Fréttablaðið - 25.10.2012, Blaðsíða 22
22 25. október 2012 FIMMTUDAGUR
Feneyjaskráin er alþjóðleg sam-þykkt um grundvallarreglur
sem gilda eiga um varðveislu og
endurbyggingu menningararfs.
Feneyjaskrána má finna á heima-
síðu Húsafriðunarnefndar sem
hefur lagt hana til grundvallar í
starfi sínu. Í sjöttu grein Feneyja-
skrárinnar segir um varðveislu
minja og viðeigandi umgerðar
þeirra:
„Ef umhverfið er varðveitt frá
fornu fari og fylgir hinum sögu-
legu minjum verður að viðhalda
því og banna allar nýbyggingar,
einnig niðurrif og breytingar sem
breyta stærðarhlutföllum eða lita-
samhengi.“
Árið 2008 leyfði Skipulagsráð að
rifin yrðu hús nr. 4 og 6 við Lauga-
veg, og í staðinn reist fjögurra
hæða steinsteypt hótel í nýbygg-
ingu þar (sjá t.d. fundargerð
Skipulagsráðs 8. 8. 2007). Í fund-
argerðum Húsafriðunarnefnd-
ar kemur fram að nýbyggingar
megi á engan hátt draga úr gildi
friðaðra húsa, t.d. með hæð sinni.
Þetta sjónarmið ríkti árið 2008
þegar nefndin fjallaði um hvort
varðveita bæri Laugaveg 4 og 6
eða reisa þar umrædda nýbygg-
ingu. Húsafriðunarnefnd snerist
gegn áformum um nýbyggingu til
að vernda friðað hús, Laugaveg 2.
Var þá miðað við að ný fjögurra
hæða bygging varpaði rýrð á frið-
aða húsið. Í fundargerð nefndar-
innar frá 8. janúar 2008 segir m.a.:
„Samþykkt Húsafriðunar-
nefndar er gerð með hliðsjón af
Feneyjaskránni þar sem segir að
í húsvernd sé fólgin varðveisla
viðeigandi umgerðar og varað við
niðurrifi og breytingum á stærðar-
hlutföllum í næsta nágrenni frið-
aðra mannvirkja“ (leturbreyting
höf.).
En hvað með gamla Kvenna-
skólann við Austurvöll, er hann
ekki friðuð bygging? Í tillögu sem
á liðnu sumri hlaut fyrstu verð-
laun í samkeppni um skipulag við
Ingólfs torg og Víkurgarð, er lagt til
að reist verði fimm hæða bygging
beint aftan við gamla Kvennaskól-
ann. Þar er núna lágreistur salur
Nasa sem á að rífa, en þarna hefur
aldrei verið nein hærri bygging.
Auðséð er að nýtt fimm hæða hús
sem koma skal í stað Nasasalarins
mun þrengja freklega að Kvenna-
skólanum, auk annarra bygginga
hótelsins sem umlykja hann. Jafn-
framt skal Landsímahúsið í Thor-
valdsensstræti 4 hækkað nokkuð
skv. tillögunni.
Af einhverjum ástæðum sá
Húsafriðunarnefnd ekki ástæðu til
að gera athugasemdir við svo háa
nýbyggingu að baki gamla Kvenna-
skólanum. Á fundi sínum 10. júlí
sl. fjallaði nefndin um vinnings-
tillöguna og ályktaði m.a. svona:
„Til að vel takist til er mikilvægt
að fullt tillit verði tekið til aldurs
og gerð[ar] gömlu timbur húsanna
við útfærslu á millibyggingum
við Vallarstræti.“ Á hinn frið-
aða Kvennaskóla í Thorvaldsens-
stræti er hins vegar ekki minnst
einu orði. Málið snýst ekki síst um
breytingar á stærðar hlutföllum
og fimm hæða hótelbygging beint
ofan í friðað hús er lítilsvirð-
ing við merkan byggingar arf og
andstætt alþjóðlegri samþykkt
Feneyjaskrárinnar. Vonandi rís
Húsafriðunarnefnd upp gamla
Kvennaskólahúsinu til varnar á
seinni stigum kynningarferlisins.
Fólki er bent á að andmæla áætl-
aðri hótel byggingu á www.ekkki-
hotel.is.
Hvað með Feneyjaskrána?
