Fréttablaðið - 25.10.2012, Blaðsíða 20
20 25. október 2012 FIMMTUDAGUR
Í sunnudagsblaði Mbl. er að finna viðtal við Jón Steinar Gunnlaugs-
son, fyrrverandi hæstaréttardóm-
ara, sem ber yfirskriftina „Fann
fyrir mótbyr og andúð“.
Þar kemur fram að Jón Steinar
sé ánægður með að vera hættur í
réttinum enda hafi honum ekkert
orðið ágengt við að bæta starfsemi
Hæstaréttar. Í greininni rekur hann
það helsta sem hann hefði viljað
breyta bæði í fyrirkomulagi réttar-
ins og eins hvernig aðrir dómarar
komast að niðurstöðu. Hann hafi
fundið fyrir „mótbyr og andstöðu
annarra dómara“ og að ákvarðanir
hafi verið teknar án aðildar hans.
Hann hafi því skilað mörgum sér-
atkvæðum í gegnum tíðina. Jón
Steinar virðist eiga erfitt með að
skilja af hverju þetta gerðist. Ekki
virðist hvarfla að Jóni Steinari að
eitthvað af þeim erfiðleikum sem
hann telur sig hafa orðið fyrir í
réttinum eigi e.t.v. rætur að rekja
til persónuleika hans sjálfs.
Að sjálfsögðu er ekkert að því
að menn ræði breytingar á Hæsta-
rétti og starfsemi hans. Hins vegar
er umræða af þessu tagi til þess
fallin að draga úr trúverðugleika
réttarins. Það virðist einnig vera
tilgangurinn.
Ég hef þekkt Jón Steinar lengi og
get borið sem fyrrverandi dómari
að hann var góður málflytjandi.
Fór þar saman góð lagakunnátta
en ekki síður hæfileiki til að sam-
sama sig algjörlega málatilbún-
aði skjólstæðingsins hverju sinni.
Hann átti hins vegar mjög erfitt
með að taka því að ekki væri fall-
ist á skoðanir hans. Að mínu mati
hentaði dómara starfið honum því
illa.
Í september 2008 sendi ég sem
ríkissaksóknari bréf til Hæsta-
réttar og krafðist þess að Jón
Steinar viki sæti í tilteknu kyn-
ferðisbrotamáli. Í bréfinu segir
m.a. að fyrir ákæruvaldið og máls-
aðila skipti höfuðmáli að við með-
ferð dómsmála séu notaðar viður-
kenndar og hefðbundnar aðferðir
við sönnunarfærslu og sönnunar-
mat í sakamálum.
Í bréfinu eru rakin greinar-
skrif Jóns Steinars sem bera yfir-
skriftina „Mál af þessu tagi“ og
grein Eiríks Tómassonar þá pró-
fessors af því tilefni. Taldi Eiríkur
að Jón Steinar hefði í sératkvæði í
tilteknu Hæstaréttarmáli vikið frá
settri lagareglu.
Í bréfi ríkissaksóknara til
Hæstaréttar segir að sjónarmið
Jóns Steinars hljóti að vekja spurn-
ingar hjá ákæruvaldinu um hæfi
hans til að skipa sæti í umræddu
máli enda sé því haldið fram fullum
fetum, að tiltekin sönnunargögn í
opinberum málum hafi almennt séð
ekkert vægi og að aðeins í undan-
tekningartilvikum sé unnt að taka
eitthvert tillit til þeirra.
Í niðurlagi bréfsins segir: „Þá
segir Jón Steinar í grein sinni: „Í
seinni tíð má finna dæmi um áfellis-
dóma í kynferðisbrotamálum, þar
sem sönnunarfærsla er afar veik
svo ekki sé meira sagt. Til athugun-
ar vísast til dæmis til H. 2002.1065,
H.2003.3386, H.2005.4042, H 1.
júní 2006 í máli nr. 44/2006 og H.1.
febrúar 2007 í máli nr. 243/2006.“
Jón Steinar sat aðeins í dómi í einu
þessara mála þannig að mat hans
á að þarna hafi sönnunarfærslan
verið afar veik „svo ekki sé meira
sagt“ hlýtur að vera í aðalatriðum
byggð á lestri hans á dómunum. Því
má ætla að í þessu felist sú skoð-
un hans, að ekki eigi að taka tillit
til óbeinna sönnunargagna nema í
undantekningar tilvikum. Sú skoðun
er sem áður sagði í andstöðu við orð
47. gr. laga um meðferð opinberra
mála, skýr dómafordæmi Hæsta-
réttar og hefur auk þess enga stoð
í reglum þjóðaréttar. Hún er sett
fram opinberlega og sem almenn
skoðun dómarans. Þá gengur þessi
skoðun, eins og hún er fram sett,
mun lengra en leitt getur af fræði-
legri umræðu.
