Fréttablaðið - 18.10.2012, Síða 28

Fréttablaðið - 18.10.2012, Síða 28
28 18. október 2012 FIMMTUDAGUR Í kosningum þeim sem fram fara næstkomandi laugardag, þann 20. október, um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórn- arskrá, hljóðar fyrsta spurning- in sem kosið er um þannig: Vilt þú að tillögur stjórnlaga- ráðs verði lagðar til grundvall- ar frumvarpi að nýrri stjórnar- skrá? Einhverjir kjósenda vilja ekki sjá neina endurskoðun á stjórn- arskránni og segja einfaldlega nei eða tjá afstöðu sína með því að sitja heima. Síðan eru þeir án efa margir sem hugnast gæti einhver ákvæði í tillögum stjórnlagaráðs en greiða engu að síður gegn tillögunum, svo ekki megi túlka atkvæði þeirra sem stuðning við einhverja þvælu. Segi meirihluti kjósenda nei við þessari spurningu, er ekki hægt að túlka þá niðurstöðu öðruvísi en svo að ekkert af þeim atriðum sem lögð eru til í hugmyndum stjórnlagaráðsins eigi að koma við sögu í hugs- anlegri endurskoðun stjórnar- skrárinnar, jafnvel þótt sumir þeirra sem svo greiddu atkvæði gætu hugsað sér að styðja eitt- hvað í tillögunum. Sama má í raun segja ef þeir sem segja nei og þeir sem sitja heima eru meirihluti kosningabærra. Málið er þá komið á upphafsreit. Ef meirihluti kjósenda segir já við þessari spurningu, hvaða ályktun er hægt að draga af því? Úr tveimur mikilvægum spurningum þarf þá að leysa. 1. Er hægt að slá því föstu, að þeir sem segi já við þessari spurningu séu að ljá hverri ein- ustu grein tillagnanna atkvæði sitt (undanskilin þau álita- efni sem greitt er sérstaklega atkvæði um) eða er hugsanlegt að með atkvæði sínu sé viðkom- andi aðeins að lýsa yfir stuðn- ingi við hluta tillagnanna? Út frá sjónarmiðum aðferða- fræði og almennri rökhyggju er ógerlegt að segja til um það hvert ef eitthvert af ákvæð- um tillagnanna nýtur almenns stuðnings. Miðað við það hversu margar greinar er um að ræða og sem taka á mismunandi atriðum er augljóst að ekki er hægt að lesa út úr já-atkvæðum þann skilning að allar greinar tillagnanna njóti meirihluta- stuðnings þjóðarinnar. Vega- nestið fyrir tilvonandi höfunda frumvarps að stjórnarskrá er því lítið sem ekkert. 2. Hvað þýðir orðasambandið „að leggja til grundvallar“? Þorvaldur Gylfason hagfræði- prófessor og fulltrúi í stjórn- lagaráði hefur látið hafa það eftir sér að verði niðurstaðan já eigi frumvarpið að fara orðrétt í gegnum Alþingi. Þetta er alger- lega fráleitt því það eina sem er alveg ljóst af orðalagi spurning- arinnar er að tillögur stjórnlaga- ráðs eiga ekki að verða lagðar fram í óbreyttri mynd sem frum- varp fyrir Alþingi, því þá hefði verið spurt hvort leggja ætti til- lögurnar fram sem frumvarp. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis kvað hins vegar upp úr með það að nefndin ætti að leggja það fram efnislega eins fyrir Alþingi, þó orðalag gæti tekið breytingum. Orðið grundvöllur er loðið og teygjanlegt hugtak. Þannig er það mjög algengt í samningum eða samskiptum aðila þar sem setja þarf saman texta, að einn leggur fram uppkast eða hug- myndir sem menn verða ásátt- ir um að geti verið grunnur eða grundvöllur að samningi eða reglum. Slíkur grunnur getur síðan tekið margháttuðum breytingum, sumu er breytt að miklu leyti en öðru í litlu, eitt er tekið út á meðan öðru er bætt inn í. Með hliðsjón af almennri málvitund og beitingu orðasam- bandsins „að leggja til grund- vallar“ er því ljóst að tillögur stjórnarskrárnefndar eru ein- ungis uppkast eða hugmyndir sem algerlega á eftir að vinna nánar, áður en frumvarp er lagt fyrir Alþingi. Síðan má ekki gleyma því að samkvæmt orðanna hljóðan snýst spurningin aðeins um það hvort leggja eigi tillögur stjórn- lagaráðs sem frumvarp fyrir Alþingi. Ekki er spurt að því hvort kjósandinn vilji að tillög- urnar eða einstök ákvæði þeirra eigi að fara inn í stjórnarskrá. Alþingi