Fréttablaðið - 25.10.2012, Blaðsíða 6
25. október 2012 FIMMTUDAGUR6
DAVID MARTIN
sérfræðingur í öryggismálum ríkja og stórfyrirtækja
á ráðstefnu Stjórnvísi í Hörpu föstudaginn 26. október
VEISTU SVARIÐ?
1. Hvað heitir aðaleigandi flug-
félagsins WOW air?
2. Hvaða liði mætir íslenska kvenna-
landsliðið í knattspyrnu í kvöld?
3. Hver er kærasta söngvarans
Sverris Bergmann?
SVÖR
1. Skúli Mogensen 2. Úkraínu 3. Marín
Manda Magnúsdóttir.
GRIKKLAND, AP Yannis Stournaras, fjármála-
ráðherra Grikklands, fullyrti á þingi í gær
að Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyris-
sjóðurinn hefðu samþykkt að Grikkland fengi
tveggja ára viðbótarfrest til að koma ríkis-
fjármálum sínum í lag.
Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra
Þýskalands, og Mario Draghi, bankastjóri
Seðlabanka ESB, sögðu þó ekkert hæft í þessu.
Schäuble kallaði þessa yfirlýsingu gríska fjár-
málaráðherrans innihaldslausar vangaveltur,
en Draghi sagði hana vera ekkert annað en
orðróm, sem hann gæti ekki staðfest.
Stournaras fullyrti engu að síður að sam-
komulag hefði tekist við þriggja manna sendi-
nefnd frá AGS, ESB og Seðlabanka ESB um
13,5 milljarða evra niðurskurð á fjárlögum
Grikklands, sem grísku stjórnarflokkarnir
hafa vikum saman unnið hörðum höndum að.
Þessu fylgir, sagði hann, að frestur til að
ná ríkisskuldunum niður í það hámark, sem
ESB gerir kröfu um, verði lengdir frá árs-
lokum 2014 til ársloka 2016: „Ef við hefðum
ekki fengið þá framlengingu hefðum við ekki
aðeins þurft að grípa til aðgerða upp á 13,5
milljarða evra í dag, heldur 18,5 milljarða.“
Samkomulag við þriggja manna nefndina er
skilyrði þess að Grikkland fái næstu umsömdu
greiðslur úr stöðugleikasjóði ESB, en þær
greiðslur þurfa að berast fyrir miðjan nóvem-
ber, að öðrum kosti verður gríska ríkið gjald-
þrota. - gb
Grikkir segjast hafa staðist kröfur lánardrottna sinna og fá tveggja ára viðbótarfrest til að ná niður skuldum:
Schäuble og Draghi segja Stournaras bulla
REIKNINGSKENNSLA Á HÚSVEGG Í Aþenu hefur vegg-
listamönnum þótt ástæða til að minna gríska stjórn-
málamenn á grundvallaratriði reikningslistarinnar.
NORDICPHOTOS/AFP
SJÁVARÚTVEGUR Hafrannsóknastofnunin leggur til að
heildaraflamark loðnu á vertíðinni 2012/2013 verði
samtals 300 þúsund tonn. Heildarkvótinn á síðustu
vertíð varð 765 þúsund tonn.
Haustmælingar á loðnustofninum fóru fram á
rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni dagana 3.-20.
október með það meginmarkmið að mæla stærð
veiðistofns loðnu og meta magn ungloðnu.
Miðað við þessar mælingar og forsendur um
náttúru leg afföll og vöxt fram að hrygningu má
gera ráð fyrir að hrygningarstofninn verði um 720
þúsund tonn verði ekkert veitt. Að teknu tilliti til
aflareglu sem gerir ráð fyrir að skilja eftir 400 þús-
und tonn til hrygningar á hrygningartíma, reiknast
veiðistofn loðnu því rúm 300 þúsund tonn.
Ríflega þriðjungur hrygningarstofnsins sam-
kvæmt mælingunni er þriggja ára og eldri loðna,
en það hlutfall er með því hæsta sem mælst hefur.
Ástand loðnunnar var einkar gott og meðalþyngd
bæði tveggja og þriggja ára loðnu óvenju há.
Hafrannsóknastofnunin mun mæla veiðistofn
loðnu að nýju eftir áramótin til samanburðar og
mun endurskoða tillögur um heildaraflamark gefi
niðurstöður þeirra mælinga tilefni til þess. - shá
Hrygningarstofn loðnu um 720 þúsund tonn og ástand hennar einkar gott:
Leggja til 300.000 tonna kvóta
Á LOÐNUVERTÍÐ Íslenskar útgerðir veiddu 585 þúsund tonn á
síðustu vertíð. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR FRIÐRIKSSON
LÖGREGLUMÁL Lína Jia, kínversk
kona sem er til rannsóknar hjá
lögreglu vegna gruns um man-
sal, á fjórar fasteignir víðs vegar
á höfuðborgarsvæðinu. Húsin eru
þó öll skráð í fasteignaskrá á dótt-
ur hennar, sem er 26 ára náms-
maður og píanóleikari.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins halda Lína og eigin-
maður hennar, Wei Zhang, mest-
megnis til í 410 einbýlishúsi
þeirra í Hverafold.
