Fréttablaðið - 25.10.2012, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 25.10.2012, Blaðsíða 25
FACEBOOK Nálgast má blaðið á heimasíðunni, nordicstylemag. com og á Facebook. DÝRIR EN ÖÐRUVÍSI SKÓR Flestar konur elska fallega skó. Gaman er að skoða þá en enn skemmtilegra að ganga á þeim. Nicholas Kirkwood er sérfræðingur í öðruvísi kvenskóm og það er afar áhugavert að skoða úrvalið hjá honum á síðunni nicholaskirkwood.com. Vinkonurnar Soffía Theódóra Tryggvadóttir og hin sænska Emily Hilda Turner hafa stofnað nýtt tímarit, °N Style Magazine, sem kemur út á netinu. „Umfjöllunarefni er aðallega tískugeirinn og hönnun almennt á Norðurlöndunum,“ segir Soffía. „Við tökum líka fyrir menningu innan landanna, listir, tónlist og lífsstíl. Við tökum viðtöl við áhugavert fólk og skrifum fjölbreyttar greinar. Við sýnum fram á hversu fjölbreyttur tískugeirinn á Norðurlöndunum er með fallegum tískuþáttum og tökum götutískumyndir víða um Norðurlönd.“ Hugmyndin að blaðinu kom upp einn góðan veðurdag í New York fyrir tæpum tveimur mánuðum þegar Soffía og Emily ræddu hvað sú fyrrnefnda hygðist gera eftir útskrift sína úr Fashion Institute of Technology í desember næstkomandi. Samtalið leiddi til stofnunar blaðsins og afþreyingar síðu sem því er tengd. „Búandi í New York erum við sérlega stoltar af því að vera frá Norður- löndunum. Ástríða okkar og stolt ýtti okkur út í að velja Norðurlöndin sem viðfangsefni. Ég fékk Emily til að stofna tímaritið með mér og draumurinn um eigið fyrirtæki í tískugeiranum hófst,“ segir Soffía. Hún hefur lengi haft áhuga á hönnun og tísku. „Ég flutti til Reykjavíkur tólf ára og eftir það fór ég að hafa virkilegan áhuga á tísku. Ég teiknaði föt, klippti út tískumyndir og saumaði mikið. Síðan ég var í menntaskóla hefur mig langað til að flytja til New York og mennta mig í tískufræðum en lét ekki verða af því fyrr en tíu árum seinna því ég var svo praktísk og sá ekki hvernig ég gæti nýtt þá menntun á Íslandi.“ Yfir tuttugu manns í sjö löndum vinna að fyrsta tölublaðinu, sem kemur út í byrjun nóvember. „Ég er þessu fólki ótrúlega þakklát fyrir að taka þátt í þessu verkefni og treysta okkur Emily fyrir að gera góða hluti með tímaritið. Í fyrsta blaðinu verðum við meðal annars með þrjú viðtöl, við yfirhönnuð Björn Borg, Elínrósu Líndal frá ELLU og stofn- endur vefverslunarinnar Kotyr sem sér- hæfa sig í skandinavískri hönnun. Við verðum jafnframt með fallegan tískuþátt aðallega með íslenskri hönnun. Að öðru leyti verður fólk bara að bíða og sjá og kíkja á blaðið okkar.“ ■ lilja.bjork@365.is TÍMARIT UM TÍSKU ÁHERSLA Á NORÐURLÖND Tvær tískumeðvitaðar konur sem búa í New York hafa stofnað nýtt veftímarit, °N Style Magazine, sem kemur út í næstu viku. VIÐ MANHATTAN-BRÚ Stofnendur °N Style Ma- gazine búa í New York en eru stoltar af því að vera frá Norðurlöndunum. Fim, fös, lau verður þessi haldari á 20% afslætti áður kr. 5.800,- nú kr. 4.640,- ATH frí póstsending AÐEINS FYRIR ÞIG - næstu 3 daga - 20% AFSLÁTTUR Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Þú mætir - við mælum og aðstoðum www.misty.is Opið frá 10-18 virka daga. 10-14 laugardaga Vandaðir og þægilegir skór í úrvali Gerðu gæða- og verðsamanburð FINNDU MUNINN Listhúsinu Laugardal, 581 2233 · Baldursnesi 6, Akureyri, 461 1150 · Opið virka daga kl. 10.00 - 18.00 · laugardaga 12.00 - 16.00 *3,5% lántökugjald ÝMIR rúm 153x203 aðeins kr. 124.900 ÝMIR, SAGA, FREYJA, ÞÓR OG ÓÐINN Hágæða svæðisskiptar heilsudýnur Valhöll heilsudýna 5 svæðaskipt gormakerfi 153x203 aðeins kr. 89.900 Tilboðsverð 12 mánaða vaxtalausar greiðslur* Opið kl. 9 -18 laugardaga kl. 11 - 16 Stórhöfða 25 569 3100 eirberg.is L i og auka afköstDagljósin – Bæta líðan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.