Fréttablaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 62
18. október 2012 FIMMTUDAGUR50
lifsstill@frettabladid.is
KYNLÍF: TAKTU ÞÁTT!
Sendu Siggu Dögg póst og
segðu henni frá vandamáli
úr bólinu. Lausnin gæti
birst í Fréttablaðinu.
kynlif@frettabladid.is
ÁR ERU SÍÐAN BRESKA FYRIRSÆTAN Agyness Deyn var
valin fyrirsæta ársins í Bretlandi en hún hefur nú ákveðið að leggja fyrir-
sætuferilinn á hilluna og gerast leikkona. Deyn giftist leikaranum Giovanni
Ribisi í sumar.
5
? Ég á frábæra og fallega kær-ustu. Höfum verið saman í 3
ár núna. Fyrstu tvö árin stund-
uðum við reglulega kynlíf sem
við höfðum bæði ánægju af. Síð-
asta árið hefur kærastan mín
verið í afar krefjandi námi þar
sem er mikið álag. Við höfum
varla stundað kynlíf á þessu ári,
kannski á 5-6 vikna fresti, og þá
hefur þetta verið afar klaufalegt
kynlíf eins og við séum dottin
úr æfingu. Hefur endað með of
bráðu sáðláti innan mínútu eða að
hún biðji mig um að hætta eftir
nokkrar mínútur því hún finnur
fyrir óþægindum. Hún segir að
kynlöngunin hafi farið um leið og
hún byrjaði í náminu því hún er
svo stressuð og á þetta hug henn-
ar allan og vill ekkert um þetta
ræða. Ég er búinn að reyna allt,
bæði með að „tæla“ hana með
öllum hugsanlegum ráðum, sýna
henni skilning og algjörlega láta
hana í friði með von um að eitt-
hvað frumkvæði komi frá henni,
en það kemur ekkert. Þetta er
farið að angra mig mikið og valda
mér áhyggjum. Mér finnst kyn-
lífslaust samband ekki heillandi,
það vantar klárlega eitthvað, en
ég færi aldrei að hætta með henni
út af þessu samt sem áður því ég
elska hana afar mikið. Er eitt-
hvað sem þú getur ráðlagt mér
að gera?
SVAR Þar sem þetta er farið að
valda þér áhyggjum þá þurfið þið
að ræða saman. Þó þú reynir að
sýna henni tillitsemi með því að
láta hana vera þá er kynlíf mikil-
vægur þáttur í flestum sambönd-
um og því mikilvægt fyrir ykkur
að leysa þetta í sameiningu. Nú
veit ég að skólar fara í frí við og
við, hafa þau tímabil einhverju
breytt í ykkar kynlífsfasa?
Streita getur deyft kynlöngun en
einnig haft slæm áhrif almennt
á líðan og lundarfar og því gæti
verið gott fyrir kærustu þína að
reyna að finna ráð við að minnka
álagið, eða finna leið til að
stjórna því betur. Fullnæging er
frábær leið til streitulosunar og
hana má fá með fleiri leiðum en
samförum. En hvað er með sárs-
aukann sem hún finnur fyrir?
Þetta mætti skoða nánar og gæti
verið merki eitthvað læknis-
fræðilegt ástand eða að hún sé
ekki nægjanlega kynferðislega
æst, sérstaklega ef hún nær ekki
að slaka á fyrir kelerí og er ekki
með hausinn við verknaðinn.
Þetta er líka spurning um nána
snertingu. Sýnið þið hvort öðru
almennt alúð? Kyssist þið jafnt
og þétt yfir daginn? Strjúkið þið
hvort öðru og faðmist? Þessir
litlu hlutir geta gert ótrúlega
mikið fyrir nánd innan sam-
bands, sérstaklega á álagstímum
þegar tími og löngun í kynlíf er
af skornum skammti. Mikilvæg-
ast er að þið talið saman, opin-
skátt og hreinskilnislega, og finn-
ið lausn á þessu saman.
Ekki kynlífslaust samband
SAMBAND Litlu
hlutirnir geta gert
ótrúlega mikið fyrir
nánd.
Nú herja hvers kyns pestir á landann og
luma margir á gömlum húsráðum og venjum
til að vinna bug á þeim. Blaðamaður Frétta-
blaðsins fékk nokkra einstaklinga til að deila
sínum ráðum með lesendum.
Kristinn Schram þjóðfræðingur segir karla og konur
hafa búið yfir ýmsum húsráðum til varnar sjúkdóm-
um og kvillum hér á árum áður. „Ýmis grös sem tínd
voru á Jónsmessu voru gjarnan notuð til lækninga,
þar á meðal hornblaðka sem þykir góð við kvefi. Í
gegnum tíðina hafa grasalæknar einnig lagt til að
nota hvítlauk við kvefi og þrálátum hósta. Valhumall
og fjallagrös voru svo lengi notuð gegn hósta, nef-
slími og kvefi,“ segir hann. sara@frettabladid.is
Hvítlaukur og önnur húsráð
Önnur ráð sem virka vel við kvefi og flensu eru:
● Engifer virkar vel við hósta og kvefi á byrjunarstigi.
