Fréttablaðið - 18.10.2012, Qupperneq 60
18. október 2012 FIMMTUDAGUR48
bio@frettabladid.is
48
Kvikmyndin Hope Springs
er frumsýnd annað kvöld.
Myndin skartar gæðaleik-
urunum Meryl Streep og
Tommy Lee Jones í aðal-
hlutverkum. Gamanleikar-
inn Steve Carell fer einnig
með hlutverk í myndinni.
Hjónin Kay og Arnold Soames
hafa verið gift í rúm þrjátíu ár
og uppgötva dag einn að ástríð-
an er ekki lengur til staðar í
sambandi þeirra. Dag einn til-
kynnir Kay manni sínum að hún
hafi bókað þau í hjónabandsráð-
gjöf hjá sálfræðingi einum í
bænum Hope Springs. Í fyrstu
er Arnold mótfallinn hugmynd-
inni og þvertekur fyrir að taka
þátt í tímunum með konu sinni,
en lætur loks undan eftir nokk-
urt tiltal. Sálfræðingurinn spyr
hjónin nærgöngulla spurninga
og fær þau til að taka á vanda-
málum sínum og um leið reyna
að kynda upp í sambandinu sem
hafði orðið hvunndagslífinu að
bráð.
Kvikmyndin þykir bæði draga
upp gamansama en um leið
Gott handrit, frábær leikur
FRÁBÆRIR LEIKARAR Meryl Streep og Tommy Lee Jones sýna stórleik í myndinni Hope Springs sem frumsýnd verður annað
kvöld.
raunsanna mynd af hjónabandi
tveggja einstaklinga sem í tím-
ans rás hafa fest í viðjum van-
ans. Handritshöfundur mynd-
arinnar, Vanessa Taylor, er
einungis 34 ára gömul og hefur
áður starfað við handritaskrif
sjónvarpsþátta á borð við Game
of Thrones, Gideon‘s Crossing,
Alias, Cupid og lögregluþættina
Jack & Bobby. Handritið þykir
sérstaklega vel skrifað og hafa
aðalleikararnir, Meryl Streep og
Tommy Lee Jones, fengið hrós
fyrir leik sinn í myndinni.
Leikstjóri myndarinnar,
David Frankel, hefur áður leik-
stýrt kvikmyndunum The Devil
Wears Prada, sem skartaði ein-
mitt Meryl Streep í aðalhlut-
verki, Marley & Me og The Big
Year. Hann hlaut meðal ann-
ars Emmy-verðlaunin árið 2004
fyrir framúrskarandi leikstjórn
á gamanþætti fyrir Entourage-
sjónvarpsþættina.
Kvikmyndin hefur víðast
fengið góðar móttökur og hlýt-
ur 74 prósent frá gagnrýn-
endum vefsíðunnar Rotten-
tomatoes. com. Roger Ebert
gefur myndinni þrjár stjörn-
ur og segir handritið gott en
ekki frábært. Gagnrýnendur
eru sammála um að Jones sýni
stórleik í Hope Springs en um
Streep segir Ebert: „Það er ekki
mikið hægt að segja um Streep
sem ekki hefur verið sagt áður.
Hún á sér enga líka.“
Næsta kvikmynd leikstjórans David Frankel nefnist
One Chance og segir sögu söngvarans Pauls Potts.
Potts er Íslendingum vel kunnugur en hann hefur
meðal annars komið fram á Jólatónleikum Björgvins
Halldórssonar. Potts vann sem símasölumaður þegar
hann ákvað að láta reyna á gæfuna og tók þátt
í sjónvarpsþáttunum Britain‘s Got Talent árið
2007 og sigraði í keppninni. Frumsýningardagur
myndarinnar um Potts hefur enn ekki verið
tilkynntur.
NÆSTA MYNDIN UM PAUL POTTS
DE NIRO LEITAR AÐ ÍBÚÐ Stórleikarinn Robert De Niro er að leita
sér að nýju heimili til að leigja eftir að íbúðin hans á Manhattan brann í
sumar. Talið er að það taki þrjú ár að lagfæra íbúðina.
