Fréttablaðið - 06.10.2012, Síða 26

Fréttablaðið - 06.10.2012, Síða 26
6. október 2012 LAUGARDAGUR26 EINKALÍF Á UNDANHALDI A nna Funder segir í bókinni Stasiland sögu fjögurra and- ófsmanna í Austur- Þýskalandi, en óvíða ef nokkurs staðar á byggðu bóli voru jafn margir upp- ljóstrarar og þar á tímum kalda stríðsins. Hin ástralska Funder rekur jafnframt sögu nokkurra fyrrverandi starfsmanna Stasi, austur-þýsku öryggislögreglunnar. Funder er lögfræðingur að mennt og starfaði fyrir áströlsk stjórnvöld, einkum og sér í lagi á sviði mann- réttindamála. Hún fékk áhuga á Stasi þegar hún bjó í Þýskalandi á tíunda áratugnum og fór að rann- saka skjalasöfn Austur-Þýskalands sem þá voru að opnast og komst í framhaldinu í samband við fyrrum andófsmenn og starfsmenn öryggis- lögreglunnar. Afrakstur þeirra rannsókna var Stasiland, sem kom út árið 2003. Bókin sló í gegn, enda þykir hún gefa magnaða innsýn í lífið aust- an megin við Berlínarmúrinn. Hún hefur verið þýdd á vel á annan tug mála, nú síðast á Íslandi í útgáfu Uglu fyrr á þessu ári. Funder var stödd hér á landi á dögunum og hélt tvo fyrirlestra, þar sem hún ræddi bæði Stasiland og nýjustu skáld- sögu sína, All That I Am, sem jafn- framt hefur hlotið mikið lof og selst vel. Allt að einn af hverjum sjö njósnari Þótt hátt í áratugur sé liðinn frá útgáfu Stasiland segist Funder hvergi nærri vera komin með leiða á að ræða efni hennar. „Ég hef mikinn áhuga á hugrekki, kannski vegna þess að ég er ekkert sérlega hugrökk manneskja. Ég hafði áhuga á að skoða hvers konar kjark það þarf til að neita að starfa með ógnarstjórn, vitandi að maður verði látinn gjalda fyrir það á einn eða annan hátt. Í upphafi drap Stasi fólk óhikað en þegar á leið dró úr því og í staðinn tóku við aðrar aðferðir sem miðuðu gjarnan að því að taka fólk á taugum, til dæmis áreitni og hagnýting illa fenginna upplýsinga um persónulega hagi þess.“ Funder segir að sér hafi þótt spennandi að komast í tæri við mannlegt eðli upp á sitt besta og á hinn bóginn upp á sitt versta. „Í ríkjum þar sem ekki ríkir tján- ingarfrelsi hafa stjórnvöld aðeins eitt úrræði til að komast að því hvað borgaranir eru að hugsa, njósn- ir. Svik urðu þess vegna útbreidd- ur „þjóðarkúltur“ í Austur-Þýska- landi. Varlegar áætlanir gera ráð fyrir að einn af hverjum 50 í Aust- ur-Þýskalandi hafi verið uppljóstr- ari en aðrar segja að allt að einn af hverjum sjö hafi tekið þátt í njósn- um fyrir stórnvöld.“ Þúsundir spyrntu við fæti Funder segir það hafa komið sér á óvart hversu margir hafi neitað að láta kúga sig. „Margir halda að ég hafi þurft að þaulleita að fólki sem spyrnti við fótum, en svo var ekki. Tugir þús- unda Austur-Þjóðverja neituðu að taka þátt og láta brjóta sig siðferðis- lega á bak aftur. Þessi fjögur sem ég segi frá eru bara lítið brot, ég hefði getað skrifað fleiri bindi.“ Það var hins vegar dýpra á fyrr- verandi starfsmönnum öryggis- lögreglunnar. „Þeir gufuðu upp á tíunda áratugnum og halda sig til hlés. Að hluta til held ég að það sé af ótta við hefndaraðgerðir en líka vegna skammar.