Fréttablaðið - 25.10.2012, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 25.10.2012, Blaðsíða 42
25. október 2012 FIMMTUDAGUR26 BAKÞANKAR Sifjar Sigmars- dóttur 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. hreinsiefni, 6. frá, 8. gogg, 9. sarg, 11. í röð, 12. strýtu, 14. hæðnisbros, 16. samanburðartenging, 17. af, 18. farfa, 20. persónufornafn, 21. hljómsveit. LÓÐRÉTT 1. kássa, 3. utan, 4. ávaxtaré, 5. þakbrún, 7. fréttir, 10. fjallaskarð, 13. hrós, 15. rótartauga, 16. veitt eftirför, 19. golf áhald. LAUSN LÁRÉTT: 2. sápu, 6. af, 8. nef, 9. urg, 11. rs, 12. keilu, 14. glott, 16. en, 17. frá, 18. lit, 20. ég, 21. tríó. LÓÐRÉTT: 1. mauk, 3. án, 4. perutré, 5. ufs, 7. fregnir, 10. gil, 13. lof, 15. tága, 16. elt, 19. tí. Pondus... þykir þér vænt um mig? Já, það mundi ég halda! Elskar þú mig? Svo sannar- lega! Myndirðu flytja fjöll fyrir mig? Með hnef- unum! Ganga í gegnum eld og brennistein? Og til baka! Koma með mér að sjá Cats í leik- húsinu? Þá spyr ég til baka, þykir þér vænt um mig? Tveir tímar Pondus! Það er það eina sem ég bið um! Elskar þú mig? Svaraðu kona!! Mér finnst þetta gott lag. Þótt ég skilji lítið í því sem hann segir. Er þetta textinn? Maður veit að lag er gott þegar það fær fullorðna til að falla í yfirlið. Ég ætla þokkalega að setja þetta á lagalistann minn. ...Hmmmmmmm, hvert fóru allar sýktu rotturnar mínar? SMJATT Þegar Mozart er spilaður fyrir ófædd börn hljómar hann kannski eins og þungarokk. Það myndi skýra ýmislegt. Árið er 2003. Abdul, ræstitæknir í bank-anum HSBC í London, er mættur á aðalfund fyrirtækisins. Bankinn fagnar kaupum á húsnæðislánasjóðnum Household International og forstjóra hans, William F. Aldinger. Laun Aldingers hljóða upp á 35 milljónir punda og eru þá ekki með taldar sporslur á borð við einkaflugvél og tann- læknameðferðir handa Albertu, eiginkonu hans. Abdul líst ekki á blikuna. Hann kveð- ur sér hljóðs og lýsir vanþóknun á launa- stefnu fyrirtækisins en sjálfur segist hann ekki fá annað en moppu og fimm pund á tímann. Abdul er hunsaður. ÁRIÐ ER 2012. Á aðalfundi stærstu auglýs- ingastofu heims, WPP, stendur til að hækka laun framkvæmdastjórans um 30%. En þeir dagar þegar aðalfundir fyrirtækja voru aðeins sýndarleikur eru liðnir. Hluthafar fyrirtækisins hafna launapakkanum. UPPREISN hluthafa gegn stjórnend- um fyrirtækja – og þá einkum laun- um þeirra – hefur tröllriðið bresku viðskiptalífi undanfarið. Hefur hún verið nefnd „hluthafavorið“. Á góðærisárunum brugðust eftir- litsaðilar með viðskiptum skyldum sínum. En þeir voru ekki þeir einu. Á ÍSLANDI tapaði „venjulegt fólk“, ellilífeyrisþegar jafnt sem einstæðar mæður, sparnaði sínum á íslenska hlutabréfamarkaðnum. Lífeyris- sjóðirnir urðu auk þess af hundruðum milljarða. Allt þetta fólk var hluthafar. Og hluthafar eru hvorki radd- né valda lausir. Þeir hefðu getað látið í sér heyra. Þeir hefðu getað, í krafti eignarhlutar síns, verið stjórnendum aðhald. En fæstir gerðu það. Því skal ekki haldið fram að ellilífeyris- þegar hefðu getað komið í veg fyrir fjörtjón fyrirtækja 2008. Sinnuleysi hluthafa, undir- ritaðrar þar með talið, á hins vegar að verða okkur víti til varnaðar. NÝSKRÁNINGAR í Kauphöllinni eru farn- ar að taka við sér. Mikilvægt er að læra af reynslu síðasta góðæris. Allir Reykvík- ingar áttu til að mynda hlutdeild í Orku- veitunni. Sú óráðsía sem þar viðgekkst og verið hefur í fréttum var þó framan af látin óátalin. Fáum gat þó dulist bruðlið þegar birtingarmynd þess reis eins og einbýlishús Svarthöfða á hól í Árbænum. Það viðhorf að hluthöfum komi rekstur fyrirtækja ekki við er rótgróið hér á landi. Greint var frá því í fjölmiðlum nýverið að tveggja manna slita stjórn Glitnis hefði fengið 280 milljón- ir króna í greiðslur frá þrotabúinu í fyrra. Tveir lífeyrissjóðir sem eiga kröfu í þrota- búið höfðu ítrekað reynt að fá upplýsingar um kostnað slitastjórnarinnar en án árang- urs. Sofum ekki á verðinum. Þótt kominn sé vetur er tími á íslenskt hluthafavor. Einbýlishús Svarthöfða Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Gói Baunagrasið og Bráðskemmtileg og fyndin leiksýning fyrir alla fjölskylduna Fréttatíminn Morgunblaðið Síðustu sýningar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.