarna undir stjórn Tóm- asar Guðbjartssonar hjartaskurð- læknis sem leiddi teymið í ótrú- legri aðgerð sem tók næstum átta klukkustundir,“ segir Jón Gunnar sem síðar fékk að sjá myndir sem teknar voru þegar verið var að gera aðgerðina á honum. „Skurðstofan leit út eins og sláturhús, það var bókstaflega blóð upp um alla veggi. Ég held líka að ég eigi Íslandsmet í því að fá blóð í aðgerð, það þurfti um 55 lítra af blóði og plasma á meðan á þessu stóð. Löggan var í því að flytja blóð frá blóðbankanum upp í Fossvog og hringt var í ættingja og vini til að gefa mér meira. Ég er skilst mér einn sá mest slasaði Íslendingur sem hefur lifað af svona slys,“ segir Jón Gunnar. Gjörgæsla í mánuð Eftir þessa erfiðu aðgerð var Jón Gunnar enn milli heims og helju en hann lá á gjörgæslu í mánuð. „Þetta var erfiður tími fyrir fjölskyldu og vini enda ekki vitað hvernig mér myndi farnast. Og þegar ég vakn- aði, dofinn, lyfjaður og ruglaður, gerði ég mér ekki almennilega grein fyrir ástandinu. Það gerðist eiginlega ekki fyrr en ég var komin á Grensás. Og ég man sérstaklega eftir einu mómenti þegar ég var einn á herberginu mínu að það sló mig hvernig komið væri fyrir mér og ég brotnaði niður.“ En Jón Gunnar fann styrk til að Stundar skotveiði og rennir fyrir fisk Jón Gunnar leggur rækt við helsta áhugamálið Það eru mikil átök að fara á veiðar, en Jón Gunnar er meira en tilbúinn til að leggja þau á sig. „Ég fer gjarnan í Laxá í Þingeyjarsveit, í Eyjafjarðasveit og Blöndu. Svona þegar ég hef efni á því að hafa í lax,“ segir Jón Gunnar sem er þakklátur fyrir þann skilning sem hann mætir á meðal annarra veiðimanna þó að hann mæti á fjórhjólinu til veiða. „Ég er ekki síst þakklátur landeigendum sem hafa aðstoðað mig. Það eru kallar í Mývatnssveit sem hafa greitt götu mína á alla lund. Sést alveg úr hverju þessir kallar eru gerðir núna þegar þeir eru að leita að fénu sem er grafið í fönn, þetta eru alvöru menn,“ segir Jón Gunnar sem einnig fer á skytterí með góðum vinum. „Það er aðeins erfiðari veiðiskapur, ég er að brölta þetta á skurðbökkum. En ég á góða vini sem aðstoða mig.“ ■ FORFALLINN VEIÐIMAÐUR MIKILVÆGT AÐ VERA AKTÍFUR „Heilsan er býsna góð en ég er ekki með mikið þol, spengingin í bakinu er líka stundum að stríða mér. En ég er laus við sýkingar og sár sem er að plaga fólk í minni stöðu sem ég þakka því að ég er aktífur, það skiptir máli.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Áskoranir eru lífsnauðsynlegar Það mátti ekki miklu muna að Jón Gunnar Benjamínsson lifði ekki af bílveltu á Hellisheiði eystri. Eftir erfiða aðgerð lá hann í mánuð á gjörgæslu og svo tók við stíf endurhæfing en Jón Gunnar lamaðist fyrir neðan mitti í slysinu. Sigríður Björg Tómasdóttir hitti Jón Gunnar í vikunni og ræddi um slysið, endurhæfinguna og ögranir í hversdagslífinu. Brjóstholsáverkar, líkt og þeir sem Jón Gunnar Benjamínsson hlaut í bíl- slysinu 2007, eru meðal hættulegustu áverka sem fólk verður fyrir og eru algeng dánarorsök ungs fólks hér á landi. Greint var frá því í vikunni að það væri góður