Fréttablaðið - 25.10.2012, Page 1

Fréttablaðið - 25.10.2012, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Sími: 512 5000 *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Fimmtudagur skoðun 18 3 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Fólk Slysabætur Hillur & skápar veðrið í dag 25. október 2012 251. tölublað 12. árgangur Kynningarblað Lagerhillur, bókahillur, verslunarhillur, hillukerfi og sérsmíðaðar hillur. HILLUR FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2012 &SKÁPARSLYSABÆTURFIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2012 Kynningarblað um þjónustu lögfræðinga í slysa- og skaðabótamálum.DÝRIR EN ÖÐRUVÍSI SKÓR Flestar konur elska fallega skó. Gaman er að skoða þá en enn skemmtilegra að ganga á þeim. Nicholas Kirkwood er sérfræðingur í öðruvísi kvenskóm og það er afar áhugavert að skoða úrvalið hjá honum á síðunni nicholaskirkwood.com. Vinkonurnar Soffía Theódóra eigið fyrirtæki í tí k i TÍMARIT UM TÍSKUÁHERSLA Á NORÐURLÖND Tvær tískumeðvitaðar konur sem búa í New York hafa stofnað nýtt veftímarit, °N Style Magazine, sem kemur út í næstu viku. VIÐ MANHATTAN-BRÚ Stofnendur °N Style Ma- gazine búa í New York en eru stoltar af því að vera frá Norðurlöndunum. Fim, fös, lau verður þessi haldari á 20% afslætti áður kr. 5.800,- nú kr. 4.640,- ATH frí póstsending AÐEINS FYRIR ÞIG - næstu 3 daga - 20% AFSLÁTTUR Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Þú mætir - við mælum og aðstoðum www.misty.is Opið frá 10-18 virka daga. 10-14 laugardaga Opið kl. 9 -18 laugardaga kl. 11 - 16 Stórhöfða 25 569 3100 eirberg.is L i og auka afköstDagljósin – Bæta líðan UMHVERFISMÁL Mikil saur mengun greindist í Elliðavatni í nýrri rann- sókn, sjöfalt yfir þeim mörkum sem teljast ásættanleg í reglu- gerð um varnir gegn mengun vatns. Einnig finnst saurmengun á nokkrum stöðum í Elliðaánum en í litlum mæli. „Þessar niðurstöður komu okkur á óvart, sérstaklega þar sem við greindum nóróveirur á þremur stöðum þar sem þær hafa ekki greinst áður, hvorki í vatninu eða ánum. Sú veira finnst bara í melt- ingarvegi manna og bendir það til skólpmengunar sem kemst út í árnar og vatnið,“ segir Krist- ín Elísa Guðmundsdóttir, sem kynnti meistaraprófsverkefni sitt í umhverfis- og auðlindafræði í Háskóla Íslands í gær. Rannsóknin sýnir að í Elliða- vatni er saurmengunin hátt yfir mörkum fyrir örverumengun, samkvæmt reglugerð. Í vatn- inu mældist mengunin sjöföld að meðaltali miðað við efri mörk þess sem telst ásættanlegt. Í ánum er mengunin miklu minni, og telst lítil samkvæmt sömu viðmiðum. Mengunin mældist mest í Elliða- vatni við útfall ánna, og við Nes- hólma. Í ánum mældist mengunin mest í Árbæjarlóni. Árið 2009 sýndi vöktun Reykja- víkurborgar saurmengun neðst í Elliðaánum. Þá var ráðist í sér- stakt mengunarvarnaátak sem enn er yfirstandandi. Mælingar í vatninu gáfu hins vegar ekki til- efni til aðgerða, að sögn Kristínar Lóu Ólafsdóttur, hjá Heilbrigðis- eftirliti Reykjavíkur. Kristín Lóa segir að niður- stöðurnar séu allrar athygli verðar en tekur fram að hún hafi ekki kynnt sér rannsóknina í smá- atriðum. Niðurstöðurnar komi á óvart hvað varðar Elliðavatn í ljósi mælinganna árið 2009. „Við munum bregðast við þessum niður stöðum, á því er enginn vafi í mínum huga,“ segir Kristín Lóa og minnir á að Elliðavatn liggi innan ystu marka vatnsverndarsvæðis höfuðborgarsvæðisins. Kristín Elísa flokkaði vatnið og árnar í rannsókn sinni með til- liti til fyrrnefndrar reglugerðar. Niðurstaðan er að Elliðavatn fell- ur í D-flokk eða „verulega snortið vatn“ og árnar í B-flokk eða „lítið snortið vatn“. Markmið