Fréttablaðið - 06.10.2012, Side 84

Fréttablaðið - 06.10.2012, Side 84
6. október 2012 LAUGARDAGUR48 timamot@frettabladid.is „Þessi öfgalausa hvatning til fólks að láta til sín taka, láta ekki vaða yfir sig og taka afstöðu er boðskapur sem á erindi við yngri og eldri,“ segir Frið- rik Rafnsson, þýðandi metsölubókar- innar Mótmælið öll eftir franska höf- undinn Stéphane Hessel. Í bókinni, sem kom út á vegum Skruddu á dög- unum, hvetur höfundurinn lesendur til að vera virkir borgarar og mótmæla hástöfum þegar þeim ofbýður órétt- læti heimsins. Í bókinni, sem er í raun stutt kver, rifjar hann upp þau gildi og réttindi sem vestræn samfélög hafa grundvallast á allt frá lokum síðari heimsstyrjaldarinn- ar og færir gild rök fyrir því að þau hafi allt of oft verið snið- gengin á fyrsta áratug 21. aldarinnar. Hessel veit vel að þau gildi eru ekki sjálfsögð. Hann er 95 ára franskur gyðingur, barðist í frönsku andspyrnu- hreyfingunni í seinni heimsstyrjöld og komst lífs af úr útrýmingarbúðum nasista. Bókin sló í gegn þegar hún kom út í Frakklandi árið 2010 og hefur síðan verið þýdd á yfir 40 tungumál og selst í sex milljónum eintaka. Friðrik Rafnsson telur vinsældir bókarinnar eiga sér ýmsar skýringar. „Hessel er mikill vitringur í hugum franskra lesenda, kominn á virðuleg- an aldur þegar menn eru oft farnir að draga sig í hlé í opinberri þjóðmála- umræðu. Það vakti hins vegar mikla athygli þegar bókin kom út í Frakk- landi fyrir tveimur árum að hann ávarpar unga fólkið, uppvaxandi kyn- slóðir, og bendir á að sér þyki sam- félagið hafa rekið af leið og minnir á grunngildin sem hann tók þátt í að móta, til dæmis mannréttindayfir- lýsingu Sameinuðu þjóðanna og hug- myndir andspyrnuhreyfingarinnar.“ Friðrik nefnir líka að kverið hafi komið út á miklum umrótstímum. „Fyrir tveimur árum voru mikil læti í Frakklandi út af niðurskurði í menntamálum og umræðu um að hækka eftirlaunaaldur. Þessi umræða þekkist víðar, þess vegna virðist þessi bók hafa fengið góðan hljómgrunn. Hann hitti á tímabil, sem stendur í sjálfu sér enn yfir, þar sem ríkir mikil ólga og efasemdir.“ FRIÐRIK RAFNSSON: ÞÝDDI MÓTMÆLAKVER STÉPHANE HESSEL Öfgalaus hvatning til að standa vörð um grunngildin STÉPHANE HESSEL Franskur gyðingur sem barðist í andspyrnuhreyfingunni og komst lífs af úr útrýmingarbúðum nasista. Bók hans, Mótmælum öll, er hvatning til fólks að láta málin sig varða. NORDICPHOTOS/GETTY FRIÐRIK RAFNSSON 47 DR. GUNNI verður 47 ára á morgun.„Um daginn kom ég heim með glansandi Grímustyttu og skellti á stofuborðið. […] Ég er auðvitað frekar upp með mér en ekkert breyttist svo sem og daginn eftir var mér skipað að þrífa klósettið.“ Opið hús verður í Gunnarshúsi, húsi Rithöfundasambands Íslands, í dag milli klukkan tvö og fjögur. Tilefnið er það að borgarstjórinn í Reykjavík afhenti Rithöfundasambandinu húsið til eignar á Menningarnótt 18. ágúst síðastliðinn. Gunnarshús var síðasta heimili og vinnustaður Gunnars Gunn- arssonar rithöfundar og Franziscu konu hans. Heitt kaffi verður á könnunni og upplýsir Kristín Steinsdóttir, formaður Rithöfundasambandsins, að stjórn sam- bandsins, þau Jón Kalman Stefánsson, Sölvi Björn Sigurðsson, Kristín Helga Gunnarsdóttir, Oddný Eir Ævars dóttir og Davíð A. Stefánsson, taki á móti gestum og gangandi. Gunnarshús, sem er við Dyngjuveg 8, var teiknað og byggt á árunum 