Fréttablaðið - 25.10.2012, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 25.10.2012, Blaðsíða 58
25. október 2012 FIMMTUDAGUR42 F Ó T B O LT I F I FA , A lþj ó ð a knatt spyrnu sambandið, hefur ákveðið að taka í notkun tækni- búnað sem sker úr um hvort mark hafi verið skorað í knattspyrnu- leikjum. Marklínutæknin verður fyrst notuð á heimsmeistaramóti félagsliða sem fram fer í Japan í desember. Einhver bið verður á því að íslenskir dómarar fái aðstoð við slíka úrskurði í leikjum hér á landi. „Til að byrja með verður þessi tækni aðeins notuð á stórmótum. Englendingarnir munu byrja í úrvalsdeildinni um leið og þeir verða tilbúnir. Það gæti alveg eins gerst í janúar ef allt geng- ur upp. Ég sé ekki að þetta verði tekið í notkun hér á landi á næstu árum. Kostnaðurinn er einfald- lega of mikill,“ segir Gylfi Orra- son varaformaður KSÍ og formað- ur dómara nefndar KSÍ. „Það hefur legið í loftinu að þessi tækni yrði tekin í notkun – og ég tel að þetta sé aðeins upp- hafið á einhverju meira, hvort leik- maður hafi verið rangstæður eða ekki, svo eitthvað sé nefnt. Ég er sjálfur íhaldssamur hvað þessa hluti varðar og að mínu mati þarf að fara varlega í allar breytingar,“ bætti Gylfi við. Tvö fyrirtæki, GoalRef, og Hawk-Eye, hafa fengið formlegt leyfi frá FIFA til þess að þróa enn frekar marklínutæknina. Og eitt af skilyrðum FIFA er að bæði fyrirtækin leggi fram tryggingar þess efnis að ekki verði hægt að lögsækja FIFA ef útbúnaðurinn bilar eða kemst að rangri niður- stöðu. GoalRef er samvinnuverkefni hjá dönsku og þýsku fyrirtæki, en Hawk-Eye er breskt fyrirtæki sem er nú í eigu Sony. Hawk-Eye hefur verið notað lengi í tennisíþróttinni til þess að dæma hvort boltinn hafi verið inni á vellinum eða utan, og þessi tækni er einnig notuð í krik- ket, ruðningi, og NFL-deildinni í Bandaríkjunum. FIFA mun leggja til um 50 millj- ónir kr. á þeim völlum þar sem marktækniútbúnaðurinn verð- ur settur upp. Heildarkostnaður- inn við framkvæmdina á hverjum velli liggur ekki fyrir. FIFA mun ekki gefa leyfi til sjónvarpsstöðva að sýna myndirnar sem notaðar verða til þess úrskurða hvort mark hafi verið skorað eða ekki. Þessi tækni verður til stað- ar þegar heimsmeistaramótið fer fram í Brasilíu árið 2014, og HM U21 árs karla, sem fram fer á næsta ári, verður fyrsta „stór- mótið“ þar sem þessi nýja tækni verður notuð. Í gegnum tíðina hafa fjölmörg atvik komið upp í stórleikjum þar sem dómarar hafa þurft að taka umdeildar ákvarðarnir og dæma hvort boltinn hafi farið yfir mark- línuna eða ekki. Úrslita leikur Englands og Þýskalands á HM árið 1966 er án efa eitt frægasta dæmið. Þar skaut enski landsliðs- maðurinn Geoff Hurst boltan- um í þverslá þýska marksins og aserskur aðstoðardómari leiks- ins dæmdi að boltinn hefði farið inn fyrir marklínuna. Hurst kom Englendingum í 3-2 með þessu marki, sem jafnframt var þriðja mark hans, en leikurinn endaði 4-2. seth@365.is MARKLÍNUTÆKNIN TEKUR VÖLDIN FIFA gefur grænt ljós á nýja tækni sem mun skera úr um hvort mark hafi verið skorað eða ekki. Litlar líkur á því að þessi tækni verði notuð hér á landi í nánustu framtíð vegna mikils kostnaðar. Frumsýning á heimsmeistaramóti félagsliða. © GRAPHIC NEWS Hvers konar útbúnað ætlar FIFA að nota við marklínutæknina? Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur ákveðið að taka í notkun tækni búnað sem sker úr um hvort boltinn hefur allur farið yfir marklínuna. Tæknibúnaðurinn á að vera 100% öruggur og er aðeins 1 sekúndu að komast að niðurstöðu. GoalRef: Lítill kostnaður, virkar vel ef margir leikmenn eru við marklínuna, en ekki hægt að skoða atvikið í sjónvarpsútsendingu. Loftnet: Alls 10 staðsett á þverslá og markstöngum. Rafsegulsvið umlykur marklínuna. Loftnet er grafið rétt undir jarðveginum undir marklínunni. Boltinn: Þrír kopar- þræðir eru staðsettir á milli blöðrunnar og ysta lagsins. Loftnetsútbúnaðurinn nemur þegar boltinn fer inn á marklínusvæðið – 0,5 sekúndum síðar fær dómarinn merki ef boltinn fer allur yfir marklínuna. Hawk-Eye Sex háhraða, og háskerpumynda- vélar eru staðsettar við mörkin. Staðsetning boltans, í þrívídd, er reiknuð út með upplýsingum frá þremur myndavélum. Hægt er að meta nákvæma stöðu boltans og skekkjumörkin eru aðeins 3,6 mm. Kostir Hawk-Eye eru að hægt að skoða atvikin í þrívídd samstundis, ókostirnir eru að útbúnaðurinn er dýr og hann virkar illa ef margir leik- menn eru í þvögu á marklínunni. HEIMILDIR: HAWK-EYE INNOVATIONS, FRAUNHOFER IIS HANDBOLTI HSÍ staðfesti í gær að Óskar Bjarni Óskarsson heldur ekki áfram sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í handbolta. Gunnar Magnússon, sem verið hefur í þjálfarateymi landsliðsins lengi, mun taka við sem aðstoðarþjálfari af Óskari Bjarna en Aron Kristjánsson hafði áður tekið við aðalþjálf- arastöðunni af Guð- mundi Guðmunds- syni. Gunnar hefur verið helsti mynd- bandssérfræðingur landsliðsins undanfarin ár en þarf aðeins að klippa minna í nýja starfinu. Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV og fyrrverandi þjálfari Íslandsmeistara HK, kemur inn í landsliðsþjálfara teymið og mun taka við því starfi sem Gunnar hefur sinnt frá árinu 2006. Fyrstu verkefni landsliðsins með nýja þjálfarateyminu verða tveir leikir um næstu mánaðamót í undan- keppni EM 2014. - óój Breytingar á þjálfarateymi handboltalandsliðsins: Óskar út – Erlingur inn MARK SEM EKKI VAR DÆMT GILT Manuel Neuer, markvörður Þýskalands, horfir hér á eftir boltanum fara inn fyrir marklínuna eftir skot Frank Lampard á HM í Suður-Afríku 2010. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.