Fréttablaðið - 06.10.2012, Síða 78

Fréttablaðið - 06.10.2012, Síða 78
KYNNING − AUGLÝSINGSpeglar & innrömmun LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 20124 FÆST DÝR GREINA SPEGILMYND SÍNA Langt er síðan maðurinn uppgötvaði spegilmynd sína og að öllum líkindum hefur hann speglað sig í ám og lygnum vötnum fyrst um sinn. Síðari rannsóknir hafa leitt í ljós að þessi hæfileiki kemur fram við nokkurra mánaða aldur. Maðurinn er ein af fáum dýrategundum sem greina spegilmynd sína en hann deilir þeim hæfileika með öpum, fílum, háhyrningum, höfrungum og örfáum öðrum tegundum. Hundar og kettir eru ekki þessum hæfileika gæddir. Ef þeir sjá sig í spegli líta þeir svo á að þarna sé annað dýr á ferð og reyna yfirleitt að hrekja það á brott með afar takmörkuðum en spaugilegum árangri. Það má ímynda sér að manninum hafi brugðið í brún þegar hann greindi spegilmynd sína fyrst og snemma tengdu menn hana alls kyns hjátrú. Lengi var talið að hægt væri að komast yfir á annað tilverustig og spá fyrir um framtíð sína með því að stara á spegilmynd sína. Aftur á móti var það talið boða ógæfu ef spegilmyndin skekktist eða brenglaðist á meðan horft væri á hana. Speglar eru órjúfanlegur hluti tilverunnar og fara fæstir út úr húsi án stuttrar viðkomu fyrir framan spegilinn, í það minnsta til að lagfæra hár og fatnað. Margir myndu jafn- vel segja að spegill væri ómiss- andi nytjahlutur og eru fá heimili sem ekki eru búin í það minnsta einum baðherbergisspegli. Speglar eru þó nýttir til ann- ars en að kanna ásýndina og er til að mynda löng hefð fyrir því að nota þá við innanhúshönnun. Í Feng Shui-fræðum eru þeir not- aðir til að ná fram ákveðnu jafn- vægi í hvers kyns vistarverum. Stórir speglar stækka lítil rými og í fallegum ramma eru þeir auk þess stakasta prýði. Hin síðari ár hefur verið sér- staklega vinsælt að hengja vold- ugan spegil fyrir ofan sófa í stað málverks. Oft er liturinn á ramm- anum látinn tóna við annað í stof- unni, sem gerir oftast mikið fyrir heildarmyndina. Í litlum svefnherbergjum og í forstofum er algengt að klæða skápahurðir með speglum. Þetta eru staðir þar sem gott er að spegla sig en gólfsíðir speglar í slíkum vistarverum hafa auk þess góð áhrif á rýmið. Stækka rými og skapa jafnvægi Löng hefð er fyrir því að nota spegla við innanhússhönnun enda geta þeir gert kraftaverk fyrir lítil rými. Þeir eru sömuleiðis órjúfanlegur hluti af daglegu lífi flestra þó að fæstir velti því fyrir sér. Algengt er að klæða skápahurðir speglum. Yfirleitt er um að ræða gólfsíða spegla á svefnherbergisskápum og í forstofu en möguleikarnir eru óþrjótandi eins og þessi antikskápur ber með sér. Löng hefð er fyrir því að nota spegla við innanhúshönnun. Í Feng Shui- fræðum eru þeir notaðir til að ná fram ákveðnu jafnvægi í hvers kyns vistarverum. Stórir speglar stækka lítil rými. Hægt er að nota spegla á ýmsan hátt. Góð hugmynd er að útbúa snyrtiborð með því að setja spegil ofan á skrifborð. Hægt er að nýta gamalt skrifborð, lakka það upp á nýtt og raða fallegum hlutum ofan á það, eins og gert er á myndinni. Litlir hlutir geta gert ótrúlega mikið fyrir umhverfið. Ljósir litir, stór spegill og fallegur stóll geta gjörbreytt herbergi. Gólfspeglar eru ákaflega þægilegir þegar föt eru mátuð. Gólfspegill á fæti er auk þess fallegt húsgagn sem setur svip sinn á herbergið. Þá eru til litlir speglar með mikla stækkunarmöguleika sem er ákaflega gott að hafa við höndina, til dæmis þegar augabrúnir eru plokkaðar eða nostrað er við förðun. Myndin er frá versluninni Pottery Barn í Bandaríkjunum, en hægt er að versla hjá henni í gegnum netið til Íslands. Slóðin er Potterybarn.com og gaman er að skoða hina ýmsu fallegu muni sem þar eru á boðstólum. SPEGLAR FEGRA UMHVERFIÐ Hin síðari ár hefur verið sérstaklega vinsælt að hengja voldugan spegil fyrir ofan sófa í stað málverks. 25% afsláttur í Skemmtigarðinum Smáralind á sunnudögum. NÝTT OG ÖFLUGRA FRÍÐINDAKERFI sjálfvirkur afsláttur frá samstarfsaðilum beint í vasa áskrifenda 25% afsláttur Virkjaðu kreditkortið þitt og annarra fjölskyldumeðlima á mínar síður á www.stod2.is. Ört vaxandi hópur samstarfsaðila. Fylgstu með!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.