1950-52. „Arkitekt var Hannes Kr. Davíðsson, sem þá var tiltölulega nýkominn frá námi og bar nýja strauma til landsins. Hann lét þarfir og óskir hjónanna ráða innri gerð hússins, sem um margt var óvenjuleg og stakk í stúf við það sem tíðkaðist hérlendis um þessar mundir; þar má nefna að stiginn milli hæða er léttur og opinn, en ekki í lokuðu stiga- húsi, og tengingu hæðanna með opi sem ofanljós flæðir um. Sömuleiðis má nefna atriði í ytri gerð hússins sem ekki teljast nýlunda nú en voru það þá, svo sem hvernig mótaförum er leyft að haldast sýnilegum í steypuveggjum utanverðum, hinir stóru óskiptu hverfi- gluggar og gluggaskipanin sjálf,“ segir á heimasíðu Rithöfundasambandsins. Gunnarshús opnað gestum GUNNARSHÚS Opið í dag milli fjögur og sex. Þá telur Friðrik að lengd og verð bókarinnar eigi ekki sístan þátt í útbreiðslu hennar. „Hún er örstutt, ekki nema 48 síður, svo hver sem er getur lesið hana á einni kvöldstund. Í Frakklandi kostar hún heldur ekki nema þrjár evrur og á Íslandi um 1.200 krónur. Eitt af markmiðum útgáfunn- ar var að gera bókina aðgengilega sem flestum, enda er slagorð hennar á þá leið að sannleikurinn eigi að vera ódýrari en lygin.“ bergsteinn@frettabladid.is Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR ZOËGA Dyngjuvegi 1. Geir Agnar Zoëga Helga Zoëga Guðmundur Kristjánsson Geir Þórarinn Zoëga Vilborg Traustadóttir Þórdís Zoëga Ólafur E. Friðriksson barnabörn og barnabarnabörn. Elsku pabbi okkar, afi, tengdafaðir, bróðir og vinur, INDRIÐI INDRIÐASON Aðalbraut 67, Raufarhöfn, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 24. september. Bálför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Innilegar þakkir til allra þeirra sem önnuðust hann í veikindum hans. Sigurrós Indriðadóttir Sigurjón Baldursson Þórhallur Darri Sigurjónsson Ævar Indriðason Gunnar Indriðason Sólrún Hvönn Indriðadóttir Jón Sigmar Jónsson Agnar Víðir Indriðason Jóhanna Helga Sigursteinsdóttir Jón Halldór Björnsson Hanna Ingimundardóttir Sigurður Björnsson Kristín Jóhannsdóttir Björn Björnsson Sigrún Björnsdóttir og aðrir aðstandendur og vinir. Elskuleg systir okkar, HELENA GUÐLAUGSDÓTTIR WHITAKER andaðist að heimili sínu í Texas í Bandaríkjunum að morgni miðvikudagsins 3. október. Fyrir hönd aðstandenda, Regína, Sonja og Birgitta Marzelía Guðlaugsdætur. Systir mín, SIGRÍÐUR ÁSA TRAUSTADÓTTIR WINTHER Þórshöfn, Færeyjum, lést 3. október sl. á sjúkrahúsinu í Þórshöfn, Færeyjum. Útförin fer fram í Þórshöfn þann 7. október. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hjartavernd. Fyrir hönd annarra vandamanna, Jóhanna Traustadóttir Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSLAUG ÁSMUNDSDÓTTIR áður til heimilis Álfalandi 4, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudaginn 8. október kl. 15.00. Ásmundur Stefánsson Guðrún Guðmundsdóttir Þór Stefánsson Hulda Ólafsdóttir Ása Stefánsdóttir Jens Kvist Christensen barnabörn og barnabarnabörn Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og stjúpa, SÓLRÚN KATRÍN HELGADÓTTIR áður til heimilis að Laufengi 5, lést á hjúkrunarheimilinu Eir sunnudaginn 30. september. Útförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hjartans þakkir til starfsfólksins á þriðju hæð suður. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurbjörg María Jónsdóttir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.