Fréttablaðið - 18.10.2012, Page 2

Fréttablaðið - 18.10.2012, Page 2
18. október 2012 FIMMTUDAGUR2 BANDARÍKIN, AP Barack Obama Bandaríkjafor- seti mætti vígreifur til kappræðna við mót- frambjóðanda sinn Mitt Romney í fyrrinótt. Þeir tókust harkalega á um allt frá efnahags- málum yfir í varnar- og utanríkismál og voru fleiri á því að Obama hafi staðið sig betur, sem eru góðar fréttir fyrir forsetann miðað við síð- ustu kappræður þar sem Romney hafði betur. Obama deildi meðal annars á Romney vegna andstöðu þess síðarnefnda við að bjarga bíla- framleiðendum frá gjaldþroti á sínum tíma. Romney lagði hins vegar áherslu á að Obama hafi mistekist við að koma efnahag Bandaríkj- anna á réttan kjöl. Skotin flugu, sérstaklega hvað varðaði umræðu um viðbrögð Obama-stjórnarinnar við árásinni á sendiráðið í Bengasí í Líbíu, sem kostaði fjóra lífið. Ekki er enn hægt að segja með vissu hvort frammistaða Romneys og Obama í kappræðun- um muni koma til með að breyta miklu í baráttu þeirra. Obama mátti sætta sig við töluvert fylg- istap eftir fyrstu kappræðurnar, en hélt enn for- ystu hvað varðar kjörmenn, sem velja að lokum forseta. Er talið að hann hafi sem stendur 237 kjörmenn á sínu bandi og Romney 191, en 270 kjörmannaatkvæði þarf til að tryggja sigur. Frambjóðendurnir halda nú út á völlinn í þeim lykilríkjum sem munu koma til með að ráða úrslitum í kosningunum sem fram fara hinn 6. nóvember. Þeir munu þó mætast enn einu sinni í kappræðum á mánudag. - þj Hart var tekist á í sjónvarpskappræðum forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum í fyrrinótt: Obama rétti hlut sinn í kappræðunum EKKI BENDA Á MIG Romney sakaði Obama meðal annars um að hafa mistekist að endurreisa efnahags- lífið, en Obama sagði áætlanir Romneys um að rétta af ríkisbúskapinn ekki standast. NORDICPHOTOS/AFP Dögg, eruð þið nokkuð í hvala- losti út af þessu? „Nei, jafnvel þó að það sé allt hvala- fullt hérna.“ Dögg Mósesdóttir stýrir stuttmyndahá- tíðinni Northern Wave á Grundarfirði en háhyrningavaða í höfninni hefur stolið senunni þetta árið. ALHEIMURINN Áhugamenn um stjörnufræði duttu niður á stór- merka uppgötvun á dögunum þegar þeir komu auga á reiki- stjörnuna PH1 sem er í nágrenni við fjórar sólir. Raunar er um að ræða tvö tvístirni, A og B, en PH1 og B snúast um A. PH1 er að öllum líkindum gasstjarna í lík- ingu við Neptúnus eða Úranus. Áhugamenn eru óþreytandi við að fara yfir gögn úr Kepler-sjón- auka NASA og benda vísinda- mönnum á athyglisverð frávik en þetta er í fyrsta sinn sem það starf skilar svo merkum niður- stöðum. - þj Merk stjarnfræðiuppgötvun: Fundu plánetu með fjórar sólir FJÓRAR SÓLIR Stórmerkileg uppgötvun var gerð við reikistjörnuna PH1. DÓMSMÁL Helgi Magnús Gunnars- son vararíkissaksóknari hafn- aði í gær beiðni verjanda Gunn- ars Þ. Andersen um að afla fyrir hann gagna um viðskipti þingmannsins Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Gunnar sætir ákæru fyrir að hafa, sem for- stjóri Fjármála- eftirlitsins, aflað sér gagna um viðskipti Guð- laugs og lekið þeim til DV. Hann hefur haldið því fram að hann geti ekki haldið uppi vörnum nema allt um viðskiptin verði leitt í ljós fyrir