Fréttablaðið - 06.10.2012, Page 34

Fréttablaðið - 06.10.2012, Page 34
6. október 2012 LAUGARDAGUR34 Haustið var þema ljósmyndasamkeppni Fréttablaðsins að þessu sinni. Fjölmargar myndir bárust og sigurvegari varð Þórlindur Kjartansson með myndinni Haust við Tjörnina. Hann hlýtur í verðlaun 22“ sjónvarpstæki frá Heimilistækjum. Önnur og þriðju verðlaun fá Unnar Gísli Sigurmundsson og Inga Vala Birgisdóttir og hlýtur hvort þeirra leikhúsmiða fyrir tvo í Borgar- leikhúsið. Dómnefnd skipuðu Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari á Fréttablaðinu, Ólafur Stephensen ritstjóri og Arndís Þorgeirsdóttir fréttastjóri. Haust við Tjörnina valin besta myndin „Konan mín, Sigríður Unnur Lúðvíksdóttir, á allan heiðurinn af þessari mynd,“ segir Unnar Gísli Sigurmundsson, sem hreppti annað sætið. „Hún stillti sér og syni okkar, Sigurmundi Gísla, upp og sagði mér hvenær ég ætti að smella af. Það er hún sem er myndasmiðurinn á heimilinu, ég er bara amatör.“ Myndin er tekin í Laugardalnum í Reykjavík. „Þetta er tekið í Eyjafirðinum, við Hrafnagil,“ segir Inga Vala Birgisdóttir, sem hreppti þriðja sætið. „Þetta er blessuð Hrafnagilsbelja. Ég fer mikið út að ganga með hundana mína og tek þá myndavélina með og reyni að fanga stemninguna í kringum okkur. Það hefur greinilega tekist vel núna.“ Haust í Þórsmörk nefnist þessi mynd Guðríðar Margrétar Guðmunds- dóttur sem hreppti 4.-5. sætið. „Ég var mjög heppin að ná þessari mynd,“ segir Guðríður. „Veðrið var mjög sérstakt þennan dag og birtan ótrúleg.“ Veturinn minnir á sig nefnist þessi mynd Arnars Bergs Guðjónssonar sem lenti í 4.-5. sæti. „Þessi er tekin á Þingvöllum klukkan 6 að morgni um síðustu helgi,“ segir Arnar. „Það var stórkostlegt að fylgjast með því þegar gróðurinn var að lifna við eftir næturkuldann.“ 2. SÆTI 3. SÆTI „Glæsilegt! Þetta erum við feðgarnir ánægðir með,“ sagði Þórlindur Kjartans- son, sigurvegari í ljósmyndasamkeppninni, þegar honum voru tilkynnt úrslitin. Mynd hans heitir Haust við Tjörnina og Þórlindur hefur þetta að segja um tilurð hennar: „Það var frí í leikskólanum hjá syninum, Antoni Hauki, þennan fallega haustdag í síðustu viku og við fórum í smá leiðangur og reyndum að taka skemmtilegar myndir. Svo ákvað ég bara í bríaríi að prófa að senda myndina inn í keppnina, átti alls ekki von á því að vinna.“ Þórlindur segist vera byrjandi í ljósmyndalistinni, hann sé nýbúinn að eignast nýja myndavél og sé bara að fikta, en sigurinn verði honum hvatning til að halda áfram. Sendi myndina í bríaríi VE R Ð LA U N A M YN D IN 4.-5. SÆTI 4.-5. SÆTI FLEIRI MYNDIR ÚR KEPPNINNI MÁ SJÁ Á VÍSI
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.