Fréttablaðið - 25.10.2012, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 25.10.2012, Blaðsíða 12
25. október 2012 FIMMTUDAGUR12 12 hagur heimilanna Skaði af völdum nagla- dekkja er orðum aukinn í almennri umræðu að mati framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Við vissar aðstæður er best að vera á nöglum. Mikið vegslit og rásir hér skrifast fremur á lélegt slitlag. Hver og einn þarf að vanda valið á sínum dekkjum og passa að halda þeim við. Regluleg tjöruhreinsun hjálpar til við veggripið. Nú stendur vetrarumferð fyrir dyrum og ökumenn sem hyggja á dekkjaskipti standa nú enn einu sinni frammi fyrir því að þurfa að velja sér vetrardekk undir bíl- inn. Í seinni tíð hefur heldur fjölg- að kostunum í þeim efnum og misjafnt hvað hentar hverjum, heilsársdekk, ónegld vetrar- dekk, naglar, harðkorna-, loft- bólu-, eða harð- skeljadekk. Runólfur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), segir fólk þurfa að vanda valið og velta fyrir sér hvers konar dekk gagnist best í þeim aðstæðum sem það ekur oft- ast í. Framleiðendur séu margir og vörumerki mismunandi. „Fólk þarf að passa að lesa það sem stendur á hliðum dekksins, en þar kemur til dæmis fram hve- nær dekkið var framleitt. Stundum hefur borið á að eldri lagerar séu settir í sölu,“ segir hann. Þá segir Runólfur þá sem fara mikið um RUNÓLFUR ÓLAFSSON NAGLADEKK Framboð á dekkjum til vetraraksturs hefur aukist til muna í seinni tíð. Auk negldra og ónegldra dekkja er nú hægt að kaupa loftbólu-, harðkorna- og harðskeljadekk. Í frosthörkum þarf að nota alvöru vetrardekk Verðlagseftirlit Alþýðusambands Íslands (ASÍ) kannaði fyrr í þessum mánuði verð á skiptingu, umfelgun og jafnvægis stillingu hjá 24 hjólbarðaverkstæðum hér og hvar á landinu. Á vef ASÍ kemur fram að mestur verðmunur hafi verið á þjónustu við dekkjaskipti á jeppa með 18 tommu stálfelgum (265/60R18). Þar voru skiptin ódýrust á 7.000 krónur hjá Nýbarða en dýrust á 13.398 krónur hjá Sólningu. Þar munar 6.398 krónum. „Fyrir álfelgu af sömu stærð var þjónustan ódýrust hjá Dekkverki og Nýbarða á 7.500 krónur, en dýrust á 13.398 krónur hjá Sólningu,“ segir á vefnum. „Minnstur verðmunur í könnuninni var á þjónustu við dekkjaskipti undir smábíl og minni meðalbíl á 14 og 15 tommu álfelgu (175/65R14 og 195/65R15), sem var ódýrust á 5.490 krónur hjá VDO – Borgardekki, en dýrust á 7.820 krónur hjá Öskju.“ Þarna munar 2.330 krónum eða 42 prósentum. Könnunina í heild má sjá bæði á vef ASÍ (www.asi.is) og á vef FÍB (www.fib.is). ASÍ kannaði nýverið verð á umfelgun „Keðjur og neglda hjólbarða má ekki nota á tímabilinu frá og með 15. apríl til og með 31. október nema þess sé þörf vegna akstursaðstæðna,“ segir á vef Umferðarstofu, www.us.is. Þar er jafnframt áréttað að afar brýnt sé að ökumenn noti ávallt dekk sem hæfi aðstæðum hverju sinni. „Þannig gengur engan veginn að aka um á sléttum sumardekkjum í hálku eða ófærð. Ekki ber ökumönnum þó skylda samkvæmt umferðarlögum til að nota vetrarhjólbarða þegar vetrarfærð ríkir þó að það sé eindregið mælt með því.