Hægt er að rífa engiferrót út í súpur eða te en
einnig má nota engifer í fótabað fyrir kalda fætur.
● Góður svefn er nauðsynlegur fyrir góða heilsu.
Sé fólk vel úthvílt og í góðu jafnvægi er
líklegra að það standi af sér kvef og
umgangspestir.
● Cayenne-piparte virkar vel
gegn kvefi. Hægt er að setja
hnífsodd af cayenne-pipar
út í heitt vatn og drekka.
HEIMILDIR HEILSUBANKINN.IS
ENGIFER ALLRA MEINA BÓT
„Ég fæ rosalega sjaldan kvef, 7, 9,
13. Kannski af því ég set hvítlauk
í allan mat. Ef ég finn að ég er að
fá hálsbólgu drekk ég heitt vatn
með sítrónu og hunangi og það
virkar alltaf jafn vel. Það er þó
greinilegt að barnið mitt borðar
ekki nóg af matnum mínum því
hún er heima lasin núna, enda er
maturinn á leikskólanum vinsælli
en minn.“
Gunna Dís
Þáttastjórnandi Virkra
morgna á Rás 2
„Mér finnst best að skella í sig
sterku áfengi og sofa veikindin
svo úr sér. Vodki og kók er til
dæmis mjög góð blanda og svo
er gott að taka verkjalyf með því
og fara svo undir sæng. Best er
að sofa með tvær sængur svo
maður svitni þetta örugglega úr
sér. Þegar maður nær svo að
brjótast úr vímunni daginn eftir
ætti maður að vera orðinn góður.“
Þorsteinn
Guðmundsson
leikari
„Ég set yfirleitt heitt vatn í skál,
handklæði yfir hausinn og
anda að mér gufunni. Ég reyni
líka að borða sterkan mat eins
og indverskan mat eða sterka
núðlusúpu og drekka te með
sítrónu. Þetta eru ráð sem ég hef
lært af fjölskyldunni og af eigin
reynslu og finnst þau virka mjög
vel við veikindum.“
„Ég fæ mér oftast heitt vatn með
hunangi og engiferrót í veikindum.
Stundum sker ég engifer í bita og
borða það hrátt, það hreinsar allt.
Svo er gott ráð að sofa með hand-
klæði um hálsinn ef maður er kvef-
aður. Það heldur hita og dregur í sig
svitann, sem trefill gerir ekki. Ætli
ráð númer eitt sé þó ekki að girða
sig vel því ef kuldinn kemst á milli
þá er maður í vondum málum.“
Sunneva
Sverrisdóttir
þáttastjórnandi Tveir plús sex
Jón Ragnar
Jónsson
söngvari og fótboltamaður
KVEF OG HÓSTI Nú liggja margir lands-
menn heima með kvef eða flensu.
Flestir kunna þó einhver húsráð til að
vinna bug á slíkum kvillum.
N
O
R
D
IC
PH
O
TO
S/G
ETTY
HEILSA Í rannsókn sem National
Sleep Foundation vann árið 2008
kom í ljós að flestir Bandaríkja-
menn sváfu í rúma sex klukku-
stundir á nóttu, í stað þeirra 7 til 9
tíma sem ráðlagðir eru. Fólk sem
fær ónógan svefn upplifir oft:
■ Svengd. Fólk sem sefur lítið
finnur oft fyrir svengdartilfinn-
ingu þrátt fyrir að borða nóg og
sækir frekar í feitan mat.
■ Erfiðleika með einbeitingu.
Fólk sem sefur skemur en sjö tíma
á sólarhring á oft í erfiðleikum
með einbeitingu, er gleymið og á
erfitt með að læra.
■ Tíð veikindi. Þeir sem eru oft
kvefaðir eða eiga erfitt með að ná
sér af kvefi eru líklega ekki að fá
nægan svefn. Þeir sem sofa skem-
ur en sjö tíma á nóttu eru þrisvar
sinnum líklegri til að smitast af
kvefi en þeir sem sofa minnst átta
tíma á nóttu.
Góður svefn,
góð heilsa
SVEFN FYRIR HEILSUNA Nægur svefn er
góður fyrir heilsuna. NORDICPHOTOS/GETTY
Guðrún Benediktsdóttir
Innanhússarkitekt FHI
hefur áratuga reynslu
í eldhúshönnun og
teiknar draumaeldhúsið
fyrir þig....vönduð...stílhrein...falleg...
Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700
Opið 11-18 virka daga og 11-16 laugardaga. Sunnudaginn 21. október opið 13-17
Eldhús
N
O
R
D
IC
PH
O
TO
S/
G
ET
TY