hefur skv. spurningunni sem kosið er um algerlega frjálsar hendur. Það kemur spánskt fyrir sjón- ir að verk sem rétt er hafið skuli nú lagt fyrir kjósendur án þess að atkvæði þeirra hafi nokkra einustu þýðingu, hvorki laga- lega né pólitískt, og veitir lög- gjafanum litla sem enga vís- bendingu um þjóðarvilja. Að greiða atkvæði um þessar mis- gáfulegu tillögur stjórnlagaráðs er því tímaeyðsla og það sem verra er, sóun á almannafé. Að leggja til grundvallar Í aðdraganda þjóðaratkvæða-greiðslunnar 20. október næst- komandi fer nú um þjóðfélagið viðamikil og efnisrík umræða um stjórnarskrána, grundvallar- lög lýðveldisins. Loksins. Við lýð- veldistökuna árið 1944 var í nafni samstöðu ákveðið að bíða með heildarendurskoðun á þeim grund- vallarlögum sem dönsku nýlendu- herrarnir höfðu fært okkur, svo deilur um einstök stjórnarskrár- ákvæði myndu ekki skyggja á lýð- veldishátíðina á Þingvöllum – til þess að „fylkja þjóðinni einhuga um stofnun lýðveldisins“ eins og sagði í skýringum við frumvarpið. Líkt og fram kemur í sérfræðiriti sendifulltrúans Kristjáns Andra Stefánssonar og prófessoranna Eiríks Tómassonar, Bjargar Thor- arensen og Gunnars Helga Krist- inssonar, Ágripi af þróun stjórnar- skrárinnar (2005), ákvað Alþingi þá að breyta fullveldisstjórnar- skránni með afbrigðilegum hætti, þ.e. með samþykkt eins þings og meirihluta kosningarbærra manna í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sem var á skjön við ákvæði gildandi stjórn- arskrár. Þó svo að sú gamla danska, sem lítillega hafði breyst við heima- stjórnina árið 1904 og í kjölfar fullveldis árið 1918 (fullveldis- stjórnarskráin tók gildi 1920), end- urspeglaði engan veginn þá grund- vallarbreytingu sem orðið hafði við umskiptin frá einveldi til lýð- ræðis samþykkti Alþingi af þess- um sökum að við lýðveldistökuna væri „óheimilt að gera með þess- um hætti nokkrar aðrar breyting- ar á stjórnarskránni en þær, sem beinlínis leiðir af sambandsslitum við Danmörku og því, að Íslend- ingar taka með stofnun lýðveldis til fullnustu í sínar hendur æðsta vald í málefnum ríkisins“. Í sam- ræmi við þetta voru ekki aðrar breytingar gerðar en að ákvæði um konung voru felld út fyrir ákvæði um forseta. Heit um heildarendurskoðun Fyrirhugað var að strax í kjölfarið myndu Íslendingar setja sér sína eigin stjórnarskrá, eins og til að mynda kom fram í áliti stjórnar- skrárnefndar þingsins sem þá starfaði, þar sem sagði að áfram yrði unnið „að heildarendurskoð- un stjórnarskrárinnar“. Í stjórn- arsáttmála nýsköpunarstjórnar- innar, sem tók við völdum haustið 1944, var róttækum breytingum á stjórnarskrá lofað „eigi síðar en síðari hluta næsta vetrar“. Síðan eru liðin mörg ár eins og segir í laginu. Það var ekki fyrr en við þó nokkurn óróa í samfélaginu í kjöl- far efnahagsáfalls að Alþingi fann sumarið 2010 þá skynsömu leið út úr ógöngunum að boða til þúsund manna þjóðfundar, skipa valin- kunna sérfræðinga í stjórnlaga- nefnd og efna til allsherjarkjörs til stjórnlagaþings að skriður komst á málið. Og nú liggur frumvarp stjórnlagaráðs loksins fyrir eftir allan þennan feril. Hver endurskoðunartilraunin á fætur annarri hafði fram að því strandað á sérhagsmunum stjórn- málamanna. Nokkrar minni hátt- ar breytingar hafa að vísu verið gerðar auk nýs mannréttinda- kafla árið 1995. Stjórnarskrár- breytingin 1959 var barin í gegn í bullandi ágreiningi svo þekkt orðalag sé notað, líkt og í eiðrofs- málinu svokallaða árið 1942. Hinn bitri sannleikur er sá að íslenskir stjórnmálamenn hafa aldrei náð neinni sátt í málinu og munu ekki gera það í fyrirsjáanlegri framtíð klúðrist málið nú. Við meðmælum öll Aðferðin við yfirstandandi endur- skoðun stjórnarskrárinnar varð ekki til í tómarúmi og á sér meðal annars fyrirmynd í stjórnlaga- þinginu í Lærða skólanum árið 1851 sem starfaði einmitt undir nafni þjóðfundar. Þá var það útsendari Danakonungs, Trampe greifi, sem í skjóli vopnavalds stöðvaði Íslendinga í að setja sér sína eigin stjórnarskrá. Þeirri valdníðslu mótmælti Jón Sigurðs- son með frægum orðum: „Við mót- mælum allir.