Skoðun Jóns Steinars um að
sönnunarfærslan sé afar veik „svo
ekki sé meira sagt“ í þessum til-
teknu dómum er því alvarlegt mál
enda myndi hún, væri fallist á
sjónarmið hans, væntanlega leiða
til þess að óhjákvæmilegt yrði
að sýkna í flestum, jafnvel öllum
málum af þessu tagi svo framar-
lega sem ákærðu neituðu stað-
fastlega sök. Sú niðurstaða væri
óásættanleg fyrir ákæruvaldið í
landinu, brotaþola kynferðisbrota
og beinlínis atlaga að réttarríkinu.“
Ríkissaksóknari taldi það skyldu
skyldu sína að krefjast þess að Jón
Steinar viki sæti í málinu þar sem
efast mætti um að hann myndi
fylgja viðurkenndum og eðlilegum
leikreglum við mat á sönnunar-
gögnum.
Í nýjasta þætti Klinksins um
helgina hélt Jón Steinar gagnrýni
sinni áfram og átaldi dómstóla fyrir
að hafa slakað á sönnunarkröfum í
kynferðisbrotamálum. Hann gekk
jafnframt svo langt að segja að af
þeim sökum sæti saklaus maður nú
í fangelsi. Slík framsetning fyrr-
verandi hæstaréttardómara er for-
dæmalaus. Af þessu tilefni taldi ég
rétt að vekja athygli á umræddu
bréfi ríkissaksóknara til Hæstarétt-
ar og þeim vandamálum sem seta
Jóns Steinars í réttinum skapaði a.
m.k. í kynferðisbrotamálum.
Jón Steinar Gunnlaugsson
og Hæstiréttur Íslands
Sú niðurstaða í nýgenginni þjóðaratkvæðagreiðslu að 2/3
þeirra, sem nýttu atkvæðisrétt
sinn, styðji tillögur Stjórnlaga-
ráðs getur vart komið á óvart.
Þótt deilt hafi verið um hvernig
standa eigi að breytingum á
stjórnarskrá, svo og hversu rót-
tækar þessar breytingar eigi að
vera, liggur fyrir að í samfélaginu
er breið samstaða um breytingar,
t.d. að því er snertir auðlindamál,
þjóðaratkvæðagreiðslur og með-
ferð stjórnarskrárbreytinga. Því
hefur verið haldið fram, m.a. af
mér á síðum þessa blaðs, að í stað
hinnar róttæku nálgunar Stjórn-
lagaráðs eigi að láta gildandi
stjórnarskrá njóta vafans og gera
á henni yfirvegaðar og hófsamar
breytingar um ákveðin atriði (sjá
t.d. slíka tillögu á stjornskipun.is).
Með atkvæðagreiðslunni var
auðvitað með engum hætti leit-
ast við að gera upp á milli þess-
ara leiða. Þess í stað mátti skilja
kjarnaspurningu atkvæðagreiðsl-
unnar á þá leið að „nei“ þýddi í
raun stuðning við óbreytta stjórn-
skipun án vilja til nokkurra breyt-
inga. Þess í stað var unnt að segja
„já“ og jafnframt velja breytingar-
kosti ef kjósandinn var ekki fylli-
lega sannfærður um jáyrði sitt við
fyrstu spurningu. Hver og einn
verður að meta hversu lýðræðis-
leg atkvæðagreiðsla sem þessi
er. Það er hins vegar ljóst að tölu-
vert hlaut að þurfa koma til svo
að fólk hafnaði alfarið tillögum
Stjórnlagaráðs, væri það á annað
borð fylgjandi breytingum á gild-
andi stjórnarskrá. Í þessu ljósi er
það umhugsunar efni að 1/3 hluti
kjósenda skuli þrátt fyrir allt
hafa sagt „nei“ og þannig lýst því
yfir að óskynsamlegt sé að halda
áfram endurskoðun stjórnarskrár-
innar á forsendum núverandi ferl-
is.
Hér verður ekki lagður dómur
á það hvort stuðningur 2/3 hluta
þeirra sem mættu á kjörstað feli í
sér afdráttar lausan stuðning þjóð-
arinnar og fullnægjandi lýðræðis-
legt umboð til að kollvarpa núgild-
andi stjórnskipun. Það er hins
vegar vonandi að áhyggjur þeirra
sem gagnrýnt hafa frumvarp
Stjórnlagaráðs reynist áhyggju-
lausar og hin stjórnskipulega
óvissuferð, sem hófst árið 2010 og
nú heldur fyrirsjáan lega áfram,
jafnvel með lögfestingu nýrrar
stjórnarskrár árið 2013, eigi sér
þrátt fyrir allt farsælar lyktir.
Óvissuferð
heldur áfram
Lífleg umræða er um þess-ar mundir um aðskilnað við-
skiptabanka og fjárfestingarbanka.
