Fréttablaðið - 25.10.2012, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 25.10.2012, Blaðsíða 45
FIMMTUDAGUR 25. október 2012 29 Tónlist ★★★★★ Sigurvegarar í Busoni-keppninni, ásamt Víkingi Heiðari Ólafssyni. Harpa, Norðurljós, 22. október. Tónlistarkeppni ungra einleikara er stundum stökkpallur til frægð- ar og frama. Af þeim ástæðum eru margar keppnir haldnar á hverju ári, sumar mikilvægari en aðrar. Á mánudagskvöldið spiluðu sigur- vegararnir úr Busoni-píanókeppn- inni á Ítalíu í Norðurljósum Hörpu. Busoni-keppnin er með þeim stærri í tónlistarheiminum. Nokkrir heims- kunnir píanóleikarar hafa unnið til verðlauna þar við upphaf ferils síns. Talandi um þetta verð ég aðeins að minnast á heimsviðburð úr for- tíðinni sem tengist keppni. Úrslitum fyrstu Tsjajkovskí-keppninnar, sem var haldin í Moskvu árið 1958, má líkja við það þegar Bobby Fischer sigraði Boris Spasskí í Reykjavík árið 1972. Bandaríski píanóleikar- inn Van Cliburn vann þar gullverð- launin. Fyrir það var hann hylltur sem þjóðhetja í Bandaríkjunum. Fólk slóst um miða á tónleika hans, jafnvel þótt hann spilaði eingöngu klassík. Þessi kraftmiklu viðbrögð má rekja til þess að kalda stríðið stóð sem hæst og því þóttu það söguleg tíðindi að Bandaríkjamaður, meira að segja Texasbúi, skyldi vinna fyrstu verðlaun í keppni í Sovétríkj- unum. Tsjajkovskí-keppnin var sér- staklega hugsuð til að undirstrika yfirburði Sovétmanna á menningar- sviðinu eftir að þeim hafði nokkr- um vikum áður tekist að skjóta upp Spútnik-gervitunglinu. Að Texasbúi skyldi vinna Rússanna þótti ótrú- legt. Nú veit ég ekki hvort sigurvegar- arnir í Busoni-keppninni verði að þjóðhetjum! En þetta eru frábærir píanóleikarar. Reyndar vann enginn fyrstu verðlaunin í keppninni núna, svo þau virðast ekki alveg útlærð í listinni. En hver er það svo sem nokkurn tímann? Það fór um mig hrollur þegar handhafi þriðju verðlaunanna, Tatiana Chernichka, gekk inn í salinn. Einbeitingin í svipnum var slík að það var nánast óhugnanlegt. Hún ætlaði sér að kljást við þekktan fingur brjót, 6. sónötuna eftir Proko- fiev. Sjálfstraustið var algert. Hún reyndist hafa efni á því; frammi- staðan var glæsileg. Túlkunin var fáguð og í prýðilegu jafnvægi. Inn- hverf augnablik voru fallega blæ- brigðarík, þau kraftmeiri tilkomu- miklar flugeldasýningar. Endirinn var sérstaklega flottur – fólk æpti af hrifningu. Víkingur Heiðar Ólafsson lék tvö verk á tónleikunum. Hann hefur reyndar enn ekki unnið til verð- launa í keppni sem skiptir máli á alþjóðlegum vettvangi en hann stóð sig engu að síður prýðilega. Sjötta partítan eftir Bach hljómaði mun betur í meðförum hans núna en á tónleikum fyrir skemmstu. Og hann spilaði vel Liebestod eftir Wagner- Liszt. Eftir hlé var komið að píanó- leikurunum sem skiptu á milli sín 2. verðlaununum. Það voru þau Anna Bulkina og Antonii Baris- hevskyi. Bulkina spilaði