Fréttablaðið - 25.10.2012, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 25.10.2012, Blaðsíða 2
25. október 2012 FIMMTUDAGUR2 LÖGREGLUMÁL Ríkissaksóknari hefur fellt niður mál Sævars Valentínusar Vagnssonar, 72 ára manns sem kom fyrir lítilli sprengju á Hverfisgötu í janú- ar síðastliðnum. Ákvörðunin var tekin 12. sept- ember. „Við töldum okkur ekki geta heimfært þetta undir nein refsi- ákvæði,“ segir Helgi Magn- ús Gunnarsson vararíkissak- sóknari. „Það var ekki hægt að sýna fram á ásetning til að valda tjóni. Það er staðreynd að þessi svokall- aða sprengja sprakk við hliðina á honum en það sást hvorki á honum né veggnum. Þetta var gas í brúsa sem var af hans hálfu aðallega ætlað til að vekja athygli á skeyti sem hann kom fyrir í hólki sem fylgdi. Það hefði verið svipað ef einhver hefði kveikt í skoteldi þarna – og í raun hefði það verið hættulegra.“ Málið hófst þegar tilkynnt var um torkennilegan hlut á gang- stéttinni fyrir utan skrifstofur Ríkissaksóknara og fleiri stofn- ana snemma morguns 31. janúar. Viðbúnaður lögreglu vegna málsins var gríðarlegur. Neðsti hluti Hverfisgötunnar var girt- ur af klukkustundum saman og tugir lögreglumanna, meðal ann- ars frá sérsveitinni, kallaðir út ásamt sprengjusveit Landhelgis- gæslunnar. Fjarstýrt sprengjuleitar- vélmenni var sent að hlutnum og látið skjóta lítilli sprengihleðslu í hann. Í kjölfarið fór lögreglumaður íklæddur miklum hlífðarbúningi að sprengjustaðnum til að gaum- gæfa hvort allt væri í lagi. „Viðbrögð lögreglu voru auð- vitað eðlileg því að það vissi eng- inn hvað þetta var,“ segir Helgi Magnús. Næstu daga var lýst eftir feit- lögnum, lágvöxnum manni sem sást á upptökum úr öryggis- myndavélum forða sér af vett- vangi og stökkva upp í lítinn sendiferðabíl. Tíu dögum eftir sprenginguna var Sævar Val- entínus handtekinn. Hann viður- kenndi síðar, í viðtali við DV, að hafa upphaflega ætlað með sprengjuna heim til Jóhönnu Sigurðar dóttur forsætisráðherra. Spurður hvort ekki sé refsivert að vekja ótta meðal almennings segist Helgi Magnús ekki álíta að svo sé – að minnsta kosti ekki í þessu tilfelli. „Hins vegar má auðvitað velta fyrir sér hvort það væri æskilegt að löggjafinn tæki á því þegar svona atvik kosta mik- inn viðbúnað.“ stigur@frettabladid.is Sprengjumaðurinn sleppur við ákæru Ríkissaksóknari fellir niður mál roskins manns sem sprengdi gassprengju á Hverfisgötu. Sprengjan var hættulaus og er því ekki álitin hafa verið refsiverð. Vararíkissaksóknari segir að mikill viðbúnaður lögreglu hafi verið eðlilegur. MIKILL VIÐBÚNAÐUR Vélmenni var stýrt á vettvang og sérsveitarmaður í hlífðargalla fylgdi í kjölfarið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HELGI MAGNÚS GUNNARSSON ÍSRAEL, AP Ísraelski herinn gerði harðar loftárásir á Gasasvæðið í gær og féllu að minnsta kosti tveir Palestínumenn. Jafnframt skutu Palestínu- menn tugum flugskeyta yfir landamærin frá Gasa til Ísraels. Ein þeirra lenti á íbúðahúsi, en manntjón varð ekkert. Mikil spenna hefur verið á þessum slóðum undanfarið, en upp úr sauð í beinu framhaldi af heimsókn emírsins af Katar, Sheik Hamad bin Khalifa al Thani, til Gasa á þriðjudag. - gb Upp úr sýður á Gasaströnd: Ísraelar svara flugskeytum FLUGSKEYTI FRÁ GASA Ísraelsstjórn hótar hörðum viðbrögðum. NORDICPHOTOS/AFP EFNAHAGSMÁL Tveir einstaklingar hafa hætt í stjórnum í tengslum við hæfisviðtöl hjá Fjármála- eftirlitinu. Þá eru mál þriggja til athuguna. Þetta kom fram í máli Aðalsteins Leifssonar, stjórnar- formanns FME, á aðalfundi í gær. FME tók upp breytt verklag við athugun á hæfi stjórnar- manna árið 2010 og hafa stjórnar menn verið teknir í við- töl síðan. Að sögn Aðalsteins er reynsla FME af hæfisviðtölunum gríðar- lega jákvæð. Í kjölfar viðtalanna hafi FME séð jákvæðar breyt- ingar á stjórnarháttum eftirlits- skyldra aðila, til að mynda í því hvernig stjórnin sinni eftirlits- hlutverki sínu. - þeb Tveir hafa hætt í stjórnum: Mál þriggja í skoðun hjá FME Grímur Jónsson járnsmiður lést á heimili sínu í Reykjavík að morgni þriðjudagsins 23. október. Grím- ur, sem var fæddur 24. júní 1926, rak Vél- smiðju Gríms Jónssonar í Súðarvogi þar til fyrir um áratug. Þá tók hann við að sinna margvíslegum hugðar efnum sínum. Eitt síð- asta verk Gríms var að endur- smíða Henderson-vélhjól frá grunni. Grímur var goðsögn meðal sportveiðimanna. Hann var landsfrægur fluguhnýtari og skapaði meðal annars hina fengsælu Snældu. Grímur lætur eftir sig einn son. Grímur Jóns- son látinn