Fréttablaðið - 06.10.2012, Page 30

Fréttablaðið - 06.10.2012, Page 30
6. október 2012 LAUGARDAGUR30 Um kvöldið var svo sameiginleg- ur matur og verðlaunaafhending fyrir daginn. Svo gengu menn til náða en flestir gistu í skólum, oft ansi margir í sama herbergi. Það var eiginlega erfiðast í þessu,“ segja þeir félagar og rifja upp íþróttasalinn þar sem loftljósin kviknuðu um leið og einhver fór á stjá, til mikilla óþæginda fyrir hina í salnum. Eitt af skilyrðunum fyrir því að taka þátt í þessu hlaupi, sem heitir Transalpine-run, er að hlaupa í tveggja manna liði. Lið- unum ber að hlaupa saman allan tímann, ekki má vera meira en 2 mínútna munur á milli liðs- félaga á eftirlitsstöðvum. Fyrir utan Arnar og Sigurð hófu tvær íslenskar konur þátttöku í keppninni, Anna Sigríður Sig- urjónsdóttir og Christine Buch- holz. Anna Sigríður veiktist en Christine lauk keppninni. Arnar og Sigurður lentu í 8. sæti í sínum flokki; karla með sameiginlegan aldur yfir 80 ár. 49 af 79 liðum í þeim flokki luku keppni. Inter- sport var bakhjarl félaganna. Ógleymanleg lífsreynsla Arnar og Sigurður segja hlaup- ið ógleymanlega upplifun, leiðin hafi verið ægifögur og svo hafi auðvitað verið frábært að stan- dast þessa áskorun. „Við vorum líka svo ánægðir með það hvern- ig við fórum í gegnum keppnina, við byrjuðum rólega en efldust á hverjum degi. Okkur leið vel að keppni lokinni og fögnuðum ógurlega. Höfum svo tekið því rólega síðan við komum heim.“ Æ tli við höfum e k k i b a r a verið að toppa f y r r i v i t - leysur,“ segja hlaupagarp- arnir Arnar Aðalgeirsson og Sig- urður Þórarinsson spurðir hvernig þeir fengu þá hugmynd að spreyta sig á 320 kílómetra hlaupi um Alp- ana. „En að öllu gamni slepptu þá kemur þetta hlaup í beinu fram- haldi af okkar íþróttaiðkun í gegnum tíðina. Við höfum stundað göngur, hlaup og almenna fjalla- mennsku mjög lengi,“ bæta þeir við. Arnar og Sigurður eru æsku- vinir frá Akureyri sem hafa æft lengi saman hlaup hjá Hlaupahópi ÍR. „Við tókum þá ákvörðun í des- ember í fyrra að fara í þetta átta daga hlaup um Alpana, þar sem meðaldaglengd er um 40 kílómetr- ar. Við höfum fundið okkur mjög vel í utanvegahlaupum undanfarið, það er svo skemmtilegt að vera úti í náttúrunni. Leiðin í þessu hlaupi lofaði sannarlega góðu en það er hlaupið í mikilli náttúrufegurð um fjallaskörð, falleg þorp og skógar- stíga.“ Hlupu 100 kílómetra á viku Undirbúningur fyrir hlaupið hófst í upphafi árs og frá mars hlupu þeir félagar um 100 kílómetra á viku. „Við eigum frábært svæði hér í nágrenni Reykjavíkur, Heið- mörk og Esjuna svo dæmi séu tekin, og þau nýttum við okkur óspart. Við undirbjuggum okkur með því að hlaupa, hjóla og ganga á fjöll.“ Arnar og Sigurður, sem eru 45 ára gamlir, voru báðir í mjög góðu formi áður en æfingarnar fyrir Alpahlaupið hófust enda ekki á færi byrjenda að taka þátt í því. „Við hlupum báðir maraþon síð- asta haust þannig að við stóðum ágætlega þegar æfingarnar fyrir hlaupið hófust. En ég held við höfum sjaldan æft meira en í ár eða fjórum til sjö sinnum í viku.“ Æfingarnar skiluðu sér og þeim félögum leið vel í hlaupinu, þeir efldust dag frá degi og voru til- tölulega fljótir að jafna sig eftir að átta daga þrekrauninni lauk. Þrekraun er rétta orðið enda kom- ust ekki nema 400 af 600 þátttak- endum á leiðarenda. „Fólk var að meiðast, tveir fótbrotnuðu, sumir hættu og aðrir fengu í magann. Það gekk ýmislegt á.“ Ræstir klukkan hálfsex En hvernig gengu svo dagarn- ir fyrir sig? „Þátttakendur voru ræstir klukkan hálfsex og svo var farið í morgunmat klukkan sex. Þá tók við undirbúningur og klukkan átta voru hlauparar ræstir. Hver dagur hófst í miðbæ dæmigerðs alpasmábæjar, þetta voru oft skíðabæir og gjarnan litl- ir. Sá stærsti og þekktasti er lík- lega Kitzbühel.“ „Síðan var hlaupið í um fjóra tíma og var hæðarbreyting á hverjum degi yfirleitt um 2.000 metrar. Dagleiðirnar lágu um fjallaskarð, stundum tvö, og svo lauk deginum í miðbæ næsta smá- bæjar. Það var yfirleitt vinsælt að kæla sig í gosbrunninum eftir daginn og skála í óáfengum bjór. Hlupu 320 kílómetra á 8 dögum Félagarnir Arnar Aðalgeirsson og Sigurður Þórarinsson tóku þá ákvörðun í lok síðasta árs að taka þátt í 320 kílómetra löngu hlaupi sem hófst í bænum Ruhpolding í Þýskalandi og lauk í bænum Sexten á Ítalíu. Við tóku stífar æfingar og í ágústlok var stóra stundin runnin upp. Þeir sögðu Sigríði B. Tómasdóttur frá átta daga Alpahlaupi sem lá um fjallaskörð og skógarstíga. 8 START MARK AUSTURRÍKI ÞÝSKALAND ÍTALÍA ■ LEIÐIN SEM VAR HLAUPIN 100 km 200 km 300 km 320,7 km50 km 150 km 250 km 3 2,5 2 1,5 1 0,5 km Ruhpolding 656 m St. Johann í Tirol 659 m Kitzbühel 766 m Neukirchen am Großvenediger 877 m Prettau im Ahrntal 1.454 m Sand in Taufers 873 m St. Vigil 1.195 m Sexten 1.310 m Niederdorf im Hochpustertal 1.145 m 1. sept. 2. sept. 3. sept. 4. sept. 5. sept. 6. sept. 7. sept. 8. sept. ■ HÆÐARBREYTINGAR Í FERÐINNI FÉLAGAR Arnar Aðalgeirsson og Sigurður Þórarinsson hlupu oft í mjög tilkomumiklu landslagi eins og sjá má á efstu myndinni sem tekin er í fjallaklasanum Rieserferner- gruppe. Á neðri myndinni koma þeir félagar í mark en það var skilyrði í keppninni að hlaupa í tveggja manna teymi, Sigurður er til vinstri en Arnar til hægri. Á kortinu má sjá leiðina sem farin var en á hæðargrafinu efst á síðunni sjást nöfn bæjanna og hækkun og lækkun á degi hverjum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.