árangur af bráðaaðgerðum vegna brjóstholsáverka hér á landi, betri en víða erlendis. Í grein Bergrósar Jóhannesdóttur læknis, Tómasar Guðbjartssonar prófess- ors og Brynjólfs Mogensens dósents sem birtist í blaðinu Injury er kannaður árangur 9 slíkra aðgerða hér á landi frá 2005 til ársins 2010, í öllum tilvikum á sjúklingum í bráðri lífshættu vegna innvortis blæðinga en eru við góða heilsu í dag. GÓÐUR ÁRANGUR halda áfram og eftir byrjunarörð- ugleika í endurhæfingunni tók hann framförum. „Endurhæfingin fór frekar seint í gang, ég átti svo erf- itt með að koma meltingunni í gang. En þegar hún komst loks í gagnið tók ég framförum. Eftir sex mán- uði fékk ég að fara norður á Krist- nes. Þar er í raun lögð mest áhersla á öldrunarlækningar en ég fékk að fara þangað til Ingvars Þórodds- sonar læknis sem er giftur systur pabba, hann er maður sem þekkir mig mjög vel og sem ég þekki mjög vel. Það skipti mig líka mjög miklu máli að þarna sá ég heim. Ég er úr Eyjafjarðarsveit, frá Ytri Tjörnum, og bærinn blasti við úr glugganum á Kristnesi.“ Ólýsanlegur léttir að geta veitt Mánuði síðar fékk Jón Gunnar að flytja til foreldra sinna og koma í daglega þjálfun í Kristnesi. Enn er afar mikilvægt fyrir Jón Gunnar að halda sér í þjálfun. „Ég fer í sund þrisvar í viku en svo held ég mér líka í formi með því að stunda veiðimennsku.“ Jón Gunnar er nefnilega forfallinn veiðimað- ur og hefur með hjálp fjórhjóls og góðra vina tekist að halda áfram að sinna því áhugamáli af alúð. „Ég lifði fyrir veiðar fyrir slys- ið, það snerist allt um að kom- ast út með flugustöngina. Og ég man alltaf daginn sem ég fór með honum Rögnvaldi Björnssyni, frænda mínum og vini, á fjórhjóli að árbakka í fyrsta sinn eftir slysið til að sjá hvort hægt væri að kasta af hjólinu. Léttirinn sem ég upplifði þegar ég sá að það var hægt var ólýsanlegur. Og veiðarnar ganga bara merkilega vel, maður skyldi ætla að fiskurinn fældist við hávað- ann í hjólinu en svo er ekki,“ segir Jón Gunnar. Ögrunin nauðsynleg Jón Gunnar hefur líka haft í nógu að snúast í vinnunni. Hann rekur ferðaþjónustufyrirtækið Iceland unlimited sem skipuleggur ferð- ir fyrir erlenda ferðamenn hér á landi. „Ég vann í ferðaþjónustu fyrir slysið. Og mitt fyrsta verk- efni eftir það var fyrir Ferðamála- stofu. Síðan fékk ég styrk til að kanna aðgengi fatlaðra að skálum á hálendinu sem ég vann ásamt félögum mínum. Það var virkilega gaman og skilaði árangri, við lög- uðum skálann í Nýjadal á Sprengi- sandi svo dæmi séu tekin. Ég hef svo unnið með mitt fyrirtæki í nokkur ár. Það er brjálað að gera á sumrin en núna er akkúrat rólegasti tími ársins.“ Jón Gunnar og unnusta hans, Alicja Wiktoria ætla að nota tímann og fara í sumarfrí til Hawaii. „Mér finnst nauðsynlegt að ögra mér og ferðin er hluti af því að gera það. Til að ferðin hentaði mér skipti ég við lítið fyrirtæki sem sérsníður ferð- ina fyrir okkur, ég þarf helst að vita að hverju ég geng, svona innan gæsalappa,“ segir Jón Gunnar að lokum og brosir.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.