Fréttablaðið - 25.10.2012, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 25.10.2012, Blaðsíða 18
18 25. október 2012 FIMMTUDAGUR Í Evrópu á sér stað mikil umræða um færar leiðir til að láta fjár- málakerfi álfunnar standa á eigin fótum. Ekki er það að ósekju enda ógnar óstöðugleiki fjármálakerfis- ins lífskjörum heillar álfu. Og þó svo að Ísland sé komið í skjól af sinni fjármálakreppu og efnahags- batinn ásættanlegur, þegar horft er til umfangs hrunsins, er ástæða til að staldra við og hugsa til framtíð- arskipanar fjármálakerfisins hér á landi. Mögulega geta reynst dýr- mætar lexíur í hrakförum landsins þegar kemur að bankastarfsemi. Innstæðutryggingarkerfi Íslandi, sem aðila að EES, er skylt að hafa virkt kerfi tryggingarsjóðs innstæðueigenda. Rík ástæða er til að efast um gagnsemi slíks kerfis og það sem verra er, slíkt kerfi getur verið blekkjandi. Fjármála- stofnunum er skylt að borga til- tekna upphæð í tryggingarkerfi til að mæta áföllum ef slík stofnun skyldi ekki geta staðið við skuld- bindingar sínar. Það er þó ljóst að tryggingarkerfið þolir ekki einu sinni fall meðalstórrar fjármála- stofnunar enda þyrftu bankarnir að reiða fram ógnarfjárhæðir inn í tryggingarsjóðinn til að slíkt væri gerlegt. Neyðarlögin færa okkur svo sannindin um það að aldrei verð- ur hægt að reiða sig á tryggingar- sjóð þegar komið er að stóru fjár- málalegu áfalli. Með þeim er farin sú leið að veita sparifjáreigendum forgang í eignir fallinna fjármála- stofnana enda ekki hægt að reiða sig á tryggingarsjóðinn til að mæta sparifjáreigendum. Sparifé lands- manna var yfir 1.000 milljarðar við hrun en tryggingarsjóður inn- stæðueiganda hafði nokkra millj- arða til ráðstöfunar. Forgangur sparifjáreigenda Til framtíðar væri því rétt að festa í lög forgang sparifjáreigenda í þrotabú fallinna fjármála stofnana og leggja niður tryggingarsjóð inn- stæðueigenda. Með þessu eru nokk- ur mikilvæg atriði tryggð. Í fyrsta lagi eru sparifjáreigendur raun- verulega tryggðir í stað þess að þurfa að reiða sig á tryggingarkerfi sem getur ekki með nokkrum hætti staðið undir þeirri tryggingu sem heitið er. Í öðru lagi er kröfu höfum ljóst að þeir koma á eftir sparifjár- eigendum þegar kemur að uppgjöri búa sem tryggir gagnsæi og von- andi að þeir vandi sig í frekari lán- veitingum til fjármála stofnana. Í þriðja lagi er skýrt að eignir bank- anna eiga að vera trygging spari- fjáreigenda og að skattgreiðendur eða ríkið eru algjörlega fyrir utan mögulegt áfall í fjármála geiranum. Sparifjáreigendur verða því að velja fjármálastofnanir sem álit- ið er að fjárfesti skynsamlega því á endanum verður það stofnunin sem þarf að gera reikningsskil á innstæðum fari illa. Með þessu er ríkis ábyrgð á innstæðum algjörlega afnumin með skýrum hætti sem ekki er ljóst að sé reyndin þegar horft er á tryggingarsjóðskerfið. Aðskilnaður fjárfestinga- og við- skiptabankastarfsemi Talsmönnum þeirra er telja aðskilnað á fjárfestinga- og við- skiptabankastarfsemi vera skyn- samlegan ættu að sjá að þau markmið sem búa að baki slíkum aðskilnaði eru tryggð. Einn helsti ókostur slíkrar leiðar er að það er vandkvæðum bundið að draga landamæri milli fjárfestinga- og viðskiptabankastarfsemi. Slíkt er ekki vandamál með