rannsóknar Kristín- ar Elísu, sem unnin var hjá Matís, var að skoða örveruflóru vatna- sviðsins og saurmengun frá Elliða- vatni niður að ósum Elliðaánna. Sýni voru tekin á þremur stöðum í vatninu og sex stöðum í ánum, fjórum sinnum yfir níu mánaða tímabil. - shá Saurmengun í Elliðavatni Í nýrri rannsókn greindist saurmengun í Elliðavatni sjöfalt hærri en talið er ásættanlegt í reglugerð um varnir gegn mengun vatns. Brugðist verður við niðurstöðunum, segir Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Komið að ögurstundu Ísland getur tryggt sér sæti í úrslitakeppni EM 2013 með sigri á Úkraínu í kvöld. sport 40 Tískulegri fatnaður Ný fatalína Guðmundar Jörundssonar er innblásin af prestum og gyðingum. tíska 46 „ Þ E T TA E R D Ú N D U R . “ Við erum í hádegismat Sími 5 800 600www.iss.is Opið til 21 í kvöld Alltaf haft nóg að gera Sýning á verkum Gísla B. Björnssonar opnuð í Hönnunarsafni. tímamót 24 Mjög lítil eða engin saur- mengun (< 14/100 ml)i Lítil saurmengun (14-100/100 ml)ii Nokkur saurmengun (100-200/100 ml)iii Mikil saurmengun (200-1000/100 ml) iv Ófullnægjandi ástand vatns (>1000/100 ml)v Umhverfismörk skv. reglugerð Flokkur I & II ásættanlegt. Elliðavatn 695/100 (flokkur iv) SVALT Í VEÐRI Í dag verða víðast norðaustan 5-10 m/s og úrkomu- lítið en stífari og dálítil úrkomu syðst. Frost 0-6 stig NA-til en allt að 6 stiga hiti syða. VEÐUR 4 4 1 -4 -3 2 HJÓLA EKKI Í ÁLFANA Nýr göngu- og hjólastígur við Vesturlandsveg er sveigður framhjá stein- inum Grásteini, sem talinn er bústaður álfa frá fornu fari. Óhöpp við vegagerð á þessum slóðum fyrr á tíð voru tengd því að hróflað var við steininum. Sjá síðu 8 FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STJÓRNMÁL Búist er við átökum um hvaða leið verði fyrir valinu til að velja frambjóðendur á lista Framsóknarflokksins í Norð- austurkjördæmi. Kjördæmisþing verður haldið um helgina þar sem leiðin verður ákveðin. Heimildir Fréttablaðsins herma að Höskuldur Þórhallsson og stuðningsmenn hans séu fylgjandi póstkosningu, en þá fá allir skráðir félagar í flokkn- um að greiða atkvæði bréfleiðis. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og hans fylgismenn eru hins vegar, samkvæmt heimildum, hlynntari því að tvöfalt kjördæmis þing velji á listann. Verði sú leið valin koma færri að vali á listann, en kosið er um hvert sæti. Höskuldur sækir fylgi sitt að mestu til þéttbýlustu svæða kjördæmisins, en fylgi við Sigmund Davíð er meira á Austur landi. Báðir sækjast eftir því að leiða listann. - kóp / sjá síðu 4 Kjördæmisþing Framsóknarflokksins á Norðausturlandi verður um helgina: Tekist á um leiðir til að velja á lista SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNNLAUGSSON HÖSKULDUR ÞÓRHALLSSON ALMANNAVARNIR Lýst var yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norður landi í gærkvöldi. Þetta var gert að höfðu samráði við vísindamenn og lögreglustjóra á Sauðárkróki, Akureyri og Húsa- vík. Vísindamannaráð almanna- varna fundaði í gær samkvæmt tilkynningu frá almannavarna- deild Ríkislögreglustjóra. Á þessu svæði er þekkt að um tveir til þrír stórir skjálftar verði á hverri öld. Þá er það einnig þekkt að stórir skjálftar fylgi jarð- skjálftahrinum, þótt ekki sé víst að svo verði. Hrinan sem nú stendur yfir er sú öflugasta sem mælst hefur í tuttugu ár. Óvissustig á við þegar grunur vaknar um að eitthvað sé að ger- ast af náttúru- eða mannavöldum sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar sé ógnað. - þeb Öflugasta hrinan í tuttugu ár: Óvissustigi lýst yfir fyrir norðan

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.