“ Funder freistaði þess að komast í samband við fyrrverandi starfs- menn Stasi með því að auglýsa í einkamáladálki í þýsku dagblaði. „Innan um auglýsingar þar sem fólk var að leita að lífsförunauti hefur tilkynningin mín sjálfsagt stungið í stúf: Ástralskur rithöfund- ur óskar eftir fyrrverandi starfs- Ég hef áhuga á hugrekki Ástralski rithöfundurinn Anna Funder sló í gegn með bók sinni Stasiland en þar veitir hún innsýn í daglegt líf andófsfólks í Austur-Þýskalandi. Funder var stödd á Íslandi á dögunum. Hún sagði Bergsteini Sigurðssyni frá hetjunum austan Berlínarmúrsins, Stasi-mönnunum sem eru enn á kreiki og furðar sig á því hvers vegna fólki er ekki lengur svo umhugað um einkalíf sitt. ANNA FUNDER Er lögfræðingur að mennt og starfaði fyrir áströlsk stjórnvöld á sviði mannréttindamála áður en hún sneri blaðinu við og gerðist rithöfundur. Nýjasta skáldsaga hennar, All That I Am, hefur fengið feikigóðar viðtökur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Efni Stasiland er brýn áminning um hvernig yfirvöld geta misbeitt valdi sínu og hag- nýtt sér illa fengnar upplýsingar um einkalíf þegna sinna til að ráðskast með þá. En hún vekur lesandann einnig til umhugsunar um hvernig málum er háttað nú til dags, þegar aldrei hefur verið auðveldara að komast yfir persónuupplýsingar. „Ég er ótrúlega hissa á því magni upplýs- inga sem fólk virðist vera reiðubúið að gefa upp en ég ólst upp á tíma þegar fólk vildi eiga einkalíf sitt í friði. En fólk virðist vera reiðubúið til að opinbera sig meira og á annan hátt en áður. Áður en maður fer á fund með einhverjum í fyrsta sinn er hægt að leita á netinu og komast að ansi mörgu um hann. Hugtök eins og einkalíf eru komin á flot og þarfnast endurskilgreiningar.“ Funder situr í stjórn ástralskrar stofnunar um einkalíf og segist vera hugsi yfir eftirliti með fólki og upplýsingasöfnun bæði stjórnvalda og einkafyrirtækja. „Ég veit ekki hvert það stefnir og hvernig hægt er að stemma stigu við þessari þróun. Það er ekki hægt að segja til um hvernig þessar upplýsingar verða nýttar en það besta sem við getum gert er að tryggja að alltaf liggi ljóst fyrir hver veit hvað um þig og að það megi ekki nota þær upplýsingar gegn þér án þess að þú hafir eitthvað um það að segja.“ manni Stasi til að ræða við,“ segir hún og hlær. En bragðið bar árangur og síminn linnti ekki látum hjá henni næstu daga. Sumir voru þó viljugri en aðrir til að ræða við hana. „Margir sem höfðu verið opin- berir starfsmenn öryggislögregl- unnar vildu ræða við mig en venju- legt fólk sem hafði verið á mála hjá Stasi vildi það síður, því virðist fylgja meiri skömm. Einn maður sem hringdi í mig hafði verið upp- ljóstrari og kvaðst vera reiðubúinn að selja mér sögu sína. Hann vildi sem sagt fá borgað fyrir upplýs- ingar sem hann hafði á sínum tíma fengið borgað fyrir að afla á illa fenginn hátt! Ég tók það ekki í mál. Þannig að þeir sem rætt er við í bókinni voru opinberir starfsmenn Stasi, ekki óbreyttir uppljóstrarar.“ Funder segir að þeir Stasi-menn sem hún hafi rætt við hafi allir átt það sameiginlegt að vera sannfærð- ir um málstaðinn. „Einn maður sem ég ræddi við og kom mjög vel fyrir, sagðist hafa verið ábyrgur fyrir því að dreifa röngum upplýsingum í Vestur- Þýskalandi til að hafa áhrif á þing- menn þegar þeir voru að fjalla um löggjöf sem snerti Austur-Þýska- land á einn eða annan hátt. Þetta var mjög þróað og hann var eig- inlega hreykinn þegar hann sagð- ist hafa unnið við það að ljúga í 26 ár. Hvort sömu sögu sé að segja af öllum uppljóstrurum veit ég ekki en mig grunar að það sé ekki hægt að taka þátt í svona athæfi lengi án þess að vera því samþykkur undir niðri.