“ Nú, rúmlega einni og hálfri öld síðar, fá Íslendingar loksins að segja álit sitt á nýrri og framsækinni íslenskri stjórnar- skrá. Loksins fáum við að kjósa Innri markaður Evrópu á 20 ára afmæli um þessar mundir. Árið 1993 varð Ísland fullgildur aðili að markaðnum með EES-samningum. Aðild Íslands var umdeild á sínum tíma og þótti mörgum víst að hún fæli í sér talsvert afsal fullveld- is og að margvísleg atvinnustarf- semi á Íslandi yrði undir í frjálsri samkeppni á vissum sviðum. Það reyndist rétt að nokkru leyti. Á móti kemur að þær breytingar sem orðið hafa á síðastliðnum tveimur ára- tugum hafa gjörbreytt íslensku við- skiptaumhverfi til hins betra og við orðið samkeppnishæfari á nýjum sviðum. Þrátt fyrir djúpa efnahagskreppu á Íslandi síðustu árin er ekki hægt að líta fram hjá þeirri staðreynd að árlegur hagvöxtur hefur verið tæp 3% frá því Ísland tengdist innri markaðnum. Aukinn útflutning- ur og alþjóðavæðing, fjölbreyttara atvinnulíf og efnahagslegar fram- farir er ekki síst að þakka þeirri umgjörð sem aðild að innri mark- aði Evrópu hefur fært okkur. Til- vist innri markaðarins hefur raunar breytt því hvernig viðskipti eiga sér stað, hvernig ferðalögum og námi er háttað og hvernig margvísleg lög- gjöf er innleidd. Fyrir aðild skuldbindum við okkur nefnilega til að taka upp alla löggjöf ESB sem varðar innri mark- aðinn fyrir utan sjávarútvegs- og landbúnaðarmál. Þetta þýðir að við- skiptaumhverfi okkar er að mestu leyti það sama og hjá helstu við- skiptavinum og keppinautum okkar. Þetta kallar á visst valdaframsal en á móti fáum við aðgang að vandaðri lagasetningu en við sjálf hefðum ráðrúm til að hanna. Í raun má segja að með aðgangi að innri markaðnum hafi eitt stærsta viðskiptatækifæri okkar fram að þessu verið opnað. Erfitt er að ímynda sér íslenskt atvinnulíf í dag ef við værum ekki að starfa í sömu umgjörð og löndin í kringum okkur. Innri markaðurinn felur í sér að viðskipti með vörur og þjón- ustu, fjármagn og flutningur fólks er frjáls í 27 aðildarríkjum svæðis- ins þar sem um 500 milljónir manna búa og 23 milljónir fyrirtækja eru starfrækt. Þrátt fyrir þetta eru miklar áskoranir fram undan. Hætt er við að innri markaðurinn sjálfur verði fórnarlamb kreppunn- ar sem nú ríkir enda þekkt að við- brögð sumra ríkja við kreppu eru að draga saman seglin og byggja varn- armúra í kringum sig. En það mun ekki skila neinum árangri fyrir íbúa svæðisins í heild sinni enda mun hvers kyns verndarstefna og ein- angrun draga úr umsvifum efna- hagslífsins. Aukið frjálsræði og flæði í við- skiptum samhliða afnámi óæski- legra viðskiptahindrana er ævin- lega uppskrift að aukinni hagsæld. Af þessum sökum felst leið Evrópu út úr kreppunni m.a. í að styrkja enn frekar innri markaðinn sem nú fagnar 20 ára afmæli sínu. Aukið frjálsræði og afnám viðskiptahindrana Ný stjórnarskrá Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður Ný stjórnarskrá Eiríkur Bergmann dósent Viðskipti Bjarni Már Gylfason hagfræðingur Samtaka iðnaðarins og fulltrúi Íslands í ráðgjafanefnd EFTA/EES . 9. nóv. kl. 17.00 . 10. nóv. kl. 14.00 / 16.00 . 11. nóv. kl. 14.00 / 16.00 . 23. nóv. kl. 17.00 . 24. nóv. kl. 14.00 / 16.00 . 25. nóv. kl. 14.00 / 16.00 . 30. nóv. kl. 17.00 . 1. des. kl. 14.00 / 16.00 . 2. des. kl. 14.00 / 16.00 Ö Ö aðeins þessar 3 sýningarhelgar! Fös Lau Sun Fös Lau Sun Fös Lau Sun Ath. BARNALEIKSÝNING ÁRSINS 2012 Miðasala hafin á midi.is Nánari upplýsingar á tiufingur.is SÝNINGAR Í NORRÆNA HÚSINU Í NÓVEMBER OG DESEMBER 2012 E.B. Fbl I.G. Mbl J.V.J. DV

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.