Fréttablaðið - 25.10.2012, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 25.10.2012, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Sími: 512 5000 *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Fimmtudagur skoðun 18 3 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Fólk Slysabætur Hillur & skápar veðrið í dag 25. október 2012 251. tölublað 12. árgangur Kynningarblað Lagerhillur, bókahillur, verslunarhillur, hillukerfi og sérsmíðaðar hillur. HILLUR FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2012 &SKÁPARSLYSABÆTURFIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2012 Kynningarblað um þjónustu lögfræðinga í slysa- og skaðabótamálum.DÝRIR EN ÖÐRUVÍSI SKÓR Flestar konur elska fallega skó. Gaman er að skoða þá en enn skemmtilegra að ganga á þeim. Nicholas Kirkwood er sérfræðingur í öðruvísi kvenskóm og það er afar áhugavert að skoða úrvalið hjá honum á síðunni nicholaskirkwood.com. Vinkonurnar Soffía Theódóra eigið fyrirtæki í tí k i TÍMARIT UM TÍSKUÁHERSLA Á NORÐURLÖND Tvær tískumeðvitaðar konur sem búa í New York hafa stofnað nýtt veftímarit, °N Style Magazine, sem kemur út í næstu viku. VIÐ MANHATTAN-BRÚ Stofnendur °N Style Ma- gazine búa í New York en eru stoltar af því að vera frá Norðurlöndunum. Fim, fös, lau verður þessi haldari á 20% afslætti áður kr. 5.800,- nú kr. 4.640,- ATH frí póstsending AÐEINS FYRIR ÞIG - næstu 3 daga - 20% AFSLÁTTUR Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Þú mætir - við mælum og aðstoðum www.misty.is Opið frá 10-18 virka daga. 10-14 laugardaga Opið kl. 9 -18 laugardaga kl. 11 - 16 Stórhöfða 25 569 3100 eirberg.is L i og auka afköstDagljósin – Bæta líðan UMHVERFISMÁL Mikil saur mengun greindist í Elliðavatni í nýrri rann- sókn, sjöfalt yfir þeim mörkum sem teljast ásættanleg í reglu- gerð um varnir gegn mengun vatns. Einnig finnst saurmengun á nokkrum stöðum í Elliðaánum en í litlum mæli. „Þessar niðurstöður komu okkur á óvart, sérstaklega þar sem við greindum nóróveirur á þremur stöðum þar sem þær hafa ekki greinst áður, hvorki í vatninu eða ánum. Sú veira finnst bara í melt- ingarvegi manna og bendir það til skólpmengunar sem kemst út í árnar og vatnið,“ segir Krist- ín Elísa Guðmundsdóttir, sem kynnti meistaraprófsverkefni sitt í umhverfis- og auðlindafræði í Háskóla Íslands í gær. Rannsóknin sýnir að í Elliða- vatni er saurmengunin hátt yfir mörkum fyrir örverumengun, samkvæmt reglugerð. Í vatn- inu mældist mengunin sjöföld að meðaltali miðað við efri mörk þess sem telst ásættanlegt. Í ánum er mengunin miklu minni, og telst lítil samkvæmt sömu viðmiðum. Mengunin mældist mest í Elliða- vatni við útfall ánna, og við Nes- hólma. Í ánum mældist mengunin mest í Árbæjarlóni. Árið 2009 sýndi vöktun Reykja- víkurborgar saurmengun neðst í Elliðaánum. Þá var ráðist í sér- stakt mengunarvarnaátak sem enn er yfirstandandi. Mælingar í vatninu gáfu hins vegar ekki til- efni til aðgerða, að sögn Kristínar Lóu Ólafsdóttur, hjá Heilbrigðis- eftirliti Reykjavíkur. Kristín Lóa segir að niður- stöðurnar séu allrar athygli verðar en tekur fram að hún hafi ekki kynnt sér rannsóknina í smá- atriðum. Niðurstöðurnar komi á óvart hvað varðar Elliðavatn í ljósi mælinganna árið 2009. „Við munum bregðast við þessum niður stöðum, á því er enginn vafi í mínum huga,“ segir Kristín Lóa og minnir á að Elliðavatn liggi innan ystu marka vatnsverndarsvæðis höfuðborgarsvæðisins. Kristín Elísa flokkaði vatnið og árnar í rannsókn sinni með til- liti til fyrrnefndrar reglugerðar. Niðurstaðan er að Elliðavatn fell- ur í D-flokk eða „verulega snortið vatn“ og árnar í B-flokk eða „lítið