“ Ofsóknir eftir sameiningu Allir sem rætt var við í bókinni fengu að lesa handritið yfir áður en það var gefið út. Funder fékk engin viðbrögð frá Stasi-mönnum en ári eftir að bókin kom út var henni tjáð að þeir ætluðu að fara í mál við hana. „Ástæðan var sú að á einum stað í bókinni lýsi ég því hvernig fyrr- verandi starfsmenn Stasi rottuðu sig saman á tíunda áratugnum og héldu áfram að ofsækja fyrr- um andófsmenn með skipulögð- um aðgerðum; þeir áttu það til að sækja börn þeirra í skólann og fara með þeim á kaffihús í nokkra klukkutíma án þess að foreldrarn- ir vissu hvað hefði orðið um þau; þeir fóru með tifandi pakka heim til fólks, sendu klámefni til eigin- kvenna andófsmanna og létu líta út fyrir að þeir hefðu pantað það. Svona héldu þeir áfram eftir sam- einingu Þýskalands og um það eru til opinber gögn. En þeir ákváðu að fara í mál við þýska útgefandann út af þessu og af ástæðum sem ég skil ekki lét hann undan og fjar- lægði þessa málsgrein. Ég tók því ekki vel og sagði að ef það ætti að fjarlægja þessa klausu vildi ég að það yrði gert með sama hætti og Stasi ritskoðaði skjöl og bréf og tússa yfir hana með svörtu þannig að allir sæju hvar textinn hefði verið felldur út. Á það var ekki fallist.“ Gagnrýnin á Líf annarra Anna Funder er ekki sú eina sem gert hefur skil lífinu austan við Berlínarmúrinn á undanförnum árum. Frægasta dæmið er líklega þýska verðlaunamyndinni Líf ann- arra frá árinu 2007. Funder er hins vegar afar gagnrýnin á sagnfræði myndarinnar. „Mér finnst Líf annarra frábær mynd sem listaverk en lýsingin á „góða Stasi-manninum“ er algjör fantasía.“ Í myndinni er Stasi- njósnari látinn senda aðstoðar- mann sinn burt meðan hann fylg- ist með pari. Hann verður síðan ástfanginn af parinu sem verður til þess að hann snýst gegn ógnar- stjórninni. Það er ógjörningur að þetta hefði getað gerst í Austur- Þýskalandi. Járnkrumla ógnar- stjórnarinnar gefur ekki svigrúm fyrir mannúð og tilfinningar, að minnsta kosti ekki hjá þeim sem hún ræður beint yfir. Öllu verri þótti henni lýsing myndarinnar af afdrifum Stasi- mannsins í myndinni en eftir sameiningu Þýskalands er hann í lélegu starfi við að dreifa rusl- pósti. „Staðreyndin er sú að Stasi- mönnum farnaðist yfirleitt mjög vel eftir sameiningu Þýskalands, mun betur en fólkinu sem þeir njósnuðu um og ofsóttu; þeir voru með menntun, vottaða pappíra um starfsreynslu og síðast en ekki síst með mikil tengsl.“ Fulltrúar Stasi enn á kreiki Þetta er ein af óþyrmilegustu áminningum bókar Funder: Stasi hvarf ekki fyrir fullt og allt við fall Berlínarmúrsins og fulltrúar þess eru enn á kreiki. „Ein af aðalpersónum bókar- innar er kona sem reyndi að flýja yfir vegginn þegar hún var ung- lingur og þurfti að sitja í fang- elsi. Eftir sameiningu fór hún að vinna á útvarpsstöð sem er í eigu hins opinbera í Savlandi. Yfirmenn hennar þar voru allir í Stasi og þeir reyna reglulega að teygja og toga fréttirnar eftir hentugleika, ekki síst þær sem snúast um ógn- arstjórnina gömlu.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.