forgang inn- stæðueiganda en hún tryggir jafn- framt að viðskiptabanka starfsemin nýtur forgangs á kostnað fjárfestingarbanka starfseminnar. Þannig þurfa bankar að gera það upp við sig hvort þeir starfræki innlánastarfsemi vitandi það að ef illa fer njóta innlánseigendur for- gangs í þrotabúið. Þetta dregur einnig úr áhættusækni fjármála- stofnana, gerir það jafnframt ljóst að ríkið mun ekki koma föllnum fjármálastofnunum til hjálpar og trygging sparifjáreigenda verður í formi eigna bankans. Einn lær- dómur hrunsins er nefnilega sá að á meðan ófullburða tryggingar- sjóðskerfi er til staðar ályktuðu margir sem svo að ríkið kæmi allt- af til hjálpar, m.a. til að leysa vanda sparifjáreigenda. Að lokum má nefna að þær upp- hæðir sem fjármálastofnanir borga inn í tryggingarsjóðinn í dag geta runnið til ríkisins og þannig mætt þeirri skuldsetningu sem ríkis- sjóður varð fyrir þegar íslenska efnahagsundrið hrundi. Það er þó ekki forsenda fyrir því að þessi leið gangi upp og væri æskilegt að stjórnmálamenn næðu saman um útfærslu á raunverulegu trygg- ingarsjóðskerfi. Leiðin sem hér er reifuð ætti að geta náð samhljómi meðal stjórnmálamanna þvert á hið pólitíska litróf enda flestir sam- mála um að fjármálakerfi eigi að standa á eigin fótum. Fjármálakerfi á eigin fótum Evrópska vinnuverndar-stofnunin stendur árlega fyrir vinnuverndarviku þar sem Evrópu þjóðir sameinast í átaki til að vekja athygli á þessum mikil- væga málaflokki. Markmiðið er að bæta öryggi á vinnu stöðum og gera þá heilsusamlegri. Starfshópur skipaður fulltrúum atvinnulífsins og Vinnueftirlits- ins sér um framkvæmd vinnu- verndarvikunnar hér á landi. Átakið að þessu sinni ber yfir- skriftina Vinnuvernd – allir vinna. Vísað er til þess að mark- visst og árangursríkt vinnu- verndarstarf skilar margvís- legum ávinningi sem einnig má meta til fjár, þótt skiljanlega beinist sjónir manna einkum að mannlega þættinum með áherslu á að forða slysum og draga úr veikindum. Samkvæmt upplýsingum Alþjóðavinnumálastofnunarinn- ar nemur heildarkostnaður vegna vinnuslysa og vinnutengdrar van- heilsu allt að 4% af vergri lands- framleiðslu þjóða. Í Evrópu verða árlega um 6,9 milljónir manna fyrir vinnuslysum og 23 milljón- ir manna stríða við vinnutengda vanheilsu. Evrópsk könnun á vinnuaðstæðum meðal 44 þúsund starfsmanna leiddi í ljós að árið 2010 töldu um 24% þeirra sig búa við vinnutengdar aðstæður sem fólu í sér aukna hættu á heilsu- bresti eða slysum. Hér á landi verða um 3% vinn- andi fólks fyrir vinnuslysi ár hvert sem leiðir til þess að við- komandi leitar sér hjálpar. Alvar- leg slys og slys sem valda fjar- vistum lengur en einn dag ber að tilkynna Vinnueftirlitinu og hefur fjöldi slíkra slysa verið um 13-14 hundruð á ári frá árinu 2009. Sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að fjárfesting fyrir- tækja í vinnuvernd skilar sér rúmlega tvöfalt til baka. Slag- orðið allir vinna á því sannarlega rétt á sér. Líf og heilsu fólks er erfitt að meta til fjár og auðvitað felst mikilvægasti ávinningur- inn í því að fyrirbyggja atvinnu- tengda sjúkdóma, stuðla að sem bestri heilsu starfsfólks og koma í veg fyrir vinnuslys og þjáningar fólks af þeim völdum. Það er hins vegar full ástæða til að halda á lofti