Þetta er mjög eðlileg og gagnleg
umræða. Þar sem nú eru fjögur
ár liðin frá bankahruni og búið
að hreinsa til versta brakið eftir
þær hamfarir er hægt að fara að
ræða framtíðarskipan fjármála-
kerfisins. Eitt af því sem stóð upp
úr í hruninu var mikilvægi þess
að ekki séu allar bankastofnanir í
landinu sömu gerðar. Mismunandi
gerðir bankastarfsemi og aðskiln-
aður þeirra skiptir máli til að auka
líkur á að einhver hluti kerfisins
standi af sér áföll þegar þau ríða
yfir. Mikilvægt er fyrir samfélagið
að draga úr líkum á að fjármála-
áföll, af þeirri stærðargráðu sem
hrunið 2008 var, endurtaki sig. Ég
tel að fjölbreytileiki sé ein leið til
að minnka líkur á jafn víðtæku
hruni. Til að svo megi verða þarf
að ræða og komast að niðurstöðu
um hvernig samkeppnisumhverfi
þarf að vera svo að fjármála-
stofnanir af mismunandi gerð geti
þrifist hlið við hlið í samkeppni.
Umræðan undanfarið um fjár-
festingarbankastarfsemi hefur
afmarkast allt of mikið af umræðu
um hvaða starfsemi mönnum
finnst óheppilegt að viðskipta-
bankar stundi. Þetta er mjög eðli-
legt þar sem bæði nýleg skýrsla
kennd við Vickers í Bretlandi og
regla kennd við Volcker í Banda-
ríkjunum fjalla aðallega um þetta.
Það væri hins vegar gagnlegt
að ræða frekar um hvernig hinar
mismunandi gerðir fjármála-
fyrirtækja eru fjármagnaðar.
Það viðurkenna allir sem fjalla
um þessi mál að algengasta orsök
endaloka fjármálafyrirtækja sé
lausafjárþurrð en ekki eiginfjár-
vandi. Slík lausafjárþurrð verður
þegar mikill munur er á endur-
greiðslutíma skulda og eigna hvort
sem það er hjá fjármálastofnunum,
fyrirtækjum, hinu opinbera eða
einstaklingum.
Sumarið 2008 vantaði ekk-
ert upp á eiginfjárhlutföll Glitn-
is, Kaupþings og Landsbankans.
Bankarnir höfðu þá verið dug-
legir við innlánasöfnun og hlotið
mikið lof erlendra sérfræðinga
fyrir. Eins og við vitum streymdi
lausaféð hins vegar svo hratt út úr
bönkunum í október 2008 að ekki
var við neitt ráðið og bankarnir
fóru í þrot.
Það vantar einnig í umræðuna
hér að fjallað sé um það hvernig
menn sjá fyrir sér atburðarásina
næst þegar óveður skekur fjár-
málastofnanir landsins. Þá er ég
helst að hugsa til þess hvernig
stofnanirnar eru fjármagnaðar
og hversu mikil hætta er á að þær
þverri laust fé til að geta staðið við
skuldbindingar sínar til skamms
tíma. Innlán eru langsamlegasta
kvikasta tegund fjármögnunar og
björgunaraðgerðir seðlabanka um
heim allan síðustu árin hafa snúið
að því að auka aðgengi banka að
lausu fé. Þegar bankarnir hér á
landi fóru í þrot 2008 voru innlán
gerð að forgangskröfum og þau
flutt ásamt töluverðu eignasafni í
nýjar stofnanir. Erfitt er að sjá að
þetta yrði gert með öðrum hætti ef
viðlíka áföll dynja yfir aftur.
Mikilvægt er að gera sér grein
fyrir hvernig sú atburðarás geti
orðið, til þess annars vegar að
minnka líkur á að sagan endur-
taki sig og hins vegar til að tryggja
fumlaus viðbrögð ef stjórnvöld
þurfa að grípa inn í atburðarásina.
Það verður því að gera strangari
lausa- og eiginfjárkröfur til fjár-
málastofnana eftir því sem meira
ójafnvægi er á milli endurgreiðslu-
tíma eigna og skulda. Þannig ætti
að gera strangari kröfur til banka
sem fjármagnar langtíma útlán
með innlánum en banka sem fjár-
magnar langtímaútlánin með
útgáfu skuldabréfa. Þannig skap-
ast betra jafnræði milli ólíkra
rekstrarforma og verðlagning
hinnar raunverulegu áhættu í
bankastarfsemi gæti orðið gagn-
særri og eins víst að óþarft sé að
banna viðskiptabönkum að stunda
einhverja þá þætti bankastarfsemi
sem þeir hafa nú með höndum.
Ég tel mikilvægt að þetta sé
rætt og að menn veigri sér ekki við
að taka þessa umræðu, þó hún geti
verið ónotaleg og veki upp óþægi-
legar minningar.
Um aðskilnað viðskipta- og
fjárfestingabankastarfsemi
Ný stjórnarskrá
Skúli
Magnússon
héraðsdómari og
dósent við HÍ
Dómsmál
Valtýr
Sigurðsson
hæstaréttarlögmaður
og fv. ríkissaksóknari
Fjármál
Óttar
Guðjónsson
hagfræðingur og
framkvæmdastjóri
Lánasjóðs sveitarfélaga
ohf.
Hver og einn verður að meta hversu
lýðræðisleg atkvæðagreiðsla sem þessi er.
Hann átti hins
vegar mjög erfitt
með að taka því að ekki
væri fallist á skoðanir
hans. Að mínu mati hent-
aði dómarastarfið honum
því illa.