Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.10.2012, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 18.10.2012, Qupperneq 38
KYNNING − AUGLÝSINGKarlmenn FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 20124 150 MÍNÚTNA HREYFING Á VIKU Alþjóða heilbrigðismálastofn- unin mælir með því að fólk eldra en 65 ára hreyfi sig í 150 mínútur á viku. Mínútunum á helst að skipta niður á daga og þarf hver hreyfingarlota að taka að minnsta kosti tíu mínútur og fela í sér tals- verða áreynslu. Oft er mælt með þrjátíu mínútum á dag, fimm sinnum í viku. Sýnt hefur verið fram á ávinning þess að eldra fólk fylgi þessum leiðbeiningum í fjölmörgum rannsóknum. Það hefur almennt lægri dánartíðni, fær síður hjartaáföll, heilablóðföll, háan blóðþrýsting, sykursýki tvö, ristilkrabbamein og brjóstakrabbamein. Það hefur meiri vöðvamassa, tekur virkari þátt í lífinu, á síður á hættu að detta og brjóta bein og tapar síður minni. Karlmenn ættu sérstak- lega að taka þetta til sín enda lifa þeir að meðaltali skemur en konur. ALVÖRU KARLAKLÚBBUR? Flestir þekkja hina hefðbundnu saumaklúbba þar sem konur hittast hver heima hjá annarri, baka kökur, búa til rétti og skrafa um það sem gengur á í lífi þeirra. Fáheyrðir eru sambærilegir karlaklúbbar þar sem þeir opna dyr að heimilum sínum og útbúa rétti í massavís til að bera á borð. Þeir hittast frekar á barnum, horfa á bolta og drekka bjór. Eða koma saman í einhverjum öðrum til- gangi, sem oft snýst um að keppa í einhverju; fótbolta, körfu, póker eða öðru. Það væri ekki óvitlaust að brjóta upp gamla staðalímynd karlmennskunnar og hóa gömlum vinum og kunningjum saman, skipa hverjum og einum að koma með heimagert og eiga góða stund án aðstoðar kapp- leikja í sjón- varpi eða keppni í einhverju. Margir karlmenn eiga snjallsíma sem nota má þegar afla þarf nauðsynlegra upplýsinga. Mörg smáforrit eru í boði sem létta þeim lífið. Fjöldi nauðsynlegra smáforrita eru í boði fyrir Android- og iPhone-síma sem eru ætluð karlmönnum á öllum aldri. Hver hefur til dæmis ekki lent í því að vera í vandræðum með bindishnútinn eða jafnvel viljað skipta um bindishnút þegar stemningin nær hámarki? Þá má fletta í gegnum How to Tie a Tie eða Tie-a- Tie Deluxe og finna skemmtilega hnúta. Þegar karlmenn grilla saman á fallegu sumarkvöldi lenda þeir stundum í vandræðum. Hvað á að grilla ferska maísinn lengi? Hvað tekur þykka nautalundin langan tíma? Og hvað með sósuna, gleymdum við henni? Svörin má meðal ann- ars finna á Grill Guide, Weber’s On the Grill og Grill Recipes. Stundum vilja karlmenn vera ör- lítið lífsreyndari og smekklegri kringum hitt kynið. Þá er tilvalið að blanda góðan kokteil en hver kann slíkt nú til dags? Þá er gott að fletta í Cocktails Made Easy og finna ljúffenga drykki. Ef von er á gestum má gjarnan hressa upp á vín- skápinn áður en þeir koma í hús. Allir karlmenn þurfa að safna yfirvaraskeggi einhvern tímann um ævina en ungir karlmenn þekkja ekki vel til tískustrauma á því sviði. Þá er gott að fletta gegnum Stachetastic og útbúa eina góða mottu. Smáforrit fyrir karlmenn Lendi karlmenn í vandræðum við grillið má alltaf grípa í snjallsímann og finna gagnleg ráð og uppskriftir. Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Tilnefnt til Grímunar 2012 sem besta barnasýningin Fréttatíminn Morgunblaðið Baunagrasið og Sun 21/10 kl. 13:00 Sun 28/10 kl. 13:00 „Ég gat hlegið endalaust á þessari sýningu“ M.K. Djöflaeyjan, RÚV. „Þeir Gói og Þröstur segja söguna eins og þeim einum er lagið með leiftrandi húmor og hnyttnum orðatiltækjum“ I.Þ. Hugrás, HÍ. Gói „Þetta gamla ævintýri segja þeir Gói og Þröstur nú á Litla sviði Borgarleikhússins við mikla ánægju ungra leikhúsgesta“ S.A. TMM. Einn Gói, þrjár baunir og margfaldur Þröstur verða að heilu ævintýri Bráðskemmtileg og fyndin leiksýning fyrir alla fjölskylduna SÍÐUSTU SÝNINGAR!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.