Fréttablaðið - 06.10.2012, Page 100

Fréttablaðið - 06.10.2012, Page 100
6. október 2012 LAUGARDAGUR64 lifsstill@frettabladid.is ? Ég er ein af þeim konum sem eiga erfitt með að fá fullnæg- ingu í kynlífi og ég held að það sé ekki út af þekkingarleysi kær- astans. Hann kann alveg sitt, mér finnst ég bara oft vera að hugsa um eitthvað allt annað þegar við stundum kynlíf. Ég ræð ekkert við það og það er mjög pirrandi því oft dett ég úr stuði og stund- um tekur hann eftir því og spyr hvort ekki sé allt í lagi. Og auðvi- tað er allt í lagi þó stundum pæli ég í hlutum eins og hvort honum finnist ég sæt og hvað hann sé að hugsa, gera það ekki allir? En hvað er best að gera til að geta einbeitt sér að kynlífinu? SVAR: Það er alveg sama hversu góður elskhugi kærastinn þinn er, ef hugur fylgir ekki líkama þá getur fullnæging látið á sér standa. Hugurinn á það til að fara á flug í miðjum klíðum svo ekki hafa stórar áhyggjur af því, það er fullkomlega eðlilegt. Hins vegar er það leiðigjarnt ef það kemur í veg fyrir ánægju og þá eru til nokkrar æfingar sem gott getur verið að grípa til. Fyrst þarftu að kveða niður streitu- valdandi og neikvæðar hugs- anir um eigin líkamsímynd. Ból- félaganum finnst píkan æðisleg, húðin falleg, andlitið geislandi og brjóstin löguleg. Hann er að stunda kynlíf með þér svo honum finnst þú kynferðislega eftirsókn- arverð og falleg. Það þarf ekk- ert að hafa fleiri orð um það en þú verður að temja þér að kveða niður þessar hugsanir og rækta ást á eigin líkama. Það er sama hversu oft hann segir þér það, ef þú stendur ekki með sjálfri þér þá gerir það enginn fyrir þig. Æfðu þig í að skoða þig nakta og lærðu að meta eigin fegurð. Mig grunar að þegar þetta er komið þá verði auðveldara að einbeita sér að kynlífinu. Svo er það önd- unin. Fylgstu með andardrætti ykkar beggja og ekki halda aftur á þér, andvarpaðu og styndu af hjartans þrá. Ef hugurinn er enn á reiki þá getur verið gott að nota orð, „þetta er gott“ eða segja nafn elskhugans. Einnig er sá möguleiki fyrir hendi að þrátt fyrir kunnáttu kærastans þá henti hans snertingar þér ekki og því sé kominn tími til að breyta til. Þú gætir prufað að taka við stjórninni og reynt að halda þér þannig við efnið og aukið um leið unaðinn. Gangi ykkur vel og góða skemmtun! STYNDU AF HJARTANS ÞRÁ SLAKAÐU Á Það þarf að kveða niður streituvaldandi og neikvæðar hugsanir svo hægt sé að njóta kynlífsins með makanum. Það getur hjálpað að andvarpa og stynja á meðan. NORDICPHOTOS/GETTY KYNLÍF: TAKTU ÞÁTT! Sendu Siggu Dögg póst og segðu henni frá vandamáli úr bólinu. Lausnin gæti birst í Fréttablaðinu. kynlif@frettabladid.is GULRÆTUR þykja hollur og góður matur og nú er uppskerutími þeirra. Gulrætur eru ríkar af A- og C-vítamíni og eru því góðar fyrir húðina, ónæmiskerfið og sjónina. MATUR Alþjóðlegi kaffidagurinn var 29. september síðastliðinn. Að því tilefni tók vefsíðan Health.com fyrir kosti og galla þessa vinsæla drykkjar sem svo margir geta ekki verið án. ■ Koffín hjálpar til við að vernda heilann fyrir sjúkdómum á borð við Parkinsons og Alzheimer. ■ Kaffi aðstoðar við að halda þyngdinni í skefjum. Koffínið í kaffinu brennir fitu og flýtir fyrir efnaskiptum í líkamanum og það minnkar líkurnar á sykursýki og offitu. ■ Koffín getur verið í líkaman- um í allt að 12 klukkustund- ir. Efnið getur haft slæmt áhrif á svefn- venjur og hald- ið fyrir manni vöku. Sérfræð- ingar ráðleggja þeim sem eiga erfitt með svefn að hætta allri koffín- neyslu. ■ Meðalkaffidrykkja er þrír boll- ar á dag. ■ Koffín getur haft slæm áhrif á háan blóðþrýsting svo þeim sem þjást af þeim kvilla er ráðlagt að skipta yfir í koffínlaust kaffi. ■ Samkvæmt rannsóknum vef- síðunnar er kaffidrykkjufólk í Bandaríkjunum almennt launa- hærra en þeir sem ekki drekka kaffi. ■ Koffín er að finna í öðru en kaffi, svo sem ís og súkkulaði. Kaffidrykkjufólk launahærra en aðrir HINN VINSÆLI DRYKKUR Meðalkaffi- drykkja er 3 bollar á dag sam- kvæmt vefsíðunni Health.com. TÍSKA Hinir hárauðu og glitrandi skór Dórótheu í Galdrakarlin- um í Oz eru eitt frægasta skópar í heimi. Skóparið sem leikkon- an Judy Garland klæddist í kvik- myndinni frægu verða nú til sýnis á sérstakri búningasýningu til- einkaðri Hollywood í Victoria & Albert-safninu í London. Skóparið er í eigu Smithsoni- an-safnsins í Washington og er sagt trekkja að milljónir sýning- argesta á hverju ári. Einungis fjögur skópör í líkingu við rauðu skóna eru til í heiminum og það tók stjórnanda sýningarinnar í London fimm ár að tryggja sér skóparið fræga. Sýningin í Lond- on verður í fyrsta sinn sem rauðu skórnir sameinast bláa og hvíta kjólnum sem Garland klæddist á hvíta tjaldinu. Rauðu skórn- ir til London FRÆGT SKÓPAR Rauðir skór Dórótheu eru heimsfrægir en þeir verða til sýnis á sérstakri búningasýningu í London sem opnar í mánuðinum. • Michael Chekhov tækni • Senuvinna • Textagreining • Undirbúningur fyrir áheyrnarprufur • Hugleiðsla og slökun • og margt fleira... Leiktækniskólinn er á Facebook, þar má nálgast frekari upplýsingar. Skráning og fyrirspurnir á leiktaekniskolinn@gmail.com. Aldurtakmark 18 ára. "Frábært námskeið, ég lærði helling" - Steindi jr. Nýtt námskeið frá 29. okt. - 3. des. 2012. Kennsla fer fram á mánudögum frá kl. 19.30 - 23.00 Magnús og Þorsteinn eru meðal reyndustu leikara sinnar kynslóðar með áratuga reynslu af vinnu við leikhús, kvikmyndir og sjónvarp. Námskeið í hagnýtri og skapandi leiklist Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Dreglar og mottur á frábæru verði! Margar stærðir og gerðir Breidd: 1 metri Verð pr. lengdarmeter Ódýrar mottur 40x60 cm frá kr. PVC mottur 50x80 cm1.490 Breidd: 66 cm erVerð pr. lengdarmet 66x120 cm kr 2.790 100x150 cm kr 4.990 Reykjavík - Reykjanesbæ Akureyri - Vestmannaeyjum www.baendaferdir.is s: 570 2790 A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R Travel Agency Allar skoðunarferðir innifaldar 6. - 9. desember Jólaferð til Mainz
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.