Fréttablaðið - 06.10.2012, Page 59
LAUGARDAGUR 6. október 2012 11
Vaktstjóri í veitingasal
Rótgróið hótel í miðbænum auglýsir eftir þjóni eða einstak-
lingi með reynslu af þjónustustörfum og verkstjórn til að
sinna starfi vaktstjóra í veitingasölum hótelsins
Unnið er á 2-2-3 vöktum. Aldurstakmark 25 ára.
Vinsamlegast sendið umsóknir með ferilskrá á
box@frett.is mekt „Vaktstjóri“
Umsóknarfrestur er til 13. október.
Lagermaður
Skaginn hf. óskar eftir að ráða lagermann.
Leitað er að einstaklingi sem getur tekið við sem lagerstjóri fyr-
irtækisins á næsta ári þegar núverandi lagerstjóri lætur af störfum.
Við leitum að einstaklingi sem er drífandi, á auðvelt með að vinna
undir álagi og á gott með að eiga samskipti við fólk.
Æskilegt er að viðkomandi aðili hafi eftirtalið til brunns að bera:
• Hafi reynslu af störfum í málmiðnað.
• Hafi þekkingu á Navision.
• Tali og skrifi ensku og norðurlandamál.
Umsóknum um starfið skal skila fyrir kl. 17,00 miðvikudaginn
17. október nk. til Þorgeirs Jósefssonar, framleiðslu- og þjónustu-
stjóra, sem jafnframt veitir nánari upplýsingar. Netfangið er
thorgeir@skaginn.is og símanúmerið er 430-2000.
Bakkatúni 26, 300 Akranes, Sími: 430-2000, Fax: 430-2001, www.skaginn.is
Skaginn hf. er leiðandi fyrirtæki í hönnun og þróun ýmissa framleiðslutækja
fyrir matvælaiðnað. Rætur fyrirtækisins liggja í fiskiðnaðinum en það vinnur
einnig í kjöt- og kjúklingaiðnaðinum.
Ert þú næsti fræðslufulltrúi
Umferðarstofu?
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
Starfið
Umferðarstofa leitar að fræðslufulltrúa á umferðaröryggissviði í 100% starf. Starfið er fjölbreytt og felur
í sér m.a. fræðslu í leik-, grunn- og framhaldsskólum, leiðsögn til þeirra sem vilja sinna umferðarfræðslu,
almenna upplýsingaveitu og ráðgjöf um málaflokkinn. Fræðslufulltrúi mun einnig sjá um viðhald
fræðsluefnis á heimasíðunum us.is og umferð.is, samskipti við fjölmiða, ritun greina og frétta og svörun
erinda um umferðaröryggismál, ásamt almennri þátttöku í verkefnum á umferðaröryggissviði.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
Góð tölvukunnátta.
Góð íslenskukunnátta og hæfni til að rita vandaðan og áhugaverðan texta.
Reynsla og/eða þekking af fjölmiðlum er kostur.
Þekking og áhugi á samskiptamiðlum og efnismiðlun á netinu.
Viðkomandi þarf að búa yfir miklu frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum, vandvirkni,
og hafa sérlega góða samstarfs- og samskiptahæfileika.
Umsóknarfrestur er til 22. október 2012.
Hægt er að sækja um með eftirfarandi hætti:
Á heimasíðu Umferðarstofu www.us.is/page/atvinnuumsokn.
Með því að senda umsókn á atvinna@us.is.
Senda skriflega umsókn á Umferðarstofu.
Nánari upplýsingar veitir Gunnar Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri umferðaröryggissviðs, s. 580-2000.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir gilda í a.m.k. sex
mánuði ef staða losnar á ný.
Umferðarstofa var bæði árið 2009 og 2010 valin stofnun ársins í könnun sem gerð var á meðal
félagsmanna SFR –stéttarfélag í almannaþjónustu. Árið 2012 var stofnunin í öðru sæti. Hjá
stofnuninni starfa um 55 starfsmenn. Lögð er áhersla á þjónustu, árangur, áreiðanleika og
jákvæðni. Tilgangur Umferðarstofu er að auka lífsgæði með því að auka öryggi í umferðinni.
Stofnunin hefur innleitt stefnumiðað árangursmat og er því mikið lagt upp úr mælanlegum
árangri. Upplýsingar um Umferðarstofu má finna á heimasíðu us.is.
Nýtt og spennandi
fyrirtæki óskar eftir
að ráða í eftirtalin störf
Móðurfélag Heimkaupa er DCG, eða Dempsey & Clark Group. DCG er ráðgjafa- og fjárfestingafélag sem einbeitir
sér að markaðssetningu á netinu, hugbúnaðarþróun og framsæknum veflausnum á sviði verslunar og þjónustu.
Heimkaup er nýtt og spennandi fyrirtæki sem
á sér ekki hliðstæðu hér á landi. Heimkaup er
„verslunarmiðstöð“ á netinu, þar sem viðskipta-
vinum gefst kostur á að skoða mikið úrval af
vörum úr ýmsum vöruflokkum á hagstæðu
verði, ganga frá pöntunum og greiðslu
og fá vöruna senda heim.
PI
PA
R\
TB
W
A
·
SÍ
A
·
12
28
25
Umsóknum ásamt mynd og ferilskrá skal skila á umsokn@dcg.is fyrir 22. október.
Vöru- og innkaupastjórar þriggja sviða
· Raftæki og tölvur
· Snyrtivörur og fatnaður
· Heimilisvörur
Vöru- og innkaupastjórar hafa umsjón með
birgðahaldi og innkaupum í sínum vöruflokkum,
með tilheyrandi samskiptum við birgja.
Menntunar- og hæfniskröfur
· Góð reynsla af vörustjórnun eða
sambærilegum störfum
· Góð þekking á viðkomandi vöruflokkum
· Hæfni í mannlegum samskiptum
· Góð tölvu- og tungumálakunnátta
Framkvæmdastjóri
Framkvæmdastjóri hefur umsjón
með og ber ábyrgð á öllum daglegum
rekstri félagsins, fjárreiðum,
mannahaldi og þjónustustigi.
Menntunar- og hæfniskröfur
· Háskólapróf í viðskiptafræði eða skyldum
greinum
· Góður skilningur og reynsla af viðskiptum
á netinu
· Stjórnunarreynsla æskileg en ekki skilyrði
· Hæfni í mannlegum samskiptum
· Góð tölvu- og tungumálakunnátta
Lager- og dreifingarstjóri
Lager- og dreifingarstjóri hefur
umsjón með vörulager og dreifingu.
Menntunar- og hæfniskröfur
· Góð reynsla af lagerstörfum og vörudreifingu
eða sambærilegum störfum
· Hæfni í mannlegum samskiptum, gott viðmót
og rík þjónustulund
· Góð tölvukunnátta
Afgreiðsla
Afgreiðsla í móttöku og vörusýningarsal ásamt símsvörun o.fl.
Menntunar- og hæfniskröfur
· Góð reynsla úr verslun eða öðrum
afgreiðslustörfum
· Hæfni í mannlegum samskiptum, gott viðmót
og rík þjónustulund
· Góð tölvu- og tungumálakunnátta
dcg.is / Suðurlandsbraut 22 / 105 Reykjavík