Fréttablaðið - 25.10.2012, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 25.10.2012, Blaðsíða 14
25. október 2012 FIMMTUDAGUR14 Umsjón: nánar á visir.is ER GILDI GENGISVÍSITÖLU KRÓNUNNAR Vísitalan hefur hækkað um 3,2% á síðustu tveimur vikum en það jafngildir því að gengi krónunnar sé að veikjast.225,05 Morð og missætti Skáldsaga (kilja) eftir Guðbjörgu Tómasdóttur kom þann 24. október glóðvolg úr prentun. Sagan er svo lygileg, að hún gæti þess vegna verið sönn. Fæst: Í bókabúðinni Hamraborg 5, Máli og Menningu. Í Fjarðakaup og hjá höfundi. - Sími 555 1240 Með notkun örgjörvaposa sem snúa að viðskipta- vinum og tengingu við afgreiðslukerfið frá Advania er rekstraráhæa tengd kortaviðskiptum takmörkuð. Advania á tilbúnar posalausnir og aðstoðar við innleiðingu á örgjörvaposum. Nánari upplýsingar á www.advania.is/pinnid eða í síma 440 9428. Fyrirtæki snúa posanum að viðskiptavinum Isavia kyrrsetti í gærmorgun vél sem Iceland Express var með á leigu vegna ógreiddra lendinga- gjalda. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins skuldar Iceland Express Isavia, sem á og rekur Keflavíkurflugvöll, um hálfa millj- ón dollara, eða rúmlega 60 millj- ónir króna. Wow air keypti í gær hluta af starfsemi Iceland Express. Kröfur birgja og annarra samstarfsaðila voru hins vegar skildar eftir í Ice- land Express. Til stóð að breyta nafni félagsins í gær eða í dag til að aðskilja það frá vörumerkinu sem selt var til Wow air. Heimir Már Pétursson, upplýs- ingafulltrúi félagsins sem í gær hét enn Iceland Express, segist ekki geta sagt til um það á þess- ari stundu hvort skuldin við Isavia verði gerð upp. Hann segist ekki vera með yfirsýn yfir hversu mikið félagið skuldi birgjum og samstarfsaðilum. „Það eru sjálf- sagt skuldir hér og þar líkt og gengur og gerist í öllum rekstri. En það eru ekki einhverjir halar. Félagið mun taka þann tíma sem þarf til að ganga frá þessum málum. Um þetta gilda ákveðin lög og reglur. Menn afgreiða það ekkert á nokkrum dögum.“ Það kaupverð sem Wow air greiddi fyrir ákveðna þætti úr rekstri Iceland Express fæst ekki uppgefið. Aðspurður um hvort það fé fari til gamla Iceland Express eða til eigenda þess og helsta kröfuhafa, Pálma Haraldssonar, segist Heimir Már ekki þekkja þann samning. „Sá samningur er trúnaðarmál milli Pálma og Skúla. Ég get ekki svarað því hvort og þá hversu miklir fjármunir skiptu um hendur. Þeir tveir eru einir um að vita það.“ - þsj Flugvél Iceland Express kyrrsett vegna ógreiddra lendingagjalda: Skulda Isavia tugi milljóna króna BÚIÐ SPIL Iceland Express mun skipta um nafn, leita samninga við birgja sína og samstarfsaðila um uppgjör krafna og ljúka í kjölfarið starfsemi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Í fyrirtækjagreiningu Arion banka kemur fram að þrotabú Landsbankans, sjóðir ALMC og Samson eignarhaldsfélag, sem eru að selja þá hluti sem eru í boði í útboðinu, hafi skuldbundið sig til að selja ekki af hlut sínum í sex mánuði eftir að bréfin verði tekin til viðskipta. „Í lýsingu er það þó skilyrt þannig að félögin mega selja í einum viðskiptum stærri hlut en 5% innan sölubannstímabilsins. Þó ofangreint skilyrði sé væntanlega sett í lýsinguna til þess að tryggja að eitthvað flot geti verið á stórum eignarhlutum á næstu sex mánuðum má að okkar mati allt eins líta svo á að samtals 10,9% hlutur Landsbankans sé til sölu. Þá seldi Yucaipa 7% hlut í sumar og við gefum okkur að Yucaipa ætli sér ekki að eiga 25% hlut í Eimskip til lang- frama. Þannig má spyrja hvort nýr kjölfestufjárfestir sé handan við hornið í Eimskip? Hin hliðin á peningnum er að líta svo á að talsvert framboð af bréfum geti hangið yfir Eimskip og hafi fjárfestar áhuga á að kaupa stærri hlut en 5% þá eru stórir hluthafar Eimskips tilbúnir við símann.“ Nýr kjölfestufjárfestir? Rúmur helmingur þeirrar fjárfest- ingar sem ratað hefur inn í land- ið á grundvelli fjárfestingaleiðar Seðlabanka Íslands hefur farið í fjárfestingar í iðnaði, hátækni- iðnaði, stóriðju og matvælaiðnaði. Þetta kemur fram í gögnum frá Seðlabankanum. Alls hafa fjárfestar komið með 295 milljónir evra, um 59 milljarða króna, inn í landið í gegnum leiðina. Fjárfestingarnar nema 3,6 prósent- um af vergri landsframleiðslu árs- ins 2011. Um 56 prósent upphæðar- innar hafa farið í að kaupa hlutabréf, 30 prósent í skuldabréf, 13 prósent í fasteignir og um eitt prósent í kaup í verðbréfasjóðum. Þegar fjárfest- ingum er skipt niður á geira kemur í ljós að 18 prósent hennar hafa ratað í iðnað, 14 prósent í hátækniiðnað, tíu prósent