Davids- bündlertänze eftir Schumann. Það var áhrifa mikill flutningur. Tónlist- in var lifandi, hugmyndarík og inn- blásin, full af tilfinningum – alveg eins og Schumann á að hljóma. Og Myndir á sýningu eftir Mussorgskí í túlkun Barishevskyi var einfaldlega frábær. Þetta er vissulega útjaskað tónverk, en hér hljómaði það ferskt og litríkt. Maður gat nánast séð fyrir sér myndirnar á sýningunni sem tónlistin fjallar um. Svona eiga tónleikar að vera. Jónas Sen Niðurstaða: Frábærir tónleikar með píanóleikurum í fremstu röð. Óhugnanleg einbeiting í Hörpu HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 25. október ➜ Félagsvist 20.00 Félagsvist verður haldin í Skaftfellingabúð, Laugavegi 178. Allir velkomnir og gott með kaffinu. ➜ Sýningar 10.00 Helga Harðardóttir myndlistar- kona opnar sýningu á olíumálverkum sínum í Bókasafni Kópavogs. ➜ Tónlist 21.00 Hjalti úr Múgsefjun og Skúli mennski troða upp á fimmtudagstón- leikum Mánabars, Hverfisgötu 20. 21.00 Svavar Knútur skemmtir á Café Rosenberg. Aðgangseyrir er kr. 1.500. 22.00 Dúettinn Vigga og Sjonni halda tónleika á Ob-La-Dí-Ob-La-Da Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 500. Opið laugard. kl. 10-14 FÖSTUDAGINN 26. OKTÓBER KL. 20 – 2. SÝNING LAUGARDAGINN 27. OKTÓBER KL. 20 – 3. SÝNING SUNNUDAGINN 4. NÓVEMBER KL. 20 – 4. SÝNING LAUGARDAGINN 10. NÓVEMBER KL. 20 – 5. SÝNING NÆSTSÍÐASTA SINN LAUGARDAGINN 17. NÓVEMBER KL. 20 – 6. SÝNING SÍÐASTA SINN MIÐASALA Í HÖRPU OG Á WWW.HARPA.IS – MIÐASÖLUSÍMI 528 5050 FRÁBÆRAR VIÐTÖKUR! „Óperan hefur unnið enn einn sigurinn og sannarlega sinn stærsta í Hörpu til þessa“ – Gunnar Guðbjörnsson, Smugumenning „Jóhann Friðgeir var alveg magnaður! Hulda Björk Garðars- dóttir var stórkostleg...Viðar Gunnarsson sömuleiðis...Elsa Waage vann leiksigur, söngurinn hástemdur og litríkur... Anooshah Golesorkhi söng einstaklega fallega.“ – Jónas Sen, Fréttablaðið Söngvararnir...öll með tölu framúrskarandi! – Gunnar Guðbjörnsson, Smugumenning „Kom mér ánægjulega á óvart. Íslenska óperan er komin heim!“ – Hlín Agnarsdóttir, Djöflaeyjan „Leikmynd og lýsing Gretars Reynissonar og Björns Berg- steins algerlega frábær, makalaust flott. – Helgi Jónsson, Víðsjá „Hljómsveitin var frábær.“ – Jónas Sen, Fréttablaðið „Sem endranær brilleraði kór ÍÓ“ – Ríkarður Örn Pálsson, Morgunblaðið „Mikil upplifun, frábær tónlist - og vel flutt.“ – Greipur Gíslason, Morgunútvarpið Rás 1 „Hulda Björk var algjörlega frábær...Elsa Waage var gríðar- lega sterk...Viðar Gunnarsson virkilega flottur.“ – Helgi Jónsson, Víðsjá Nokkrar umsagnir áhorfenda á netmiðlum: „Hreint út sagt frábær sýning. Stórkostlegur söngur.“ – Eiður Guðnason „Það var engu líkara en hlið himnaríkis hefðu opnast.“ – Sigríður Ingvarsdóttir „Stórkostleg sýning. Söngur, ljós og umgjörð á heimsmælikvarða.“ – Jóhanna Pálsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.