Fréttablaðið - 06.10.2012, Page 30
6. október 2012 LAUGARDAGUR30
Um kvöldið var svo sameiginleg-
ur matur og verðlaunaafhending
fyrir daginn. Svo gengu menn til
náða en flestir gistu í skólum, oft
ansi margir í sama herbergi. Það
var eiginlega erfiðast í þessu,“
segja þeir félagar og rifja upp
íþróttasalinn þar sem loftljósin
kviknuðu um leið og einhver fór
á stjá, til mikilla óþæginda fyrir
hina í salnum.
Eitt af skilyrðunum fyrir því
að taka þátt í þessu hlaupi, sem
heitir Transalpine-run, er að
hlaupa í tveggja manna liði. Lið-
unum ber að hlaupa saman allan
tímann, ekki má vera meira en
2 mínútna munur á milli liðs-
félaga á eftirlitsstöðvum. Fyrir
utan Arnar og Sigurð hófu
tvær íslenskar konur þátttöku
í keppninni, Anna Sigríður Sig-
urjónsdóttir og Christine Buch-
holz. Anna Sigríður veiktist en
Christine lauk keppninni. Arnar
og Sigurður lentu í 8. sæti í sínum
flokki; karla með sameiginlegan
aldur yfir 80 ár. 49 af 79 liðum
í þeim flokki luku keppni. Inter-
sport var bakhjarl félaganna.
Ógleymanleg lífsreynsla
Arnar og Sigurður segja hlaup-
ið ógleymanlega upplifun, leiðin
hafi verið ægifögur og svo hafi
auðvitað verið frábært að stan-
dast þessa áskorun. „Við vorum
líka svo ánægðir með það hvern-
ig við fórum í gegnum keppnina,
við byrjuðum rólega en efldust
á hverjum degi. Okkur leið vel
að keppni lokinni og fögnuðum
ógurlega. Höfum svo tekið því
rólega síðan við komum heim.“
Æ
tli við höfum
e k k i b a r a
verið að toppa
f y r r i v i t -
leysur,“ segja
hlaupagarp-
arnir Arnar Aðalgeirsson og Sig-
urður Þórarinsson spurðir hvernig
þeir fengu þá hugmynd að spreyta
sig á 320 kílómetra hlaupi um Alp-
ana. „En að öllu gamni slepptu þá
kemur þetta hlaup í beinu fram-
haldi af okkar íþróttaiðkun í
gegnum tíðina. Við höfum stundað
göngur, hlaup og almenna fjalla-
mennsku mjög lengi,“ bæta þeir
við. Arnar og Sigurður eru æsku-
vinir frá Akureyri sem hafa æft
lengi saman hlaup hjá Hlaupahópi
ÍR. „Við tókum þá ákvörðun í des-
ember í fyrra að fara í þetta átta
daga hlaup um Alpana, þar sem
meðaldaglengd er um 40 kílómetr-
ar. Við höfum fundið okkur mjög
vel í utanvegahlaupum undanfarið,
það er svo skemmtilegt að vera úti
í náttúrunni. Leiðin í þessu hlaupi
lofaði sannarlega góðu en það er
hlaupið í mikilli náttúrufegurð um
fjallaskörð, falleg þorp og skógar-
stíga.“
Hlupu 100 kílómetra á viku
Undirbúningur fyrir hlaupið hófst
í upphafi árs og frá mars hlupu
þeir félagar um 100 kílómetra á
viku. „Við eigum frábært svæði
hér í nágrenni Reykjavíkur, Heið-
mörk og Esjuna svo dæmi séu
tekin, og þau nýttum við okkur
óspart. Við undirbjuggum okkur
með því að hlaupa, hjóla og ganga
á fjöll.“
Arnar og Sigurður, sem eru 45
ára gamlir, voru báðir í mjög góðu
formi áður en æfingarnar fyrir
Alpahlaupið hófust enda ekki á
færi byrjenda að taka þátt í því.
„Við hlupum báðir maraþon síð-
asta haust þannig að við stóðum
ágætlega þegar æfingarnar fyrir
hlaupið hófust. En ég held við
höfum sjaldan æft meira en í ár
eða fjórum til sjö sinnum í viku.“
Æfingarnar skiluðu sér og þeim
félögum leið vel í hlaupinu, þeir
efldust dag frá degi og voru til-
tölulega fljótir að jafna sig eftir
að átta daga þrekrauninni lauk.
Þrekraun er rétta orðið enda kom-
ust ekki nema 400 af 600 þátttak-
endum á leiðarenda. „Fólk var að
meiðast, tveir fótbrotnuðu, sumir
hættu og aðrir fengu í magann.
Það gekk ýmislegt á.“
Ræstir klukkan hálfsex
En hvernig gengu svo dagarn-
ir fyrir sig? „Þátttakendur voru
ræstir klukkan hálfsex og svo
var farið í morgunmat klukkan
sex. Þá tók við undirbúningur
og klukkan átta voru hlauparar
ræstir. Hver dagur hófst í miðbæ
dæmigerðs alpasmábæjar, þetta
voru oft skíðabæir og gjarnan litl-
ir. Sá stærsti og þekktasti er lík-
lega Kitzbühel.“
„Síðan var hlaupið í um fjóra
tíma og var hæðarbreyting á
hverjum degi yfirleitt um 2.000
metrar. Dagleiðirnar lágu um
fjallaskarð, stundum tvö, og svo
lauk deginum í miðbæ næsta smá-
bæjar. Það var yfirleitt vinsælt
að kæla sig í gosbrunninum eftir
daginn og skála í óáfengum bjór.
Hlupu 320 kílómetra á 8 dögum
Félagarnir Arnar Aðalgeirsson og Sigurður Þórarinsson tóku þá ákvörðun í lok síðasta árs að taka þátt í 320 kílómetra löngu
hlaupi sem hófst í bænum Ruhpolding í Þýskalandi og lauk í bænum Sexten á Ítalíu. Við tóku stífar æfingar og í ágústlok var
stóra stundin runnin upp. Þeir sögðu Sigríði B. Tómasdóttur frá átta daga Alpahlaupi sem lá um fjallaskörð og skógarstíga.
8
START
MARK
AUSTURRÍKI
ÞÝSKALAND
ÍTALÍA
■ LEIÐIN SEM VAR HLAUPIN
100 km 200 km 300 km 320,7 km50 km 150 km 250 km
3
2,5
2
1,5
1
0,5
km
Ruhpolding
656 m
St. Johann í Tirol
659 m
Kitzbühel
766 m
Neukirchen am
Großvenediger
877 m
Prettau im
Ahrntal
1.454 m
Sand in
Taufers
873 m
St. Vigil
1.195 m
Sexten
1.310 m
Niederdorf im
Hochpustertal
1.145 m
1. sept. 2. sept. 3. sept. 4. sept. 5. sept. 6. sept. 7. sept. 8. sept.
■ HÆÐARBREYTINGAR Í FERÐINNI
FÉLAGAR Arnar Aðalgeirsson og Sigurður Þórarinsson hlupu oft í mjög tilkomumiklu landslagi eins og sjá má á efstu myndinni sem tekin er í fjallaklasanum Rieserferner-
gruppe. Á neðri myndinni koma þeir félagar í mark en það var skilyrði í keppninni að hlaupa í tveggja manna teymi, Sigurður er til vinstri en Arnar til hægri. Á kortinu má sjá
leiðina sem farin var en á hæðargrafinu efst á síðunni sjást nöfn bæjanna og hækkun og lækkun á degi hverjum.