Fréttablaðið - 06.10.2012, Síða 32

Fréttablaðið - 06.10.2012, Síða 32
6. október 2012 LAUGARDAGUR32 ■ BRAGI ÓLAFSSON Fáir íslenskir höfundar flétta Reykjavík jafn listilega í verk sín og Bragi; í Hvíldardögum verður Hringbrautin svo til örlagavaldur í lífi aðalpersónunnar; í Gæludýrunum flækist ein persónan um borgina í leit að félaga sínum en í byrjun Samkvæmisleikja draga brúnir rúskinnsskór sem skildir eru eftir á stigagangi í Vesturbænum dilk á etir sér. Úr fegurð í algjöran hrylling Ég held að Reykjavík hljóti að vera fín borg fyrir skáldskap. Þegar maður labbar um hana er maður svo fljótur að fara úr einhverju fal- legu yfir í algeran hrylling – og öfugt. Frá því ég byrjaði að skrifa hef ég alltaf notast mikið við götuheiti og kennileiti í Reykjavík, ekki síst til að upplifa sterkar umhverfið sem ég lýsi. Að láta sögu gerast í einhverri ímyndaðri borg er í mínum augum óhugsandi, þótt ég hafi lesið bækur þar sem það er gert á mjög sannfærandi hátt. En vegna þess að ég fæ stundum innilokunarkennd og fyllist leiða, jafnt þegar ég geng um götur Reykjavíkur og skrifa um hana, finnst mér nauðsynlegt að stíga út úr borginni og stilla henni upp á móti öðru sviði innan sama verksins, stundum útlendu. Í nýrri skáldsögu sem kemur út bráðum, fer ég til dæmis norður í land og í næsta nágrenni við Reykjavík til að lýsa betur upp hið reykvíska svið sögunnar sem að þessu sinni er Rauðarárstígur, Hlemmur og lögreglustöðin við Hverfisgötu. Slíkt umhverfi verður auðvitað að fá eitthvað bjartara umhverfi til að spegla sig í. Þegar ég geng um götur Reykja víkur verður mér oft hugsað til myndar eftir ítalska málarann Mario Sironi sem heitir Antiborghese og sýnir kvenpersónu koma labbandi eftir gangstétt í nútímaborg, og í forgrunninum, við næsta horn, bíða þrír skuggalegir menn bak við háan múrvegg eftir að konan komi að horninu – einn þeirra er vopnaður hníf. Ég geri mér grein fyrir að Reykjavík er ekki borg á Ítalíu, en hér eru líka götuhorn, og á sumum hornunum mæta reykvískar götur götum í öðrum borgum. ■ SÓLVEIG JÓNSDÓTTIR Sólveig gaf út sína fyrstu skáldsögu, Korter, fyrr á þessu ári. Bókin fjallar um fjórar ungar konur Reykjavíkur sem eiga fátt sameiginlegt annað en umhverfið í 101 og griðastaðinn Café Korter í Bankastræti. Alsjáandi aukapersóna Reykjavík er sögusvið bókarinnar minnar, Korter, en hún er kannski eins og hin alsjáandi aukapersóna sögunnar þar sem hún leiðir aðalsögu persónurnar fjórar saman á götu hornum, kaffihúsum og hinum ólíklegustu stöðum. Borgin skreytir sig með götuljósum og afgangs jólaseríum, fær andlitslyftingu á einum stað en hún lætur aðrar lagfæringar bíða betri tíma. Reykjavík í Korteri á sínar björtu hliðar en getur líka verið köld og dimm, sem oftar en ekki helst í hendur við það hvernig persónurnar upplifa sjálfa sig hverju sinni. Það er auðveldara að vera einmana í ys og þys borgarinnar heldur en þar sem þú ert ein með sjálfri þér. Reykjavík er það næsta sem við komumst því að eiga stórborg hér á landi en ber þó svo sterkan keim af því að hafa verið þorp sem teygði verulega úr sér á stuttum tíma. Íbúarnir eru heimakærir og persónur bókarinnar líta á skreppitúra til Mosfellsbæjar og Hafnarfjarðar sem meiri háttar ferðalög sem lítið gott leiðir af. Í ljóðabókinni Klettur í hafi yrkir Einar Már Guðmundsson um það þegar sagnaskáldið Hómer kemur til Reykja- víkur og spyr leigubílstjóra hvern- ig hægt sé að ímynda sér að í þessu regngráa tilbreytingarleysi búi sögu- þjóð. „Það er einmitt ástæðan,“ svaraði bíl- stjórinn, „aldrei langar mann jafn mikið til að heyra góða sögu og þegar droparnir lemja rúðurnar.