dómi, enda hafi hann talið að þau væru mögulega refsiverð. Helgi Magnús telur þetta ekki nauð- synlegt. Tekist verður á um þetta fyrir dómi 1. nóvember. - sh Telur kröfu Gunnars óþarfa: Helgi neitar að afla gagna um Guðlaug Þór STJÓRNSÝSLA Vonir standa til að drög að nýju lagafrumvarpi um Ríkisendurskoðun verði lagt fyrir Alþingi í nóvember, að sögn Þur- íðar Bachman, formanns nefndar sem annast endurskoðun laganna. RÚV greindi frá þessu í gær. Valgerður Bjarnadóttir, for- maður stjórnskipunar- og eftir- litsnefndar Alþingis, telur nauð- synlegt að ræða hvernig haga skuli samskiptum Alþingis við Ríkisendurskoðun. Nú fjalli þrjár þingnefndir um málefni Ríkis- endurskoðunar; fjárlaganefnd, forsætisnefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. - shá Málefni Ríkisendurskoðunar: Drög nýrra laga í næsta mánuði GUNNAR Þ. ANDERSEN SPURNING DAGSINS FERÐAÞJÓNUSTA Reykjavík er efst á lista áfangastaða sem norskir ferðamenn hafa leitað á ferðaþjón- ustuvefnum Dohop.no fyrir árviss haustfrí þar í landi. Frá þessu er greint á norska ferðavefnum Boar- ding.no, en í öðru og þriðja sæti eru Lundúnir og París. Haustfrí í Noregi eru í 40. og 41. viku ársins, og því horft til leita eftir ferðum á því tímabili í Noregi, frá 28. september og heimferð fyrir 14. október. „Haustfríið er bara vika og áfangastaðir í Evrópu vinsæl- astir vegna þess að þá þarf ekki að ferðast um langan veg í leit að áhugaverðum borgum, og auðvelt að finna hlýja og sólríka áfanga- staði,“ hefur Boarding.no eftir Davíð Gunnarssyni, sölu- og mark- aðsstjóra Dohop, sem er íslenskur leitar- og bókunarvefur fyrir ferðir, bílaleigubíla og hótel. Erna Hauksdóttir, framkvæmda- stjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir greinileg merki þess að hér sé vetrarferðamennska að aukast, enda hafi allir þeir sem að málum koma tekið höndum saman um að svo gæti orðið. „Þetta er annar veturinn í röð sem við erum í þeirri vinnu undir merkjum Ísland allt árið og það er auðvitað verulega verið að taka á í þessari vinnu á þessum helstu mörkuðum. Þannig að við sjáum mikla aukningu yfir veturinn.“ Erna segir að nokkru muni á þessu tímabili 40. og 41. viku hversu mikið sé að gera í ferðamennsku eftir því til hvaða landshluta er horft. „Auðvitað er talsverð umferð hér í Reykjavík,“ segir hún. Víðast hvar úti á landi er hins vegar mjög lítið um að vera yfir vetrartímann, þótt sums staðar megi merkja aukningu. Hún áréttar að um viðkvæman markað sé að ræða því allar þjóð- ir vilji auka hjá sér vetrarumferð og samkeppnin því hörð um hvern ferðamann. „Í gangi eru alls konar tilboð og lægri verð og annað slíkt til að ná í viðskiptavininn, því um leið og búið er að ná honum til landsins þá versl- ar hann og á alls konar viðskipti sem skipta máli fyrir þjóðarbúið.“ Í þessu samhengi hljóti Norðmenn að vera ofarlega á óskalista yfir ferða- menn hingað til lands. „Auðvitað er öllum ljóst að kaupgeta Norðmanna er ágæt og þeir vanir háum verðum í Noregi. Þeir eru aufúsugestir og sækja mikið hingað.