Fréttablaðið - 06.10.2012, Síða 102

Fréttablaðið - 06.10.2012, Síða 102
6. október 2012 LAUGARDAGUR66 66 popp@frettabladid.is MÁNUÐIR eru síðan leikarinn Zac Efron hætti með kærustu sinni til margra ára, Vanessu Hudgens, en hann greindi nýverið frá því í viðtalsþætti að hann færi ekki á stefnumót því honum þætti þau vera of vandræðaleg. 22 Rusty Anderson, sem hefur spilað með Paul McCart- ney undanfarin ár, spilar á þrennum tónleikum á Íslandi í október. Hann hefur góðar sögur að segja af Bítlinum og Elton John. Rusty Anderson, aðalgítarleik- ari Bítilsins Sir Pauls McCart- ney undanfarin ellefu ár, spilar á þrennum tónleikum hér á landi í október. Hann spilar í Austurbæ 18. október og tveimur dögum síðar á Græna hattinum á Akur- eyri. Einnig verður hann gesta- spilari hjá Bítladrengjunum blíðu 17. október á skemmtistaðnum Obladí Oblada. Anderson kemur hingað frá Los Angeles ásamt Todd O‘Keefe, bassaleikara í hljómsveit And- ersons, og hitta þeir hér fyrir félaga sinn úr sveitinni, trommu- leikarann Karl Pétur Smith. Karl fæddist á Íslandi en hefur búið í Svíþjóð og í Los Angeles und- anfarin þrjátíu ár. „Ég og Todd erum mjög spenntir fyrir því að heimsækja Ísland. Ég hef heyrt frábæra hluti um landið,“ segir Anderson, sem hefur gefið út þrjár sólóplötur. Hann var fimm ára þegar hann fékk fyrst áhuga á gítar- leik. „Eldri systir mín var að spila Bítlaplötu og ég heillaðist undir eins af hljómi þeirra og stemning- unni í bandinu. Eftir það sökkti ég mér í alls konar tónlist, allt frá Jimi Hendrix og Led Zeppel- in yfir í Mothers of Invention. Það var einnig rokkhljómsveit sem æfði hinum megin við götuna. Ég sat alltaf fyrir utan bílskúrinn hjá þeim og hlustaði. Þetta voru yndislegir tímar.“ Aðspurður segir Anderson það hafa verið ótrúlega reynslu að spila með goðsögninni McCart- ney öll þessi ár. „Hann er mjög indæll náungi og þess vegna hefur þetta verið gaman. Þetta er samt dálítið óútreiknanlegt starf og þess vegna getur verið erfitt að skipuleggja mína eigin tón- leika. Ég er mjög ánægður með að það var pláss í dagskránni til að spila á Íslandi. Við [McCartney] vorum að taka upp í New York fyrir skömmu. Við hittumst aftur í nóvember og spilum á nokkrum McCartney indæll náungi GÓÐIR SAMAN Rusty Anderson og Paul McCartney hafa spilað saman undanfarin ellefu ár. Anderson spilar þrisvar sinnum á Íslandi í október. NORDICPHOTOS/GETTY tónleikum í Norður-Ameríku,“ segir hann. Hinn 53 ára Anderson hefur verið hljóðversspilari hjá mörg- um frægum tónlistarmönnum á ferli sínum. Með hverjum hefur verið skemmtilegast að vinna, fyrir utan McCartney? „Það var mjög gaman að taka upp með Elton John. Bernie Taupin lét hann fá blaðsíðu með textum, en hann var búinn að semja um 80 texta. Um tuttugu mínútum síðar var Elton búinn að semja lagið. Ég sat á píanóstólnum og skrif- aði hljómana niður á meðan hann spilaði og eftir það var ekki aftur snúið. Hann er einnig mikill húm- oristi,“ segir gítarleikarinn. „Ég hef líka átt góðar stundir með Reginu Spektor, Willie Nelson, Sinéad O´Connor, Michael Bublé, Gwen Stefani, Steven Tyler og mörgum fleiri.“ freyr@frettabladid.is Davíð Steingrímsson, eigandi Obladí Oblada, er skipuleggjandi tónleikanna með Rusty Anderson. Hann stóð fyrir tónleikum í Hörpunni í sumar sem voru haldnir í tilefni sjötíu ára afmælis Pauls McCartney en Anderson er fyrsti erlendi skjólstæðingur hans. „Þetta er kannski byrjunin á einhverju meira til að nálgast Paul,“ segir Davíð í léttum dúr. Hann hefur nítján sinnum farið á tónleika með goðinu sínu McCartney og veit því allt um tónlistarhæfileika Andersons. Hann hitti kappann fyrst eftir tónleika McCartneys í Royal Albert Hall í lok mars. „Þá var haldið partí og ég var með annan fótinn þarna. Ron Wood og Liam Gallagher báðu mig um eld á meðan ég stóð í dyragættinni. Paul fór út um ein- hver leynigöng en ég hitti hina hljómsveitarmeðlimina. Þá hitti ég Rusty og talaði við hann í fyrsta skipti.“ Það var reyndar fyrir tilstuðlan Karls Péturs Smith, sem hefur spilað með Anderson og starfar einnig á Obladí Oblada, að gítarleikarinn ákvað að koma til landsins. Davíð vonast eftir því að hitta loksins Paul McCartney í náinni framtíð ef Anderson getur útvegað honum VIP-baksviðspassa. Litlu munaði að það gerðist í Danmörku í sumar. „Hann var búinn að redda VIP en tónleik- unum var frestað þannig að maður bíður spenntur enn þá.“ DREYMIR UM AÐ HITTA GOÐIÐ SITT MEÐ BÍTLAPLÖTUNA SGT. PEPPERS Davíð Steingrímsson dreymir um að hitta goðið sitt, Sir Paul McCartney.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.