“ Í mörgum þessara sagna leikur Reykjavík á ýmsum tímum lykilhlutverk. Í lista yfir skáld- sögur sem gerast í Reykjavík sem Borgarbóka- safnið tók saman fyrir lestrarhátíð eru yfir 160 titlar og hann er hvergi tæmandi. Þessar bækur eiga það sameiginlegt að veita innsýn í borgarlífið og sögu þess á ólíkum tímum. Brekkukotsannáll Halldórs Laxness gefur inn- sýn inn í horfinn heim sveitaþorpsins þar sem nú er hjarta miðborgarinnar, í Garðinum vefur Gerður Kristný sögu Reykjavíkur saman við Hólavallagarð og svo má lengi telja, margir líta háhýsin við Skúlagötu ekki sömu augum eftir að hafa lesið Konur eftir Steinar Braga og í Makalaus rýnir Tobba Marinós í deitmenningu Reykvíkinga. Í sjálfu sér er ekki undarlegt að Reykjavík sé íslenskum rithöfundum algengt yrkisefni; hún er eina borg landsins, sjálf höfuðborgin, stóri fiskurinn í litlu tjörninni og fletir hennar sjálfsagt aldrei fullkannaðir. Fréttablaðið hafði samband við fjóra íslenska rithöfunda sem hafa gert borginni skil, hver með sínum hætti, og spurði þá út í sýn þeirra á Reykjavík og áhrif hennar á verk þeirra. Reykjavíkurbækur Skáldsagan Vögguvísa eftir Elías Mar verður í brennidepli á Lestrarhátíð í Reykjavík en hún er ein af fyrstu Reykjavíkursögunum. Ófáir höfundar hafa síðan gert Reykjavík skil með sínum hætti. Bergsteinn Sigurðsson leitaði til fjögurra Reykjavíkurhöfunda og fékk þá til að lýsa sýn sinni á borgina. ■ EINAR KÁRASON Margar sögur Einars gerast í Reykjavík. Fyrir yngri kynslóðir er þríleikurinn um Djöflaeyjuna líklega einn helsti bautasteinninn um merkan kafla í sögu Reykjavíkur, braggahverfin. Allt önnur veröld Ég er fæddur og uppalinn í borginni, þetta eru mín heimatún og römm er sú taug er rekka dregur föðurtúna til, eins og einhvers staðar stendur. Þetta er það umhverfi sem ég þekki best. Ég veit ekki hvað ég hef skrifað margar bækur sem gerast í Reykjavík en þær eru allnokkrar, til dæmis Heimskra manna ráð, Kvikasilfur og Norðurljós að ein- hverju leyti. Þríleikurinn um Djöflaeyjuna er þó sjálf- sagt hreinræktuðustu Reykjavíkursögurnar mínar. Braggahverfið var löngu horfið þegar ég skrifaði þessar sögur en í endurminningunni fannst mér eitt- hvað gífurlega spennandi við þau. Braggahverfin voru framandi. Ég þekkti fólk sem þaðan kom og þetta var allt önnur veröld. Með því að skrifa þessar bækur var ég að einhverju leyti að endurlífga þetta fyrir sjálfum mér og fara enn dýpra inn í þessi hverfi en ég hafði nokkurn tímann gert sem strákur í Hlíðunum. ■ AUÐUR JÓNSDÓTTIR Borgarlíf, bæði íslenskt og erlent, hefur verið Auði hugleikið. Í Öðrum heimi og Fólkinu í kjallaranum er Reykjavík hins vegar sögusviðið en sú fyrrnefnda fjallar um miðaldra mann sem flytur frá Seyðisfirði til Reykjavíkur og tekur saman við asíska konu. Rétta augnablikið Danskur vinur heimsótti okkur hjónin, spenntur að sjá Reykjavík. Eitt orð nægir til að fanga upplifun hans: vonbrigði. Seinna reyndi ég að segja vininum að hann hefði bara ekki hitt á rétta augnablikið. Hann gaf lítið út á tilfinningasemina í mér, óðamála þegar hann sagði dönskum vinum okkar frá því hvað það væri fárán- legt að kalla þennan þorpslega bæ borg. Samt hafði hann komið í júní, þegar dagurinn er eilífur og veðrið með skárra móti. Vinurinn var farinn að reyta af sér brandara um mannlaus stræti þar sem væri ekki þverfótandi fyrir túristabúðum þegar vinkona leit samúðar- full á mig með þeim orðum að ég skyldi ekki taka þetta nærri mér, hún væri sjálf ættuð frá Bergen. Að vissu leyti var ég sammála honum. Reykjavík er hráslagalegasti staður sem ég þekki. En borgin er líka dásamlegur staður. Hann vinur minn veit ekkert um hvernig það er að hitta Ketil Larsen á Mokka og rabba um jóla- sveininn en fara síðan niður í Iðnó og hlusta á Paul Auster lesa úr nýrri skáldsögu á bókmenntahátíð, án þess að kaupa sér miða með hálfs árs fyrirvara. Kannski er ekki matvælamarkaður á Hlemmi, eins og þessi fíni við Norðurport, en hann kemur ábyggi- lega einn daginn. Þangað til getur maður notið þess að fara á Gló, Fylgifiska og Bergsson. Það er ekki mikið um antíkvarter en Bragi er margra manna maki og hér er árleg djasshátíð, þó að það vanti djassbúllur með gömlum djassgeggjurum; fyrir nú utan tónagleðina í Hörpunni. Svo styttist óðum í að Reykjavík verði hjólaborg. Það eina sem ég sakna er grænmetissalinn á horninu með sín exótísku krydd. Hann vinur minn þarf að prófa að koma til Reykjavíkur eftir sumar í Evrópu. Anda að sér fersku sólrokinu og sjá hvernig rifsberin haldast gljáandi rauð á trjánum fram eftir öllu hausti þegar hann stikar niður Grjótaþorpið og segir góðan dag- inn við Frú Fishersund í litla hvíta húsinu sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.