“ olikr@frettabladid.is Norðmenn horfa til Íslands í haustfríinu Reykjavík er vinsælasti áfangastaður Norðmanna í árvissum haustfríum sam- kvæmt uppflettingum á Dohop.no. Evrópulönd eru vinsælust, þótt sól og hiti heilli líka. „Aufúsugestir og sækja mikið hingað,“ segir framkvæmdastjóri SAF. HORFT UPP BANKASTRÆTI Fleiri ferðamenn sækja Reykjavík heim fram eftir hausti en aðra hluta landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Auðvitað er öllum ljóst að kaup- geta Norðmanna er ágæt og þeir vanir háum verðum í Noregi. ERNA HAUKSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI SAF Áfangastaðir Norðmanna Staðirnir sem Norðmenn skoða helst á Dohop.no fyrir haustfríin 2012. 1. Reykjavík 2. Lundúnir 3. París 4. New York 5. Barcelona 6. Malaga 7. München 8. Nice 9. Bangkok 10. Alicante Heimild: www.boarding.no Nánar um LGG+ á ms.is/lgg Fyrir fulla virkni Ein á dag Nú með bláberjabragði Nýjun g bláber ja H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA LÖGREGLUMÁL Skólameistari Menntaskólans á Ísafirði tilkynnti nemendum, foreldrum og starfs- fólki í gærmorgun að hann hefði ákveðið að vísa tveimur piltum úr námi vegna árásar á samnemanda sinn. Piltarnir tveir, sem báðir eru ólögráða, börðu jafnaldra sinn inni á salerni í skólanum eftir tíma á mánudag. Til þess notuðu þeir meðal annars rörbút, en ekki hnúa- járn eins og ranglega kom fram í fyrstu fréttum af málinu. Málið er í rannsókn hjá lögreglu. Árásin var hluti af einelti sem staðið hafði um nokkurt skeið. Nemendafélag skólans hefur í kjölfarið óskað eftir námskeiði og fræðslu um einelti og afleiðingar þess. - sh Rektor bregst hart við einelti: Árásarmenn reknir úr skóla SAMFÉLAGSMÁL Unglingum sem búa hjá báðum foreldrum líður almennt betur en þeim sem búa aðeins hjá öðru þeirra. Þetta sýnir ný rannsókn Benedikts Jóhannssonar, sérfræðings í klín- ískri sálfræði hjá Reykjavíkur- borg. Rannsóknin leiðir einnig í ljós að þeir unglingar hafa það almennt betra en aðrir unglingar eftir skilnað ef þeir búa til skipt- is hjá foreldrum sínum. Könnunin var lögð fyrir alla nemendur í unglingadeild grunn- skóla í febrúar 2010. Um 85 pró- sent þeirra, 10.840 nemendur, svöruðu. Af þeim bjuggu 69 pró- sent hjá báðum foreldrum og 5,2 prósent til skiptis hjá foreldrum. Þátttakendur voru spurðir hvort þeir væru ánægðir með líf sitt, um samskipti sín við for- eldra sína, kennara og vini, og um áfengis- og kannabisneyslu. Niðurstaðan var í öllum til- fellum sú að það er ungmennum fyrir bestu að búa hjá báðum for- eldrum sínum, þótt það hafi raun- ar ekki verið marktækur munur á lífsánægju þeirra og hinna sem bjuggu jöfnum höndum hjá hvoru um sig eftir skilnað. Annað sem er áberandi í könn- uninni er að þeir unglingar sem búa hjá afa sínum og ömmu, öðru eða báðum, eftir skilnað hafa það merkjanlega verst allra þátttak- enda. Um sextán prósent þeirra sögðust „alls ekki“ ánægð með líf sitt, sem er nærri þrefalt hærra hlutfall en hjá þeim sem búa hjá öðru foreldrinu eftir skilnað. Sá hópur virðist líka neyta lang- mests áfengis. - sh Unglingum sem búa hjá ömmu og afa líður áberandi verr en öðrum: Best að búa hjá báðum foreldrum MISÁNÆGÐIR UNGLINGAR Fjölskyldu- mynstur eru misjöfn og hafa ólík áhrif á unglingana. Myndin er úr safni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.