í stóriðju og tíu prósent í matvælaiðnað. Samtals hefur um 31 milljarður króna ratað í þessa fjóra geira. Fjárfestingaleiðin, sem á að flýta fyrir afnámi gjaldeyrishafta, virkar þannig að ef fjárfestar skuldbinda sig til að koma með helming þeirr- ar upphæðar í evrum sem þeir vilja flytja inn landið og skipta henni á því gengi sem er boði hjá viðskipta- bönkum hverju sinni, og eru tilbúnir til að binda fjárfestinguna hérlendis í fimm ár, fá þeir afslátt af hinum helmingi fjárfestingarinnar. Fyrsta útboðið samkvæmt fjár- festingaleiðinni fór fram um miðj- an febrúar síðastliðinn en þau hafa alls verið sex talsins. Alls hefur 231 tilboði fjárfesta verið tekið í gegnum þessa leið. Samtals hafa þeir aðilar sem hafa komið með fé inn í landið með þessum hætti fengið rúmlega tuttugu prósenta afslátt af þeim eignum sem þeir hafa keypt fyrir féð. Ef sá afsláttur sem fjárfestinga- leiðin felur í sér væri ekki til stað- ar hefðu þeir fjárfestar sem hafa komið inn í gegnum leiðina fengið um 46,2 milljarða króna, samkvæmt útreikningum Markaðarins. Það er um þrettán milljörðum króna minna en þeir hafa í raun fengið. - þsj 59 milljarðar í gegnum fjárfestingaleið Seðlabankans: Rúmur helmingur í iðnað og stóriðju Skiptar skoðanir eru á meðal greiningaraðila um hvort hluta- bréf í Eimskip séu góður fjár- festingakostur. Lokuðu hlutafjár- útboði, þar sem 20 prósenta hlutur í félaginu verður seldur til val- inna fjárfesta, lýkur klukkan 14 í dag. Þetta kemur fram í greining- um Arion banka og IFS ráðgjafar. Greiningarnar eru ætlaðar fyrir fagfjárfesta til einkanota, ekki fyrir almenning. Heimildir Fréttablaðsins herma að þó nokkrir fagfjárfestar, þar á meðal lífeyrissjóðir, ætli ekki að taka þátt í útboðinu vegna þess að þeim finnist verðið of hátt. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að alls yrði fimmt- ungur hlutafjár í Eimskip seldur til fagfjárfesta í útboði þar sem verðbilið yrði 205 til 225 krónur. Í kjölfarið myndi almenningur fá að kaupa fimm prósenta hlut á því verði sem útboðið mun skila. Þetta var síðan staðfest í skrán- ingarlýsingu Eimskips sem birt var seint á mánudagskvöld. Í greiningu Arion banka á Eim- skip kemur fram að hún metur virðismatsgengi hlutar í félaginu á 217 krónur, sem er innan verðbils- ins sem boðið var upp á í útboð- inu. Virðismatið er hins vegar sagt næmt fyrir því hvaða ávöxt- unarkröfu, og forsendur um fram- legð, fjárfestar gera. Fjárfestinga- umhverfið í dag er sagt hagstæðara fyrir þá sem vilja selja eignarhluti en þá sem vilja koma fjármagni í vinnu, enda sé mikill skortur á fjár- festingarkostum á Íslandi, sér í lagi hlutabréfum í stórum félögum sem skráð séu á markað. Í greiningunni segir síðan að „Eimskip er ekki til sölu á neinu útsöluverði. Miðað við okkar for- sendur […] teljum við að seljendur ætli sér að fá fullt verð fyrir hlut sinn.[…] Þeir fjárfestar sem krefj- ast augljóss útboðsafsláttar ættu þannig að láta vera að taka þátt og við ráðleggjum fjárfestum ekki að kaupa og metum betri tækifæri í öðrum skráðum félögum í Kaup- höll Íslands“. Í virðismati IFS greiningar er virðismatsgengi hluta í Eimskip metið á 211 krónur. IFS spáir hins vegar að gengi bréfanna verði komið upp í 255 krónur eftir sex til tólf mánuði. Gangi spá IFS eftir munu þeir sem kaupa hluta- bréf í Eimskip því fá rúmlega 17 prósenta ávöxtun á fjárfestingu sína á umræddu tímabili. Því ráð- leggur IFS fjárfestum að kaupa í félaginu. Þá er auk þess bent á að með kaupum á bréfum í Eimskip munu fjárfestar eignast „óbeina hlut- deild í erlendu tekjuflæði, en um þrír fjórðu tekna félagsins eru í erlendum myntum. Í því er ákveð- in gengisvörn fyrir fjárfesta sem hafa áhyggjur af frekari veikingu krónunnar. Það er yfirlýst stefna félagsins að greiða arð sem nemur 10-30% hagnaðar, þótt það áskilji sér rétt til að taka mið af mark- aðsaðstæðum, fjármagnsskipan og mögulegum fjárfestingum við þá ákvörðun. thordur@frettabladid.is Eimskip ekki á neinu útsöluverði Arion banki ráðleggur fjárfestum ekki að kaupa í Eimskip og segir betri tæki- færi vera í öðrum skráðum félögum. IFS greining ráðleggur hins vegar kaup og telur að virði félagsins muni vaxa mikið á næstu sex til tólf mánuðum. ENGINN AFSLÁTTUR Í greiningu Arion banka segir að það þurfi ekki að fara í grafgötur með að seljendur hlutanna ætli sér að fá ásættanlegt verð. „Þetta er ekki frumútboð á nýju hlutafé, heldur hlutir sem seljendur sitja uppi með þar sem þeir voru stórir lánveitendur gamla Eimskips.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.