“ 15. apríl til 31. október GÓÐ HÚSRÁÐ Svitalyktarstorkin föt Edik er sagt hjálpa til við að eyða lyktinni Hver sá sem annast þvotta á sínu heimili (og jafnvel bara hver sem gengur í fötum) hefur rekið sig á að einstaka flík virðist hafa tekið þannig í sig svitalyktina úr handarkrikunum að ekki næst úr þrátt fyrir ítrekaða þvotta. Vitað er um tvennt sem fólk hefur tekið til bragðs með góðum árangri. (Mögulega gæti flíkin eyðilagst, en hún er þá jafnónýt fyrir með svitalyktinni þannig að skaðinn af því að reyna er takmarkaður.) Fyrri lausnin er að væta upp í umræddu og illa lyktandi svæði með uppþvottalegi og láta flíkina draga hann vel í sig áður en hún er sett í þvottavélina. Hin leiðin er að bleyta vel upp í svæðinu með ediki áður en fötin eru sett í vélina. Mögulega gæti sú leið farið betur með fötin en uppþvottalögurinn. Í RÆKTINNI Blanda af svita og svitalyktareyði sem storknar í fötum getur orðið til þess að í þeim festist viðvarandi óþefur. FRÉTTABLAÐIÐ/AP 29,4% dreifðari byggðir þurfa að hafa í huga að við vissar aðstæður slái ekkert nagladekkjum við. Allir þurfa hins vegar að skipta því vetrardekk eru búin til úr annars konar gúmmíblöndu en sumar dekk sem gerir að verkum að dekkin harðna ekki eins og hin í frosti. „Og við vissar aðstæður eru þessi heilsársdekk ekki fullnægj- andi sem vetrardekk.“ Runólfur segir þess meira að segja dæmi að dottið hafi inn á markaðinn dekk sem standist ekki kröfur, jafnvel dekk sem harðni við minnsta frost þótt þau virðist við fyrstu sýn með vetrarmunstri. „Í þessum efnum er svo sem ekkert algilt, en það er svo lítið samasemmerki á milli þess að þekktari merki og í efri verðflokki séu betri og veiti betra veggrip.“ FÍB hefur á hverju hausti birt samanburð á vetrardekkjum, en hann nær þó ekki til allra dekkja. Til dæmis er í þeim samanburði ekki að finna harðskeljadekk. „En það er hins vegar nokkuð vel af þeim látið af okkar félagsfólki og segir kannski einhverja sögu að við höfum ekki heyrt af neinum umkvörtunum vegna þeirra.“ Í vetrarakstri segir Run ólfur hins vegar lykilatriði að haga akstri eftir aðstæðum og leggja ekki af stað á vanbúnum bíl í slæmri færð. Reglulegur dekkja- þvottur hjálpi hins vegar mjög við að dekk haldi veggripi sínu. Þá áréttar Runólfur að þótt alla jafna þurfi ekki nagladekk á höfuðborgar svæðinu gildi annað um fólk sem aka þarf um heiðar. „Þá snýst spurningin um hvort fólk ætli ekki að vera með besta búnað- inn þegar færið er sem verst.“ Runólfur bendir á að stóran hluta af vegsliti sem nagladekkj- um er kennt um megi skýra með því að hér sé notað lélegra slitlag en annars staðar þegar vegir eru lagðir. Til dæmis sé mikill munur á vegum hér og í Svíþjóð, þar sem naglar eru þó notaðir mikið og umferð meiri. „Þar eru ekki sömu hjólrásir í vegum og hér.“ Þá segir hann nagladekk í dag ekki eins og áður. Nú séu til dæmis notaðir í þau léttmálmsnaglar sem ekki rífi eins í yfirborð vegarins. „Nagladekk á fólksbíl gera svo sem engan óskunda. Það er frekar á stórum þungum bílum. Til þarf tugi þúsunda fólksbíla til að ná fram sama sliti og eftir ærlegan trukk.