Skipulagsmál
Guðríður Adda
Ragnarsdóttir
atferlisfræðingur
VIÐ AUSTURVÖLL „Auðséð er að nýtt fimm hæða hús sem koma skal í stað Nasa-
salarins mun þrengja freklega að Kvennaskólanum...”
Málið snýst ekki síst um breytingar á
stærðarhlutföllum og fimm hæða hótel-
bygging beint ofan í friðað hús er lítils-
virðing við merkan byggingararf og andstætt alþjóð-
legri samþykkt Feneyjaskrárinnar.
Samtök sjávarút-
vegssveitarfélaga
Stofnuð hafa verið Samtök sjávarútvegssveitarfélaga,
sem eru samtök þeirra sveitar-
félaga sem hafa beinna hags-
muna að gæta varðandi nýtingu
sjávarauðlindarinnar og er til-
gangur samtakanna að vinna
að sameiginlegum hagsmunum
þessara sveitarfélaga og íbúa
þeirra.
Sjávarútvegur hefur verið, og
er enn, ein mikilvægasta efna-
hagsstoð þjóðarbúsins og með-
fram strandlengjunni allri eru
byggðalög sem reiða sig nánast
eingöngu á veiðar og vinnslu.
Með stofnun Samtaka sjávar-
útvegssveitarfélaga er horft
til þess að skapa öflugan sam-
eiginlegan vettvang til sóknar
og varnar fyrir sjávarútvegs-
samfélögin. Fyrstu verkefni
samtakanna beinast einkum að
tvennu; að sjávarútvegssveitar-
félögin fái eðlilega hlutdeild
í sérstaka veiðigjaldinu og að
þeim störfum á vegum ríkisins
sem tengjast nýtingu sjávar-
auðlindarinnar verði í ríkari
mæli komið fyrir á sjávar-
útvegsstöðunum.
Því fólki sem hefur beina
atvinnu af veiðum og vinnslu
sjávarafla hefur fækkað alla
síðustu öld. Tækniframfarir
og lagabreytingar sem leitt
hafa af sér kröfu um aukna
hagræðingu í greininni hafa
haft afgerandi áhrif á fjölda
starfa í veiðum og vinnslu,
og þá jafnframt á íbúafjölda
og stöðu sjávarútvegssam-
félaganna. Þessar breytingar
hafa verið einn stærsti áhrifa-
valdur í byggðaþróun undan-
farinna áratuga. Ný störf s.s.
þekkingarstörf, rannsóknir
og eftirlit, sem orðið hafa til
við þessar breytingar, hafa
ekki að sama skapi orðið til á
sjávarútvegs stöðunum og hafa
slík störf á vegum ríkisins haft
til hneigingu til að hnappast
saman á höfuðborgar svæðinu.
Með lögum um sérstakt veiði-
gjald er nú enn hert á kröfunni
um hagræðingu í greininni.
Til þess að sjávarútvegs-
sveitarfélögin geti brugðist við
þeim breytingum sem aukinni
hagræðingarkröfu fylgja, svo
sem enn frekari fækkun starfa,
er eðlilegt að þau fái hlutdeild í
sérstaka veiðigjaldinu.
Einnig hefur verið bent á
að geta sjávarútvegsfyrir-
tækjanna til vaxtar og/eða þátt-
töku í verkefnum í heimabyggð
skerðist við upptöku sérstaka
veiðigjaldsins. Krafa um aukna
hagræðingu kalli fremur á sam-
einingu fyrirtækja og fækkun
starfa. Það er því mikilvægt að
nú sé einnig hugað alvarlega að
því að þau störf á vegum ríkis-
ins sem eru sjávarútvegstengd
séu sett niður víðar um landið.
Með nýtingu samskiptatækni
ætti slíkt að vera einfaldara en
áður.
Það er hagur þjóðarinnar að
íslenskur sjávarútvegur sé rek-
inn með hagkvæmum hætti, en
það eru sjávarbyggðirnar sem
greiða fyrir hagræðinguna með
fækkun starfa, fækkun íbúa,
lækkun fasteignaverðs o.s.frv.
Það er því mikilvægt að sjávar-
útvegssveitarfélögin og ríkis-
valdið taki höndum saman um
að lágmarka þau áhrif sem enn
aukin krafa um hagræðingu í
greininni mun hafa.
Sjávarútvegsmál
Svanfríður
Jónasdóttir
bæjarstjóri í
Dalvíkurbyggð og
formaður Samtaka
sjávarútvegs-
sveitarfélaga