JAFNRÉTTISMÁL Fulltrúar stjórn- valda og vinnumarkaðar- ins undir rituðu í gær vilja- yfirlýsingu um samstarf við að eyða kynbundnum launamun. Þetta var gert á málþingi í tilefni af kvennafrídeginum. Guðbjartur Hannesson vel- ferðarráðherra kynnti einnig aðgerðaáætlun stjórnvalda um launajafnrétti kynja í gær. Aðgerðaáætlunin er í sautján liðum. Meðal aðgerða sem grípa á til er innleiðing jafnlaunastað- als, að stofna aðgerðahóp og efla rannsóknir á fæðingarorlof. Þá voru veittir styrkir úr jafn- réttissjóði í gær eftir þriggja ára hlé. - þeb Stjórnvöld og vinnumarkaður: Aðgerðir til að eyða launamun UTANRÍKISMÁL Ekki náðist sam- komulag um skiptingu heildarafla í makríl á fundi strandríkja í Lond- on, en þriggja daga samningalotu lauk í gær. Sigurgeir Þorgeirsson, aðal- samningamaður Íslands, segir það jákvæða við fundinn vera að sam- staða hafi verið um nauðsyn þess að efla vísindalegan grunn veiðanna. Eins að ákveðið hafi verið að efla samstarf um eftirlit með uppsjávar- veiðum í Norðaustur-Atlantshafi. „En það ber einfaldlega of mikið á milli til þess að von sé að það náist saman um skiptingu aflans. Þetta situr í svipuðu fari,“ segir Sigur- geir, sem bætir því við að ekkert liggi fyrir um áframhald viðræðna. Ísland lagði til á fundinum að öll strandríkin innan ESB, Nor- egur, Færeyjar auk Íslands, legðu fram nýjar tillögur um skiptingu á heildarafla í því augnamiði að þoka málum áfram, en það fékk ekki hljómgrunn. Þá lagði íslenska sendinefndin til, sem bráðabirgða- ráðstöfun, að heildarafli yrði ákveð- inn í samræmi við ráðgjöf Alþjóða- hafrannsóknaráðsins (ICES) og að heildarafli yrði ákveðinn 542 þúsund tonn. Ekki reyndist hljóm- grunnur meðal strandríkjanna um slíka bráðabirgðaráðstöfun. - shá Viðsemjendur Íslands tóku ekki undir tillögur um skiptingu heildarafla í makríl: Makríldeilan áfram í sama fari MAKRÍLL Andrúmsloftið á fundinum var ekki óvinveitt en „viss þungi í mönnum“, að sögn aðalsamningamanns. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR FRIÐRIKSSON LÖGREGLUMÁL Starfsmenn sérstaks saksókn- ara handtóku í gærmorgun þrjá starfsmenn fyrirtækisins Arðvis og leituðu á nokkrum stöðum vegna gruns um að starfsemin sé umfangsmikið pýramídasvindl. Meðal þeirra sem voru handteknir var framkvæmdastjórinn Bjarni Júlíusson. DV hefur fjallað töluvert um málefni félagsins undanfarin misseri. Fyrir- tækið hafði fengið um 140 Íslendinga til að leggja fé í verkefnið, samtals yfir 360 milljónir króna. Þeirra á meðal er handknattleiksmaður- inn Ólafur Stefánsson, sem lét hafa eftir sér í viðtali við DV árið 2010 að það væru „99 prósenta líkur“ á að verkefnið væri „eitt- hvað rugl“. Viðskiptamódelið sem fyrirtækið hefur kynnt fólki snýst um rekstur á hugbúnaði sem gerir fólki kleift að kaupa vörur og þjónustu á sérstak- lega hagstæðu verði. Arðurinn átti svo að renna til fjárfestanna og í góðgerðarstarf. Yfirheyrslur vegna málsins stóðu fram á kvöld í gær í húsakynnum sér- staks saksóknara. - sh Sérstakur saksóknari handtók þrjá starfsmenn fyrirtækisins Arðvis: Rannsakar grun um pýramídasvindl ÓLAFUR ÞÓR HAUKSSON Sér- stakur saksóknari leitaði á nokkrum stöðum vegna rannsóknarinnar líka. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SVEITARSTJÓRNIR Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs kveðst munu sækja rétt sinn fyrir dómstólum fallist ríkisvaldið ekki á að gera lagabreytingar svo innheimta megi fasteignagjöld af virkj- unum. Í bréfi þar sem óskað er eftir viðræðum við innanríkis- ráðuneytið vísar bæjarstjórnin til lögfræðiálits sem unnið var fyrir Samtök orkusveitarfélaga. Þar sé sýnt fram á að óheimilt sé að undan skilja tiltekin virkjana- mannvirki, eins og stíflur, frá greiðslu fasteignagjalda. - gar Hóta málarekstri gegn ríkinu: Virkjanir greiði fasteignagjöld Guðjón, finnst ykkur þetta WOW-leg tíðindi? „Þetta er flugbeitt spurning. Alltaf vex pressan í þessum bransa.“ WOW air hefur tekið yfir Iceland Express. Guðjón Arngrímsson er upplýsingafulltrúi Icelandair. SPURNING DAGSINS LEIÐIN TIL HOLLUSTU Skyr.is drykkirnir standast þær ströngu kröfur sem gerðar eru til matvæla sem merktar eru Skráargatinu. Þú getur treyst á hollustu Skyr.is. www.skyr.is NÝTT HINDBER & BANANAR H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA Það er staðreynd að þessi svokallaða sprengja sprakk við hliðina á honum en það sást hvorki á honum né veggnum. HELGI MAGNÚS GUNNARSON VARARÍKISSAKSÓKNARI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.