“ olikr@frettabladid.is ER SÚ VERÐHÆKKUN sem hefur orðið á tveggja lítra kókflösku á þremur árum. Á sama tíma hefur vísitala neysluverðs hækkað um 14,3%. Hættan á að verða fyrir bíl er 70 prósentum minni ef maður notaður endurskins- merki. Þetta kemur fram í frétt á vef danska blaðsins Politiken sem vitnar í tölur Børneulykkes- fonden. Þeir sem ganga, hjóla eða hlaupa í myrkri verða fyrst sýnilegir þegar þeir eru í 25 til 40 m fjarlægð frá ljósum bifreiðar. Sé hraði bílsins 50 km á klst. hefur bíl- stjórinn 2 sekúndur til að koma auga á vegfarandann. Sé vegfarandinn með endurskinsmerki verður hann sýni- legur í 130 m fjarlægð frá bílnum. Bíl- stjóri sem ekur á 50 km hraða á klst. hefur þá 10 sekúndur til að koma auga á vegfarandann, samkvæmt því sem greint er frá í frétt Politiken. ■ Umferð 70 prósenta minni hætta með notkun endurskinsmerkis Neytendur lenda í margvíslegum vand- ræðum þegar þeir versla á netinu, að því er kemur fram í nýbirtri skýrslu Evrópsku neytendaaðstoðarinnar. Neytendur segjast hafa lent í vandræðum með skilarétt á vöru þegar þeir vilja hætta við kaupin auk þess sem þeir hafa ekki alltaf fengið vörurnar afhentar. Neytendur lenda einnig í vandræðum þegar vara er gölluð og þegar um er að ræða dulinn aukakostnað. Sérkafli er í skýrslunni um kaup á aðgöngumiðum á menningarviðburði. Oft er um óljós skilyrði að ræða við slík kaup. ■ Evrópska neytendaaðstoðin: Vandræði vegna netvið- skipta eru margvísleg Opnað hefur verið alþjóðlegt vef- svæði, globalrecallsoecd.org, þar sem neytendur, innflytjendur og dreifingaraðilar geta séð á einum stað allar vörur sem hafa reynst hættulegar og verið afturkallaðar af markaði í Bandaríkjunum, Kanada, Evrópu og Ástralíu. Þetta kemur fram í frétt á vef Neytendastofu. Þar segir jafnframt að á hverju ári verði um 180 þúsund börn innan Evrópusam- bandsins fyrir slysum af völdum vöru. Algengustu vörur sem eru innkallaðar eru leikföng og fatnaður samkvæmt upplýsingum úr RAPEX skýrslu 2011. RAPEX er tilkynningakerfi eftirlitsstjór- nvalda ESB og EES. Uppruni vöru í meira en helmingi tilvika var Kína, að því er segir í frétt Neytendastofu. ■ Viðskipti Alþjóðlegt vefsetur um sölubann og afturköllun á vörum Útgefandi: Íslandsbanki hf., kennitala 491008-0160, Kirkjusandi 2, 105 Reykjavík Íslandsbanki hefur birt viðauka við grunnlýsingu sértryggðra skuldabréfa sem skráð eru á Aðalmarkað NASDAQ OMX Iceland hf. Grunnlýsingin, dagsett 4. nóvember 2011 og viðaukar við grunnlýsingu, dagsettir 6. desember 2011 og 24. október 2012 eru gefin út á ensku og birt á vefsíðu bankans, http://www.islandsbanki.is/um-islandsbanka/fjarfestatengsl/sertryggd-skuldabref/ Skjölin má nálgast á pappírsformi hjá útgefanda, Íslandsbanka hf., Kirkjusandi 2, 155 Reykjavík næstu 12 mánuði frá 4. nóvember 2011. Reykjavík, 25. október 2012 Birting viðauka við grunnlýsingu sértryggðra skuldabréfa Íslandsbanka hf. islandsbanki@islandsbanki.is www.islandsbanki.is Sími 440 4000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.