þeim fjárhagslega ávinningi af vinnuverndarstarfi sem sýnt hefur verið fram á og nýta þá staðreynd sem enn frekari hvata til góðra verka á þessu sviði. Vinnueftirlitið vinnur afar gott starf á sviði vinnuverndar en miklu skiptir að atvinnurekend- ur séu reiðubúnir til samstarfs við stofnunina og viljugir til að nýta sér þjónustu hennar og leið- sögn til að efla vinnuvernd, því víðast hvar má gera betur. Vax- andi fjöldi fyrirtækja hefur gert áhættumat á öryggi og heilsu starfsfólks, en ábyrgð á fram- kvæmdinni er á hendi atvinnu- rekenda í samstarfi við fulltrúa starfsfólks á hverjum stað. Þess má geta að Vinnueftirlitið hefur þróað verkfæri fyrir lítil fyrir- tæki sem ætlað er að auðvelda þeim gerð áhættumats, auk þess að halda námskeið um fram- kvæmdina og eru fyrirtæki hvött til að nýta sér þetta. Vinnueftir- litið heldur einnig reglubundin námskeið fyrir öryggistrúnað- armenn og öryggisverði á vinnu- stöðum og sérstök námskeið í vinnuvernd ætluð stjórnendum og verkstjórum. Vinnuvernd sem stendur undir nafni krefst virkrar þátttöku allra á vinnustaðnum og sam- starfs stjórnenda og starfsfólks. Miklu skiptir að allt starfsfólk sé meðvitað um mikilvægi þess, leggi sitt af mörkum til að bæta vinnuumhverfið og sé vakandi fyrir því sem betur má fara. Vinnuvernd er allra hagur, ef við sinnum því vel munu allir vinna. Í tilefni árlegrar vinnuverndarviku Fréttir herma að Útlendinga-stofnun hafi breytt reglugerð- um svo að hælisleitandi megi ekki sækja um tímabundið atvinnuleyfi ef hann hefur áður sótt um hæli í landi þar sem Dyflinnarsáttmálinn ríkir. Hælisleitandi skal vera send- ur sem fyrst til baka til þess lands sem hann kom frá ef ekki er hægt að sýna fram á að málið þarfnist sérstakrar skoðunar. Ef til vill skiptir þessi breyting ekki miklu þegar brottvísunin á sér samstundis eða fljótt stað. En þegar hælisleitandi bíður hér á landi á milli vonar og ótta, þegar ástæða þykir að kanna sérstakar aðstæður, getur það valdið honum tilfinningum eins og pirringi og vonleysi um framtíðina, því það getur tekið yfirvöld marga mánuði að komast að niðurstöðu. Mér skilst á þeim hælisleitendum sem ég þekki að sérstakar ástæð- ur séu fjölmargar. Það getur verið ofbeldisárás (rasismi) í því landi sem hælisleitandi sótti fyrst um, ósanngjörn afgreiðsla máls, órök- studdur þrýstingur brottvísunar o.fl. Að mínu mati krefjast slík dæmi endurskoðunar á grundvelli Dyflinnarsáttmálans. Í fréttum RÚV í maí sl. kom fram að það kostaði 7.000 kr. á hverjum degi að framfæra hvern hælis- leitanda. Ef hælisleitandi finnur atvinnu, þarfnast hann ekki þess- arar opinberu framfærslu. Margir hælisleitendur vilja vinna. Með því geta þeir a.m.k. staðfest að tilvist þeirra er ekki til einskis. Jafnframt sparast opinbert fé. Hvers vegna er þá svona erfitt fyrir þá að fá tíma- bundið atvinnuleyfi? Ég óska þess að meðhöndlun hælisleitenda sé sanngjörn og afgreiðsla mála þeirra sé gagnsæ með öllu. Sanngjörn með- höndlun óskast Vinnuvernd Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra Fjármál Huginn Freyr Þorsteinsson aðstoðarmaður atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra Hælisleitendur Toshiki Toma prestur innflytjenda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.