Fréttablaðið - 25.10.2012, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 25.10.2012, Blaðsíða 34
KYNNING − AUGLÝSINGSlysabætur FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 20124 Það er mjög mikilvægt að leita strax aðstoðar lögmanna og fá úr því skorið sem fyrst hvort maður kunni að eiga rétt á bótum. Þetta á við hvort sem fólk hefur lent í umferðarslysi, vinnu- slysi, frítímaslysum eða öðrum hremmingum“, segir Guðjón Ólafur Jónsson, hæstaréttarlögmaður hjá JP Lögmönnum. ,,Ferill skaðabótamála getur tekið mjög langan tíma og þess vegna er mikilvægt að setja sig í samband við lögmann sem fyrst. Hann getur þá farið í að afla nauð- synlegra gagna, svo sem læknis- vottorða, og hefja samskipti við viðkomandi tryggingafélag. Það skiptir miklu máli að gera þessa hluti í tíma svo að ekki verði hætta á að málin fyrnist. Stundum kemur fólk hreinlega of seint svo málin eru fyrnd. Við leggjum líka áherslu á að fólk leiti til læknis strax eftir slys þannig að allar upplýsingar um áverka liggi þá þegar fyrir. Það hjálpar ótrúlega mikið til við fram- haldið“ segir Guðjón Ólafur. Að sögn Halldóru Þorsteins- dóttur héraðsdómslögmanns hjá slysabætur.is, leggja lögmenn- irnir áherslu á persónulega þjón- ustu og regluleg samskipti við við- skiptavini sína. ,,Við kappkost- um að veita viðskiptavinum okkar persónulega þjónustu og greiðan aðgang að lögmönnum stofunnar. Eins verður að hafa í huga að þessi mál geta verið viðkvæm og því er mikilvægt að fólk upplifi að lög- maðurinn sé mannlegur og tilbú- inn að ræða hlutina á persónuleg- um nótum. Þetta er stundum eins og nokkurs konar sálgæsla,“ segir Halldóra. Aðspurð um feril skaða- bótamálanna segir hún að það geti verið misjafnt eftir málum en mörg þeirra séu fremur einföld í sniðum. ,,Þetta fer yfirleitt þannig fram að við hittum þann sem hefur orðið fyrir slysi og fáum hjá honum umboð til þess að af la gagna, semja um bætur og þess háttar. Við óskum síðan eftir gögnum frá við- komandi tryggingafélagi, lögreglu- Eins verður að hafa í huga að þessi mál geta verið viðkvæm og því er mikilvægt að fólk upplifi að lögmaðurinn sé mannlegur og tilbúinn að ræða hlutina á persónulegum nótum. Slysabætur.is – „Mikilvægt að leita strax aðstoðar“ Slysabætur.is er einn öflugasti upplýsingavefur landsins á sínu sviði og fær hundruð heimsókna í hverjum mánuði. Vefurinn er rekinn af JP lögmönnum sem búa yfir langri og mikilli reynslu af innheimtu slysabóta. Guðjón Ólafur Jónsson hæstaréttarlögmaður og Halldóra Þorsteinsdóttir héraðsdómslögmaður eru meðal þeirra lögmanna stofunnar sem mest hafa aðstoðað fólk við innheimtu slysabóta. Að þeirra sögn er mikilvægt að fólki leiti strax til lögmanna hafi það orðið fyrir slysi. Guðjón Ólafur Jónsson hæstaréttarlögmaður og Halldóra Þorsteinsdóttir héraðsdómslögmaður hvetja fólk til að leita til lögmanns sem fyrst eftir slys. MYND/STEFÁN Á slysabætur.is er að finna ítarlegar upplýsing- ar um allar tegundir slysamála, feril þeirra og kostnað, svo og svör við algengum spurningum tjónþola, auk góðra ráða þeim til handa. Bæði segja þau Guðjón Ólafur og Halldóra að slysa- bætur.is hafi hjálpað fjölmörgum. Þar sé að finna svör við ýmsum spurningum þeirra sem orðið hafa fyrir slysum um rétt þeirra til bóta og hvað þurfi að gera til að af greiðslu þeirra geti orðið. „Þarna er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar á mannamáli“ segir Halldóra. „Við pössuðum okkur á að hafa textann vel skiljanlegan almenn- ingi en ekki bara samansafn lögfræðifrasa. Við svörum síðan frekari fyrirspurnum, hittum við- komandi og fylgjum honum sjálf í gegnum ferlið allt þar til við erum búin af fá bæturnar greidd- ar og skila þeim af okkur.“ bætir Guðjón Ólafur við. Hægt er að ná á Guðjóni Ólafi og Halldóru í s. 588-5200 eða senda fyrirspurn á slysabætur@ slysabætur.is. Slysabætur.is – upplýsingar á mannamáli! skýrslum, vottorðum lækna og öðru sem kann að hafa þýðingu fyrir mál viðkomandi. Jafnframt sendum við umbjóðendur okkar til frekari rannsókna hjá læknum eða öðrum sérfræðingum eftir því sem nauð- syn krefur. Við leggjum áherslu á að eins ítarlegar upplýsingar liggi fyrir um tjón viðkomandi og hægt er. Þetta endar svo yfirleitt því lög- maðurinn og viðkomandi trygg- ingafélag biðja sameiginlega um mat á líkamstjóni umbjóðandans. Við förum með umbjóðandanum á matsfund og gerum síðan upp skaðabætur við tryggingafélagið þegar matið liggur fyrir“ segir Hall- dóra. Hún bætir þó við að í sumum tilvikum geti málin þó óneitanlega orðið töluvert flóknari en þetta. Guðjón Ólafur bætir við að slysabaetur.is aðstoði einnig ein- staklinga sem orðið hafa fyrir lík- amsárás eða kynferðisofbeldi. ,,Við sinnum réttargæslustörfum fyrir fórnarlömb kynferðisbrota og lík- amsárása og gætum hagsmuna þeirra bæði hjá lögreglu og fyrir dómi. Við höfum mikla reynslu í þessum málum,“ segir Guðjón Ólafur og bætir við að fórnarlömb kynferðisbrota og alvarlegra lík- amsárása eigi yfirleitt rétt á að fá tilnefndan réttargæslumann sér að kostnaðarlausu. „Við svörum öllum fyrirspurn- um sem berast til okkar og leggjum metnað okkar í að aðstoða alla þá sem við getum“ segir Guðjón Ólaf- ur. „Það kostar ekkert að spyrja.“ Kannaðu málið – það kostar ekkert!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.