Þessi teiknimynd frá Disney, í leik-
stjórn hins óviðjafnanlega Tims
Burton, er auk Hope Springs frum-
sýnd í kvikmyndahúsum landsins
um helgina.
Myndin fjallar um hinn unga
Victor sem á erfitt með að sætta
sig við missinn þegar hundurinn
hans og besti vinur, Sparky, deyr.
Hann tekur því til sinna ráða og
nær með hjálp vísindanna að lífga
hundinn aftur við. Útkoman var þó
ekki jafn góð og hann hafði von-
ast til því hundurinn reynist ekki
alveg jafn hjartahlýr og kelinn í
hinu nýja lífi. Auk þess hefur hann
tekið smávegis útlitsbreytingum í
kjölfar lífgjafarinnar og er allur
samansaumaður. Fyrst um sinn
nær Victor að fela hundinn fyrir
umheiminum en þegar hann svo
sleppur út er voðinn vís.
Það er engin önnur en Winona
Ryder sem ljáir einu aðalhlut-
verkinu í myndinni rödd sína, en
þau Burton eru ekki alls ókunnug.
Segja má að Burton hafi komið
leikkonunni á kortið, því hennar
fyrsta alvöru hlutverk var í mynd
hans Beetlejuice árið 1988, þá
aðeins 17 ára gömul. Með önnur
aðalhlutverk fara Charlie Tahan
sem ljáir hinum unga Victor rödd
sína og þau Catherine O‘Hara og
Martin Short sem túlka persónur
herra og frú Frankenstein. Myndin
er öll í svarthvítu og er sýnd í 3D.
- trs
Samansaumaður uppvakningahundur
BESTU VINIR Þegar besti vinur Victors, hundurinn Sparky, deyr tekur hann til sinna
ráða og lífgar hann aftur við. Það hefur þó sínar afleiðingar.
Nýjasta Bond-myndin, Skyfall,
hefur fengið mjög góða dóma
hjá gagnrýnendum beggja
vegna Atlantshafsins. Gagn-
rýnandi The Independent segir
að um eina bestu Bond-mynd-
ina sé að ræða og blaðamaður
The Times er einnig mjög heill-
aður og segir hana frábært aft-
urhvarf til sígildu Bond-mynd-
anna. Leikstjórinn Sam Mendes
og Javier Bardem í hlutverki
illmennisins fá einnig hrós
fyrir vel unnið verk. Gagnrýn-
andi The Hollywood Reporter
er einnig í skýjunum og segist
strax vera farinn að bíða eftir
næstu Bond-mynd.
Bond fær góða dóma
SKYFALL Daniel Craig í hlutverki 007 í nýju Bond-myndinni.
Tilgangslaust verk
Leikarinn Hugo Weaving var
rödd illa vélmennisins Megatron
í Transformers-kvikmyndum
leikstjórans Michaels Bay. Wea-
ving segir verkefnið tilgangslaust
og að það hafi aðeins tekið hann
tvær klukkustundir.
Weaving er þekktastur fyrir
hlutverk sitt sem Agent Smith í
Matrix-þríleiknum og sem álfur-
inn Elrond í Lord of the Rings.
Hann segir verkefnið fyrir Bay
ekki hafa skilið mikið eftir sig.
„Þetta var skrítið verkefni og tók
aðeins tvær klukkustundir. Ég sé
ekki eftir því að hafa tekið það
að mér, en ég tek sjaldan að mér
verkefni sem mér þykja tilgangs-
laus. Og þetta var slíkt verkefni.
Ég meina það ekki á vondan hátt,
þetta var einföld talsetning sem
ég tók að mér samhliða öðrum
verkefnum,“ sagði leikarinn sem
átti aðeins í samskiptum við leik-
stjórann í gegnum Skype eða
síma.
TILGANGSLAUST VERKEFNI Leikaranum
Hugo Weaving þótti hlutverk sitt í
Transformers tilgangslaust.
NORDICPHOTOS/GETTY