Lína hefur flutt inn fólk frá
Kína undanfarin ár og ráðið
það í vinnu hjá sér á nuddstof-
um sínum. Flestir eru fjarskyld-
ir ættingjar hennar og koma því
hingað til lands sem fjölskyldu-
meðlimir íslensks ríkisborgara,
en þá fá þeir lengra dvalarleyfi
hér en ella.
Tvær ábendingar hafa borist
Fréttablaðinu varðandi unga kín-
verska konu sem var í vinnu hjá
Línu. Stúlkan leitaði sér aðstoðar
í Alþjóðahúsi árið 2004 og sakaði
Línu um að selja sig út í vændi.
Hún kom þó aldrei aftur og hvarf
af nuddstofunni eftir tiltölulega
stuttan tíma. Einn viðskipta-
vinurinn lýsir henni sem bros-
hýrri og elskulegri, en mjög
undir gefinni gagnvart yfirmanni
sínum.
Fram kom í Fréttablaðinu á
þriðjudag að kínversk kona, Sun
Fulan, hefði sent lögreglunni bréf
þess efnis að hún og fleiri Kín-
verjar hefðu verið ráðnir í vinnu
hjá Línu án þess að hafa fengið
greidd réttmæt laun.
Í bréfi sínu lýsir Sun að á þeim
fjórum árum sem hún hafi unnið
hjá Línu hafi henni verið gert
að vinna sleitulaust í 14 til 15
klukkustundir á dag á nuddstof-
unni, bera út blöð og vinna við
fasteignir víðs
vegar um borg-
ina sem hjón-
in höfðu keypt.
Fyrir árin fjög-
ur hefði Sun
fengið um 315
þúsund krónur,
eða um 6.500
krónur á mán-
uði.
Sun Fulan tilgreinir í bréfinu
að ættingi Línu, maður að nafni
Li Nan, hafi verið læstur inni,
vegabréfið hans tekið og honum
bannað að hafa samband við
umheiminn eftir að hann kom til
vinnu á nuddstofunni.
Í kjölfar umfjöllunar Frétta-
blaðsins bárust Alþýðusam-
bandinu svo ábendingar frá fyrr-
verandi viðskiptavinum Línu.
Sun hefur einnig sagt að Lína
hafi lagt peninga inn á banka-
reikning sinn og látið hana síðan
taka þá út í bankanum. Lína hafi
svo tekið peningana af Sun fyrir
utan bankann, en Sun bendir á
að athafnirnar séu líklega til á
öryggismyndavélum.
Árið 2006 kom upp svipað mál,
þar sem Lína lagði inn peninga
á reikning manns sem vann hjá
henni og ætlaði að láta hann taka
þá út til að afhenda sér. Áður en
það gerðist sótti maðurinn sér
aðstoð í Alþjóðahúsi og létu ráð-
gjafar þar frysta innistæðurnar
á meðan á rannsókn málsins stóð
hjá lögreglu. Maðurinn flúði svo
land.
Kínverska sendiráðið bendir á
að Lína Jia sé nú orðin íslenskur
ríkisborgari og sé mál hennar því
ekki á borði sendiráðsins. Sendi-
fulltrúi þar segist ekkert vita um
mál Sun Fulan, en hún sendi bréf
þangað í febrúar síðastliðnum þar
sem hún óskaði eftir aðstoð og
benti á að Lína héldi rúmlega tví-
tugum karlmanni, Li Nan, nauð-
ugum. Ekkert er vitað um afdrif
hans í dag og Lína hefur ekki
svarað fyrirspurnum Fréttablaðs-
ins síðan á mánudag.
sunna@frettabladid.is
Hús Línu öll skráð á
26 ára dóttur hennar
Allar fasteignir Línu Jia, sem er til rannsóknar hjá lögreglu vegna gruns um
mansal, eru skráðar á 26 ára dóttur hennar. Ein fasteignin er 410 fermetra hús.
Ung kínversk stúlka sakaði Línu um að hafa selt sig í vændi árið 2004.
Grafarvogur
Kópavogur
Reykjavíkurtjörn
El
lið
aá
r
Hamraborg 20a
132 fm verslunarhúsnæði
Hefur átt það síðan 1999,
áður á nafni Wei Zhang, þar
áður á nafninu Rui Jia
Hvassaleiti 35
181,6 fm
Hefur átt það síðan 2002,
áður á nafni Wei Zhang
Hverfisgata 102b
tvær íbúðir, 77 og 76,3 fm
Hefur átt báðar síðan í fyrrasumar
Hverafold 33
410,3 fm
Hefur átt eignina
síðan 2009
Eignir á nafni dótturinnar
LÍNA JIA