snortið vatn“. Markmið rannsóknar Kristín- ar Elísu, sem unnin var hjá Matís, var að skoða örveruflóru vatna- sviðsins og saurmengun frá Elliða- vatni niður að ósum Elliðaánna. Sýni voru tekin á þremur stöðum í vatninu og sex stöðum í ánum, fjórum sinnum yfir níu mánaða tímabil. - shá Saurmengun í Elliðavatni Í nýrri rannsókn greindist saurmengun í Elliðavatni sjöfalt hærri en talið er ásættanlegt í reglugerð um varnir gegn mengun vatns. Brugðist verður við niðurstöðunum, segir Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Komið að ögurstundu Ísland getur tryggt sér sæti í úrslitakeppni EM 2013 með sigri á Úkraínu í kvöld. sport 40 Tískulegri fatnaður Ný fatalína Guðmundar Jörundssonar er innblásin af prestum og gyðingum. tíska 46 „ Þ E T TA E R D Ú N D U R . “ Við erum í hádegismat Sími 5 800 600www.iss.is Opið til 21 í kvöld Alltaf haft nóg að gera Sýning á verkum Gísla B. Björnssonar opnuð í Hönnunarsafni. tímamót 24 Mjög lítil eða engin saur- mengun (< 14/100 ml)i Lítil saurmengun (14-100/100 ml)ii Nokkur saurmengun (100-200/100 ml)iii Mikil saurmengun (200-1000/100 ml) iv Ófullnægjandi ástand vatns (>1000/100 ml)v Umhverfismörk skv. reglugerð Flokkur I & II ásættanlegt. Elliðavatn 695/100 (flokkur iv) SVALT Í VEÐRI Í dag verða víðast norðaustan 5-10 m/s og úrkomu- lítið en stífari og dálítil úrkomu syðst. Frost 0-6 stig NA-til en allt að 6 stiga hiti syða. VEÐUR 4 4 1 -4 -3 2 HJÓLA EKKI Í ÁLFANA Nýr göngu- og hjólastígur við Vesturlandsveg er sveigður framhjá stein- inum Grásteini, sem talinn er bústaður álfa frá fornu fari. Óhöpp við vegagerð á þessum slóðum fyrr á tíð voru tengd því að hróflað var við steininum. Sjá síðu 8 FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STJÓRNMÁL Búist er við átökum um hvaða leið verði fyrir valinu til að velja frambjóðendur á lista Framsóknarflokksins í Norð- austurkjördæmi. Kjördæmisþing verður haldið um helgina þar sem leiðin verður ákveðin. Heimildir Fréttablaðsins herma að Höskuldur Þórhallsson og stuðningsmenn hans séu fylgjandi póstkosningu, en þá fá allir skráðir félagar í flokkn- um að greiða atkvæði bréfleiðis. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og hans fylgismenn eru hins vegar, samkvæmt heimildum, hlynntari því að tvöfalt kjördæmis þing velji á listann. Verði sú leið valin koma færri að vali á listann, en kosið er um hvert sæti. Höskuldur sækir fylgi sitt að mestu til þéttbýlustu svæða kjördæmisins, en fylgi við Sigmund Davíð er meira á Austur landi. Báðir sækjast eftir því að leiða listann. - kóp / sjá síðu 4 Kjördæmisþing Framsóknarflokksins á Norðausturlandi verður um helgina: Tekist á um leiðir til að velja á lista SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNNLAUGSSON HÖSKULDUR ÞÓRHALLSSON ALMANNAVARNIR Lýst var yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norður landi í gærkvöldi. Þetta var gert að höfðu samráði við vísindamenn og lögreglustjóra á Sauðárkróki, Akureyri og Húsa- vík. Vísindamannaráð almanna- varna fundaði í gær samkvæmt tilkynningu frá almannavarna- deild Ríkislögreglustjóra. Á þessu svæði er þekkt að um tveir til þrír stórir skjálftar verði á hverri öld. Þá er það einnig þekkt að stórir skjálftar fylgi jarð- skjálftahrinum, þótt ekki sé víst að svo verði. Hrinan sem nú stendur yfir er sú öflugasta sem mælst hefur í tuttugu ár. Óvissustig á við þegar grunur vaknar um að eitthvað sé að ger- ast af náttúru- eða mannavöldum sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar sé ógnað. - þeb Öflugasta hrinan í tuttugu ár: Óvissustigi lýst yfir fyrir norðan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.