Fréttablaðið - 25.10.2012, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 25.10.2012, Blaðsíða 10
25. október 2012 FIMMTUDAGUR10 TAXFREE DAGAR UM HELGINA Að s já lfs ög ðu fæ r r ík iss jó ðu r 2 5, 5% v irð isa uk as ka tt af þ es sa ri sö lu . V er ðl æ kk un in 2 0, 32 % e r a lfa rið á k os tn að H ag ka up s. - Minnkar svitaholur - Sléttir úr línum - Dregur úr örum eftir bólur - Bætir áferð og lit húðarinnar GAMMA HYDROXY Sýrumeðferð sem endurnýjar ysta lag húðarinnar á tveimur vikum FER HAUSTIÐ ILLA MEÐ HÚÐINA? - Dregur úr pokum og þrota í kringum augun - Sléttir og jafnar svæðið undir augunum - Gefur raka og næringu - Eykur teygjanleika EYETUCK Meðferð gegn pokum undir augum. Sýnilegur árangur eftir tvær vikur Rannsóknir í félagsvísindum XIII Opnir fyrirlestrar Föstudaginn 26. október 2012 kl. 9-17 í Odda, Gimli, Háskólatorgi og Lögbergi • Félags- og • Lagadeild mannvísindadeild • Stjórnmálafræðideild • Félagsráðgjafardeild • Viðskiptafræðideild • Hagfræðideild Allir velkomnir - Aðgangur ókeypis Nánari upplýsingar er að finna á www.thjodarspegillinn.hi.is HÁSKÓLI ÍSLANDS Þj ó ð ar sp eg ill in n 20 12 EVRÓPUMÁL „Þetta gekk eins og við bjuggumst við,“ segir Stefán Haukur Jóhannesson, aðal- samningamaður Íslands gagnvart ESB eftir ríkjaráðstefnu í Brussel í gær, þar sem samningaviðræður hófust um þrjá samningakafla. Nú hafa viðræður hafist um 21 kafla af 33 og þar af er viðræðum lokið í 10 köflum. Kaflarnir sem voru teknir inn að þessu sinni voru um fjármála- þjónustu, hagtölur og um tolla- bandalagið. Tveir fyrrnefndu kafl- arnir heyra undir EES-samninginn en hinn þriðji stendur utan þeirra. Í þessum köflum leitar Ísland eftir ýmiss konar sérlausnum, meðal annars varðandi viðlaga- tryggingar og undanþágu frá gerð ýmiss konar hagtalna. Varðandi tollabandalagið segir Stefán að þar sé margt líkt milli aðila, en áhersla sé lögð á að standa vörð um innflutning á hráefni fyrir áliðnað og sjávarútveg. „Við leggjum ríka áherslu á að möguleg aðild að ESB hafi ekki áhrif á innflutning á þessum vörum,“ segir hann. „Reyndar hefur ESB, að okkar mati, sjálft hagsmuna að gæta í að samkeppnisstaða íslensks ál- iðnaðar raskist ekki, því að álið sem er framleitt hér er að stórum hluta flutt til Evrópu til frekari iðnaðarframleiðslu þar.“ Þegar litið er viðræðurnar í heild, segist Stefán vera nokk- uð sáttur við framvinduna. Hann vonast til þess að geta opnað sem flesta kafla á næstu ríkjaráðstefnu, sem verður í desember. Stefnt sé á að 28 verði opnir fyrir lok árs, en það velti þó á ESB þar sem allt standi klárt frá hendi Íslendinga í sjö köflum. Fari svo, standa eftir fimm kafl- ar sem tengjast á einn eða annan hátt veigamestu málaflokkunum, landbúnaði og sjávarútvegi. Stefán Haukur segir land- búnaðar mál vera næst á dagskrá. Nú sé unnið að gerð samnings- afstöðu Íslands og vinnu miði nokk- uð vel áfram. „Þetta er hins vegar afar flókinn kafli og tímafrekur, enda einn af höfuðköflunum í þessum viðræð- um. Við viljum því vanda til verka og köstum ekki til höndunum í því,“ segir Stefán, en hann segist ekki geta gefið sér tímaramma varðandi hvenær afstaðan gæti legið fyrir. thorgils@frettabladid.is Þrír kaflar í viðbót komnir til umræðu ESB og Ísland hafa nú hafið viðræður í 21 af 33 samn- ingsköflum. Aðalsamningamaður Íslands segist sáttur við ganginn í viðræðunum en vonast til þess að til tíðinda dragi á næstu ríkjaráðstefnu í desember. Í heildina hafa samningar náðst um tíu kafla, en nú eru ellefu enn til umræðu milli aðilanna. Ekki hefur náðst að klára viðræður um neinn kafla á síðustu tveimur ríkjarástefnum, og engum hefur verið lokað síðan í mars. Stefán Haukur segir að þeir hefðu vonast til að betur gengi með það. „Við hefðum viljað loka einhverjum köflum að þessu sinni, en það gekk ekki eins og við vonuðumst til. ESB var ekki tilbúið til þess nú, en við sjáum til hvort við náum ekki að loka einhverjum köflum í desember á næstu ríkjaráðstefnu. Hefði viljað klára kafla í þetta sinn STEFÁN HAUKUR JÓHANNESSON Formlegar samningaviðræður hófust í júní 2010 en fyrstu málaflokkarnir, eða samningskaflarnir, voru teknir fyrir efnislega á fyrstu ríkjaráðstefnu ESB og Íslands 27. júní 2011. Nú standa yfir viðræður um ellefu kafla, en tíu hefur verið lokað til bráðabirgða. Tólf kaflar eru enn óopnaðir, en samningsafstaða Íslands liggur fyrir í sjö þeirra. Samningskaflar milli Íslands og ESB: 10 5 7 11 Aðildarviðræður við ESB Kaflar þar sem viðræður eru hafnar: 21 Viðræður standa enn yfir Viðræðum lokið Kaflar þar sem viðræður eru ekki hafnar: 12 Samningsafstaða Íslands liggur fyrir Samningsaf- staða liggur ekki fyrir Reyndar hefur ESB, að okkar mati, sjálft hagsmuna að gæta í að samkeppnisstaða íslensks ál iðnaðar raskist ekki, því að álið sem er framleitt hér er að stórum hluta flutt til Evrópu til frekari iðnaðar- framleiðslu þar. STEFÁN HAUKUR JÓHANNESSON AÐALSAMNINGAMAÐUR ÍSLANDS GAGNVART ESB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.